Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 70

Morgunblaðið - 24.11.2012, Side 70
Morgunblaðið/Árni Sæberg Kattavinur „Það eru meiri líkur á því að ég fái mér latan hund einn dag- inn,“ segir Guðmundur S. Brynjólfsson, höfundur Kattasamsærisins. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það má segja að þetta sé skáld- ævisaga kattar, því ég byggi á sönnum heimildum,“ segir Guð- mundur S. Brynjólfsson um bók sína Kattasamsærið. Vísar hann þar til þess að stjúpdóttir hans hafi fyrir nokkrum árum fengið kött eftir mikið suð. „Hún var sú eina á heimilinu sem var áfjáð í að fá kött og lofaði að hugsa vel um hann. Sá áhugi entist hins vegar aðeins í viku og þá voru góð ráð dýr,“ segir Guðmundur og tekur fram að kött- urinn hafi fengið betra heimili í sveitinni. Í Kattasamsærinu kynnast les- endur kettinum Petru Pott sem glímir við þann vanda að fólkið hennar fær öðru hvoru þá flugu í höfuðið að hún eigi að fara af heimilinu. Hún leitar aðstoðar hjá ofurkettinum Hamlet og hundinum Lúsíusi, sem hafa ráð undir rifi hverju. Dýr eru ekki leikföng „Þessi saga var í stórum dráttum tilbúin fyrir tveimur árum og ég hef síðan verið að nostra við hana, en mér þykir mjög vænt um þessa sögu,“ segir Guðmundur og tekur fram að bókin sé hugsuð fyrir börn sem og alla katta- og dýravini. „Grunnboðskapur sögunnar er að minna á að dýr eru ekki leikföng. Það þarf að hafa talsvert fyrir þeim og það fylgir því mikil ábyrgð að fá sér dýr. Fólkið sem Petra býr hjá er ansi vont, en fólkið sem annast Hamlet og Lúsíus er gott. Með þessu vildi ég undirstrika gamla speki sem amma mín hafði oft yfir um það að sjá megi hvern mann maður hefur að geyma eftir því hvernig maður kemur fram við dýrin,“ segir Guðmundur og tekur fram að hann hafi viljað leggja sitt af mörkum, en tíund af verði hverrrar bókar rennur til Katt- holts sem er eina athvarfið fyrir ketti á Íslandi. Aftan á bókinni kemur fram að þar dvelji að jafn- aði allt að eitt hundrað óskil- akettir sem bíða þess að einhver veiti þeim heimili. Högni hitti naglann á höfuðið Guðmundur hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2009 fyrir bók sína Þvílík vika og barnaleikritið Horn á höfði, sem hann skrifaði í sam- vinnu við Berg Þór Ing- ólfsson, hlaut grímuverð- launin árið 2010 sem barnasýning ársins. Spurður hvort ekki hafi verið erfitt að fylgja slíkri velgengni eftir svarar Guðmundur því neitandi. „Ég hugsa ekkert svo mikið um viðurkenningar, enda veit ég hvað ég get. Ég geri alltaf mitt besta og er mjög ánægður með þessa bók, enda finnst mér hún vel heppnuð þótt ég segi sjálfur frá.“ Kattasamsærið er myndskreytt með myndum eftir Högna Sigur- þórsson. Aðspurður segist Guð- mundur alltaf hafa séð fyrir sér að myndir yrðu í bókinni. „Mér fannst liggja beint við að leita til Högna því ég var mjög hrifinn af myndskreytingum hans á albúm- inu sem fylgdi tónlistinni úr leik- ritinu Horni á höfði,“ segir Guð- mundur og bætir við: „Þegar Högni sendi mér fyrstu myndina af Hamlet, þessum ótótlega ketti, þá var hann nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér hann.“ Ekki er hægt að sleppa Guð- mundi án þess að spyrja hann að því hvort hann hyggist fá sér kött aftur í ljósi fyrri reynslu. „Nei, það verður ekki í bráð. Það eru meiri líkur á því að ég fái mér latan hund einn dag- inn.“ „Ég geri alltaf mitt besta“  Höfundur segir að það fylgi því mikil ábyrgð að fá sér dýr  Um skáldævisögu kattar að ræða Ofurkisa Kötturinn Hamlet lætur fara vel um sig í sólstól meðan hann les blaðið. 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Flest þessara laga eru fyrst og fremst tengd við klassískan flutning og eru þá stór í flutningi. Mig langaði hins vegar til að búa til annan heim í kringum lögin, minnka þau og fram- kalla meiri nálægð með svipuðum hætti og ég gerði í sálmunum á sálmaplötunni minni um árið. Það eru komnir míkrófónar til sögunnar og þá er allt í lagi að vera með litla rödd. Ég nálgast þessi lög því sem konan með litlu röddina,“ segir Ellen Kristjáns- dóttir söngkona sem nýverið sendi frá sér breiðskífuna Sönglög. Með Ellen leika á plötunni þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Skúli Sverrisson bassa- og gítarleikari, en auk þess leikur Davíð Þór Jónsson pí- anóleikari í tveimur lögum. Platan inniheldur tólf íslensk söng- lög, þeirra á meðal „Nótt“ eftir Árna Thorsteinsson, „Nú máttu hægt“ eft- ir Þórarin Jónsson, „Hjá lygnri móðu“ eftir Jón Ásgeirsson og „Hættu að gráta hringaná“ eftir Sig- fús Einarsson. Spurð um lagavalið segist Ellen hafa legið yfir því lengi, enda til mikið af fallegum íslenskum sönglögum. „Þetta eru allt lög sem ég hef lengi verið hrifin af og þegar mað- ur er hrifinn af einhverju langar mann að prófa að flytja það sjálfur. Öll lögin eiga sér líka einhverja sögu og tengjast okkur flytjendum með persónulegum hætti. Sem dæmi má nefnda að „Kirkjuhvoll“ eftir Árna Thorsteinsson er lag sem amma hans Eyþórs hlustaði mikið á og söng, en það er einmitt eitt af mínum uppá- haldslögum. „Tvær stjörnur“ eftir Megas stendur upp úr sem sönglag nútímahöfunda og nokkrir listamenn, þeirra á meðal höfundurinn sjálfur, hafa gert því góð skil. „Sveitin milli sanda“ eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson hefur lengi heillað mig og er nú farið að heilla fjögurra ára gam- alt barnabarnið mitt sem nýtur þess að syngja með plötunni,“ segir Ellen og tekur fram að platan ætti að höfða vel til allra aldurshópa. Af öðrum lögum nefnir Ellen „Maí- stjörnuna“ sem hún syngur við rúss- neskt lag en ekki lag Jóns Ásgeirs- sonar. „Ég flyt ljóðið við lagið sem Halldór Laxness samdi upphaflega við. Afi mannsins síns, Pétur Pét- ursson þulur, tók viðtal við Halldór fyrir mörgum árum þar sem Halldór syngur texta sinn við þetta lag. Við tökum lagið mjög hægt, eins og Hall- dór, og þá verða áherslurnar öðruvísi í textanum,“ segir Ellen. Þess má að lokum geta að útgáfu- tónleikar plötunnar verða í byrjun febrúar á næsta ári. Morgunblaðið/Kristinn Söngkona „Ég nálgast þessi lög því sem konan með litlu röddina,“ segir Ellen Kristjánsdóttir. Lögin sett í meiri nálægð  Ellen Kristjánsdóttir sendir frá sér breiðskífuna Sönglög

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.