Morgunblaðið - 28.11.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2012
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við
fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu
og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
✝ Ásthildur Sig-urgísladóttir
fæddist í Reykja-
vík 30. júlí 1923.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
19. nóvember
2012.
Foreldrar henn-
ar voru Hólm-
fríður Jónsdóttir,
f. 1888 á Ísafirði,
d. 1958 og Karl
Oscar Hedlund, f. 1891 í Sví-
þjóð, d. 1959. Fósturfaðir
hennar var Sigurgísli Jónsson,
f. 1892, d. 1930. Ásthildur var
áttunda barn Hólmfríðar en
hún eignaðist alls 13 börn.
Systkini Ásthildar eru: Ragnar
Þ. Guðmundsson, f. 1908, d.
1969; Jón G. Sólnes, f. 1910, d.
1986; Áróra Guðmundsdóttir,
f. 1912, d. 1990; Jens Guð-
mundsson, f. 1914, d. 1955;
Garðar Guðmundsson, f. 1916;
inmaður hennar var Björn Þór-
leifsson, f. 1947, d. 2003. Dæt-
ur þeirra eru: Þórhildur, f.
1983, maki Jóhann Þórhallsson
og Sigríður Ásta, f. 1986, sam-
býlismaður Arnar Kristinn
Hilmarsson. Sonur Júlíönu er
Lárus Arnór, f. 1976, maki
Þóra Sif Ólafsdóttir. 2) Þóra, f.
1957. Var í sambúð með Er-
lingi Páli Ingvarssyni. Dætur
þeirra eru Ásthildur, f. 1981,
sambýlismaður Axel Ein-
arsson, Ólöf Auður, f. 1985,
sambýlismaður Snorri Eng-
ilbertsson, Ragnheiður f. 1989.
Barnabarnabörnin eru sjö.
Ásthildur ólst upp í Reykja-
vík. Eftir hefðbundið barna-
skólanám var hún einn vetur í
Héraðsskólanum á Núpi í
Dýrafirði. Að námi loknu vann
hún við ýmiss konar skrifstofu-
og verslunarstörf. Þegar dæt-
urnar voru uppkomnar hóf hún
störf hjá Tollstjóraembættinu í
Reykjavík en varð frá að
hverfa eftir nokkur ár vegna
lungnasjúkdóms.
Útför Ásthildar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. nóv-
ember 2012 og hefst athöfnin
kl. 13.
Hulda Guðmunds-
dóttir, f. 1917, d.
2004; Sigurlaug
Guðmundsdóttir, f.
1919, d. 2002;
Hrefna Sig-
urgísladóttir, f.
1925, d. 2008;
Guðný Sig-
urgísladóttir, f.
4.12. 1926; Hrafn-
kell Sigurgíslason,
f. 1927, d. 1929;
Sigríður K. Sigurgísladóttir, f.
1929, d. 1997; og Hrafnhildur
Sigurgísladóttir, f. 1930, d.
2007.
Ásthildur giftist 27. júlí 1947
Lárusi Gunnari Arnórssyni
heildsala, f. 25. mars 1919, d. 8.
júní 2002. Hann var sonur
hjónanna Þóru Sigurðardóttur
og Arnórs Björnssonar frá
Upsum í Svarfaðardal. Dætur
Ásthildar og Lárusar eru: 1)
Júlíana Þórhildur, f. 1947. Eig-
Árið er 1994 og við systur sitj-
um í eldhúsinu í Blönduhlíðinni
að borða soðinn fisk stappaðan í
kartöflur, úr Kolaportinu, með
miklu íslensku smjöri og mótað-
ur á disknum í lönd. Af og til lít-
um við upp og tilkynnum hvaða
land var að hverfa ofan í okkur. Í
eftirrétt eigum við von á að fá
niðursoðnar perur frá Del Monte
með rjóma sem rennur ekki út
fyrr en eftir minnsta kosti viku.
Amma vissi alltaf hvar bestu vör-
urnar fengust og líka bestu til-
boðin. Hún kenndi okkur að besti
grjónagrauturinn kæmi úr River
Rice hrísgrjónum, besti silung-
urinn frá Geiteyjarströnd og sól-
berjasultan verður að vera undir
merkjum Den gamle fabrik.
Þegar líða tók á kvöld lögð-
umst við á dívaninn við hlið
hjónarúmsins þar sem amma
söng fyrir okkur „Ó Jesú bróðir
besti“ og „Ástarfaðir himin-
hæða“. Hún fór síðan með bænir
og endaði á því að signa okkur í
svefninn með orðunum „Guð og
allir englarnir veri með ykkur í
nótt“.
