Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2013, Síða 42
*Fjármál heimilannaReykjavíkurborg ætlar að fara af stað í átak sem gengur út á að fá borgarbúa til að flokka pappír Nú stendur yfir innleiðing breytinga á sorphirðu í Reykjavík. Breytingarnar felast í stuttu máli íþví að framvegis verður ætlast til þess að endurnýtanlegur pappír og pappi fari ekki í almenntsorp. Fólki er síðan í sjálfsvald sett hvort það fær sér tunnu undir pappírinn (bláa tunnu) eða komi honum í grenndargám. Breytingarnar eru kynntar undir vígorðinu „Pappír er ekki rusl“ og innleiddar hverfi fyrir hverfi – í janúar er röðin komin að Grafarvogi, Árbæ og Norðlingaholti. Bæklingur er borinn í hvert hús með upplýsingum um hvaða pappír ber að flokka frá. Sjónvarps- auglýsing fer í loftið í janúar, blaðaauglýsingar birtar og öflug heimasíða, pappirerekkirusl.is, skýrir mál- ið í smáatriðum. Matarumbúðir eru stór hluti af þeim pappír og pappa sem flokka þarf frá rusli, mjólkur- og safafernur, morgunkornskassar og aðrar slíkar umbúðir. Reykjavíkurborg hefur mikinn áhuga á að efna til samstarfs með matvöruverslunum. „Slíkt samstarf getur verið af ýmsu tagi, en sú hugmynd sem við erum helst að skoða núna er eftirfarandi: Okkur langar að merkja þær vörur sem eru í umbúðum sem framvegis eiga ekki að fara með almennu sorpi,“ segir í bréfi borgarinnar til verslana. Þar segir ennfremur: „Við sjáum fyrir okkur að hanna límmiða með skilaboðunum „Þetta er ekki rusl“. Okkur langar að senda fólk með þessa límmiða inn í verslanir í því hverfi þar sem innleiðingin stendur hverju sinni og merkja sem mest af þeim kössum, fernum, eggjabökkum og öðrum umbúðum sem við á. Með þessu móti náum við beinni snertingu við fólk með þessi mikilvægu skilaboð – áminningu sem fylgir þeim heim, og umbúðunum (vonandi) alla leið í bláu tunnuna eða grenndargáminn. Merkingarátakið sjálft getur jafnvel verið PR-móment út af fyrir sig, þar sem verkefnið er kynnt í við- komandi verslun – jákvæð athygli sem kemur sér vel fyrir bæði átakið og verslunina. Að sjálfsögðu myndum við vinna verkið í nánu samstarfi við verslunina þannig að sem minnst rask yrði á starfseminni.“ PAPPÍR ER EKKI RUSL L eikirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og Rás 2 verður með ítar- lega umfjöllun um mótið og lýsir öllum leikjum íslenska liðsins í beinni útsendingu. Nú situr hluti „stórustu þjóðar í heimi“ hnípinn fyrir framan svartan flatskjáinn sinn vegna þess að þeir vilja ekki, hafa ekki efni á eða tíma ekki að fjárfesta í útsendingu af HM af einkarekinni stöð. Þeim finnst sjálfsagt að slík þjóðar- íþrótt sé sýnd í almenningssjónvarpi. 40-60% áhorf Það er eftir miklu að slægjast að fá leiki til útsendingar frá handboltastórmótum þar sem Íslendingar taka þátt. Samkvæmt tölum frá Guðna Rafni Gunnarssyni, svið- stjóra yfir fjölmiðlarannsóknum hjá Capa- cent, er áhorfið á stórmót oft í kringum 40-60%. Það er þó misjafnt eftir því hvers eðlis mótið er og hversu langt íslenska liðið nær í keppninni hversu mikið áhorfið mælist. En engan skyldi undra að keppt skuli um útsendingarrétt stórmóta, enda áhorfs- tölurnar háar. Sunnudagsblað Morgunblaðsins kannaði hjá 365 hversu mikið kostar að sjá strák- ana okkar leika á HM í handbolta 2013. Kristín Reynisdóttir, forstöðmaður áskrifta- og þjónustusviðs 365, segir HM sýnt á Stöð 2 Sport og mánuðinn kosta 6.985 kr. ef viðkomandi er ekki með neina aðra áskrift. „Sé viðkomandi hins vegar með áskrift að Stöð 2, Sport 2 eða Fjölvarpinu fær hann 10-30% afslátt af HM-áskriftinni og kostar stöðin þá á verðbilinu 4.890 til 6.287 kr.“ Kristín segir að ekki þurfi að vera áskrifandi að Stöð 2 til að vera áskrif- andi að HM. „Hægt er að velja hvort tekinn sé stakur mánuður eða haldið áfram í áskrift. Þá má geta þess að út- sendingar frá leikjum í HM verða í HD- gæðum.“ Horfum saman á leikina Þar sem almenningssjónvarp er skylda og þjóðin greiðir nú þegar sín gjöld til RÚV gegnum útvarpsgjald og fjárlög þykir mörgum súrt að þurfa að greiða viðbótarkostnað fyrir að sjá sjálft hand- boltalandsliðið (sem þjóðin greiðir einnig til í gegnum skatta) spila á stórmóti. En burtséð frá kostnaði þá ætti eng- inn að þurfa að sleppa því alveg að njóta þess að horfa eða hlusta á útsend- ingar frá leikjum strákanna okkar. Þótt ekki allir geti nælt sér í áskrift er hægt að hópa sig saman og horfa, eins og margir gera á vinnustöðum. Flestir þekkja einhvern sem er með áskrift og þá er um að gera að horfa saman, það er líka miklu skemmtilegra. Hvetjum strákana áfram! HANDBOLTAVEISLA FRAMUNDAN Ekkert HM í handbolta á RÚV HEIMSMEISTARAKEPPNI KARLA Í HANDKNATTLEIK STENDUR YFIR Á SPÁNI Í JANÚARMÁNUÐI. ALLAR STERKUSTU HANDBOLTAÞJÓÐIR HEIMS ERU Á MEÐAL ÞÁTTTAKENDA OG ÞAR Á MEÐAL ERU STRÁKARNIR OKKAR. Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is Guðjón Valur Sigurðsson eitt- hvað ósáttur við Guð og menn. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.