Morgunblaðið - 28.11.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Sjálfbærni Íbúðalánasjóðs miðað við
núverandi markaðsaðstæður og fyr-
irliggjandi vaxtamun er í uppnámi og
halli á rekstri sjóðsins gæti á næstu
árum verið 3 milljarðar króna á ári.
Hætt er við því að útlánasafn sjóðsins
sé mögulega ofmetið um 40 milljarða
og sökum þessa þarf því að auka
framlag á afskriftarreikning útlána
um allt að 20 milljarða.
Þetta er á meðal þess sem kemur
fram í niðurstöðum starfshóps um
stöðu og horfur um efnahag Íbúða-
lánasjóðs. Miðað við áætlanir stefnir í
að eigið fé sjóðsins verði uppurið í lok
árs. Á meðan slík óvissa ríkir um
framtíðarskipulag og fjárhagsstöðu
Íbúðalánasjóðs er það mat hópsins að
beðið skuli með yfirlýst áform um
veitingu óverðtryggðra lána.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í
gærmorgun að veita Íbúðalánasjóði
13 milljarða króna fjárframlag þann-
ig að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði
ekki lægra en 3% í byrjun næsta árs.
Stofnfé sjóðsins hefur áður verið
aukið um 33 milljarða. Stefna stjórn-
valda er engu að síður að eiginfjár-
hlutfallið verði að lágmarki 5%.
Þrátt fyrir að komi til frekari fjár-
framlaga frá ríkissjóði er ljóst að
slíkt mun ekki leysa undirliggjandi
vanda Íbúðalánasjóðs til langframa.
Helstu niðurstöður starfshópsins eru
þær að staða og horfur í rekstri
sjóðsins eru verri en áður hefur verið
talið. Sú niðurstaða helgast af ófull-
nægjandi vaxtamun sjóðsins, aukn-
um vanskilum og þar með meiri lík-
um á frekari afskriftum og
áframhaldandi uppgreiðslu lána. Þá
segir starfshópurinn ennfremur að
yfirtaka fullnustueigna, sem voru yf-
ir 2.000 um mitt þetta ár, sé farin að
valda sjóðnum verulegum skuldbind-
ingum og kostnaði. Bókfært virði
þeirra nam um 30 milljörðum en mun
aukast enn meira samhliða því að bú-
ist er við að slíkum eignum fjölgi um
1.000-1.500 á næstu árum. Eingöngu
um 20% eignanna eru á höfuðborg-
arsvæðinu sem skapar áhættu hvað
endursölumöguleika varðar. Verði
fullnustueignir sem Íbúðalánasjóður
hefur tekið yfir settar inn í sérstakt
eignarhaldsfélag með ríkisábyrgð,
eins og IFS Greining leggur til, má
gera ráð fyrir því að tap þess nemi
einum til tveimur milljörðum á ári
næstu árin.
Í aðgerðaáætlun IFS, sem starfs-
hópurinn fékk til að meta helstu
áhættuþætti í rekstri sjóðsins, er
einnig mælt með því að samræma
sveigjanleika eigna og skulda með
breytingum á markaðsvöxtum og
uppgreiðsluhraða útlána. Með þessu
móti mætti loka fyrir frekara fjár-
hagstjón vegna mögulegra upp-
greiðslna. Til viðbótar þarf að auka
strax virðisrýrnun útlána og um leið
kynna fyrir markaðsaðilum þá fjár-
hæð sem getur þurft að endurskoða
til hækkunar. IFS telur að greiðslur
úr ríkissjóði til Íbúðalánasjóðs þurfi
að nema 48 milljörðum á næstu 3-5
árum – 33 milljörðum í stofnfjár-
framlag og 15 milljörðum vegna tap-
rekstrar og áhættuvarna. Sam-
kvæmt þessu þarf ríkið því að leggja
til sjóðnum 35 milljarða til viðbótar.