Nú þegar við kveðjum ömmu
okkar er gott að eiga minningar
á borð við þessar. Amma hafði
óbilandi trú á okkur barnabörn-
unum og stoltið leyndi sér ekki.
Hún hafði einstaklega gaman af
því að segja öðrum frá því hverju
við höfðum áorkað og oftar en
ekki fengu ókunnugir að heyra
allt um okkar hagi. Þrátt fyrir
mikið álit ömmu á okkur fannst
henni samt sem áður ögn
skemmtilegra að spjalla við
ókunnuga. Sérstaklega karl-
menn á besta aldri. Þeir höfðu
líka svo gaman af því að spjalla
við hana, að hennar eigin sögn.
Hún eignaðist vini og vanda-
menn á ótrúlegustu stöðum, má
þá nefna Eirík í bankanum,
læknanemana Þóri og Hálfdán,
Ögmund í bókabúðinni og svo
núna undir það síðasta ungan
herramann sem vann í bókhald-
inu á Eir.
Alla tíð fylgdist amma mjög
vel með öllu fréttnæmu, meira að
segja íþróttum sem henni þóttu
nú yfirleitt tóm vitleysa. Sérstak-
lega í ljósi þess að hinir ýmsu
íþróttaviðburðir tóku svo oft af
henni Leiðarljós. Sjónvarpsdag-
skrána hafði sú gamla á hreinu
og sá um að enginn missti af því
sem henni þótti áhugaverðast.
Ragnheiður, sú yngsta af barna-
börnunum kallaði ömmu lifandi
fréttablað sem hún svo sannar-
lega var. Hún var einnig ansi
lunkin við að afla sér frétta af
sínum nánustu og tókst oft eftir
hinum ótrúlegustu leiðum að ná
sér í upplýsingar sem hún átti
helst ekki að fá. Oft var eins og
hún fyndi á sér þegar eitthvað
fréttnæmt hafði skeð.
Nú munu tímarnir heldur bet-
ur breytast og hér eftir neyð-
umst við sjálfar til að afla okkur
upplýsinga og frétta. Við kveðj-
um ömmu okkar með söknuði og
biðjum guð og alla englana að
vaka yfir henni.
Þórhildur og Sigríður Ásta
(Sigga Ásta).
„Enn birtist mér í draumi sem
dýrðlegt ævintýr …“ sungum við
nöfnurnar fullum hálsi á leið okk-
ar um Ölfusið góðviðrisdaginn
27. júní 2009. Þann dag ákváðum
við að taka almennilegan rúnt og
þá kom ekki annað til greina en
að rifja upp öll þau ógrynni af
sönglögum sem amma hafði
kennt mér gegnum tíðina. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
fá að vera mikið hjá ömmu og afa
í Blönduhlíðinni. Ég var hjá þeim
fram að hádegi fyrstu skólaárin
og amma stjanaði við mig: á
hverjum degi fórum við í bakarí
og ég fékk birkirúnnstykki með
miklu smjöri og sólberjasultu og
hnausþykkan grjónagraut með
rúsínum og rjóma. Ég dundaði
mér, æfði mig á píanóið og oft
spilaði amma við mig og kenndi
mér að leggja kapal. Þegar við
lögðum leið okkar í kjörbúðina á
horninu leiddi amma mig með
sínum heitu höndum og krækti
gjarnan litla fingri um úlnliðinn á
mér.
Amma var barngóð og ljómaði
upp þegar hún hitti barnabarna-
börnin sín. Hún lagði sig fram
um að gleðja sína nánustu og
koma þeim á óvart með því að
„gauka að þeim einhverjum
glaðningi“. Fallegt dæmi um það
er að fyrir skemmstu höfðu þær
mamma keypt konfekt fyrir
ömmu að eiga uppi á Eir og þá
hafði amma beðið mömmu um að
láta þriggja ára frumburðinn
minn erfa kassann ef hún skyldi
ekki lifa það að klára hann.
Þannig er minning þess stutta
um það hvernig langamma varð
veik og dó í rúminu sínu nú ná-
tengd þeirri gleði að eiga hálft
kíló af súkkulaði sem hann ætlar
að bjóða okkur upp á um jólin.
Bróðir hans er enn of lítill til að
hægt sé að troða hann út af sæl-
gæti en í staðinn fékk amma þá
frábæru hugmynd að setjast með
hann í hjólastólinn og láta mig
rúlla þeim út og suður um hjúkr-
unarheimilið.
Lífið var ömmu ábyggilega
ekki alltaf auðvelt og það væri
synd að segja að hún hefði sjálf
alltaf verið auðveld í umgengni.
