Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Qupperneq 20
Þau Helena og Knútur rækta fjórar tegundir af tóm- ötum, venjulega tómata, plómutómata, konfekttómata og svo hafa þau nýlega hafið ræktun á litlum Piccolo- tómötum sem eru sérlega bragðmiklir. „Við erum líka stolt af því að við hér á Íslandi vökvum tómatana með svakalega góðu vatni og notum engin eiturefni í ræktun- inni heldur notum við náttúrulegar lífrænar varnir við meindýrum. Grænmeti er yfir 90% vatn og ef þú ert með gott vatn þá ertu með góða vöru,“ segir Helena. Þegar Helena er innt eftir því hvort hún fái aldrei leiða á tómötum segir hún þvert nei. „Við borðum tómata á hverjum degi og ég fæ einhvern veginn aldrei leiða á þeim. Ég borða helst tómatasalat með öllum mat og set tómat í matinn og jafnvel á pitsu.“ Gestir gæða sér á tómatasúpu í gróðurhúsi Þó að búskapurinn hafi vaxið mikið og vinnan og verkin aukist er tómataræktunin ekki eina búgrein hjónanna en Helena Hermundardóttir ræktar fjórar tegundir af tómötum og borðar helst tómata í öll mál og segist aldrei fá leiða á þeim. BJÓÐA FERÐAMÖNNUM UPP Á HESTASÝNINGU OG TÓMATASÚPU Gott vatn gefur góða vöru É g hugsaði með mér að ég væri sennilega að lesa fleiri garðyrkjubækur en námsbækur þegar ég var í enskunámi í háskólanum og skráði mig því í Garðyrkjuskóla ríkisins í Ölfusi árið 1992,“ seg- ir Helena Hermundardóttir þegar hún er spurð út í hvaðan áhuginn á garðyrkjubúskap sé kominn. Eigin- maður hennar, Knútur Rafn Ármann, hélt á þeim tíma í nám við Bændaskólann að Hólum og saman keyptu þau svo Friðheima að náminu loknu, þaðan sem þau gera enn í dag út búskap sinn. „Þegar við komum hingað var ekki búinn að vera búskapur hér í nokkur ár, þannig að staðurinn var í niðurníðslu. Hér voru tvö gróðurhús, 800 fm samtals, og þeim fylgdu fjórir lampar og ein skófla þannig að við byrjuðum eiginlega með tvær hendur tóm- ar. Núna erum við í 5.000 fm garðyrkjustöð og ég hef ekki tölu á lömpunum,“ segir Helena og hlær. Þau Hel- ena og Knútur byrjuðu að rækta tómata, gúrkur og paprikur á hefðbundinn hátt þar sem hugað var að upp- skeru frá vori fram á haust og sáð um áramót. Fyrir tíu árum breyttist búskapurinn til muna þegar þau fóru að setja upp ljós og gátu ræktað allt árið um kring og hófu þau þá að sérhæfa sig í tómötum. „Mér fannst ég vera betri í að rækta tómata en eitthvað annað og ég hugsaði að það væri betra að vera góður í einhverju einu en mörgum hlutum.“ þau ákváðu að nýta menntun Knúts og gera hestaáhuga- málið að atvinnumennsku. „Við settum upp sögu- og gangtegundasýningu árið 2008 sem heitir Stefnumót við íslenska hestinn fyrir erlenda ferðamenn. Þeir koma til okkar frá öllum mögulegum löndum til að fá innsýn í hestakynið. Eftir að við byrjuðum með þessar hestasýn- ingar fór fólk að spyrja hvort það mætti skoða gróður- húsin en það var aldrei meiningin og það er eitthvað sem hefur líka undið upp á sig. Þannig að 2011 byggð- um við við gróðurhúsin hjá okkur og þá gátum við end- urskipulagt reksturinn og stækkuðum í leiðinni þannig að gestastofan varð til. Nú getum við líka boðið fólki að setjast niður og fá sér tómatasúpu og nýbakað brauð. Við tókum skrefið alla leið fyrst við vorum að þessu á annað borð. Gestir okkar geta núna sest niður á milli plantnanna.“ Helena hlær þegar hún er spurð að því hvort það komi ekki fyrir að fólk næli sér í einn og einn tómat og segir það ekki gerast enda leggja þau mikið upp úr því að ferðamennirnir snerti ekki plönt- urnar. „Það má horfa, finna lyktina og taka myndir. Maður sér þegar fólk kemur inn og grípur andann á lofti hvað þetta er mikil upplifun. Við tókum á móti 25.000 gestum í fyrra og þessa aukagrein sáum við sko heldur betur ekki fyrir okkur þegar við vorum að byrja árið 1995.“ ÞEIR ERU RAUÐIR, SÆTIR, SAFARÍKIR OG BRAGÐGÓÐIR OG ERU AFRAKSTUR ÞROTLAUSRAR VINNU HJÓNANNA HELENU HERMUNDARDÓTTUR OG KNÚTS RAFNS ÁRMANN. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is * „Maður sér þegar fólk kemurinn og grípur andann á loftihvað þetta er mikil upplifun. “ *Heilsa og hreyfingHnefaleikar og leikur á píanó eiga margt sameiginlegt að mati Sveinbjarnar Hávarssonar »22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.