Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.11.2012, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Réttindaganga Um tvö hundruð börn á frístundaheimilum í Miðborg og Hlíðum fóru í gær í réttindagöngu til að minna á Barnasáttmála SÞ. Kristinn Í dag hafa sjálfstæð- ismenn tækifæri til að stilla upp sterkum framboðslista í Reykjavík. Með því að kjósa í prófkjörinu tek- ur flokksfólk ákvörðun um hverjir skipa for- ystu flokksins og leiða Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum í vor. Kosningarnar eru þær mikilvægustu sem farið hafa fram hér á landi um nokk- urt árabil. Þær ráða úrslitum um það hvort okkur tekst að taka upp nýja stjórnarhætti og snúa vörn í sókn. Þeim, sem nú sitja við stjórnvölinn, hefur ekki tekist að auka traust og tiltrú almennings á stjórnmálum og undir forystu ríkisstjórnarinnar hef- ur flestum málum verið stýrt í farveg átaka og ósamstöðu. Því verður að breyta svo að við getum nýtt þau ótal tækifæri sem hér eru ef rétt er haldið á málum. Okkar bíða fjölmörg tækifæri. Það eru tækifæri til vaxtar í tækni- og ný- sköpun, menntun og fræðslu, skap- andi greinum, orkuiðnaði, sjávar- útvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Landið okkar er fullt af auðlindum og Ísland er í raun ein stór auðlind. Mestu tækifærin liggja þó hjá okk- ur sjálfum. Hjá fólkinu sem býr í þessu góða landi. Hjá þessari þjóð sem hefur sýnt það svo oft að hún hefur hugrekki til að horfast í augu við vandann og veit ekki hvað það er að gefast upp. Það er þessi kraftur, þessi dugnaður og þessi vilji sem við verðum umfram allt að virkja. Við vit- um að hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér og við erum alltaf tilbúin að gera betur í dag en í gær. Það viðhorf er þessari þjóð meðfætt og það breyttist hvorki við hrunið né við það að sitja uppi með ráðríka en um leið ráða- lausa vinstristjórn í að verða fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn verður að ná þeim styrk að hann geti komið þess- ari ríkisstjórn frá. Hann verður að njóta svo víð- tæks trausts að hann verði burðarásinn í nýrri ríkisstjórn sem skilur að lausnin er fólgin í því að gefa fólkinu sjálfu tæki- færi til athafna, fram- kvæmda og framfara. Okkar bíða fjölmörg verkefni og margar áskoranir. Við þurfum að leysa þau vandamál sem einstaklingar og fjölskyldur standa frammi fyrir. Við þurfum að auka ráðstöfunartekjur heimilanna, minnka umsvif og skattheimtu rík- isins og skapa þannig umhverfi að bæði fyrirtæki og einstaklingar sjái tækifæri í því að stíga fram, taka til hendinni, virkja sköpunarkraftinn og horfa til framtíðar. Með þessum orðum vil ég hvetja allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í dag. Nýtið tækifærið til að velja öflugan framboðslista fyrir komandi þingkosningar. Þannig auk- um við líkurnar á góðum árangri Sjálfstæðisflokksins í vor og gefum íslenskri þjóð von um breytingar, fleiri tækifæri og nýja tíma. Ég er reiðubúin að helga mig því og óska eftir stuðningi ykkar í 1. sæti listans. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur »Með því að kjósa í prófkjörinu tekur flokksfólk ákvörðun um hverjir skipa forystu flokksins og leiða Sjálf- stæðisflokkinn í alþing- iskosningunum í vor. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. Stillum upp sterk- um lista í dag Ég gekk ungur í Sjálfstæðisflokkinn af þeirri einföldu ástæðu að sjálfstæðisstefnan er í samræmi við mínar lífsskoðanir. Frelsi með ábyrgð og sam- kennd með náunganum er kjarninn í þeirri stefnu. Ég hef ávallt notið þess að vinna með því góða fólki sem fylkir sér um stefnu Sjálfstæðisflokksins. Styrkur flokksins er fólkið sem sameinast um málefnin og vinnur óeigingjarnt starf þegar á þarf að halda. Látum okkur málin varða Stjórnmál og stjórnmálaþátttaka snýst um málefnabaráttu og leiðir að lausnum. Við eigum að láta