En hún hafði létta lund og bjó yf-
ir einstökum viljastyrk og dugn-
aði sem aflaði henni vina og virð-
ingar. Hún var klók og
útsjónarsöm og gat framkvæmt
flóknustu útréttingar með sím-
ann einan að vopni allt fram á
síðasta dag. Hún var sannkall-
aður „haukur í horni“, bæði fyrir
sína nánustu og alla sem minna
máttu sín. Hún lagði metnað sinn
í að sjá til þess að okkur farn-
aðist öllum vel og þrátt fyrir að
manni hafi á tímabilum þótt um-
hyggjan keyra úr hófi fram á
maður eftir að sakna þess að ein-
hver hafi einlægan áhuga á því
(og skoðun) hvernig maður eyðir
deginum, hvort maður hafi séð
hitt eða þetta í sjónvarpinu, hvað
manni finnist um framferði
ákveðinna persóna í Leiðarljósi,
hvort maður sé með kreditkort,
hvort maður viti hvað hinir í fjöl-
skyldunni séu að aðhafast ein-
mitt núna og umfram allt hve-
nær maður geti komið næst í
heimsókn.
Amma mín og nafna hefur
skipað svo stóran sess í lífi mínu
að erfitt er að ímynda sér annað
en að nú muni myndast mikið
tómarúm. Ennþá er það rúm
samt svo fullt af kærleiksríkum
minningum að kannski verður
ekkert tómarúm. Bara risastórt
rúm fyrir ömmu og allt það fal-
lega sem hún hefur gefið mér.
Ásthildur Erlingsdóttir.
Amma mín, Ásthildur Sigur-
gísladóttir, lést mánudaginn 19.
nóvember síðastliðinn. Mín
fyrsta minning um ömmu er
strætóferð. Ég var haldinn þeirri
áráttu sem ungur drengur að
vilja fara sem oftast í strætó. Og
amma, verandi gæðablóðið sem
hún var, lét þetta ævinlega eftir
mér og fór í tilgangslausar
strætóferðir með mér mun oftar
en ég man. Að minnsta kosti var
tilgangurinn ekki að komast á
neinn sérstakan áfangastað held-
ur ferðin sjálf. Þannig stigum við
amma oft uppí strætó og stigum
svo út, löngu síðar, á sama stað.
Amma fékk því að kynnast leiða-
kerfi Hlíðastrætóanna eins ná-
kvæmlega og mögulegt var þeg-
ar ég var í heimsókn.
Strætóferðin sem ég vísaði í hér í
byrjun endaði svo þannig að það
var orðið dimmt úti og skyndi-
lega stoppaði tómur strætóinn og
bílstjórinn benti okkur vinsam-
lega á að fara út þar sem hann
væri hættur að ganga. Svo við
amma gengum heim úr vestur-
bænum í Blönduhlíðina. Þessa
ferð átti amma eftir að minna
mig mjög reglulega á uns yfir
lauk.
Ásta amma var gallharðasti
sjálfstæðismaður sem ég hef
nokkurn tímann kynnst en jafn-
framt var hún einn ötulasti bar-
áttumaður gegn leyndarhyggju
sem Ísland hefur alið, löngu áður
en sú barátta varð að tísku eft-
irhrunsáranna. Má með nokkr-
um sanni segja að amma hafi tal-
ið að upplýsingar ættu að flæða
eins og vatn, óstíflað og öllum að-
gengilegt. Eftir að afi dó fórum
við í marga bíltúra saman, á
Jómfrúna að fá okkur rauð-
sprettu, á Mokka í kakóbolla og í
verslunarferðir í Kringluna.
Undantekningalaust spjallaði
amma við starfsfólkið og aðra í
grennd. Eftir samtölin vissi mað-
ur yfirleitt hjúskaparstöðu við-
komandi, barnafjöld og nöfn for-
eldra, námsferil og
framtíðarplön. Í einu eftirminni-
legu samtali komst hún að því
hvað viðmælandinn var með í
mánaðarlaun. Ég var ekki alltaf
undanskilinn úr samræðunum.
Eitt sinn sagði hún við þjóninn á
Jómfrúnni þegar hann kom með
matinn: „Ég er hér stödd með
barnabarninu mínu. Hann féll í
læknisfræði og hefur ekki at-
vinnu. Veist þú um einhverja
vinnu handa honum?“ Annað
samtal við afgreiðslustúlku á
kassanum í Hagkaup var nokk-
urn veginn svona: „Þetta er nú
hann dóttursonur minn, uppá-
haldið mitt. Hann var að skilja
við kærustuna sína og er ein-
hleypur. Finnst þér hann ekki
myndarlegur?“
Amma var þeirrar náttúru að
hún vildi allt gera fyrir sína nán-
ustu. Það eru ófá símtölin sem
við áttum þar sem hún kom með
ýmsar uppástungur um hvernig
ég gæti aukið við mín lífsgæði og
þeir voru sennilega enn fleiri
þúsundkallarnir sem hún gauk-
aði að mér við hvert tækifæri.
