Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.12.2012, Blaðsíða 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2012 ✝ Bjarni ErikEinarsson fæddist 5. apríl 1911. Hann lést að Klausturhólum, dvalarheimili aldr- aðra á Kirkjubæj- arklaustri, 25. nóv- ember 2012. Bjarni fæddist og ólst upp í Dan- mörku. Foreldrar hans voru Guð- mann Vigfús Einarsson kaup- maður, f. 1878, d. 1972 og Val- borg Einarsson, f. 1882, d. 1985, húsmóðir og lærður ljós- myndari. Guðmann var Íslend- ingur, ættaður frá Seyðisfirði en Valborg var dönsk, ættuð frá Lálandi. Systur Bjarna voru: 1) Irene Bundgård hús- móðir, f. 1904, d. 1981, 2) Edel Einarsson hjúkrunarfræðingur, f. 1907, d. 2010, 3) Ingrid Sig- fússon ljósmyndari, f. 1909, 4) Hildur Árnason húsmóðir, f. Danmörku og á tvær dætur, Linea Olsen og Jannie Olsen sem hvor um sig á tvö börn. Bjarni kom fyrst til Íslands skömmu eftir seinni heimsstyrj- öld og vann þá við ýmis störf, meðal annars á Vestur- Sámsstöðum hjá systur sinni Hildi og Sigurði manni hennar. Hann starfaði einnig um árabil í Brynjúlfsbúð í Vestmann- eyjum hjá Ingrid systur sinni sem rak þá verslun, en hún missti mann sinn ung að árum og varð Bjarni þá hennar hægri hönd í verslunarrekstr- inum um árabil. Bjarni kvænt- ist Leu sem ættuð var frá Aust- urríki en hún tók sér íslenska nafnið Sædís Konráðsdóttir. Þau bjuggu fyrst í Vest- mannaeyjum en seinna á Álf- hólsvegi í Kópavogi en þá hafði Bjarni ráðið sig til starfa hjá þjónustudeild Sláturfélags Suð- urlands við Grensásveg. Lea flutti síðar ein til Austurríkis en samband þeirra rofnaði þó aldrei meðan hún lifði og heim- sótti Bjarni hana oft. Lea átti einn son, Harald, sem nú er látinn. Útför Bjarna hefur farið fram í kyrrþey. 1913, d. 2003, 5) Ingibjörg Erud myndlistarmaður, f. 1917. Fjöl- skyldan bjó fyrst í bænum Maribo á Lálandi þar sem flest barnanna fæddust. Í nokkur ár voru þau herra- garðseigendur í Luisenlund á eyj- unni Endelave í Kattegat en eftir það flutti fjöl- skyldan til Bramminge á Vest- ur-Jótlandi þar sem þau hjón ráku nýlenduvöruverslun en þar var Guðmann einnig bygg- ingarverktaki. Á sínum yngri árum aðstoðaði Bjarni föður sinn við margvísleg störf, m.a. við verslunarstörfin, en þau áttu eftir að verða hans helsta starf. Á unga aldri eignaðist Bjarni dótturina Sandy E. Ol- sen með Laura J.J. Lauridsen sem nú er látin. Sandy býr í Bjarni Erik móðurbróðir okk- ar náði því að verða yfir 101 árs og miðað við systur hans Ingrid og Edel og móður þeirra Val- borgu þýðir það ekki endilega endamörk í aldri. Snemma í æsku sagði mamma okkur Bjarnasögur sem snérust aðallega um allskyns uppátæki og strákapör bróður hennar í stóra systrahópnum sem taldi 3 eldri systur og 3 yngri. Án efa var Bjarni í miklu uppáhaldi bæði hjá foreldrunum, ömmu sinni og systrunum. Benda bæði sögurnar um hann og myndir af honum í sérsaumuðum spariföt- um með slöngulokka og prakk- arabrosið á vör, ótvírætt til þess. Bjarni var fremur lágvaxinn mað- ur en hnarreistur. Hann hafði einstaklega skarpt, rannsakandi augnaráð undir loðnum, uppvís- andi augabrúnunum. Hann var góðum gáfum gæddur og lét sig varða það sem mestu máli skiptir í lífinu, mannúðarmál, meðferð dýra og umhverfismál. Hann var viðkvæmur, mátti ekkert aumt sjá, en reyndi sem best hann gat að dylja það. Þegar hann skegg- ræddi við fólk, bar mest á fróð- leiksfúsum grallara sem spurði óvanalegra spurninga sem ekki voru beinlínis sprottnar af for- vitni um viðmælandann heldur al- mennt um lífið í hnotskurn. Ný- kominn inn úr dyrunum í sinni fyrstu ferð að Klausturhólum þar sem hann dvaldi síðustu æviárin, ávarpaði hann starfsfólkið: „Góð- an dag, hér kemur lifandi lík.