Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Gram heimilistækin eru vönduð í gegn Nilfisk þekkja allir Fyrsta flokks frá Fönix Miðvikudagskvöldið 13. mars heldur Lúðrasveitin Svanur árlega vortónleika sína í Kaldalónssal Hörpu og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Í ár verður breskum tónskáldum gert hátt undir höfði, en leik- in verða verk eftir nokkur af stórmennum breskrar tónlist- arsögu á borð við Purcell, Elg- ar og Andrew Lloyd Webber. Á efnisskránni kennir ýmissa grasa, en þar má meðal ann- ars finna konunglegan mars, draumkennda fegurð Nimrod- kaflans úr Enigma-tilbrigðum Elgars, dillandi þjóðlagasvítu og grúvaða tóna söngleiksins Jesus Christ Superstar. Stjórnandi sveitarinnar er Brjánn Ingason. Þeir sem vilja tryggja sér miða í tíma geta gert það á midi.is en annars fer líka miðasala fram í and- dyrinu. Endilega … Tónleikar Lúðrasveitin Svanur. … hlýðið á hljómþýða tónleika lúðrasveitarinnar Svans Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kvenfélagið Silfur heldurbingó miðvikudaginn 13.mars nk. á Hallveigar-stöðum, en með ágóð- anum ætlar félagið að styrkja Konukot, sem er næturathvarf fyrir útigangskonur en þar er mik- il þörf á nýjum rúmum þar sem þau sem eru nú þegar til staðar eru komin til ára sinna. „Við völd- um Konukot vegna þess að okkur fannst það ekki vera neitt í um- ræðunni,“ segir Þórdís V. Þór- hallsdóttir, annar formaður Kven- félagsins. „Við höfðum samband við verkefnisstjóra Rauða krossins sem sér um Konukot og hún sagði að það vantaði ný rúm. Þær væru búnar að vera í sömu rúmunum frá því 2004 sem voru þá gefin notuð. Við ætlum því að kaupa eins mörg rúm og við getum fyrir þann pening sem safnast.“ Að- spurð hvort henni þyki þörfin vera mikil segist hún vera viss um að svo sé. „Það er greinilegt eftir um- fjöllun sem Sölvi var með á Skján- um og annað sem fylgdi í kjölfarið að það er mikið af útigangsfólki og útigangskonum. Manni skilst að þarna sé komið úrræði þar sem konur geta verið í friði. Þær þurfa ekki að greiða fyrir gistingu með kynlífi eða eitthvað svoleiðis,“ segir hún. „Þarna eru verkefnisstjórar og sjálfboðaliðar sem taka á móti þeim og aðstoða ef konurnar vilja sækja lækni, fara upp á geðdeild, í afvötnun eða aft- ur út á götuna. Mér er sagt að þörfin sé mikil og ég trúi því. Maður verður ekki mikið var við útigangsfólk en má samt sem áður ekki loka augum fyrir því.“ Vinningar sem eru í boði í bingóinu eru veglegir og bjóst hún ekki við að fá svona góð viðbrögð. „Það segja allir já, það eru allir tilbúnir að leggja málefninu lið. Mörg fyrirtæki hafa meira að segja haft samband að fyrra bragði eftir að hafa frétt af bin- góinu og vilja gefa vinninga,“ seg- ir Þórdís sem hefur þurft að af- þakka vinninga. Félagið ætlar hins vegar að halda annan viðburð í haust og því fer ekkert til spillis. „Við verðum með annan góðgerð- arviðburð í haust og við ætlum bara að fá að eiga það inni þá. Ég finn fyrir að fólki er annt um úti- gangsfólk. Því er annt um fólk sem eru fíklar og áfengissjúkling- ar sem ráða ekki við sinn sjúk- dóm. Það er mikil samkennd og fólk er mjög ánægt með að þetta sé málefni sem er ekki alltaf í sviðsljósinu.“ Vonast eftir viðbrögðum Þórdís segist vilja vekja frek- ari athygli á málefninu sem Konu- kot er. „Við erum að vonast til þess að þetta vindi upp á sig og það séu einhverjir sem fara að að- stoða Konukot. Við erum t.d. mjög spenntar fyrir því ef einhverjir sjómenn væru tilbúnir til þess að Færir Konukoti betri svefnaðstöðu Kvenfélagið Silfur hefur staðið að fjáröflunum er tengjast konum og börnum. Nú heldur félagið bingó og mun ágóðinn renna til Konukots, sem er næturathvarf fyr- ir útigangskonur. Þórdís V. Þórhallsdóttir, annar formaður félagsins, spjallaði við blaðamann og sagðist finna fyrir mikilli samkennd meðal fólks með útigangsfólki og fíklum. Ánægjulegt væri að styrkja málefni sem fengi ekki mikla umfjöllun. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hlýlegt Aðkoman að Konukoti er hlýleg, hér að vetrartíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuð Búist er við miklum fjölda á bingóið enda veglegir vinningar í boði. Kvæðamannafélagið Árgali er félag sunnlenskra kvæðamanna en nokkrir meðlimir koma úr fjarlægum sveit- um. Félagið heldur úti fésbókarsíðu en hún var stofnuð í þeim tilgangi að viðhalda þeirri góðu hefð að kveða fornar og nýjar stemmur. Það er skemmtilegt að líta á síð- una þeirra og sjá þar bregða fyrir nokkrum rímum. Rímnakveðskapur hefur fylgt þjóðinni í áratugi og kvæðamenn haldið þessari sér- kennilegu tónlist lifandi eins og fram kemur á síðunni. Þá hittast Árgalar annan hvern mánudag hvers mán- aðar frá október fram í maí og æfa þá saman kvæðalög eða hlusta á þau. Félagið var stofnað hinn 8. mars árið 2010, upphaflega með 73 fé- lögum en þeir eru nú orðnir um 90 talsins. Árgali er systurfélag Kvæða- mannafélagsins Iðunnar. Í kvöld klukkan 20 ætla kvæða- menn að hittast í Sunnlenska bóka- kaffinu á Selfossi og eru áhugasamir kvattir til að mæta og æfa nokkrar stemmur með skemmtilegu fólki. Vefsíðan www.facebook.com/Kvæðamannafélagið Árgali Kvæðamannafélag Árgali kveður saman fornar og nýjar stemmur. Heldur í rímnakveðskapinn Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sif Cosmetics hefur sett á markað nýtt EGF-dagkrem sem er sérþróað fyrir mjög þurra húð, en um er að ræða fjórðu húðvöru í línu þeirra. Dagkremið er ofnæmispróað og unn- ið úr náttúrulegum efnum án litar- efna, parabenefna og annarra auka- efna. Dagkremið er nú fáanlegt í helstu snyrtivöruverslunum og apó- tekum um land allt. Nýtt frá EGF Fjórða húðvara Sif Cosmetics Sérþróað EGF-vörurnar eru vinsælar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.