Heiðarleiki og hreinskilni ein-
kenndu hennar gjörðir. Kæra
amma, takk fyrir minningarnar.
Lárus Arnór Guðmundsson.
Hún amma veitti okkur öryggi
og annað heimili í Blönduhlíðinni
en við áttum heima neðar í sömu
götu um nokkurt skeið. Við gát-
um ávallt farið til ömmu og afa í
ristað brauð og kókómalt eftir
skóla eða komið til þeirra í há-
deginu og fengið góða grjóna-
grautinn sem var eitt mesta lost-
æti sem við höfðum smakkað.
Svo dunduðum við okkur tímun-
um saman á heimilinu þeirra,
ýmist inni í „litla herbergi“, eins
og við kölluðum það, við að lesa
gömlu bækur Júllu og mömmu,
eða inni í stofu við að glamra á
píanóið og leika á tafltölvuna
hans afa. Á milli leikjanna fór
maður fram í eldhús til ömmu og
fékk mola úr nammidósinni.
Annars hafði maður mesta
skemmtunina af því að spila á
spil við ömmu en hún hefur
kennt okkur flest öll spilin sem
við kunnum og smitað okkur af
ævarandi áhuga hennar á korta-
spilum.
Það var líka alltaf notalegt að
fá að gista á beddanum inni í
hjónaherbergi hjá afa og ömmu.
Ólöfu þótti fátt jafn skemmtilegt
og að sitja yfir ömmu og afa á
meðan þau tóku síðdegisblund-
inn sinn og lesa fyrir þau upp úr
ljóðabókum Davíðs Stefánsson-
ar. Nú sefur jörðin er eitt þeirra
sem voru í uppáhaldi hjá ömmu
og sungu þær það reglulega sam-
an.
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumabláa júlínótt.
(Davíð Stefánsson)
Amma var gáfuð og útsjón-
arsöm og bar einnig mikla um-
hyggju fyrir barnabörnunum
sínum. Hún lagði sig fram um að
fylgjast með og taka þátt í lífi
okkar og störfum, kynnast vin-
um okkar og áhugamálum.
Amma var í raun fyrirtaks efni í
einkaspæjara, því að það var
ekki neitt sem fór fram hjá henni
og ekki neitt sem hún ekki gat
komist að í gegnum sínar eigin
óútskýrðu leiðir. Þeir sem við
höfum umgengist í gegnum tíð-
ina, hvort sem er í vinnu eða
skóla, hafa flestir fengið að
kynnast ömmu í gegnum okkur
því hún var daglegur liður í sam-
tölum og lífinu frá degi til dags.
Börnin, barnabörnin og barna-
barnabörnin áttu hug hennar all-
an og það er mikill missir að
henni úr lífi okkar.
Við erum samt vissar um að
amma hafi kvatt þennan heim
örugg og sátt í sínu hjarta. Hún
átti langt og gott líf, sýndi fólki
óbilandi áhuga og hafði skoðanir
á flestu sem var í gangi í þjóðlíf-
inu. Hún var forvitin og mikill
húmoristi. Fólkinu í kringum
ömmu þótti líka mjög vænt um
hana og sóttu í að vera í kringum
hana, heimsóttu hana eða
hringdu reglulega til að heyra í
henni hljóðið. Hún gerði vini úr
öllum sem hún hitti allt frá
bankastarfsmanninum og mann-
inum í kjötborðinu til nánustu
ættingja.
Það er sannarlega skrítið að
manneskja sem hefur verið
svona snar þáttur í lífi okkar sé
farin en hún verður alltaf með
okkur í anda og minningunni.
Okkar börn munu fá að heyra
sögurnar af Ástu ömmu sem
okkur þótti svo vænt um.
Ólöf Auður Erlingsdóttir og
Ragnheiður Erlingsdóttir.
Ástu Sigurgísladóttur hef ég
þekkt í meira en þriðjung aldar
og átt að tengdamanni og mál-
vini. Hennar minnist ég með
mikilli virðingu. Ásta var merk-
iskona. Í viðræðum við hana kom
maður aldrei að tómum kofun-
um, hún vissi deili á mörgu og
kunni skil á flestu sem krafist
verður af hugsandi og skynugu
fólki. Þau Lárus Arnórsson, eig-
inmaður hennar, voru samvalin
fyrir sínar góðu gáfur og mynd-
arskap og aðrar eigindir sem
gera vinakynni við fólk ánægju-
leg.
