Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.03.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mikið fjör var við Mývatn í fyrradag þar sem fram fór Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands. Keppt var í sleðahundadrætti og „skijor- ing“ (kúskur á skíðum með einn hund fyrir fram- an sig) og var þátttaka góð. Í sleðahundadrætti fara 2-4 hundar fyrir sleða og var farinn 5 km langur keppnishringur í þeirri keppni. Í skijor- ing var keppt í karla- og kvennaflokkum og fóru fullorðnir tveggja km langa keppnisleið en ung- lingar helmingi styttri. Undir lokin var keppt í spyrnu og tóku 20 þátt í henni. Mótið endaði með grillveislu og voru menn og hundar kátir. Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands fór fram við Mývatn í fyrradag Hundar og menn fjölmenntu og nutu dagsins Morgunblaðið/Birkir Fanndal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjárveitingar til starfs rannsóknar- nefnda Alþingis eru að ganga til þurrðar en nefndirnar telja sig þurfa nokkra mánuði til viðbótar til að ljúka störfum. Tvær rannsóknarnefndir starfa á vegum Alþingis. Önnur nefndin rannsakar Íbúðalánasjóð og hin að- draganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna. Báðar voru skip- aðar af forseta Alþingis á árinu 2011, eftir að Alþingi hafði samþykkt þingsályktunartillögur þar um. Starf nefndanna hefur dregist og báðar áttu að hafa lokið störfum fyrir nokkru, samkvæmt upphaflegri áætlun. Þannig var miðað við að nefndin um fall sparisjóðanna skilaði skýrslu eigi síðar en 1. desember sl. „Þetta eru mjög knappar fjárveiting- ar og ekki nægar til að ljúka rann- sókninni,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Skorið niður frá áætlun Í fjárlögum ársins er 103 milljón- um varið til að ljúka starfi nefnd- anna. Það er mun lægri fjárhæð en skrifstofa Alþingis taldi nauðsynlegt. Fjárheimildin er nú á þrotum og ljóst að áætlun Alþingis hefði ekki heldur dugað. Helgi segir að þetta séu umfangsmiklar rannsóknir og dýr vinna og erfitt að áætla kostnað. Hann segir að nefndirnar hafi gert forsætisnefnd Alþingis grein fyrir stöðu mála. Nefndin um Íbúðalána- sjóð þyrfti innan við tvo mánuði til að ljúka skýrslu um rannsókn sína og innan við fjóra mánuði tæki að ljúka rannsókn á sparisjóðunum. Starf nefndanna kostaði um 380 milljónir kr. á síðasta ári. Verður að stöðva verkið „Það eru ekki fjárveitingar til að halda áfram. Því verður að stöðva verkið þar til Alþingi samþykkir að auka við fjárveitingar eða ákveður annað,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd. Hann bætir við: „Það er óforsvaranlegt ef Al- þingi ætlar ekki að virða eigin fjár- lög, ekki síst á þessum tímum.“ Helgi segir að málið hafi verið rætt í forsætisnefnd og forseti Al- þingis hafi rætt við fjármálaráð- herra. Hann segir afleitt ef hætta verði rannsóknum eða gera á þeim hlé þar til úr greiðist með fjármálin. Búið sé að kosta miklu til og dýrara að taka málið upp að nýju. Segir Helgi mikilvægt að læra af þessu máli. Þeir sem taka að sér störf í rannsóknarnefndum verði í framtíðinni að átta sig betur á um- fangi rannsóknanna til að hægt sé að áætla kostnað. Rannsóknarfé á þrotum  Fjárveitingar tveggja rannsóknarnefnda Alþingis uppurnar  Gera þarf hlé á rannsóknum ef ekki tekst að fá aukið fjármagn  Íbúðalánasjóðsnefndin á eftir tvo mánuði og sparisjóðanefndin fjóra Helgi Bernódusson Kristján Þór Júlíusson „Þetta er að hluta til sá hópur sem Jóhanna Sig- urðardóttir kallaði villiketti. Við erum ekkert hrædd við þá nafngift. Það þarf kannski villiketti til að hugsa þessi mál upp á nýtt,“ segir Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi, sem verður vænt- anlega efsti maður á lista nýs framboðs Regnbog- ans í Suðurkjördæmi, þegar hann er spurður um tengsl væntanlegra frambjóðenda við VG. Bjarni er fyrrverandi alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn, bæjarfulltrúi VG í Árborg og aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG. Bjarni staðfestir að Atli Gíslason og Jón Bjarnason, fyrr- verandi þingmenn VG, séu með í undirbúningi hins nýja framboðs og hann reiknar með að Jón muni leiða listann í Norðvesturkjördæmi og að Atli verði einnig á lista. Baldvin H. Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi VG á Akureyri, er tengi- liður fyrir Norðausturkjördæmi. Þá nefnir hann til sögunnar Önnu Ólafsdóttur Björnsson, fyrrver- andi þingkonu Kvennalistans, og Harald Ólafsson veðurfræðing. Jón Bjarnason og Haraldur Ólafs- son vildu engu svara um það hvort þeir væru á leið í framboð, þegar leitað var eftir áformum þeirra. Jón sagði einungis að málið væri á könnunarstigi. „Við munum kynna þetta í vikunni, málið er að taka á sig mynd,“ segir Bjarni. Hann segir stefnt að framboði í öllum kjördæmum. Bjarni hefur ver- ið að safna undirskriftum undir umsókn um lista- bókstaf. Segir að það hafi gengið vel. Innanríkis- ráðuneytið úthlutar listabókstöfum. Vegna fjölda framboða er eitthvað farið að fækka lausum stöf- um en Bjarni telur að listabókstafurinn J sé laus og telur það álitlegan kost. ESB eitt af stóru málunum „Þetta er félagshyggjufólk,“ segir Bjarni um að- standendur framboðsins. Hann segir að framboðið verði valkostur fyrir ESB-andstæðinga, vinstra megin við Framsóknarflokkinn sem hann segir raunar ekki ýkja langt til vinstri og heldur að þok- ast í hina áttina. „ESB verður eitt af stóru mál- unum en okkur er líka mikið í mun að rétta hlut þeirra sem minnst hafa. Kreppan hefur bitnað á þeim og á landsbyggðinni. Við leggjum áherslu á jöfnuð fólks, kynja og byggða,“ segir hann. helgi@mbl.is „Villikettir“ fylkja liði fyrir framboð  Valkostur til vinstri fyrir ESB-andstæðinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Meðmælendur Bjarni Harðarson er að safna undirskriftum undir umsókn um listabókstaf. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð út um fjögurleytið í gær eftir að til- kynning barst um vélsleðaslys í Unadal í Skaga- firði. Maður hafði þar keyrt fram af snjó- hengju og fengið sleðann yfir sig en hann var að taka þátt í æfingaferð sleðaflokka tveggja björgunarsveita í Skaga- firði. Læknir var þegar sendur á staðinn ásamt björgunarsveitum af Norðurlandi og bjó hann um meiðsli hins slasaða á meðan beðið var eftir þyrlunni sem kom að slys- stað um hálfsexleytið. Var mað- urinn fluttur á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum var maðurinn handleggsbrotinn og ekki með aðra áverka. Ekki var víst að hann þyrfti að dveljast þar yfir nóttina. sgs@mbl.is Handleggsbrotnaði í vélsleðaslysi í Unadal í Skagafirði Þyrla Landhelgis- gæslunnar. Rannsóknarnefnd skal almennt skipuð þremur nefndar- mönnum. Skal formaður hennar vera lögfræðingur og uppfylla starfsgengisskilyrði héraðs- dómara að undanskildu skilyrði um hámarksaldur. Forseti Al- þingis skal tryggja rannsóknar- nefnd þann mannafla, sér- fræðiaðstoð og aðbúnað sem nauðsynlegur er við rannsókn- ina. Alþingi skal tryggja aðbúnað ÞRÍR Í RANNSÓKNARNEFND Landhelgisgæslan segir frá því á vef sínum að draugaskipið Lyubov Orlova geti enn verið á reki djúpt suður af Íslandi. Í byrjun síðustu viku hafi neyðarsendir skipsins far- ið að senda frá sér merki, skv. írsku strandgæslunni og virðist hann hafa farið í gang um 700 sjómílur austnorðaustur af Nýfundnalandi, 500 sjómílur suðaustur af Hvarfi á Grænlandi og um 900 sjómílur vest- ur af Írlandi. Merki hafi borist frá sendinum í tvo sólarhringa og tölu- vert rek verið á honum og ekki sé vitað hvort hann hafi verið um borð í skipinu eða í sjónum. Því sé ekki vitað hvort skipið sé ofansjávar og engin leit hafi verið gerð að því. Kanadíska strandgæslan á Ný- fundnalandi hafi ekki afskrifað skipið sem sokkið. Sokkið? Draugaskipið Lyubov Orlova. Merki frá neyðar- sendi draugaskips

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.