“ Við frændfólkið viljum að leiðarlok- um senda kærar þakkir til starfs- fólksins á Klausturhólum fyrir frábæra ummönnun. Það voru ekki leiðinlegar heim- sóknirnar til Bjarna þessi ár þeg- ar hann vildi ennþá fara með okk- ur í bílferðir lengra austur á bóginn, eða bara skjótast til að heimsækja vin sinn Filippus á Núpsstað. Ógleymanlegar voru þær stundir að sjá þessa öldnu höfðingja tala um hversu ómögu- legt það væri að þurfa að yfirgefa heimili sín og hvað þeir væru orðnir aumir. Bjarni reyndi samt að sannfæra vin sinn um að það væri nú ágætis fólk á Klaustur- hólum, nóg að borða þar, heitt inni og allir baðaðir og föt þvegin. Hann skyldi bara koma líka. Snyrtimennska var honum í blóð borin. Iðulega bar hann höfuðfat þegar farin var bæjarleið og í miklu uppáhaldi var svarta alpa- húfan sem varð svo einkennandi fyrir hann. Þrátt fyrir að hafa fæðst í Danmörku þar sem fátt er um fjöll og hæðir, hvað þá firn- indi, þá varð það líf og yndi Bjarna í blóma lífsins, að ganga á fjöll og jökla hér á Íslandi og var hann þá oftast einn á ferð. Við vit- um að hann gekk oftar en einu sinni á hæstu tinda landsins og flestöll fjöll á Suður- og Suðvest- urlandinu. Hann ferðaðist einnig víða um lönd seinni hluta ævinn- ar, fór m.a. til Kína, Kúbu, Kan- aríeyja og Taílands. Bjarni var ræktunarmaður fram í fingur- góma og ræktaði árum saman allt sitt grænmeti í kálgarði þar sem nú er Norðlingaholt. Á sumar- dögum sást oft til Bjarna þar sem hann hjólaði til og frá garðinum. Hann kom fyrstur með kartöfl- urnar og gulræturnar á haustin enda forræktaðar í eldhúsglugg- anum. Hann var flinkur kokkur og meðvitaður um hollustufæðu. Bjarni notaði ýmis orð og orða- tiltæki við hin ýmsu tækifæri. Hann hefði t.d. endað þessa grein á að segja: „Så er den skid slået.“ Tækifærisvísu kenndi hann okk- ur sem hljóðar svo: Jochum sad på lokum med det ene ben i hullet og det andet på gulvet og opgav ånden med et stykke vinerbröd i hånden. Með þessum völdu orðum úr sarpi skemmtilegasta frænda sem við höfum átt og sýnikennslu hans í hvernig ráðlegast er að lifa lífinu, kveðjum við Bjarna með þakklæti og söknuði efst huga. Guð geymi þennan gimstein í óra- víddum alheimsins. Systkinin frá Vestur-Sámsstöðum, Þórdís Alda, Hrafnhildur Inga, Árni Þorsteinn, Sara Hjördís, Valborg og Unnur. Látinn er í hárri elli Bjarni Er- ik Einarsson. Bjarni ólst upp í Danmörku, átti íslenskan föður og danska móður, en kom sem ungur maður til Íslands og ílent- ist hér.Hann bjó um árabil í Vest- mannaeyjum og vann hjá systur sinni og mági í Brynjúlfsbúð, en flutti seinna í Kópavoginn með konu sinni Leu og vann þá hjá Sláturfélaginu. Á efri árum flutti Bjarni í litla íbúð í Fannborg í Kópavoginum. Hann var mikill lestrarhestur og var tíður gestur á Bókasafni Kópavogs. Sjálfstæði einkenndi Bjarna. Hann vildi stjórna sínu lífi þar til skynsemin sagði honum að nú væri nóg komið.Eftir að hafa dottið með innkaupapokann sinn í hálkunni, þá 96 ára, og honum fannst orðið erfitt að handfjatla þvottinn sinn, sem hann hafði alla tíð gert sjálfur, fór hann að end- urskoða stöðu sína. Vildi ekki að aðrir hefðu áhyggjur af sér og var til í að huga að öðrum búsetu- lausnum. Hann valdi sjálfur Klausturhóla á Kirkjubæjar- klaustri til að dvelja á síðustu ár- in, sagðist oft hafa verið þar um slóðir á