Dætrum Ástu, Þóru og Júl-
íönu, og börnum þeirra og barna-
börnum sendi ég samúðarkveðju.
Í þeim hópi eru þær sem næst
mér standa, Ásthildur Erlings-
dóttir, Ólöf Auður og Ragnheið-
ur, sonardætur mínar.
Guð blessi minningu Ásthildar
Sigurgísladóttur.
Ingvar Gíslason.
Látin er í Reykjavík vinkona
mín Ásthildur Sigurgísladóttir,
eða Ásta eins og hún var jafnan
nefnd.
Henni kynntist ég þegar eldri
dóttir hennar kom í bekkinn
minn 9 ára gömul um miðbik síð-
ustu aldar.
Fljótlega varð ég heimagang-
ur hjá Ástu, Lárusi, Júllu og
Þóru. Þar sem ég kom úr
stórum systkinahópi naut ég
þess að tilheyra þessari góðu
fjölskyldu, ferðaðist með henni
norður í land, að Laugarvatni og
víðar. Þetta var ævintýri í þá
daga.
Seinna varð ég þess áskynja,
að Júllu fannst álíka gaman að
koma heim til mín, borða með
skaranum undarlegan mat svo
sem brodd og fleira.
Vinkona mín var hrein og
bein, viljasterk og bráðvel gefin
eins og hún átti kyn til. Auk þess
virtist hún sjá hið ókomna, valdi
sér góðan eiginmann, öðlinginn
Lárus Arnórsson. Sameiginlega
farnaðist þeim vel, eignuðust
tvær dætur, sem erft hafa bestu
kosti beggja foreldra. Þau réttu
og hjálparhönd þar sem þurfti.
Hún var afburða smekkleg, fyr-
irhyggjusöm og listræn. Lét út-
búa fjölda listaverka, sem hún
annað hvort átti eða gaf við réttu
tækifærin.
Ásta var mér afar góð og hef
ég reynt að tileinka mér ýmsa
þætti úr fari hennar. Hjá okkur
Júllu er til orðatiltækið „að hafa
verið Ásthildur í dag“. Það merk-
ir að undirbúa morgundaginn
eins vel og hægt er, svo sem að
leggja á borðið og gera allt nema
að kveikja á kertunum. Þetta
hagkvæma fyrirkomulag hefur
mér lærst á langri ævi og merkir
það í orðsins fyllstu merkingu að
hafa vaðið fyrir neðan sig.
Þar sem ég sit í dag og horfi í
kring um mig sé ég fjölda hluta
sem hún hefur gefið mér. Þeir
eiga það sameiginlegt að vera
valdir af kostgæfni og góðum
smekk.
Nú hefur Ásta kvatt þennan
heim og fer sátt til fundar við þá
sem á undan eru gengnir og voru
henni kærir. Ég vil minnast
hennar eins og hún var þegar
hún var upp á sitt besta, glæsi-
legrar með glettinn svip í augum.
Blessuð sé minning minnar
kæru vinkonu.
Ingibjörg Jóhannesdóttir
(Imma).
Ásthildur
Sigurgísladóttir
Elsku amma, nú ertu farin til
afa. Ég á margar góðar minningar
sem ylja mér um hjartarætur. Ég
man alltaf að ég vildi frekar vera
hjá þér á Grund en að fara í þessi
ferðalög með pabba og mömmu,
sem mér fannst þreytandi. Þú
tókst mér alltaf opnum örmum.
Guðbjörg
Guðnadóttir
✝ GuðbjörgGuðnadóttir,
Grund 1, Hofsósi
fæddist í Svínavalla-
koti í Unadal 3. mars
1924. Hún andaðist
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauð-
árkróki 18. október
2012.
Útför Guðbjargar
var gerð frá Hofs-
óskirkju 27. október
2012.
Og nú veit ég að
þú vakir yfir mér,
meira get ég ekki
sagt vegna veik-
inda minna en
minnið er ekki svo
gott.
Allar stundir ævi
minnar
ertu nálæg, hjartans
lilja.
Þó er næst um næðis-
stundu
návist þín og angurblíða,
ástarljós og endurminning.
Allar stundir ævi minnar,
yndistíð og harmadaga,
unaðssumur, sorgarvetur
sakna ég og minnist þín.
(Hulda)
Ég sakna þín, elsku amma.
Guðbjörg Kristinsdóttir.