Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fyrri vindmylla Landsvirkjunar við Búrfell er risin. Spaðarnir voru festir upp í gær. Nú verður hafist handa við að reisa seinni vindrafstöðina. Vindmyllurnar eru mikil mannvirki. Möstur þeirra eru 55 metra há stálrör. Spaðarnir þrír eru 22 metrar á lengd og þegar spaði er í efstu stöðu er vindmyllan 77 metrar að hæð. Starfs- menn framleiðandans, Enercon, setja vindmyll- urnar upp. Þeir hafa tvo krana til aðstoðar, með- al annars stærsta krana landsins. Veður þarf að vera stillt til þess að hægt sé að setja vindmyllu saman og hefur veður tafið vinnu við uppsetn- ingu. Nú verða kranarnir fluttir á hitt planið og seinni myllan sett upp. Stefnt er að gangsetn- ingu um miðjan janúar. Morgunblaðið/RAX Spaðar fyrri vindmyllunnar við Búrfell settir upp Baldur Arnarson baldura@mbl.is Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur nýhafið 24 mánaða markaðs- átak til að kynna Eyjafjörð sem ákjósanlegt svæði fyrir þjónustu við náma- og olíuiðnað á Austur-Græn- landi. Er átakið talið munu mögu- lega gagnast við kynningu á svæðinu vegna hugsanlegrar olíuleitar á Drekasvæðinu, enda geti sömu verk- kaupar og verktakar verið á ferð. Að sögn Þorvaldar Lúðvíks Sigur- jónssonar, framkvæmdastjóra fé- lagsins, er áætlað að verkefnið kosti 15 til 20 milljónir króna og leggja einkafyrirtæki á svæðinu til féð. „Við erum landfræðilega vel stað- sett auk sögulegra tengsla helstu stofnana á Akureyri við Grænland, svo sem sjúkrahússins, iðnfyrir- tækja og Norlandair. Það eru mörg verkefni þegar í gangi á Grænlandi sem tengjast námavinnslu og eru samtals 30 verkefni hafin eða á teikniborðinu.“ Spurður út í getu norðanmanna til að þjónusta iðnað af þessu tagi segir Þorvaldur Lúðvík að þótt fyrir hendi sé sérhæft fólk og búnaðar á Eyja- fjarðarsvæðinu sé atvinnuleysi þar mjög lítið, eða í kringum 3%. Komi til umfangsmikilla framkvæmda á Grænlandi muni það því „hiklaust auka þörf fyrir vinnuafl á Eyjafjarð- arsvæðinu og víðar um landið, enda geti orðið af nægum verkefnum að taka fyrir íslenska aðila“. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Orkustofnun ákveðið að veita tveim hópum sér- leyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kol- vetnis á tveimur svæðum. Kusu að koma til Akureyrar Þorvaldur Lúðvík telur aðspurður að Eyjafjarðarsvæðið henti vel sem þjónustusvæði fyrir olíuleit. „Það gefur okkur ákveðnar vís- bendingar að þeir sem voru að rann- saka á Drekasvæðinu í sumar kusu að koma heldur til Akureyrar en að fara á aðra staði til þess að fá þessa breidd af þjónustu sem þörf er á,“ segir Þorvaldur Lúðvík og nefnir hvernig Akureyri njóti þess m.a. að þar séu alþjóðaflugvöllur, háskóla- samfélag og heilbrigðisstofnanir. Austfirðingar horfa einnig til þeirra tækifæra sem umsvifin á Austur-Grænlandi og Drekasvæðinu gætu skapað. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir áfram munu verða unnið að því að kynna sveitarfélagið sem valkost fyrir þjónustuaðila vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Sú kynning sé unnin í samstarfi við Fljótsdalshérað og þar m.a. horft til góðrar hafnar- aðstöðu á Reyðarfirði og flugvallar á Egilsstöðum. Langanesbyggð hefur einnig verið nefnd til sögunnar í þessu sambandi en Siggeir Stefáns- son, oddviti sveitarfélagsins, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Leita verkefna á Grænlandi  Eyfirðingar kynna námavinnslu- og olíufyrirtækjum þjónustu sína  Um 30 verkefni hafin eða í bígerð á Grænlandi  Sömu verktakar á Grænlandi og kunna að koma að olíuleit á Drekasvæðinu AFP Grænland Ísjakar í Ilulissat. Mjög úrkomusamt var um landið norðan- og austanvert í nýliðnum nóvembermánuði. Þannig hefur ekki mælst nærri því jafnmikil úrkoma í nóvember og nú á Grímsstöðum á Fjöllum. Þar hefur úrkoma verið mæld samfellt frá árinu 1935. Nóvembermet var einnig slegið á Tjörn í Svarfarðardal en þar hefur verið mælt frá 1969. Á þessum stöðum eru nú mikil snjóa- lög. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi mældist úrkoman á Grímsstöðum í nóvember sl. 84,1 millimetri. Gamla metið var frá árinu 1991 eða 60,9 millimetrar. Nýja metið er þó óstað- fest þar til skýrslur hafa verið born- ar saman við veðurskeyti. Á Tjörn mældist úrkoman 111,3 millimetrar en gamla metið þar er frá árinu 1971, 105,5 millimetrar. Tiltölulega þurrast var víðast hvar á Suðurlandi, þó ekki í Reykja- vík því þar mældist úrkoma 85,6 mm. Er það 18 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úr- koman 127,3 mm og er það meira en tvöföld meðalúrkoma í nóvember. Jafnmikil úrkoma hefur ekki mælst á Akureyri í nóvember síðan 1991 – en þá var hún heldur meiri en nú. Úrkoman á Höfn í Hornafirði mæld- ist 125 mm. Í Stykkishólmi var úr- koman aðeins rétt rúmur helmingur meðalúrkomu. sisi@mbl.is Mesta úrkoma á Grímsstöð- um frá upphafi mælinga  Nýliðinn nóvember var úrkomusamur víða um landið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grímsstaðir Aldrei fyrr hefur kom- ið jafn mikið í úrkomumælinn. „Einhver gæti sagt að við vær- um hjátrúarfullir, eins og margir sjómenn eru, en ég vil frekar segja að við ber- um virðingu fyrir ákveðnum hefð- um,“ segir Þor- steinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja, en útgerðarfyrirtækið hefur komið sér fyrir á 13. hæð turnsins við Höfðatorg með skrif- stofur sínar í Reykjavík. Skrifstof- urnar eru hins vegar formlega sagð- ar á 14. hæðinni en sem kunnugt er hefur það almennt verið talið ólán að vera á 13. hæð í háhýsum. Þannig hefur það komið fram hjá talsmanni lyftuframleiðandans Otis að um 85% háhýsa í heiminum eru ekki með 13. hæðina skráða í lyftum sínum. Hafa Samherjamenn samið við rekstraraðila og fyrirtæki á efri hæðum turnsins um að „hækka sig“ um hæð, en alls eru þær 19 sam- kvæmt teikningum. Verið er að laga merkingar í lyftum turnsins vegna þessa. Þorsteinn segir nágrannana fyrir ofan þá hafa tekið því vel að hækka sig. „Menn færast bara upp og fá mun betra útsýni yfir sundin blá,“ segir hann. bjb@mbl.is Engin 13. hæð við Höfðatorg Höfðatorg Turn- inn er nú 20 hæðir.  Samherji „hækkaði sig“ upp á 14. hæð Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.