Rót vandans má rekja til 2004
Fram kemur í skýrslu IFS að rót
vandans megi rekja til þeirrar upp-
greiðsluáhættu sem myndaðist með
kerfisbreytingum sem gerðar voru
2004. Það er mat IFS að sá hluti lán-
taka sem gæti greitt upp lán sín á
næstu misserum skuldi 200–300
milljarða króna. Sé miðað við núver-
andi markaðsaðstæður og gert ráð
fyrir að útlán sjóðsins að fjárhæð 200
milljörðum verði greidd upp mun það
kosta ÍLS um 4 milljarða á ári vegna
tapaðra vaxtatekna, á meðan ekki er
hægt að endurlána uppgreiðsluna til
nýrra lántaka á svipuðum kjörum.
Hátt í helmingur útlánasafns
sjóðsins, sem nemur samtals 790
milljörðum, hvílir á fasteignum þar
sem heildarvirði er hærra en fast-
eignamat viðkomandi eignar. Íbúða-
lánasjóður glímir því ekki aðeins við
uppgreiðsluvanda heldur einnig gríð-
arlega útlánaáhættu í kjölfar hruns
bankakerfisins. Undirliggjandi höf-
uðstóll þeirra lána sem eru í vanskil-
um er um 15-20% af eignasafni eða
sem nemur um 125 milljörðum. Að-
eins fimmtungur þessara eigna er á
höfuðborgarsvæðinu.
Þarf 35 milljarða til viðbótar
ÍLS fær 13 milljarða frá ríkinu Leysir aðeins skammtímavanda Lánasafnið
mögulega ofmetið um 40 milljarða Veiting óverðtryggðra lána sett í frost
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Erfiðleikar Eigið fé Íbúðalánasjóðs stefndi í að verða uppurið í lok árs.
Mikið verk óunnið
» Ríkissjóður hefur samþykkt
að veita Íbúðalánasjóð 13 millj-
arða í byrjun næsta árs. Eigið
fé hefði klárast í lok árs.
» Rekstur ÍLS ósjálfbær að
öðru óbreyttu. Þörf á víðtækri
aðgerðaáætlun til að renna
stoðum undir reksturinn.
» Þær aðgerðir gætu kostað
ríkissjóð að minnsta kosti 48
milljarða næstu 3-5 árin.
Góð eftirspurn er eftir vörum og
þjónustu íslenskra upplýsinga-
tæknifyrirtækja og 80% fyrirtækj-
anna telja að hægt sé að auka út-
flutning enn frekar. Þetta kemur
fram í könnun sem gerð var af hálfu
Íslandsstofu í samstarfi við Samtök
upplýsingatæknifyrirtækja, en at-
hugunin fólst í viðtölum við um 70
fyrirtæki í greininni.
Ætla má að erlend umsvif þeirra
fyrirtækja sem talað var við nemi
um 37 milljörðum króna, en fyr-
irtækin selja vörur og þjónustu um
allan heim og eru með starfsemi í
19 löndum. Fyrirtækin sem talað
var við eru með um 3.300 starfs-
menn, en af þeim eru 2.100 hér á
landi. Upplýsingatækniiðnaðurinn
hefur vaxið hratt hér á síðustu tutt-
ugu árum. Nánar á mbl.is
Telja hægt
að auka
útflutning
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Upplýsingatækni Erlend umsvif
nema um 37 milljörðum króna.
Viðræðum fjármálaráðherra evru-
ríkjanna um skuldavanda Grikk-
lands lauk í fyrrinótt með þeirri nið-
urstöðu að Grikkir fái næsta hluta
björgunarpakka Evrópusambands-
ins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá
var einnig viðurkennt að afskrifa
þyrfti meira af skuldum þeirra.
Fundahöldin stóðu í 13 klukku-
stundir samkvæmt frétt AFP en
Grikkir munu fá greidda út 43,7
milljarða evra í neyðarlán að þessu
sinni. Á móti þurfa þeir einkum að
koma á frekari umbótum í skatta-
málum sínum til þess að geta greitt
af lánum til alþjóðlegra kröfuhafa.