okkur málin varða. Þjóðin veit nú að vinstri leið er engin lausn og leiðir hvorki af sér velferð né tækifæri. Því miður þurfti kjörtímabil glataðra tækifæra til þess að það kæmi berlega í ljós. Á þessu kjörtímabili hef ég gert mitt besta til að lágmarka skaðann sem hlýst af hinni hreinu vinstristjórn sem nú stýrir landinu og einbeitt mér sérstaklega að: skuldamálum og málefnum heim- ilanna atvinnumálum og lækkun skatta málefnum aldraðra sem ég lagði m.a. áherslu á þegar ég starfaði sem heilbrigðisráðherra samkeppnisstöðu innlendrar verslunar gagnvart er- lendri vegamálum og um- ferðaröryggi Í mörgum þessara málaflokka kristallast baráttan milli lífsgilda okkar sjálfstæð- ismanna og þeirra leiða sem vinstrimenn vilja fara. Það hefur verið fast sótt að lífsgildum okkar á þessu kjör- tímabili og enn eru margar orrustur eftir og mikið verk að vinna. Við megum hins vegar aldrei láta pólitíska and- stæðinga okkar ráða för. Það má aldrei hvika frá grunngildum sjálf- stæðisstefnunnar. Markalínur eru skýrar í ís- lenskum stjórnmálum Það getur enginn efast um að markalínur eru skýrar í stjórn- málum á Íslandi í dag. Í raun hafa þær ekki verið skýrari í fjölda ára. Við höfum horft upp á vinnubrögð á þessu kjörtímabili sem aðeins vinstrimenn stunda. Strax í upphafi kjörtímabilsins innsigluðu vinstri stjórnarflokkarnir samstarf sitt með svikum við kjósendur er Vinstri- grænir samþykktu aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Það gaf tón- inn um áframhaldið. Í stað þess að taka á raunverulegum vandamálum er kröftum eytt í dægurmál. Í stað þess að vinna í sátt eru mál knúin áfram í ósætti. Í stað þess að veita einstaklingnum frelsi og svigrúm er þrengt að honum með boðum, bönn- um og skattahækkunum. Ekkert er bannfólkinu heilagt, jafnvel ekki ferðafrelsi fólks í eigin landi. Nú þegar kjörtímabil hinna glötuðu tækifæra er að líða undir lok upplifa íbúar þessa eins ríkasta lands í heimi sig sem fanga í eigin landi og fjöl- margir hafa tekið þann kost að freista gæfunnar í öðrum löndum. Stöndum vörð um frelsi einstaklingsins Í prófkjöri sjálfstæðismanna í dag velur grasrót flokksins þá ein- staklinga sem hún treystir best til að leiða baráttuna gegn vinstriöflunum og landið aftur á braut hagsældar. Tækifærin blasa hvarvetna við og þau þarf að nýta. Tækifærin búa í fólkinu sem landið byggir, auðlind- unum sem landið er ríkt að, stað- setningu landsins og náttúru. Ef við fylgjum sjálfstæðisstefnunni og stöndum vörð um frelsi einstaklings- ins til athafna þá vinnum við okkur úr öllum vandamálum. Ég hef helg- að líf mitt baráttunni fyrir sjálfstæð- isstefnunni og ég óska eftir umboði þínu, ágæti sjálfstæðismaður, til að vera áfram í forystusæti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík til að leiða okkar baráttu. Ég bið um stuðning þinn í 2. sæti í prófkjörinu í dag og ég heiti því að halda áfram að starfa fyrir þína hönd af samviskusemi, dugnaði og ástríðu. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Ef við fylgjum sjálf- stæðisstefnunni og stöndum vörð um frelsi einstaklingsins til at- hafna þá vinnum við okkur úr öllum vanda- málum. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Tækifærin felast í sjálfstæðisstefnunni Mikilvægt er að farið sé með rétt mál og talað skýrt í viðræðum við ESB. Það á að gerast óháð því hvort menn séu fylgjandi aðild eða ekki. Á fundi sem þing- mannahópur Alþingis átti með þingmönnum og forystuliði ESB í þessari viku komu í ljós af þeirra hálfu efa- semdir um heilindi Ís- lendinga í þessari umsókn. Þá virtust þeir illa upplýstir um þá miklu and- stöðu sem er meðal þjóðarinnar gagnvart þessari umsókn og veikan pólitískan stuðning við hana. Kom þeim mjög á óvart t.d. að meirihluti, eða um 54% í nýjustu skoð- anakönnun, vildi draga umsóknina til baka og að aðeins einn stjórn- málaflokkur styddi hana