Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  58. tölublað  101. árgangur  BINGÓ FYRIR KONUKOT LJÓSMYND- ARAR OG BLAÐAMENN TANGÓ OG TÖFRA- KOMMÓÐA VERÐLAUN 12 NORRÆN HÖNNUN 34KVENFÉLAGIÐ SIF 10 Ljósmynd/Valur Björn Línberg Löndun Félagarnir á Birtingi, Hjörvar Mor- itz og Örn Rósmann Kristjánsson.  Lítil veiði er hjá loðnuskipunum. Er komið lokahljóð í mannskapinn þótt enn sé vonast til að göngur komi að vestan. „Það er lítið að sjá. Allir eru að leita að einhverjum blettum til að berja á. Þetta eru engar torfur. Þess vegna telja menn þetta orðið lokalegt,“ sagði Róbert Axelsson, fyrsti stýrimaður á Ingunni AK-150. Skipið var þá út af Stafnesi á leið til löndunar á Akranesi. Róbert var ekki ánægður með ár- angurinn, 700-800 tonn. Ingunn kastaði fjórum sinnum í gær og sagði Róbert að árangurinn væri svipaður og hjá öðrum, heldur lítill. Loðnan er byrjuð að hrygna. Þannig var aðeins karl í tveimur köstum hjá Ingunni og loðnan því farin að skilja sig að. Það er enn ein staðfesting þess að vertíðinni sé að ljúka. Komið lokahljóð í loðnusjómenn Fáir dagar til stefnu » Vantrauststillaga Þórs Saari á ríkisstjórnina er á dagskrá þingsins í dag kl. 10.30. » Þrír starfsdagar eru eftir á Alþingi. Eldhúsdagsumræður fara fram á miðvikudaginn. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Fjöldi óafgreiddra stjórnarfrum- varpa á Alþingi er rúmlega 70 og eru mörg þeirra afar umfangsmikil og umdeild. Engin sátt hefur náðst um dagskrá þingsins í þessari viku, en viðræður standa yfir, að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingforseta. Skv. starfsáætlun verð- ur þingi frestað á föstudag. Ásta Ragnheiður segir vissulega hafa komið til tals að fjölga starfsdögum en eins og áður leggi hún ríka áherslu á að standa við starfsáætlun þingsins. Fulltrúar stjórnarflokk- anna hafa látið formönnum þing- flokka stjórnarandstöðunnar í hend- ur vísi að lista af málum sem stefnt er að því að klára. Þeir Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, og Ill- ugi Gunnarsson, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, segja listann ekki raunhæfan, mörg mál- anna þarfnist nánari skoðunar en tími sé fyrir. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill ekkert gefa upp um hvernig meirihlutinn ætli að forgangsraða afgreiðslu mála. Hún er þeirrar skoðunar að vel megi bæta nokkr- um starfsdögum við þingið. Fjöldi mála bíður en engin sátt  Yfir 70 stjórnarfrumvörp óafgreidd  Segja lista meirihlutans óraunhæfan  Vantraust á dagskrá þingsins í dag  Þingforseti leggur áherslu á starfsáætlun MFjöldi umfangsmikilla mála »6 Morgunblaðið/Ernir Alþingi Tvær rannsóknarskýrslur eru væntanlegar, ef fjármagn fæst. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tvær rannsóknarnefndir sem starfa á vegum Alþingis hafa að óbreyttu ekki fé til að ljúka skýrslum sínum. Málið hefur verið rætt í forsætisnefnd Al- þingis og forseti þingsins rætt það við fjármálaráðherra. Alþingi veitti 103 milljónir kr. á fjárlögum ársins til að ljúka starfi rannsóknarnefnda vegna Íbúðalána- sjóðs og falls sparisjóðanna. Það er mun lægri fjárhæð en skrifstofa Al- þingis taldi nauðsynlegt. „Þetta eru mjög knappar fjárveitingar og ekki nægar til að ljúka rannsókninni,“ seg- ir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Starf beggja nefndanna hef- ur staðið lengur en í upphafi var áætl- að. Nefndin um Íbúðalánasjóð telur sig geta skilað skýrslu á innan við tveimur mánuðum og sparisjóða- nefndin á innan við fjórum mánuðum. „Það eru ekki fjárveitingar til að halda áfram. Því verður að stöðva verkið þar til Alþingi samþykkir að auka við fjárveitingar eða ákveður annað,“ segir Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi í fjárlaganefnd. »2 Vantar fé til rannsókna  Fjárveitingar til tveggja rannsóknarnefnda á þrotum ÍR-ingar, sem eru nýliðar í úrvalsdeildinni í handknattleik, urðu í gær bikarmeistarar karla með því að sigra Stjörnuna í úrslitaleik í Laugar- dalshöllinni. Mikill uppgangur er í handbolt- anum í Breiðholtinu og þetta er aðeins í annað sinn sem ÍR vinnur bikarinn en félagið fagnar 106 ára afmæli sínu í dag. Ríkissjónvarpið gerði ljósmyndurum erfitt fyrir að ná myndum af fögnuði ÍR í leikslok og meinaði þeim að komast á góða staði til að athafna sig en þó náðist að mynda Breiðhyltingana með bikarinn á verð- launapallinum. » Íþróttir ÍR-ingar komu með bikarinn í Breiðholtið Morgunblaðið/Árni Sæberg Bikarstemning í Laugardalshöllinni í gær  Davíð Örn Bjarnason, Ís- lendingur búsett- ur í Svíþjóð, var handtekinn á flugvelli í Tyrk- landi föstudag- inn sl., gefið að sök að hafa reynt að smygla forn- mun úr landi. Marmarasteinn sem hann keypti á markaði fannst í farangri hans við gegnumlýsingu. Ræðismaður Íslands í Tyrklandi veitir honum aðstoð við að komast í samband við ákæruvaldið ytra. »6 Íslendingur sakaður um fornmunasmygl Davíð Örn Bjarnason Tvö ný framboð vegna komandi al- þingiskosninga voru kynnt um helgina. Þau bætast við 20 framboð sem þegar hafa fengið úthlutaðan listabókstaf eða lýst yfir framboði. Bjarni Harðarson og fleiri fyrr- verandi framámenn úr Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði undirbúa ásamt fleirum framboð í öllum kjördæmum. Bjarni er að safna undirskriftum undir umsókn um listabókstaf. Halldór Gunnars- son í Holti sem sagði sig úr Sjálf- stæðisflokknum eftir landsfund á dögunum kynnti einnig framboð nýs flokks í gær. Þegar hafa 18 flokkar og framboð fengið úthlut- aðan listabókstaf vegna kosning- anna og að auki hafa Kristin stjórn- málasamtök og Landsbyggðar- flokkur boðað framboð, auk framboðanna tveggja sem kynnt voru um helgina. Ekki er þar með sagt að 22 flokkar bjóði fram því framboð þarf ekki að bjóða sig fram þótt það hafi fengið listabókstaf. Það á til dæmis við um Samstöðu. Til samanburðar má geta þess að sjö framboð voru á kjörseðlinum við síðustu alþingiskosningar. »2 Yfir tuttugu framboð búa sig undir kosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.