Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 13
13.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 skrifað erfðabreyttum lífverum í hag. Á því eru þó undantekningar eins og sést á niðurstöðum rann- sókna franska prófessorsins Gilles- Eric Séralini frá því í haust. Þær niðurstöður fóru eins og eldur í sinu um veröldina alla. Rann- sóknir hans á rottum sýndu að dýrin sem borðuðu erfðabreyttan mat þróuðu með sér krabbamein en ekki þær sem voru fóðraðar á mat sem var ekki erfðabreyttur. Sú rannsókn hefur í framhald- inu víðast hvar verið gagnrýnd harðlega og hefur Matvælaörygg- isstofnun Evrópu (EFSA) ásamt fjölda annarra stofnana dæmt nið- urstöður Séralini ómarktækar. Meðal annars skrifa um það pró- fessor Bruce Chassy og Henry I. Miller í grein í Forbes að Séralini hefði tryggt útbreiðslu lélegrar rannsóknar sinnar með því að láta blaðamenn undirrita loforð um að ræða ekki niðurstöðurnar við aðra vísindamenn áður en þeir birtu hana. Þeir skrifa í grein sinni: „Hvernig í ósköpunum kemst Sér- alini að niðurstöðum sem eru and- stæðar áratuga rannsóknum í þessum geira?“ Þeir rekja hvernig Séralini hafi til þessa aðeins verið sekur um að framkvæma rann- sóknir sínar ófaglega og stórlega mistúlka niðurstöðurnar. En nú hafi hann farið yfir strikið og beiti beinlínis blekkingum. Umræðan um þessa rannsókn barst til Íslands og skrifaði Sandra B. Jónsdóttir meðal ann- ars grein í Fréttablaðið sem vísar til þessarar rannsóknar í baráttu sinni gegn erfðabreyttum lífverum. Þann 21. desember síðastliðinn svarar Jón Hallsteinn Hallsson, dósent við auðlindadeild Landbún- aðarháskóla Íslands, grein Söndru þar sem hann skrifar: „Gallinn er hins vegar sá að franska rann- sóknin komst ekki að neinu, um það eru flestir sammála, m.a. eft- irlitsaðilar fjölmargra landa. Það er nefnilega þannig að óháð því hvað fólki finnst um tölfræði skiptir hún máli í vísindum og í því tilfelli sem hér um ræðir var tilraunauppsetning og tölfræðileg úrvinnsla með þeim hætti að nið- urstöðurnar styðja hvorki álykt- anir Séralini né hræðsluáróður Söndru.“ En í samræðu við Gunnar Ágúst Gunnarsson framkvæmda- stjóra Vottunarstofunnar Túns, sem vottar lífræna framleiðslu, kemur fram sú skoðun að vís- indamenn eins og Jón Hallsteinn dósent séu stundum hagsmuna- tengdir. Gunnar segir: „Vandinn er sá að drjúgur hluti vísinda- manna sem menntaðir eru á sviði líftækni og stunda þessi vísindi starfa fyrir líftæknifyrirtæki, með stuðningi þeirra (beinum og óbein- um) eða í samstarfi við þau; telja því sjálfsagt að hámarka frelsi til þróunar, framleiðslu og sölu á erfðabreyttum lífverum og afurð- um þeirra, og ganga margir svo langt að aftaka hvers konar áhættu og ágalla erfðatækninnar. Það er því ekki alltaf hlaupið að því að finna gögn sjálfstæðra vís- indamanna um þessi mál. Sjálf- stæðir vísindamenn eiga – á þessu sviði líkt og gerðist um ýmsar aðrar tækninýjungar s.s. þróun svokallaðra „varnarefna“ eða eit- urefnanotkun í landbúnaði – ein- faldlega á brattann að sækja sakir hins gríðarlega hagsmunaþunga sem á móti blæs.“ Þegar úthlutanir Rannís eru skoðaðar sést að dósent Jón Hall- steinn er verkefnisstjóri í verkefni sem var úthlutað á þriggja ára tímabili um 25 milljónum. Eitt af markmiðum verkefnisins er: „Ryðja úr vegi ýmsum hindrunum til þess að rækta megi erfðabreytt bygg hér á landi og styrkja þann- ig áform fyrirtækisins ORF- Líftækni um að framleiða verð- mæt lífvirk prótein með byggi.