óskiptur á Alþingi. ESB vill ekki taka þátt í „bjölluati“. Að mati ESB sæktu þjóðir um að- ild til að komast inn í sambandið. Í að- lögunarferlinu væri reynt að leysa á sem bestan hátt úr tímabundnum örðugleikum eða aðlögun umsókn- arlandsins til þess að komast snurðu- laust í sambandið. ESB byði fram verulega fjárhagsaðstoð til þess að auðvelda landinu inngöngu. Sumir hafa kallað það mútur. Hugtakið að „kíkja í pakkann og sjá hvað væri í boði“ fannst mér þeir líta á sem beina móðgun við sam- bandið. Varð mér af því tilefni hugsað til þeirra sem stöðugt væru að „kíkja“ í pakkann og hygðust gera það áfram næsta kjörtímabil. Hvernig myndi okkur líka slíkur talsmáti? Talsmenn ESB sögðust ekki vera í þessum samningum af leikaraskap eða tækju þátt í „bjölluati“. Þótt sum- ir stjórnmálamenn á Íslandi lékju það til heimabrúks, ættu þeir að vita betur. Engar varanlegar undanþágur frá lög- um ESB Á upplýsingavef ESB kemur fram að engar varanlegar undanþágur hafa verið veittar frá lögum ESB eftir að stækkunarferli ESB hófst að nýju. Eina litla undantekningin er sú sem Malta fékk varð- andi tvöfalt lögheimili á Möltu og í öðru ESB landi. Framkvæmda- stjórnin hefur verið mjög andvíg því að veita neinar slíkar varanlegar und- anþágur. Ekki minnist ég þess að for- ystumenn ESB hafi nokkru sinni lof- að varanlegum undanþágum í neinu atriði er varðar Ísland. Þvert á móti hafa þeir ítrekað að það væri Ísland sem væri að sækja um aðild að ESB en ekki öfugt. Þær undanþágur sem talið hefur verið að Ísland geti óskað eftir eru því aðeins tímabundnar og verða að rúmast innan gildandi laga ESB. Hinsvegar er undanþága sem ekki er skráð í samningnum sem slík og kveður á um að lög ESB nái ekki yfir þann þátt lítils virði því ESB/ framkvæmdastjórn/ þingið getur vik- ið henni til hliðar hvenær sem er. Villandi ummæli sendifulltrúa ESB Íslendingar hafa lagt áherslu á að fá varanlega undanþágu ef til aðildar kemur fyrir tilgreind þýðingarmikil atriði s.s. í landbúnaðarmálum, sjáv- arútvegsmálum og dýraheilbrigð- ismálum svo dæmi séu tekin. Engin fyrirheit um slíkt hafa verið gefin af hálfu ESB og engin fordæmi eru fyrir slíkum varanlegum undanþágum. Það er því vægast sagt mjög óvarlegt þegar erindrekar ESB hér á landi eða einstaka aðilar í samninga- nefndum, stjórnsýslu eða í pólitík fara gáleysislega með yfirlýsingar í þeim efnum. Nægir að vitna í um- mæli yfirmanns Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi, Henriks Bendixsen sem fullyrti í fréttaviðtali 13. nóv sl. að „öll 12 aðildarríkin sem gengið hafa í ESB að undanförnu hafi fengið undanþágur og það sé að sjálf- sögðu opið gagnvart Íslandi líka“. Þarna er aðeins hálfur sannleikur sagður því allar þessar undanþágur hafa verið tímabundnar og því ekki varanlega bindandi samkvæmt lögum ESB eins og nefnt er hér að ofan. Ummæli sendifulltrúans voru svo tuggin athugasemda- og skýr- ingalaust í fjölmiðlum. Spurningin er: viltu ganga í ESB eða ekki. Á fundi í Strassburg í vikunni und- irstrikaði stækkunarstjórinn Stefán Fule að ekki stæði til að veita Íslend- ingum varanlegar undanþágur frá lagabálki ESB. Að öðru leyti vék hann sér undan að svara spurningum íslensku þingmannanna.Áframhald þessara viðræðna snýst því eingöngu um hvort vilji er fyrir því að ganga í ESB eða ekki. Að mínu mati er allt tal um varanlegar undanþágur frá laga- bálki ESB eins og við krefjumst full- komið villuljós og blekking. Ekkert er því til fyrirstöðu að þjóðin taki strax afstöðu til málsins. Að bíða eftir jóla- pakka frá ESB Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason » Á fundi sem þing- mannahópur Alþing- is átti með þingmönnum og forystuliði ESB í þessari viku komu í ljós af þeirra hálfu efasemd- ir um heilindi Íslend- inga í þessari umsókn. Höfundur er alþingismaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.