Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 60
60 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. desember PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Skólar & námskeið Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag SÉRBLAÐ Ömurlegt var að hlusta á Björn Val, þingmann VG, verja ríkisstjórnina í Silfri Egils. Sagði aðgerð- arleysi í leiðréttingu verðtryggðra lána ekki stafa af því að stjórnin hefði hag í að þæfa málið. Rökstuddi það með því að hann sjálfur væri einn af fjöldanum með verðtryggt lán. Sagðist hafa barist um á hæl og hnakka gegn Árna Páls vaxtaok- urslögunum, en varð svo að éta það ofan í sig og játa, að hann hefði greitt Árna Páls lögunum atkvæði sitt. Næst kom Seðlabankastjórinn. Sá var spurður hvernig það mætti vera að útrásarvíkingar gætu komið inn með gjaldeyri og fengið 20% fleiri krónur, en öðrum stæði til boða. Í framhaldi af því beindist umræðan að Bakkabræðrum, sem nú eignast aftur Bakkavör. Seðla- bankastjóri sagði, að ekki væri hægt að neita þeim vegna jafnræð- isreglu. Skyldi jafnræðisregla Seðlabank- ans líka ná til þeirra, sem útrás- arvíkingarnir hröktu úr landi? Margir sendu stærstan hluta launa sinna heim til afborgana verð- tryggðra lána þar til þeir sáu, að stritið fyrir lánunum hafði engan til- gang. Þannig var nú þessi 110% lausn, sem ríkisstjórnin er svo montin með og hælir sér af. Verðugt verkefni væri fyrir þingmanninn Björn Val og VG að berjast nú um á hæl og hnakka að Seðlabankinn greiði aftur í tímann 20% álag á all- an gjaldeyri, sem sendur var heim. Svo er það hin hliðin á jafnræðis- reglunni, sem maður veltir fyrir sér nú, þegar útrásarvíkingarnir ganga aftur, hver á eftir öðrum. Sumir eru með leppa og aðrir eiga aflands- krónur. Allir hafa þeir stjörnulög- fræðinga sér til halds og trausts í baráttunni við sérstakan. Margir þeirra hafa nú eignast meir í fyr- irtækjum „sínum“ en þeir áttu í þeim fyrir hrun og það þrátt fyrir hundruð eða þúsund milljarða tap. Þannig tapaði prentsmiðjan Oddi 5 milljörðum og fékk fyrirtækið aftur fyrir 500 milljón kr. Afskrifaðar voru 4,5 milljarðar (4.500 millj. kr.). Nokkrum vikum seinna gat Oddi í samkeppni við aðra keypt Plast- prent fyrir 200 millj. kr. Hvaðan koma allar þessar krónur? Getur verið að þetta séu afla- ndskrónur með 20% af- slætti og verðið því 160 og ekki 200 millj. kr.? Tilboðið því í raun lægra en næsta tilboð fyrir „neðan“ í venju- legum krónum. Ég hefi líka velt fyrir mér, hvort milljarðarnir, sem Seðlabank- inn greiðir í vexti af jökla- og krónu- bréfum fari úr landi og komi til baka með 20% afslætti. Leynd er ávísun á spillingu. Seðlabankastjóri getur ekki eða vill ekki segja hverjir hafi komið inn með aflandskrónur. Ber við banka- leynd. Sömu leynd og bankar útrás- arvíkinga skýldu sér á bak við. Munurinn á útrásarbönkunum er að Seðlabankinn er banki íslenska rík- isins og nú er ríkisstjórn sem lofaði að hafa allt kristaltært uppi á borð- inu. Hefur nokkuð verið uppi á borðinu annað en laun seðla- bankastjóra í smá tíma? Jóhanna og Steingrímur, er nú ekki kominn tími til að stjórna á síðustu metrunum og senda seðlabankastjóra tilmæli um að birta listann? Í blöðum er stöðugt auglýst: Kaupum allt gull, málverk, mynt, fasteignir, jarðir o.fl. Allt gegn stað- greiðslu. Hvort sem borgað er með aflandskrónum eða ekki þá eru svona viðskipti ekki atvinnuskap- andi nema kannski fyrir banka, sem geta selt fasteignir og látið bera íbúana út á götu. Hafa Seðlabankinn og Fjármála- eftirlitið kannað hvar uppsprettu fjármagnsins er að finna? Eru þess- ar stofnanir beint og óbeint að stuðla að peningaþvætti? Jafnræðisregla Seðlabankans Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Leynd er ávísun á