Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Side 15
þessum tíma tapar maður sambandi við vini og fjöl- skyldu.“ Þú hefur unnið með stórstjörnum, Helen Mirren, Julie Christie og Forest Whitaker og svo vannstu nýlega með Anthony Hopkins og Russell Crowe í Noah. Hvernig eru stjörnurnar í umgengni? „Helen Mirren er stjarna og sýnir það. Forest Whita- ker er lítillátur og yndislegur og það sama má segja um Juliu Stiles og Julie Christie. Russell Crowe og Jennifer Connelly voru einnig mjög indæl á allan hátt. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Anthony Hopkins hversu sterka útgeislun hann hafði. Reyndar verð ég að viður- kenna að það lá við að ég fengi í hnén þegar ég hitti hann.“ Hvernig er Anthony Hopkins? „Anthony Hopkins er unaður, eins og draumur manns. Hann borðaði með okkur starfsmönnum í matarhléum, en Russell Crowe borðaði úti í bíl og Jennifer Con- nelly borðaði sömuleiðis ein og sér. Russell Crowe getur verið mjög skemmtilegur og fjörugur en þungt hugsi fyrir upptökur. Það er kannski skiljanlegt því þegar menn eru að lifa sig djúpt inn í hlutverk þá eru þeir ekki að gantast einhverjum mínútum áður en upptaka hefst.“ Það hlýtur að vera ævintýri að vinna við mynd eins og Noah. „Það er heljarmikið ævintýri og vitanlega skemmtilegt, en það er mun heimilislegra að vinna að íslenskum kvik- myndum með sextíu manns heldur en rúmlega tvö hundr- uð manns eins og unnu að Noah. Eftir tökurnar á Noah fór ég til New York þar sem unnið var að innitökum. Upptökusalurinn var á við Eldborgina í Hörpunni að stærð enda þurfti að koma þriggja hæða örk fyrir í stúd- íóinu. Að auku var örkin full af gervidýrum. Ég hef aldrei séð annað eins á mínum fjörutíu ára ferli.“ Ekki auðvelt að vinna með Hrafni Hver er skemmtilegasta mynd sem þú hefur unnið við? „Ungfrúin góða og húsið en það var líka mjög gaman að vinna að Djúpinu. Andrúmsloftið í Ungfrúnni var sér- lega skemmtilegt, einfaldlega vegna þess að leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir er snillingur í að viðhalda húmor og léttleika á vinnustað. Myndin var tekin úti í Flatey á Breiðafirði og einnig í Svíþjóð í stóru stúdíói þar sem all- ur aðbúnaður var til fyrirmyndar. Hefurðu unnið við kvikmynd eða verkefni sem var mjög erfitt og ekki skemmtilegt? „Já, vinnan við Í skugga hrafnsins var mjög erfið. Það liggur við að ég hugsi til þeirra vikna með hryllingi. Í Noah og Í skugga hrafnsins var svipaður fjöldi leikara, en í Noah voru sjö sminkur og hárgreiðslufólk en við vor- um einungis tvær með hár og smink í Hrafninum og vor- um að allan sólarhringinn. Svo var heldur ekki auðvelt að vinna með Hrafni Gunnlaugssyni, það verður ekki tekið af honum að hann er erfiður. Hann getur verið skemmti- legur maður að vinna með en líka sá erfiðasti, ef svo ligg- ur á honum, mjög erfiður.“ Þú sást um gervin í Spaugstofunni í mörg ár og fékkst reyndar Edduverðlaun fyrir gervin árið 2008. „Það var mjög gaman að vinna með Spaugstofunni. Við vinnslu á þeim þáttum var mikið lagt í förðun, búninga og leikmynd. Ég held að það sjáist alveg greinilegur munur núna hversu mikið var lagt í útlit og vinnu miðað við það sem nú er gert fyrir þá félaga á nýja vinnustaðnum þeirra. Í þessu sambandi er skrýtið að Spaugstofan var ekki tilnefnd til Edduverðlauna fyrr en eftir að hún var hætt á RÚV.“ Fyrst minnst er á Edduna, þá hefur þú fengið fern Edduverðlaun. Ertu ekki stolt af því? „Ég er komin með aðventukrans! Verðlaun sýna að ein- hverjir taka eftir því sem maður er að gera, og það er vitanlega skemmtilegt. En auðvitað eru margir að gera góða hluti sem aldrei er talað um og það er miður.“ Ragna með stórstjörnunni Julie Christie. * „Mér er minnis-stætt þegar éghitti Anthony Hopkins hversu sterka útgeisl- un hann hafði. Reyndar verð ég að viðurkenna að það lá við að ég fengi í hnén þegar ég hitti hann.“ 13.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | Langholtsvegi 113 | Turninn Höfðatorgi 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is LÁTTU OKKUR SJÁ UMHEIMILISÞVOTTINN! LÍTIL VÉL 7 KG. 1.790 KR. STÓR VÉL 15 KG. 3.290 KR. Efnalaug - Þvottahús SVANHVÍT EFNALAUG - NÚ Á FIMM STÖÐUM Hverafold 1-3, 112 Reykjavík Langholtsvegi 113, 104 Reykjavík Grettisgötu 3, 101 Reykjavík Smáralind, 201 Kópavogur Turninn Höfðatorgi, 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.