Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 28
S krifstofa Eyjafjarðarsveitar var á Syðra-Laugalandi efra. Þegar ákveðið var að starfsemin flyttist að Hrafnagili fyrir nokkrum misserum keyptu Kristín Kolbeinsdóttir og Grettir bóndi hennar húsið, búa á efri hæðinni en innréttuðu veitingastað á jarðhæð. Kristín hefur aðhyllst grænmetisfæði að mestu leyti síð- an 1996. Hún fór í Heilsumeistaraskólann fyrir nokkrum árum og langaði að snúa sér að matargerð. Sá draumur rættist; fjölskyldan keypti húsið vorið 2011 og grænmetis- og hráfæðisveitingastaðurinn Silva var opnaður síðasta vor. „Ég renndi alveg blint í sjóinn að opna svona stað úti í sveit en undirtektir voru vonum framar og ég horfi björt- um augum fram á veginn,“ sagði Kristín við Morgunblaðið. Kristín segist bjóða upp á sambærilegan mat að mörgu leyti og staðir af sama meiði fyrir sunnan en leggur jafnvel meiri áherslu á vegan-fæði. „Mjög margir nota egg eða mjólkurvörur en ég reyni að forðast allar dýraafurðir eins og ég mögulega get.“ Kristín gefur hér uppskrift að dýrindis baunarétti og fleira góð- gæti. Þeytinginn (sjeik, eða shake upp á ensku) segir hún afar hollan – sjá myndina hér til hægri. „Líkaminn á mjög auðvelt með að melta fæðuna í þessu formi og í einu litlu glasi fær fólk mikla næringu. Með aldrinum minnkar geta líkamans til að framleiða ensím og þess vegna er svo gott að borða hráan mat því þá fullnýtir fólk ensímin úr honum.“ Þegar útbúið er hrá- fæði er maturinn ekki eldaður við meira en 47-48 gráða hita. Kristín bendir á ýmislegt sem fólki kann að þykja framandi. „Það er t.d. mjög hollt og gott að borða fræ úr granateplum eða graskersfræ sem snakk, og ódýrara en venjulegt snakk úr búð.“ Kristín er með síðu á Facebook: Silva hráfæði. Þar setur hún inn upp- skriftir reglulega. Hún vekur athygli á að staðurinn er lokaður í janúar, frá 4. febrúar tekur hún á móti hópum ef pantað er og Silva verður svo opinn alla daga í sumar eins og í fyrra. Baunarétturinn bragðgóði sem Kristín gefur uppskrift að. GRÆNMETIS- OG HRÁFÆÐISVEITINGASTAÐUR Í EYJAFJARÐARSVEIT Ljúft á Laugalandi KRISTÍN KOLBEINSDÓTTIR RENNDI BLINT Í SJÓINN ÞEGAR HÚN OPNAÐI GRÆNMETIS- OG HRÁFÆÐISSTAÐ Í SVEITINNI SKAMMT FRÁ AKUREYRI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kristín Kolbeinsdóttir á veitingastaðnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson *Matur og drykkir Hráfæði er herramannsmatur. Því fengu matargestir Sólveigar Eiríksdóttur að kynnast »30BAUNARÉTTUR3-4 skammtar1 saxaður laukur1 msk. rifið engifer2 pressuð hvítlauksrif1 msk. karríduft½ msk. cuminduft1 tsk. sinnepsduft 1/8 tsk. cayenne 3 bollar soðnar kjúklingabaunir 3 saxaðir tómatar og 2 dl af tómatpassatasósu 3 sellerístönglar í þunnum sneiðum 3 paprikur í strimlum – fallegt að velja 1 af hverjum lit 1 saxað epli epli Salt eftir smekk hvers og eins 1 dós hrein jógúrt eða 1 dós kókosmjólk Aðferð: Laukur, engifer og hvítlaukur svissað í smávatni í potti í 8-10 mínútur. Cumin-, sinnepsdufti, karríi og cayennepipar bætt út í og hrært vel saman við. Baunir, paprika, sellerí, epli og tómatar sett út í. Saltað eftir smekk. Látið malla í 10 mínútur, bætið þá jógúrt- inni/kókosmjólkinni út í og látið malla áfram í 5 mínútur. Smakkið aftur til með salti og jafnvel pipar ef vill. Berið fram með góðu brauði og/eða fersku salati. Gott ráð: Setið laukinn, engiferið og hvítlaukinn í blandara ásamt smávatni og maukið saman. Þá sleppið þið við að saxa, rífa og pressa. SALAT (magn eftir fjölda og smekk) Lambhagasalat Fræ innan úr granatepli Saxað mangó Ristuð sólblómafræ Næringarger RISTUÐ SÓLBLÓMA- EÐA GRASKERSFRÆ 1 bolli fræ 2 msk. tamarisósa ¼ tsk. cayenne pipar ¼ tsk. himalajasalt Blandið öllu saman og látið það standa í 10 mínútur. Dreifið vel úr fræjunum á ofnplötu og ristið í ofni í ca. 5 mínútur við 180°C. KORNBRAUÐ 6 kökur 1 ½ bolli heilhveiti eða spelt 1 msk. sesamfræ 1 msk. kúmen 1 tsk. birkifræ ½ - 1 tsk. himalajasalt 4 msk. ólífuolía Heitt vatn eftir þörfum – (u.þ.b. 1 ½ dl) Blandið þurrefnunum saman og nuddið olíunni saman við. Bætið vatninu út í þar til deigið er passlega mjúkt til að móta úr því hringlaga kökur. Bakið í ofni við 180°C, í 5- 10 mínútur á hvorri hlið. Gott að setja grillið á síðustu mínúturnar. BRENNINETLUSEYÐI 1 msk. þurrkuð brenninetla 700 ml sjóðandi vatn Aðferð: Setjið brenninetluna í stóra krukku með þéttu loki. Hellið sjóðandi vatni yfir og lok- ið krukkunni strax. Látið standa a.m.k. 4 klst. eða yfir nótt/dag. Sigtið brenninetluna frá og setjið seyðið í hreina glerflösku/krukku. Geymist í ísskáp. Drekkið ½ glas á fast- andi maga strax á morgnana. Það er mjög gott að taka þriggja mánaða kúr af þessu seyði yfir vetrarmán- uðina. Fyrir þá sem eru með gróðurofnæmi er gott að byrja inntöku á seyð- inu í janúar og drekka það fram á vorið. ÞEYTINGUR 2 skammtar ½ rauð paprika 1 epli 1 sneið hunangsmelóna 1 cm engifer 3 kvistir steinselja 1 dl mangó eða ber ½ lárpera (avocado) eða 1 banani 2 dl vatn Allt sett í blandara og blandað vel. Það er gott að taka allt hráefnið til að kvöldi og geyma í ísskápnum yfir nóttina. Svo er því skellt í blandarann um morguninn. Þeytingar eins og þessi geymast vel í ísskáp og því auðvelt að taka þá með sér í nesti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.