spillingu. Seðla- bankastjóri getur ekki eða vill ekki segja hverj- ir hafi komið inn með aflandskrónur. Ber við bankaleynd. Höfundur er verkfræðingur. Sæll aftur Gísli. Ég bið þig að forláta mér yfirsjón mína, hafir þú einhvern tímann svar- að hinu fyrra opna bréfi mínu til þín (Mbl okt. 2009), því ég ein- faldlega sá það ekki. En kannski sást þú ekki sjálfur það sem ég skrifaði, sem er ofur- eðlilegt því varla ertu flettandi Mogganum alla morgna í leit að opnum bréfum til þín. Svo ég reyni bara aftur í trausti þess að þú sért enn áskrifandi, eins og þú aug- lýstir á bloggsíðu þinni skömmu áð- ur en þessi fyrsta tilraun mín birt- ist. Alla vega, þetta varðar sjúkraflug sem er einmitt mín vinna. Ég hef nefnilega nokkrar áhyggjur af því að ef Vatnsmýrarflugvöllur fer, þá muni mér og mínu samstarfsfólki ekki lánast það eins oft að skila kúnnunum okkar í tæka tíð til áfangastaða sinna í borginni. Þessir áfangastaðir eru nefnilega við Hringbraut eða í Fossvogi og oft koma engir aðrir staðir til greina, þess vegna liggur leiðin einmitt til Reykjavíkur. Og kúnnunum okkar liggur stundum lífið á. Í bókstaflegri merkingu. Kúnnarnir okkar eru stundum á leið í hjarta- þræðingu, eða með blæðingu í heila, stund- um hafa félagar mínir aftan við þilið hjá mér þurft að beita allri sinni kunnáttu til að halda kúnnanum í það og það skiptið á lífi og ég hef stundum orðið vitni að ótrúlegum af- rekum þeirra í þeirri leikni. Komið hefur fyrir að farþegar okkar hafa ekki komist alla leið suður á lífi, þrátt fyrir að allt hafi verið gert sem í mannlegu valdi stóð til að hjálpa þeim. Svo hafa nýir kúnnar líka fæðst hjá okkur. En í öllum þessum tilfellum erum við svolítið að flýta okkur því við hreinlega vitum ekki, nema með örfáum undantekningum, hvað sjúklingurinn hefur mikinn tíma til stefnu áður en hann þarf að vera kominn í aðgerðina sína. Til að hann haldi lífi. Og/eða til að hann nái aftur heilsunni sinni. Hér er ég semsagt kominn að kjarna málsins. Tíminn skiptir okkur öllu máli á þessu flandri okkar um landið til að ná í hinn og þennan sjúklinginn, sem var svo óheppinn að veikjast eða slasa sig. Og koma honum síðan suður nefnilega. Til Reykjavíkur altso. Og forláttu nú, Gísli minn, þennan þverhaus sem hér skrifar undir, en mér er nefnilega alveg fyr- irmunað að skilja þankaganginn þinn í þessu flugvallarmáli. Því sjúk- lingarnir okkar, þótt þeir teljist til sveitavarga margir hverjir, teljast allir sem eitt mannslíf hver. Og þeir þurfa að fá hina sömu læknishjálp og þú sjálfur ef þeir veikjast eða slasast, líka á Lansanum við Hring- braut eða í Fossvogi. Og við þurfum að flýta okkur með þá þangað. En ef við þurfum að fara að lenda með þá alla í Keflavík, þá er nú broddurinn farinn úr þjónustunni sem við get- um veitt þeim í dag. Því þá bætist við flutningstímann bæði lengri flugtími og síðan aksturinn um endi- langt Reykjanesið, ofan á allt annað ferðalag utan af landi. Svo mig langar að spyja þig, minn kæri, hvernig verður með því fyr- irkomulagi hægt að tryggja a.m.k. sambærilegt öryggi kúnnanna okk- ar eins og nú er, ef þú og þínir koll- egar hirða af okkur þessa lífsbjörg sem Vatnsmýrarflugvöllur er? Kannski með þessari fyrirhuguðu járnbrautarlest þinni (vísast í þessu sambandi í fyrra bréf mitt til þín)? Ég nefni hér bara eitt dæmi: fyrir fáeinum dögum flaug ég suður með nýbura í andnauð. Mikla fyrirhöfn þurfti að viðhafa í þessu tilfelli og undirbúningurinn því ærið tíma- frekur hjá því fagfólki sem kom með okkur í þessa för. Síðan eftir að við lentum á þeim nothæfa flugvelli sem næstur var heimabæ barnsins, varð að aka með ferðafóstruna okkar (færanlegan súrefnis- og hitakassa) yfir heiðar í fljúgandi hálku og sækja krílið og aka því síðan aftur til