Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2013 Matur og drykkir Morgunblaðið/Árni Sæberg Hráfæðis-lasanja BOTN: 9 dl hrat frá möndlumjólk eða fínt malaðar möndlur eða aðrar hnetur 4½ dl döðlumauk 1¼ dl kókosolía, fljótandi 1 dl kalt espressókaffi (hægt að nota vatn og kornkaffiduft, fæst í heilsubúðum) 2 msk. vanilla ½ tsk. sjávarsalt SÚKKULAÐIFYLLING 5 dl kókoskjöt (fæst frosið í Asíubúðum) ¼ dl kókosvatn ¼ dl kókosolía 1 dl gel úr írskum mosa 2¼ dl agave eða önnur sæta 2¼ dl kókosolía, fljótandi 1 dl kakóduft 1 msk. möluð chiafræ ½ tsk. vanilla 1⁄8 tsk. salt VANILLUFYLLING 5 dl kókoskjöt ¼ dl kókosvatn ¼ dl kókosolía, í fljótandi formi 1 dl gel úr írskum mosa 2¼ dl agave eða önnur sæta 2¼ dl kókosolía, fljótandi 1 msk. vanilla 1 msk. möluð chiafræ 1⁄8 tsk. salt kakóduft til að strá yfir BOTN: Setjið döðlumauk, kókosolíu, vanillu og salt í hrærivél og hrærið saman. Bætið möndluhrati út í og hrærið í nokkrar mínútur. Því leng- ur sem þetta er hrært því léttara verður deigið og auðveldara að vinna með það. Bætið kaffinu út í og haldið áfram að hræra í nokkrar mínútur. Skiptið deiginu í tvennt – setjið helminginn í form og látið formið strax inn í frysti – geymið hinn helminginn við stofuhita. SÚKKULAÐIFYLLING Byrjið á að setja kókoskjöt, kók- osvatn og kókosolíu í blandara og blandið þar til úr verður þykkt og mjúkt krem. Setjið afganginn af uppskriftinni í blandarann og blandið þar til kremið er silkimjúkt og án kekkja. Ef þið eigið ekki blandara er hægt að nota mat- vinnsluvél. Setjið fyllinguna í botn- inn. Setjið í kæli/frysti og látið stífna. Setjið hinn helminginn af botninum ofan á fyllinguna og látið í kæli/frysti til að stífna. VANILLUFYLLING Byrjið á að setja kókoskjöt, kók- osvatn og kókosolíu í blandara og blandið þar til þetta verður að þykku mjúku kremi. Setjið afgang- inn af uppskriftinni út í blandarann og blandið þar til alveg silkimjúkt og kekkjalaust. Ef þið eigið ekki blandara má nota matvinnsluvél. Vanillufyllingin er efsta lagið og er smurt jafnt yfir kökuna. Endið á að strá kakódufti yfir kökuna og setjið inn í frysti þar til hún er orðin alveg stíf. Tiramisú Solla segir að henni líði stundum eins og ítalskri ættmóður þegar kemur að matarboðum enda eru boðin oft mannmörg og margrétta. Kúrbítur er meðal þess sem notað er í grænmetislasanjað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.