Haft er eftir Mario Draghi, banka-
stjóra Evrópska seðlabankans, að
niðurstaðan myndi auka traust á
Evrópusambandinu og Grikklandi.
Grísk stjórnvöld gögnuðu í gær
niðurstöðunni. Antonis Samaras,
forsætisráðherra Grikklands, sagði
við blaðamenn að loknum viðræðun-
um að allt hefði farið vel að lokum og
að allir Grikkir hefðu barist fyrir
þessari niðurstöðu. Evruríkin þurfa
nú að leggja niðurstöðuna fyrir þjóð-
þing sín til samþykktar.
Grikkir fá frekari aðstoð
Fjármálaráherrar á 13 tíma fundi um Grikkland
● Fyrirtækin Siglunes hf. og Útgerð-
arfélagið Nesið ehf. hafa sagt upp öllu
starfsfólki sínu frá og með 30. nóv-
ember, samtals 35 manns. Farið verður
í endurskipulagningu á fyrirtækinu. Frá
þessu er greint á vefnum siglo.is og þar
er bréf eiganda birt í heild.
„Vegna erfiðra rekstrarskilyrða í sjáv-
arútvegi er óhjákvæmilegt annað en að
segja upp öllu starfsfólki hjá fyr-
irtækjum okkar frá og með 30. nóv-
ember 2012 samtals 35 manns og fara í
endurskipulagningu á fyrirtækjunum.“
Þá segir í bréfinu að ástæður upp-
sagnanna séu auknar álögur á fyr-
irtæki í sjávarútvegi, auðlindagjald og
sérstakt veiðigjald, einnig niðurskurður
í ýsukvóta. „Það er von okkar að það
verði hægt að endurráða sem flesta að
þessum aðgerðum loknum,“ segir í
bréfinu sem Gunnlaugur Oddsson og
Freyr Steinar Gunnlaugsson undirrita.
35 manns sagt upp
● SURFmarket í Hollandi hefur gerst
endursöluaðili fyrir GreenQloud-
tölvuský, samkvæmt fréttatilkynningu
frá GreenQloud.
Þar kemur fram að SURF, móðurfélag
SURFmarkets, sé viðurkennt sem leið-
andi í þróun upplýsinga- og sam-
skiptatækni í háskólum og rannsókn-
arstofum Hollands.
SURFmarket sé stærsta mennta- og
rannsóknarnet (NREN) í Hollandi.
„Endursölusamningurinn við SURF-
market sýnir glögglega möguleika
tölvuskýs GreenQloud til að stórlega
minnka kostnað, viðhald og losun kol-
díoxíðs vegna tölvukerfa- og gagna-
geymsluhýsingar mennta- og rann-
sóknarstofnana almennt,“ er haft eftir
Eiríki Hrafnssyni, öðrum stofnanda og
viðskiptaþróunarstjóra GreenQloud, í
fréttatilkynningunni.
Í samstarf í Hollandi
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
,1+.20
+,/.-/
,+.0+2
,,.+30
+0.020
+2-.++
+.-214
+4,.-5
+/,./4
+,-.40
,1+.05
+,/.42
,+.055
,,.,+2
+0.042
+2-.34
+.-2-3
+42.+3
+/2.+-
,,3.5//,
+,/.,0
,1,.2/
+,5.2
,+.43+
,,.,50
+0.430
+2-.05
+.-244
+42.5+
+/2./+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Er kominn tími á að
endurnýja innihurðina?
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir
frá Grauthoff. Þær eru yfirfelldar með
samlokukörmum sem auka hljóðeinangrun
og brunavörn.
Margar útfærslur eru fáanlegar í öllum
viðartegundum.
Sjón er sögu ríkari.
Láttu drauminn rætast hjá okkur
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is