okkar og við flugum svo með það í borgina. Og eftir allan þann tíma sem þetta tók, getur þú, herra borg- arfulltrúi, vinsamlegast bent mér á eina einustu réttlætingu fyrir því að við hefðum þurft að lenda með þennan kúnna okkar (og móður hans) í Keflavík, og framlengja með því þegar allt of langan flutnings- tíma um allt að eina klst (eða meira því Reykjanesbrautin var raunar flughál þegar þetta var)? Endilega svaraðu mér þessu, því ég er bara alls ekki með á nótunum í þessu. Og eitt enn, bara forvitnisspurn- ing, þó þú hafir lýst því yfir á op- inberum vettvangi að þú teljir þig óbundinn af samþykkt landsfundar þess flokks sem þú starfar fyrir að því er snertir flugvöllinn okkar allra, hvað þá með kjósendur þína? Ég spyr bara vegna þess að yfir 80% borgarbúa hafa lýst því yfir að þau vilji hafa völlinn áfram á sínum stað (skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fbl., birt 10. des 2011), er það ekk- ert sem kemur þér við? Með kveðju að norðan. Opið bréf til Gísla Marteins borgarfulltrúa, önnur tilraun Eftir Þorkel Á. Jóhannsson » Getur þú vinsamleg- ast bent mér á eina einustu réttlætingu fyr- ir því að við hefðum þurft að lenda með þennan kúnna okkar (og móður hans) í Keflavík? Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugstjóri hjá Mýflugi. Kæru landsmenn. Nú er gengin í garð jólafastan, aðventan sjálf. Oftar en ekki höfum við dansað í kring um „Gullkálf jólanna“, í stað þess að huga að hátíðinni sem í garð gengur með íhugun. Ég skora á alla að hafa þessi jól öðruvísi, hversu bólgin sem veski ykkar kunna að vera, þá skulum við um þessi jól hafa hug- ann hjá þeim sem minna mega sín, og stilla öllum jólagjöfum í hóf. Við eigum að líta á jólagjafir sem tákn- rænar gjafir, og læra aftur það sem við kunnum sem börn, að gleðjast yfir litlu og skrítnu. Láta svo ann- aðhvort með smápeningum eða vinnu, aðstoð, eitthvað renna til þeirra sem vantar hjálp eða um- mönnun. Gleymum því ekki að bræður og systur sem eru á útigangi, líta á faðmlag eða vinaleg orð sem guðs gjöf. Munum þetta fólk sem valið hefur sér af mis- munandi ástæðum erf- iðu leiðina í lífinu. Öll þekkjum við einhvern sem á við veikindi eða vanheilsu að stríða, langar að hafa jólalegt hjá sér, eins og okkur sem hraust eru. Bjóð- um þeim aðstoð, ger- um jólalegt hjá þeim. Eigum við ekki ætt- ingja, eða vin sem er einn á jól- unum? Besta gjöfin sem hann eða hún fengi væri að vera boðið heim um jólin. Það er einmanalegt að vera einn á jólum, því kynntist ég sem ungur maður, þegar ég bjó einn fjarri heimahögum, og hélt jólin einn í minni litlu íbúð. Þá hvarflaði hug- urinn heim, og togarajaxlinn þerr- aði tárvotar kinnar nokkrum sinn- um um hátíðarnar. Það er nefnilega þannig að um jól slær í okkur öllum litla saklausa barnshjartað, við finnum fyrir smæð okkar, og ger- um okkur grein fyrir hvernig firr- ingin í þessum galna heimi hefur leikið okkur, og barnssálina okkar, þannig að við erum í annan tíma brynjuð fyrir hinu smáa og fagra, hinu viðkvæma og veikburða, sem þó á allt undir því að við hlúum að því. Þau jól sem í garð ganga skul- um við minnast þessa, og hafa þetta jól hins smáa og fagra litla og skrítna. Gefum „Gullkálfi“ jólanna frí, og gefum enga gjöf sem kostar meira en fimmþúsund krónur. Það er meira en nóg. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól, ekki síst ykkur sem um sárt eigið að binda. Lítil og skrítin aðventuhugleiðing Eftir Ómar Sigurðsson » Ágætt er að setja sér það markmið að kosta helmingi minni peningum til jólagjafa í ár en í fyrra. Þetta geta allir. Ómar Sigurðsson Höfundur er skipstjóri. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Vöggusæng ur Vöggusett Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.