Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Öllu starfsfólkinu sagt upp 2. Björgólfur Thor og Kristín selja … 3. Áttu fótum sínum fjör að launa 4. Nauðgaði 11 ára stúlku »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Skáldsaga Bergsveins Birgissonar, Svar við bréfi Helgu, hefur selst vel í Noregi; á dögunum tókst henni að velta Fimmtíu gráum skuggum úr fyrsta sæti metsölulista þar. Í janúar kemur sagan út í Bandaríkjunum hjá forlaginu Amazon Crossing. Fyrstu umsagnir um bókina vestra eru lof- samlegar: Einföld saga en glæsilega skrifuð, segir í Publishers Weekly. „Svar“ Bergsveins kemur út vestanhafs  Sigríður Thor- lacius syngur ein- söng með Kvennakór Reykjavíkur á að- ventutónleikum í Fella- og Hóla- kirkju á morgun, fimmtudag, kl. 20 og aftur á laugar- dag kl. 16. Tónleikarnir eru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs og verða fluttar nýjar útsetningar á lögum eftir hana, meðal annars Jólakettinum. Tónleikar tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs  Snemma árs tóku Guðrún Eva Mín- ervudóttir og Páll Björnsson við Ís- lensku bókmenntaverðlaununum á Bessastöðum. Þessa dagana sitja valnefndir á rökstólum um hvaða bækur verða tilnefndar næst og víst er að sitt sýnist hverjum um það hvaða bækur eru forvitnilegastar og bestar. Tilnefn- ingarnar verða tilkynntar í Lista- safni Ís- lands á laug- ardaginn kemur. Styttist í tilnefningar Á fimmtudag Austlæg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Rigning með köflum S- og V-til og hiti 1 til 6 stig. Skýjað og úrkomulítið N- og A-lands og frost 0 til 6 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG 10-18 m/s og rigning með köflum. Hægari vindur N- og A-lands og bjartviðri að mestu. Hiti 0 til 6 stig, en frost 0 til 7 stig fyrir norðan og austan. VEÐUR „Við erum ekki í hlutverki stóra liðsins í þessum leik,“ sagði Guðmundur Þ. Guð- mundsson, þjálfari Rhein- Neckar Löwen, við Morg- unblaðið en í kvöld taka hans menn á móti Evrópu- og Þýskalandsmeisturum Kiel í sannköllum stórleik í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Þarna mætast tvö efstu lið deild- arinnar. »2 Guðmundur og Al- freð takast á Eftir sex daga leikur kvennalandsliðið í handknattleik fyrsta leik sinn í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Serbíu, gegn Svartfellingum. Þetta er í annað skiptið í röð sem Ísland leikur á EM og liðið fór auk þess á HM í Brasilíu í fyrra. Morgunblaðið fjallar ítarlega um keppnina frá og með deginum í dag og kynnir m.a. fjóra leikmenn ís- lenska liðsins. »4 Sex dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Serbíu Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Við- arsdóttir, landsliðskonur í knatt- spyrnu, eru hættar hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Örebro eftir fjögurra ára dvöl þar. Svo kann að fara að þær spili á Íslandi á næsta ári. „Félagið er illa statt fjárhagslega, það fór nánast á hausinn í sumar,“ sagði Edda í samtali við Morgun- blaðið í gær. »3 Edda og Ólína eru hætt- ar hjá Örebro ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Bráðum koma“ – og nær allir Ís- lendingar geta klárað ljóðlínuna, svo margir eru þeir sem hafa alist upp með ljóðabók Jóhannesar úr Kötl- um, Jólin koma, kynnst Askasleiki, Hurðaskelli og félögum hans. Og vita líka hvað móðir þeirra gerði við „hin óþekku angaskinn“ áður en börn fóru að haga sér svo vel að hún dó úr ófeiti, kerlingin ljóta. Bókin kemur nú út í vandaðri út- gáfu í tilefni áttræðisafmælisins, gömul en samt síung. Og það sem vekur athygli er að snilldarteikn- ingar Tryggva Magnússonar eru flestar mun skýrari og betri en í ein- tökunum sem við þekkjum. Orðnar eins og nýjar. Sonur skáldsins ástsæla úr Döl- unum, Svanur Jóhannesson bók- bindari, var þriggja ára þegar bókin kom fyrst út. Hann man eftir fyrstu jólunum sínum. „Fyrsta jólatréð sem ég man eftir var á Hróðnýjarstöðum, þar sem ég fæddist,“ segir Svanur. „Þetta var renndur stofn með spýtum í allar áttir, allt var þetta klætt með krep- pappír.“ Jólavísur föðurins hafi að sjálfsögðu orðið ómissandi hluti há- tíðarinnar. Þórhallur Bjarnason prentari gaf út Jólin koma og fleiri bækur eftir Jóhannes, Ömmusögur, Bakkabræður og smásagnasafnið Fuglinn segir. Myndirnar í þeim voru alltaf eftir Tryggva. „Þórhallur varðveitti teikningar Tryggva og sonur hans, Guð- mundur, gaf Landsbókasafninu þessar upphaflegu teikningar sem notaðar voru í fyrstu út- gáfuna 1932,“ segir Svanur. „Menn hafa alltaf reynt að gera þetta á sem ódýr- astan hátt, endurprentað síðustu útgáfu. En ég benti Forlaginu á teikning- arnar og ákveðið var að not- ast ekki núna við sinkklisjur af teikningunum úr næstu bók á und- an. Beitt var nýjustu tækni og þess vegna eru nær allar myndirnar orðnar miklu skýrari. Fáeinar teikn- ingar höfðu ekki varðveist, þær varð bara að endurprenta. Munurinn sést vel.“ Forn og flottur Tryggvi bjó líka í Dölunum, þeir Jóhannes voru báðir í ungmenna- félagshreyfingunni. Tryggvi kom mjög við sögu Alþingishátíðarinnar 1930, teiknaði hátíðarfrímerkin og líka rómantískan fornmannabúning Jóhannesar, litklæði sem hann klæddist á hátíðinni. Glæsilegur, silfurskreyttur búningurinn er nú varðveittur á Landsbókasafninu. Pörupiltar og dauð kerling  Jólavísur Jóhannesar úr Kötlum sívinsælar List Svanur, sonur Jóhannesar úr Kötlum, er bókbindari, fyrir nokkrum árum var hann þátttakandi í námskeiði þar sem kennt var bókband fyrri alda. Hér er Svanur að þrykkja blindramma með koparrúllu á bókarspjald. Jólin koma var fyrst gefin út 1932 en Sigþrúður Gunnarsdóttir hjá Forlaginu segir að hún seljist stöðugt, nokkur hundruð ein- tök á hverju ári. Fáar íslensk- ar bækur hafa verið jafn- lengi á markaði, hún er einfaldlega prentuð eins oft og þarf. Viðhafnar- útgáfan á þessu ári er sú 27. í röðinni. Nýjar kynslóðir heillast af ljóðunum og ekki síður teikningum Tryggva Magnússonar af Grýlu, Leppalúða og börnum þeirra, jóla- sveinunum óþekku. „Ég held að ótrúlega stórum hluta þjóðarinnar finnist það vera hluti af jólunum að draga fram þessa bók og skoða hana,“ segir Sigþrúður. Grýla og Leppalúði hafi eitt sinn þótt ógn- vekjandi en líklega þurfi nú meira en myndir á pappír til að hræða börn. Nauðsynlegur hluti af jólahaldi JÓLIN KOMA SELST ALLTAF ÞRÁTT FYRIR HÁAN ALDUR Stúfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.