Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Þessu hefur lengi verið mótmælt en virðist vera að komast á loka- punkt núna. Við hættum ekkert að benda á að þetta sé óskyn- samlegt. Áskorunin er mjög eðli- leg. Það er búið að sameina Álfta- nes og Garðabæ og eðlilegt að aðalskipulag svæðisins verði skoðað aftur í heild sinni,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Samtökin taka undir áskorun Hraunavina til Alþingis um að 550 milljóna króna fjárveitingu til að leggja nýjan Álftanesveg um Gálgahraun verði frestað þar til nýtt vegarstæði hefur verið valið sem „samræmist nútímasjón- armiðum um umhverfisvernd“. Guðmundur Ingi segir að margt mæli með því að vernda Gálga- hraun. Eins og bent hafi verið á sé þar um að ræða eitt af fáum tiltölulega óröskuðum náttúru- svæðum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóði upp á mikla útivist- armöguleika sem margir nýti sér. Mikilvægt heilsu fólks Þá séu sögulegar minjar eins og gönguleiðir á Bessastaði og ummerki og mótíf Jóhannesar Kjarval í hrauninu. „Svo eru verðmæti sem felast í svona lítt spilltri náttúru þetta nálægt þéttbýli. Ég held að þau verði fátíðari og fátíðari. Það er margt sem bendir til að nátt- úrulegt umhverfi í kringum okk- ur sé mikilvægt heilsu okkar,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Hraunið Deilur hafa staðið um nýjan Álftanesveg um Gálgahraun. Taka undir áskor- un Hraunavina Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! HLÝLEGAR JÓLAGJAFIR KULDAFATNA ÐUR FYRIR A LLA Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.