yngri árum og þekkti eitt- hvað af fólki í nágrenninu. Af röggsemi skipulagði hann flutn- inginn sjálfur og var það ógleym- anleg upplifun að fylgja honum austur nokkrum dögum fyrir jól árið 2007. Á 100 ára afmæli Bjarna 5. apríl 2011 var honum haldin veg- leg veisla að Hótel Geirlandi í umsjá Erlu Ívarsdóttur. En Erla og Bjarni höfðu verið starfsfélag- ar hjá Sláturfélaginu um árabil. Ávallt var glatt á hjalla í kringum Bjarna og minnist hún hans og biður fyrir kveðjur að leiðarlok- um Einnig var honum haldið myndarlegt kaffisamsæti á Klausturhólum. Bjarna barst mikið af gjöfum, kortum og skeytum á aldarafmælinu frá samferðafólki í gegnum tíðina. Eftir að allar hamingjuóskir höfðu verið lesnar upp fyrir hann varð honum að orði að fyrir þess- ar fallegu kveðjur myndi hann aldrei geta þakkað sjálfur. Við frændfólkið sendum kærar þakk- ir til alls þess góða fólks sem mundi eftir honum og gladdi á þessum tímamótum. Vertu kært kvaddur, frændi sæll. Þórunn Sigurðardóttir Bjarni Erik Einarsson Við félagarnir kynntumst Bigga eins og hann var alltaf kall- aður, þegar hann gekk í Nes- klúbbinn á Seltjarnarnesi 1987, en svona hljóðaði umsókn hans í klúbbinn: Áhuga ég hef á því og harla gaman þætti Nesklúbbinn að ganga í gjarnan ef ég mætti. Nákvæmur og natinn er nærgætinn og glaður. Í stuttu máli stæltur ver stór og verkahraður. Skipulagið sjálfstætt er í stórum heila mínum það sem stundum fram þar fer er framar vonum þínum. Ykkur eflaust frjálsleg finnst frægð með eldguðsmessu ég hef ýmsum ævi kynnst þið ættuð að huga að þessu. Á Akureyri áður var og árgjöld engin skulda þar þetta er mín þráða von Þorbergur heiti ég Ólafsson. Furðuleg nú ykkur finnst framagosa gletta ykkur bið yst sem innst að fyrirgefa þetta. Biggi var góður drengur og ljúfmenni, sem alltaf var gaman að hitta, ávallt kom hann manni í gott skap með sínum létta húmor og var hann fyrirtaks þunglyndi- seyðir. Hann var ágætis kylfing- ur og varð meðal annars bikar- meistari Nesklúbbsins með Þorbergur Ólafsson ✝ ÞorbergurÓlafsson fædd- ist á Akureyri 25. janúar 1951. Hann lést á heimili sínu í Garðastræti í Reykjavík 17. nóv- ember 2012. Þorbergur var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 29. nóvember 2012. forgjöf árið 1994. Margar voru golf- ferðirnar farnar innanlands og er- lendis. Í veislum var alltaf gaman að sitja við borðið hjá Bigga, því þar var mikið líf og fjör. Vottum fjöl- skyldu og nákomn- um innilega samúð, Sævar, Jóhann, Gunnlaugur, Árni og Einar. Hornið hér á Vesturgötu og Garðastræti er um margt stór- merkilegt og til fyrirmyndar. Helst líkist þetta litlu þorpi úti á landi. Hér er samansafn af mjög góð- viljuðu fólki sem býr í samfélagi, sem lætur sér annt hvað um ann- að. Einstæðingar, sérvitringar, fjölskyldufólk, erlendir borgarar og alls konar. Allir gefa sér tíma til að spjalla, og taka púlsinn á lífinu. Nákvæmlega á þessu horni kynntist ég Þorbergi Ólafsssyni sem ég komst upp með að kalla Begga. Beggi brosandi, að koma úr golfi sem var hans aðaláhugamál. Beggi og Jói vinur hans að horfa á boltann á laugardögum og meika það á Lengjunni. Beggi að gefa út blað fyrir eldri borgara, alsæll þegar blaðið kom út. Beggi að koma við á horninu hjá mæðgunum í Hjálpræðisbúð- inni, þar sem allir á þessu horni stoppa til að tala við þær mæðg- ur, Kristrúnu og Ágústu. Elsku Beggi að segja frá sín- um afkomendum, rígmontinn yfir þeirri uppskeru. Einstaklega prúður, broshýr, þægilegur og indæll. Kveð Begga með söknuði. Erna Margrét Ottósdóttir Laugdal. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts LAUFEYJAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Sigurður Guðmundsson, Hafdís Engilbertsdóttir, Baldvin Steindórsson, Kristján Eggert Engilbertsson, Sif Jónsdóttir, Jón Arnar Sigurjónsson, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Kristinn S. Helgason, Andri Már Ingólfsson, Valgerður Franklínsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, vinsemd og virðingu við andlát og útför okkar hjartkæru JÓNBJARGAR SESSELJU EYJÓLFSDÓTTUR. Sérstakar alúðarþakkir fær starfsfólk Eini- hlíðar og annað starfsfólk dvalarheimilisins Hlíðar fyrir einstaka umhyggju. Þuríður Sigurðardóttir, Víkingur Daníelsson, Anna Sigurðardóttir, Guðmundur Eiríksson, Sigríður Sigurðardóttir, Friðjón Ingi Jóhannsson, Páll Sigurðsson, Sigrún Bjarnadóttir, Sigþrúður Sigurðardóttir, Magni Þórarinn Ragnarsson, Hannes Sigurðsson, Hildur Stefánsdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Davíð Jens Hallgrímsson, börn og fjölskyldur. Kæri bróðir. Nú er komið að leiðarlokum. Ég kveð þig með þessum orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Egill Sigurjón Benediktsson ✝ Egill SigurjónBenediktsson fæddist á Kópa- reykjum í Borg- arfirði 14. júlí 1953. Hann lést 16. nóv- ember 2012. Útför Egils var gerð frá Sauð- árkrókskirkju 1. desember 2012. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í frið- arskaut. (Vald. Briem) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku bróðir. Guð geymi þig. Þín systir, Guðrún Benediktsdóttir. Nú kveðjum við bróður okkar Egil Sigurjón. Elsku bróðir, það er mjög sárt að þú sért farinn frá okkur langt fyrir þinn tíma. Eins er sárt að geta ekki kvatt þig, knúsað og kysst og sagt þér í síð- asta sinn hvað okkur þótti vænt um þig. Eftir sitjum við með fullt af spurningum en engin svör. Takk fyrir að koma við í sveit- inni til að athuga hvernig litla systir hefði það. Þú varst alltaf með þinn létta hlátur og ljúfa við- mót og vildir allt fyrir alla gera. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um en þú hélst alltaf áfram með höfuðið hátt. Okkar ósk er sú að þú sért kominn á fallegan og góðan stað og umvafinn guðs englum. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann en minn- ingar um góðan mann geymum við í hjörtum okkar og við erum guði þakklátar fyrir að hafa átt þig að sem bróður. Við biðjum guð að styrkja Guðrúnu og börn á þessum erfiðu tímum og gefa þeim ljós í myrkr- inu til leiðsagnar. Þér góðir englar lýsi leið, er liðið hefur dapra neyð, og flytji þig í hásal hans, sem huggun best er sálu manns. Þó mæða væri um margt þitt líf, þér mildan dóminn færi, og hlíf sé ljósið skæra lausnarans, sem lýsir best upp hugskot manns. Friðarkærleiks góður Guð, sem gefur allan lífsfögnuð, verndi þig og veiti frið. Vel ég þess af hjarta bið. (Gísli á Uppsölum) Þegar lífið slokknar, þá sorgin inn skýst. Oft þá andlitið blotnar, því sorginni engin orð fá lýst. Sorgin eftir skilur í hjartanu holu, sem ekki er hægt að fylla upp í með vindgolu. Maður getur ekki verið hennar þegn en þó vill hún fylgja manni lífið út í gegn. Loks kemur gleðin, þá birtir til, svo jafnvel við dánarbeðinn, er hægt að kunna á því skil. Gleðin sorginni burt víkur, þannig að henni um tíma lýkur. Bros og hlátur hlutar af gleðinni eru og hún er stór þáttur í okkar tilveru. (Aurora Borealis) Hvíl í friði elsku bróðir. Þínar systur, Sigrún og Helga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.