“ Þótt úthlutun slíkra styrkja geri menn ekki vanhæfa í umræðunni þá er ástæða til að hafa hags- munina í huga. Gunnar Ágúst bendir líka á það í grein sinni í Morgunblaðinu þann 9. mars árið 2011 að fjöldi rannsókna liggi fyrir sem bendi til ofnæmis- og eituráhrifa á tilrauna- dýr og búfé og vísar í vísinda- menn einsog Malatesta, Prescott, Pusztai og Séralini. Gunnar Ágúst segir einnig í samtali við Morgunblaðið í vik- unni: „Fjöldi ritrýndra rannsókna liggur fyrir sem benda til þess að erfðabreytingar séu ónákvæmar og mjög áhættusamar; jafnframt hafa margar rannsóknir sýnt fram á mjög neikvæð heilsufarsáhrif erfðabreyttra afurða á tilraunadýr og búfé, og er rannsókn Séralini o.fl. nýjasta dæmið um það. Það er skiljanlegt að þeir sem hafa hagsmuna að gæta í erfðatækni tali máli hennar. En starfsemi þeirra varðar ekki bara þá heldur allan almenning; innleiðing erfða- breyttra matvæla og fóðurs er áhættusamt inngrip í sjálft fjöregg mannkynsins, fæðukeðju okkar, sem kann að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fæðuöryggi og lýðheilsu.“ Engir hagsmunir Aðspurður segist Eiríkur Stein- grímsson prófessor við læknadeild Háskóla Íslands enga hagsmuni hafa af þessari umræðu. „Nei, því miður, ég vildi óska að ég fengi borgað fyrir að tjá mig um þetta en svo er ekki. Mér einfaldlega of- býður bullið,“ segir hann. „Svo var sett í lög að skylda prófessora við Háskóla Íslands til að fræða almenning, þannig að okkur ber hreinlega skylda til þess að svara rangfærslum þegar við vitum betur. Fólk sem mót- mælir erfðabreyttum lífverum og berst gegn matvælum sem inni- halda þær er með engan vísinda- legan bakgrunn í baráttu sinni. Ég hef lesið texta Malatesta, Prescott, Pusztai, Séralini og þeirra sem hafa skrifað gegn erfðabreyttum matvælum. Þetta hefur allt verið hrakið af vísinda- samfélaginu. Fólk sem berst gegn matvælum með erfðabreyttum líf- verum hefur einfaldlega rangt fyr- ir sér.“ Hann heldur áfram: „Ef þetta fólk væri bara að bulla útí bæ þá væri það í lagi, en þetta fólk reynir að hafa áhrif og er að tak- ast það. Það voru samþykkt lög í fyrra um að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli. Það er erfitt að framfylgja þessum lögum og þau eru rugl.“ Hann segir að helmingur ráð- gjafarnefndar um erfðabreyttar líf- verur sé nú skipaður fólki sem eru yfirlýstir andstæðingar erfða- breyttra lífvera og það hafi gert nefndina nánast marklausa. „Vís- indabakgrunnur þessa fólks er enginn. Þau endurtaka aftur og aftur sömu rangtúlkanirnar. Það er orðið erfitt að eiga við þetta því þetta er út um allt.“ Hann nefnir sem dæmi að þegar Séralini-greinin hafikomið út í haust, þá hafi hún borist út um allan heim áður en vísindamenn hafi fengið að fara í gegnum rann- sóknir hans og getað sýnt fram á að hún væri röng. „Það eru marg- ar stofnanir búnar að fara í gegn- um hana og allir komast að sömu niðurstöðu, að greinin stenst enga vísindalega skoðun. Þetta er orð- inn hálfgerður iðnaður í kringum þennan hræðsluáróður.