Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Luo Baogen, 67 ára Kínverji, bendir á hálfrifið íbúðarhús sitt á nýlögðum þjóðvegi í Zhejiang- héraði í austanverðu Kína. Luo og eiginkona hans hafa staðið í málaferlum síðustu fjögur árin og krafist þess að fá hærri bætur fyrir húsið en yfirvöldin hafa boðið. Yfirvöldin vilja greiða hjónunum jafnvirði 5,2 milljóna króna fyrir hús- ið til að hægt verði að rífa það niður. Húsið er enn með rafmagn, rennandi vatn og sjónvarpskapal þótt það standi á þjóðveginum sem hefur ekki verið opnaður vegna deilunnar. Það er á meðal nokkurra húsa sem eiga að víkja fyrir nýjum vegum eða byggingum en standa enn þótt framkvæmdir séu hafnar í kringum þau. Húsin stinga því í stúf við um- hverfið og eru kölluð „naglahús“ vegna þess að þau minna á fasta nagla sem erfitt er að draga út. AFP „Naglahús“ á miðjum þjóðveginum Leiðtogafundi Evrópusam- bandsins lauk í Brussel í gær án þess að sam- komulag næðist um fjárlög sam- bandsins fyrir ár- in 2014-2020. Auðugu löndin í Evrópusamband- inu vildu skera niður útgjöld, en á það gátu fátækari lönd sambandsins ekki fallist. Verði leyst á næsta ári Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði að sam- komulag ætti að náðst um fjárlögin snemma á næsta ári. Van Rompuy lagði í vikunni fram málamiðl- unartillögu sem fól í sér að útgjöld ESB yrðu 973 milljarðar evra, líkt og í fyrri tillögu en að breytingar yrðu gerðar innan fjárlagarammans sem m.a. fól í sér niðurskurð til land- búnaðarmála. Ekki náðist sam- komulag um tillöguna. Francois Hollande, forseti Frakklands, neit- aði að samþykkja niðurskurð til landbúnaðarmála. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði tillöguna hafa í för með sér óhófleg útgjöld og kvað Þjóðverja, Svía, Hol- lendinga, Finna og Dana vera sam- mála þeirri afstöðu Breta. Spánverjar og Pólverjar eru and- vígir niðurskurði á útgjöldum Evr- ópusambandsins, en báðar þjóðirnar hafa fengið mikla fjármuni til upp- byggingar í löndunum. Ekki var samstaða milli Frakka og Þjóðverja á fundinum, en það er talið hafa ráðið miklu um að ekkert samkomulag náðist. Fjárlaga- deilan óleyst Herman Van Rompuy Átt þú rétt á lækkun skulda? Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda. Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.