Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Gjafamarkaður HANDUNNIN LIST FRÁ KÍNA Postulín Borðdúkar Kínaföt Gólfteppi Lampar Blómapottar Te og tesett ofl. ofl. Skeifan 3j | OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11-17 Víðast hvar á lands- byggðinni fellur verð á nýbyggðum húsum mjög fljótt eftir að þau hafa verið tekin í notkun og fjölskyld- urnar tapa. Um það er ekkert rætt. Ein- staklingarnir og fjöl- skyldurnar sem í hlut eiga fá enga athygli stjórnmálamanna og hagsmunasamtök heimilanna varð- ar ekkert um fjárhag þessara heim- ila, hvort sem þær eru á Rauf- arhöfn, Breiðdalsvík eða Flateyri. Auðvitað eigum við, sem búum í þessum byggðarlögum, ekki að sætta okkur við að vera meðhöndl- uð af ríkisvaldinu sem annars flokks íbúar sem ekki eru einu sinni virtir viðlits. Þær skipta þúsundum, fjölskyld- urnar í sjávarbyggðunum og sveit- unum, sem hafa mátt undanfarna tvo áratugi eða svo þola milljóna og tugmilljóna króna tap vegna þess eins að hafa keypt eða byggt sér húsnæði á „röngum stöðum“ á land- inu. Okkar tap er ekki minna en fjölskyldnanna á höfuðborgarsvæð- inu, það er reyndar miklu meira, og ef bæta á tapið á einum stað verður að gera það líka á hinum stöðunum. Það eiga allir að vera jafnir í þessu sem öðru. Tap Vestfirðinga er langmest allra landsmanna, þar sem þar hef- ur verð fasteigna orðið lægst. Um langt árabil hækkaði það minna á hverju ári en sem nemur hækkun verðlags. Áhvílandi skuldir hækk- uðu hins vegar í takt við lánskjara- vísitölu og síðar neysluverðsvísitölu og hækkuðu meira en hús- næðið, einkum vegna mikillar verðhækkunar húsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu. Eigið fé íbúðareigandans á Vestfjörðum minnkaði. Hvers vegna er þetta ekki „leiðrétt“ og skuldir lækkaðar? Byggðastofnun birti í síðasta mánuði fróð- lega útreikninga um verð á sams konar einbýlishúsi á mismunandi stöðum á landinu. Meðalverðið í Reykjavík er 34 mkr. Á Ísafirði er sama hús metið á 19,5 mkr eða aðeins um 58% af verðinu í Reykjavík. Engu að síður er bygg- ingarkostnaðurinn mjög svipaður. Sá sem byggði svona hús á Ísafirði hefur tapað 14 mkr. Í Bolungavík er húsið metið á aðeins 10,6 mkr eða 37% af Reykjavíkurverðinu. Matið er enn lægra á Patreksfirði eða 9,2 mkr og 27%. Ef gert er ráð fyrir að verð annarra íbúða á Vestfjörðum sé sama hlutfall af sams konar íbúð í Reykjavík og reyndist með þetta staðaleinbýlishús má áætla stærð- irnar sem um er að ræða. Heildarfasteignamat íbúðar- húsnæðis á Vestfjörðum er um 33 milljarðar króna. Að jafnaði má áætla að fasteignamatið sé aðeins um þriðjungur þess sem er í Reykjavík. Þá blasir við að tap Vestfirðinga er um 66 milljarðar króna. Í Reykjavík er verðmatið þrátt fyrir bankahrunið nálægt byggingarkostnaði og því hafa eng- in verðmæti tapast. Athuga þarf að húsnæði á Vestfjörðum er líklega að jafnaði eldra og leiðrétta þarf fyrir því, en ég hef ekki upplýsingar til þess að meta þá stærð og læt það því ógert. Til samanburðar þá er mat á íbúðarhúsnæði á Snæfellsnesi (mið- að við mat á Grundarfirði og í Stykkishólmi) í umræddri könnun Byggðastofnunar tvöfalt hærra en á Vestfjörðum. Segjum sem svo að nægjanlegt sé að gera þá kröfu að verð á íbúðarhúsnæði á Vest- fjörðum verði sambærilegt og á Snæfellsnesi þá er tap Vestfirðinga engu að síður 33 milljarðar króna. Hvað ætla stjórnmálaflokkarnir að gera til þess að leiðrétta þetta langvarandi ranglæti á Vestfjörðum og í flestum byggðarlögum á lands- byggðinni? Þetta misvægi á verð- mæti eigna er fyrst og fremst af- leiðing af ákvörðunum stjórnvalda um atvinnumál, svo sem í sjávar- útvegi, skorti á uppbyggingu í sam- göngum, miskunnarlausum nið- urskurði á þjónustu ríkisins og gegndarlausri samþjöppun og upp- byggingu á fáeinum stöðum, en einkum þó á höfuðborgarsvæðinu. Eignatap landsbyggðarfólks er mannanna verk byggt á meðvit- uðum ákvörðunum um að gera mannamun eftir búsetu. Það sem stjórnmálaflokkarnir gera fyrir íbúðareigendur á einum stað verða þeir að gera líka á öðrum stöðum. Verðfall eigna og hækkun skulda í Reykjavík verður ekki bætt nema verðfall eigna á landsbyggðinni og hækkun skulda þeirra vegna verði bætt líka. Annað verður ekki lengur liðið. Það á ekki að skipta máli hvar eða hvenær verðhrunið varð, það sem gerðist 2008 á höfuðborg- arsvæðinu hafði áður gerst annar staðar og varð miklu alvarlegra. Allir eiga að fá sömu meðhöndlun. Við eigum að vera ein þjóð í land- inu. 66 milljarða króna óbætt verðhrun Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson » Fasteignamat íbúð- arhúsnæðis á Vest- fjörðum er um 33 millj- arðar króna, aðeins þriðjungur þess sem er í Reykjavík. Beint tap er um 66 milljarðar króna. Höf. er fv. alþingismaður. - með morgunkaffinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.