“ Hann segir marga höfunda lifa góðu lífi við að gefa út bækur um hvað erfðabreyttar lífverur séu skaðlegar án þess að hafa nokkurn grunn til þess. Einsog metsöluhöf- undurinn Jeffrey Smith, sem sé menntaður dansari og hafi verið þekktari fyrir jóga áður en hann ákvað að gefa út bækurnar Seeds of deception og Genetic roulette. „Hann mokar inn peningum á þessu en það stenst ekki neitt í bókum hans,“ segir Eiríkur. „Þetta er sambærilegur mekan- ismi og var búinn til í kringum loftslagsmálin þar sem þrátt fyrir að öll vísindaleg gögn bendi til þess að margt sé að óttast þá er til hálfgerður iðnaður í kringum þær staðlausu fullyrðingar að ekk- ert sé að óttast. En í tilviki erfða- breyttu lífveranna er þessu öfugt farið, því nú gengur þetta út á að hræða fólk. Enginn af þeim sem tala hæst hefur nokkra þekkingu á málinu.“ Aðspurður hvort hann eigi við að það sé engin hætta af erfða- breyttum lífverum segir hann: „Nei, það er engin hætta. Erfða- breytt lífvera er ekki hættuleg í sjálfu sér. En lífverur geta verið það, til dæmis vírusar drepið fólk. Víst geta matvæli verið hættuleg. Hnetur geta dregið fólk til dauða ef það er með ofnæmi, en það þýðir ekki að við bönnum hnetur. Hver lífvera er ólík öðrum. Þær lífverur sem leyfðar eru til rækt- unar í umhverfinu hafa farið í gegnum mat allskyns nefnda og stofnana, eftir því hvaða land er um að ræða. Í Evrópu tekur þetta ferli mörg ár.“ Hann segir ástæðuna athyglis- verða: „Andstæðingar erfðabreyt- inga hafa hamast í stjórnmála- mönnum sem hafa sett ströng lög og reglur. Og nú eru þessar regl- ur og lög notuð af andstæðing- unum sem rök fyrir því hvað erfðabreytingar séu hættulegar. En í langflestum tilfellum erum við að ræða um plöntur sem ætl- aðar eru til ræktunar í landbún- aði. Þekktar tegundir eins og ma- ís, soja og repja. Matsferlið er notað til að tryggja að ekki sé verið að dreifa plöntum með óæskilega eiginleika fyrir um- hverfið eða heilsu neytenda. Allar þær tegundir sem hafa verið leyfðar eru hættulausar. Það er ekkert dæmi til um að hættulegri lífveru hafi verið hleypt út í nátt- úruna. Svo koma einstaka sinnum óvandaðar rannsóknir óvandaðra vísindamanna um að þetta sé hættulegt. EFSA skoðar þessar rannsóknir og kemst undantekn- ingarlaust að því að þær eru ómarktækar.“ EFSA hefur núna í tvígang gagnrýnt harkalega vísindi og vinnubrögð prófessors Séralini, að sögn Eiríks, en samt haldi fjöl- miðlar áfram að dreifa niður- stöðum rannsókna hans. „Athyglisverður punktur í þessu er að þó að EFSA sé margsinnis búið að gefa þessu grænt ljós þá segja gagnrýnendurnir að EFSA hafi rangt fyrir sér og við verðum að leyfa náttúrunni að njóta vaf- ans. Ef menn ætla að nota þau rök og hafna EFSA og niður- stöðum þeirrar stofnunar, af hverju þá ekki öðrum niðurstöðum EFSA? Ef EFSA bannar lit í M&M ættum við líka að hafna þeim niðurstöðum enda byggjast þær á samskonar aðferðum og notaðar eru við að meta hættuna af erfðabreytingum.“ Og Eiríkur klykkir út með: „Við búumst við því að þessar stofnanir tryggi ákveðið fæðuöryggi. Þetta er Matvæla- og öryggisstofnun Evrópu og þarna eru vísindamenn sem hægt er að treysta.“ * „Fólk sem mótmælir erfða-breyttum lífverum og berstgegn matvælum sem innihalda þær hefur engan vísindalegan bakgrunn í baráttu sinni,“ segir prófessor Eiríkur Steingrímsson. Gunnar ÁgústGunnarsson Eiríkur Steingrímsson Björn Örvar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.