Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Kórmeðlimir PoppkórsinsVocal Project hafa verið íjólaskapi síðan í lok ágústþegar kórinn hóf að æfa
lög fyrir jólatónleika sína. Kórinn hef-
ur stækkað ört síðan hann var stofn-
aður árið 2008. Popplög eru allsráð-
andi í lagavali og er sungið með
svokallaðri brjóströdd í stað höf-
uðraddar.
„Við erum svo stórorð að kalla
okkur Poppkór Íslands enda er eng-
inn annar kór á Íslandi, eftir því sem
ég best veit, eingöngu í popptónlist.
Þá syngja líka allir á brjóströddinni
sem er öðruvísi en í öðrum kórum þar
sem fólk syngur í klassískum rödd-
um. Með þessu verður hljómurinn
öðruvísi,“ segir kórstjórinn Matthías
V. Baldursson betur þekktur sem
Matti sax. Matti hafði ekki stjórnað
kór áður en hann tók við Vocal Proj-
ect en kórinn varð til upp úr 12
manna hópi Gospelkórs HR sem vildi
halda áfram að syngja.
„Ég hafði stjórnað bigbandi og
lúðrasveit en var á þessum tíma í org-
anistanámi hjá þjóðkirkjunni og hluti
af því er kórstjóranám. Ég ákvað því
að slá til og hef getað nýtt mér grunn-
inn úr náminu við stjórnina. Annars
er ég rythmískur tónlistarmaður en í
náminu var meiri áhersla lögð á
klassík sem er allt önnur áhersla en
hjá okkur í kórnum,“ segir Matti sem
einnig sér um að útsetja lög fyrir kór-
inn.
Jólalög síðan í júní
Kórinn æfir nú 20 laga jóla pró-
gramm fyrir árlega jólatónleika sína
sem Matti segir vera með gleði og
Poppuð jólalög
á aðventunni
Poppkórinn Vocal Project telur nú 70 manns og hefur vaxið hratt síðan hann var
stofnaður árið 2010. Kórstjórinn Matthías Baldursson, eða Matti sax, útsetur lög
fyrir kórinn en í kórnum syngja allir á brjóströddinni. Þetta er frábrugðið því sem
gengur og gerist í öðrum kórum þar sem fólk syngur í klassískum röddum. Santa
Baby og Hvít jól eru meðal þeirra laga sem hljóma munu á jólatónleikum kórsins.
Jólasöngur Sungið er á brjóströddinni sem er öðruvísi en í öðrum kórum þar sem fólk syngur í klassískum röddum.
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Hvern ætlar þú að
gleðja í dag?
Ef þér finnst gaman að skreyta kökur
og leika þér með flórsyskurskrem í
öllum regnbogans litum er vefsíðan
sweetsugarbelle.com sú rétta fyrir
þig. Nýjasta færslan sýnir með mynd-
um hvernig hægt er að búa til litlar
jólastjörnur skreyttar með sykri. Þær
má t.d. nota til að skreyta frómas eða
setja ofan á tertur fyrir jólin. Það þarf
talsverða lagni til að þetta verði fal-
legt og því kannski ekki úr vegi að
byrja að æfa sig í tíma. Á síðunni er
líka að finna uppskriftir og fleiri
skreytingarhugmyndir t.d. að fallegu
mynstri á piparkökurnar.
Vefsíðan www.sweetsugarbelle.com
Vandvirkar Það er gott að hjálpast að við að skreyta svona fínar kökur.
Skraut á tertu eða eftirrétt
Yfirskrift nóvembermánaðar á bóka-
kaffi í Gerðubergi er Ólafur digri og
helgi. Umsjónarmaður bókakaffis á
haustmisseri er Jón Björnsson sál-
fræðingur og rithöfundur og fær
hann í kvöld til sín þá Bjarna Ólafs-
son, Gísla Óskarsson og Sigurð
Flosason. Til umfjöllunar verður
Ólafur Noregskonungur Haraldsson;
trúboði, ferðalangur, víkingur, hrotti
og dýrlingur. Gluggað verður í
Heimskringlu, Gerplu og Geisla en
bókakaffið er í samstarfi við
Borgarbókasafn Reykjavíkur, Gerðu-
bergssafn. Jón Björnsson nam sál-
fræði í Þýskalandi; var félagsmála-
stjóri Akureyrarbæjar um tuttugu
ára skeið en síðan sviðsstjóri menn-
ingar-, uppeldis- og félagsmála hjá
Reykjavíkurborg 1995-2001. Frá
2001 hefur hann unnið sjálfstætt
sem sálfræðingur og við ráðgjöf af
ýmsu tagi, kennslu, fyrirlestrahald
og ritstörf. Hann hefur gefið út fjór-
ar bækur, þar af tvær ferðabækur.
Endilega …
Bókakaffi Ólafur trúboði, ferða-
langur, víkingur, hrotti og dýrlingur.
… fræðist um dýrlinga og hrotta
Úthlutað hefur verið úr Hönnunarsjóði
Auroru í annað sinn á þessu ári. Alls
var sex og hálfri milljón úthlutað til
hönnuða og arkitekta í gærdag en þeir
sem hlutu styrk eru þessir:
Fathönnunarverkefnið Ostwald
Helgason (1,5 milljónir) Ingvar Helga-
son og Susanne Ostwald fatahönnuðir,
fyrir frekari þróun og markaðsstarf
fyrir fatalínu sína og þátttöku í tísku-
vikunni í New York í maí 2013.
Spark Design Space (1,2 milljón)
fyrir gerð kynningarefnis um hönnun
og hönnuði sem sýnt hafa í galleríinu.
Vöruhönnunarverkefnið Textasíða
(1,2 milljón) Snæfríð Þorsteins og
Hildigunnur Gunnarsdóttir, vöruhönn-
uðir og grafískir hönnuðir, fyrir frekari
vöruþróun og undirbúning verkefn-
isins Textasíður.
Ármann Agnarsson, grafískur hönn-
uður, fyrir rannsóknar- og hönnunar-
verkefni byggt á ævistarfi grafíska
hönnuðarins Gísla B. Björnssonar (1,2
milljónir).
Arkitektúr, bókverk (750 þúsund)
Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn
Magnúsdóttir sagnfræðingur, fyrir
rannsóknar- og hönnunarverkefni
vegna undirbúnings að gerð bókar um
sögu hönnunar og staðarvals margra
helstu bygginga í Reykjavíkurborg.
Guðrún Eysteinsdóttir textíl-
hönnuður (500 þúsund), styrkur til
starfsnáms hjá Center for Advanced
Textiles (CAT) í Glasgow, Skotlandi.
Hildigunnur Sigurðardóttir fata-
hönnuður (500 þúsund), styrkur til
starfsnáms hjá fatahönnuðinum Rol-
and Mouret í London.
Hönnunarsjóður Auroru
Styrkir Níunda úthlutunin frá því að Hönnunarsjóðurinn hóf starfsemi sína.
Hönnuðir og arkitektar styrktir
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.