Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 Bókin Víti í Vestmannaeyjumeftir Gunnar Helgasonsem kom út fyrir síðustujól var í hópi skemmtileg- ustu barna- og unglingabóka þá ver- tíðina. Bókin var skrifuð í hressileg- um stíl en blandaði saman gamni og fúlustu alvöru í lífi nokkurra fótbolta- peyja, með Shell-mótið í Eyjum sem bakgrunn. Nú hefur Gunnar sent frá sér beint framhald sem nefnist Auka- spyrna á Akureyri og fyrir þá fjöl- mörgu sem höfðu gaman af Vítinu er gaman að segja frá því að hér fá þeir meira af svo góðu. Uppskriftin að Víti í Vestmanna- eyjum gekk firna- vel upp og Gunnar endurtekur hér leikinn með glans. Aftur eru Jón Jónsson og félagar í Þrótti komnir á stórmót síns árgangs í boltanum og nú er N1-mótið á Ak- ureyri sögusviðið. Vitaskuld drífur margt á daga hinna knáu Þróttara, innan vallar sem utan. Söguhetjan verður fyrir því að iPodinn hans hverfur, rómantíkin bankar upp á enda pjakkarnir tveim árum eldri en í Vestmannaeyjum, og alvara lífsins knýr á með ýmsum hætti. Þá mætir skaðræðið hann Tóti, pabbi Ívars úr Vítinu, aftur til leiks og eins og gefur að skilja veldur það titringi meðal strákanna enda lentu þeir illa í klóm hans í síðasta ævintýri. Sem fyrr eru leikjalýsingar Gunn- ars það hnitmiðaðar að engum þarf að leiðast rétt á meðan boltinn rúllar; þvert á móti er stálfjöðurspennan við- varandi og hver einasti leikur knúinn hnausþykku drama sem ætti að halda öllum lesendum við efnið. Gunnar fléttar einnig með liprum hætti í framvinduna þá lesti sem helst plaga hina fögru íþrótt um þessar mundir, kynþáttaníð og leikaraskap. Það ger- ir hann þó ekki í predikunartóni held- ur með lunkinni atburðarás sem segir mun meira en fyrirlestur í umvönd- unartón. Mest er þó um vert að höfundur kann einfaldlega að búa til grípandi frásögn sem heldur vel og hreinlega togar lesandann áfram; það er ekki laust við að manni hitni í hamsi þegar best lætur og það er gæðastimpill út af fyrir sig þegar höfundi tekst að koma lesanda þannig á vissan hátt úr jafnvægi. Sögulok lofa þá góðu því þau gefa fyrirheit um að framhald verði á. Bókin er í stuttu máli sagt jafn ljómandi vel heppnuð og Víti í Vest- mannaeyjum og stefnir í að bolta- bækurnar um Þróttarann Jón Jóns- son komi sér fyrir á klassísku hillunni fyrir íslenskar barna- og unglinga- bækur. Það er alkunna að Gunnar Helgason er maður fráleitt einhamur en nú gæti farið svo að rithöfund- urinn í honum gerðist æ fyrirferð- armeiri og er það vel því honum lætur sá starfi hörkuvel. Skeytin inn Fótboltasaga „Höfundur kann einfaldlega að búa til grípandi frásögn sem heldur vel og hreinlega togar lesandann áfram,“ segir um bók Gunnars. Barnabók Aukaspyrna á Akureyri bbbbn Höfundur: Gunnar Helgason. Mál og menning 2012. 293 blaðsíður. JÓN AGNAR ÓLASON BÆKUR Allt svo grænt og við einnig.Að innan, að minnsta kosti,í sálinni, þar sem gleðin ásér upphaf á góðum degi.“ Þannig lýkur einum af vel á annað hundrað köflum í hugljúfri end- urminninga- og hug- leiðingabók Óla Ágústar, Litlatré. Á kápu er vitnað í Ísak Harðarson skáld, að þetta sé „mannbæt- andi texti“, og óhætt er að taka undir þau orð. Eins og höfund- urinn lýsir því hér að framan, þá er bókin full af jákvæðum og góðum tilfinningum, sem ánægju- legt er að lesa um. Þetta er brotakennt verk, enda ekki skrifað sem bók heldur sam- ansafn færslna sem höfundurinn tók að skrifa og birta á netinu eftir að hann fór á eftirlaun. Lesandinn kynn- ist höfundinum Óla og Ástu konu hans, fyrri störfum hans hjá verk- takafyrirtæki og sem trúboði. En einkum snúast skrifin þó um ástríkt líf hjónanna, í bænum og í sumarhús- inu í Borgarfirði, þar sem þau kynnt- ust á unglingsárum, en húsið nefna þau Litlatré eftir hokinni hríslu og með vísun í bókina um indjánadreng- inn Litla tré. Bækur og gróður eru einmitt lykilefni Litlatrés, rétt eins og fuglarnir, Borgarfjörður og ljúfar minningar. Bækur og skáld skipa stóran sess, og ástin á lífinu. Kaflar bókarinnar eru vissulega misáhrifamiklir en heildin er sterk og hugljúf, og þetta er ánægjulestur, enda umræðuefnið það sem mestu skiptir: lífið, vináttan, ástin og feg- urðin, og höfundurinn skrifar um allt þetta af mikilli hlýju og einlægni. Einnig má finna fyrir eilífri þrá mannsins til að skrásetja líf sitt og upplifanir fyrir þá sem á eftir koma, því eins og segir í einni ljóðafærslu: Þannig er með lífið, það fennir hratt í sporin. Og ferðalögin gleymast bæði stór og smá. Ánægjulestur um lífið og fegurðina Litlatré bbbnn Eftir Óla Ágústar. Tindur, 2012. 230 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Óli Segir frá af hlýju og einlægni. Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.8-10 NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.6 SKYFALL Sýndkl.6-9 PITCH PERFECT Sýndkl.8-10:15 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 12 16 L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 - 10.40 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 - 10.20 7 NIKO 2 KL. 4 - 6 L HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.30 7 SKYFALL KL. 5 - 8 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 12 ARFUR NÓBELS KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 8 16 SNABBA CASH 2 KL. 10.40 16 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 - 9 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 10 KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16 HERE COMES THE BOOM KL. 8 7 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.40 - 10 12 SKYFALL KL. 5.20 12 “GEÐVEIK RÓMANTÍK” -S.G.S., MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.