Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 16

Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 www.nordichealth.is Í Form á 40 dögum. Verð 4900 kr. Sendum í póstkröfu. Heilsumeðferðir Jónínu Ben eru þekktar fyrir að skila árangri og bæta líðan og heilsu. Í samstarfi við lækni hótelsins er unnið einstaklingsmiðað að því að lækna og fyrirbyggja lífstílssjúkdóma svo sem háþrýsting, sykursýki 2, húðsjúkdóma, offitusjúkdóma, streytu, þunglyndi og kvíða. Læknir hótelsins aðstoðar fólk við að losa sig við lyf með breyttu mataræði. Mikil fræðsla og hreyfing er í boði eftir því sem fólk treystir sér til. Meðferðin er 2 vikur en hafi fólk komið áður er í lagi að taka eina viku. Flogið er til Gdansk þar sem leigubíll býður. Upplýsingar og pantanir í síma 822 4844 og á joninaben@nordichealth.is. PÓLLAND UM PÁSKANA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Antonio Guterres, yfirmaður flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, varaði við því í gær að fjöldi sýrlenskra flóttamanna gæti þre- faldast á árinu ef ekki tækist að stilla til friðar í átökunum í Sýrlandi. Sagði Guterres að flóttamannastofn- unin gæti aðeins mildað afleiðingar borgarastyrjaldarinnar fyrir flótta- mennina en ekki veitt þeim neina varanlega lausn. Flestir leitað til Tyrklands Stofnunin tilkynnti í liðinni viku að rúmlega ein milljón manna væri á flótta undan átökunum en fyrir ári voru einungis um 33.000 manns í sömu sporum. Guterres sagði að í desember hefðu um 3.000 manns flú- ið yfir til nágrannaríkja Sýrlands á degi hverjum en að í febrúar hefði þeim fjölgað upp í um 8.000 manns á dag. Sagði hann að sú fjölgun sýndi best hversu mjög átökin hefðu harðnað að undanförnu. Flestir flóttamannanna hafa leitað á náðir Tyrklands en þar eru nú skráðir um 180.000 flóttamenn. Rík- isstjórn Tyrklands metur töluna þó enn hærri þar sem upp undir 70.000 Sýrlendingar búi í húsnæði sem þeir hafi leigt sjálfir víðsvegar um landið. Þegar taldir eru með þeir sem bíði skráningar sé líklegt að fjöldi sýr- lenskra flóttamanna í Tyrklandi sé allt að 400.000 manns að mati Guter- res, sem óttast að ef ekki verði stillt fljótlega til friðar geti það reynst vera um seinan. Hörð átök um borgina Homs Næstkomandi fimmtudag verða tvö ár liðin frá því að fyrstu óeirð- irnar hófust í Sýrlandi. Talið er að um 70.000 manns hafi látið lífið í borgarastyrjöldinni. Uppreisnar- menn boðuðu til óvæntrar skyndi- sóknar í gærmorgun í borginni Homs, sem er þriðja stærsta borg Sýrlands. Homs liggur nálægt landamærunum að Líbanon og hefur verið lýst sem „höfuðborg uppreisn- arinnar“. Uppreisnarherinn náði í átökunum hverfinu Baba Amr á sitt vald í fyrsta sinn í rúmt ár. Stjórn- arher Bashars al-Assads Sýrlands- forseta brást við með því að beita loftárásum á bækistöðvar uppreisn- armanna í borginni en einnig var hart barist á jörðu niðri með stór- skota- og fótgönguliði. Þrátt fyrir að allt væri lagt í sölurnar náðu upp- reisnarmenn að halda feng sínum í átökunum. Trúarráð íslamista stofnað Uppreisnarmenn úr röðum íslam- ista stofnuðu í gær trúarráð í austur- hluta landsins til þess að sjá um lög- gæslu, réttarfar og neyðarþjónustu þar. Stofnun ráðsins þykir vera til marks um djúpstæðan ágreining á meðal uppreisnarmanna þar sem sumir þeirra stefni leynt og ljóst að því að stofna íslamskt ríki fari Assad frá. Búið var að ákveða að halda við- ræður á milli hinna ólíku hópa upp- reisnarmanna um að mynda bráða- birgðaríkisstjórn en þeim hefur ítrekað verið frestað. Nú er stefnt að því að þær viðræður fari fram þriðju vikuna í mars. Fjöldi flóttamanna gæti þrefaldast  Ein milljón Sýrlendinga á vergangi  Næstum tvö ár frá upphafi átaka AFP Flóttamenn Sýrlenskir flóttamenn bíða hér í röð fyrir utan skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Trípolí, höfuðborg Líbanons. Mótmælafundir voru haldnir víðs vegar um Asíu í gær til þess að minnast þess að 54 ár voru liðin frá því að Tíbetar hófu uppreisn sína gegn yfir- ráðum Kína. Ellefu manns voru handteknir í Nepal fyrir að mótmæla og komið var í veg fyrir að einn mótmælandi á Indlandi kveikti í sjálfum sér. Þessi unga tíbetska stúlka býr sem útlagi á Indlandi og fylgdist með mótmælafundi sem haldinn var í Nýju-Delhí, höfuðborg Indlands. AFP Tíbetsku uppreisnarinnar 1959 minnst með mótmælum Nelson Mandela, fyrrverandi for- seti Suður- Afríku og friðar- verðlaunahafi Nóbels, dvaldist á sjúkrahúsi að- faranótt sunnu- dags. Talsmaður Mandela, sem er 94 ára gamall, sagði að sjúkrahúsdvölin hefði ver- ið hluti af venjubundnu eftirliti með heilsu forsetans og að læknar hefðu ekki fundið neitt athugavert að þessu sinni. Mandela þurfti um síð- ustu áramót að fá læknismeðferð vegna sýkingar í lungum auk þess sem gallsteinar hrjáðu hann. Man- dela sat 27 ár í fangelsi á sínum tíma og hefur heilsu hans hrakað mjög á síðustu árum. SUÐUR-AFRÍKA Mandela á sjúkra- húsi yfir helgina Nelson Mandela Elísabet II. Eng- landsdrottning mun í dag undir- rita nýja stofn- skrá þar sem öll 54 ríki breska samveldisins lýsa því yfir að þau séu mótfallin mismunun. Skrá- in á að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og tjáningarfrelsi. Ekki er talað ber- um orðum í skránni um mismunun vegna kynhneigðar. Þrátt fyrir það hafa forsvarsmenn ýmissa samtaka samkynhneigðra lofað skrána og segja að drottningin sé með undir- skrift sinni óbeint að styðja við mannréttindi samkynhneigðra. STÓRA-BRETLAND Óbeinn stuðningur við samkynhneigða Elísabet II. Ríkisstjórnir Bretlands, Ítalíu og Grikklands staðfestu í gær að sjö gíslar sem nígerísk samtök íslamista tóku höndum í febrúar væru látnir. Á meðal gíslanna voru ríkisborgarar þessara ríkja auk fjögurra Líbana. Samtökin sendu frá sér tilkynn- ingu á laugardaginn um að þau hefðu tekið gíslana af lífi í kjölfar þess að breskar herþotur hefðu ver- ið sendar í björgunarleiðangur. William Hague, utanríkisráðherra Breta, hafnaði því að reynt hefði verið að frelsa gíslana og sagði af- tökurnar vera „ófyrirgefanleg morð með köldu blóði“. NÍGERÍA Gíslar teknir af lífi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.