Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 23
töldum rétt að liðka raddböndin
með goggolíu og söngvatni.
Erla söng í kór Víðistaða-
kirkju og dreif Ármann og Lóu
eiginkonu mína með sér í kór-
inn. Ég var sendur í tónlistar-
skóla til að læra eitthvað um
tónlist og söng því engin var
tónlistargáfan. Ármann fékk
mig síðan í Þresti og í Frímúr-
arakórinn.
En líf Ármanns var ekki alltaf
auðvelt og fékk hann drjúgan
skammt af mótlæti í lífinu. Lét
það samt aldrei smækka sig og
var ávallt glaðvær þótt eflaust
hafi oft sviðið undir niðri. Erla
greindist með krabbamein og
lést árið 1992, fjörutíu og
þriggja ára gömul. Það var
þungt högg. En aftur birti í lífi
Ármanns. Hann eignaðist góða
konu, Sigrúnu Gísladóttur, og
voru þau fyrst pússuð saman af
járnsmið í járnsmiðju á þeim
fræga stað Gretna Green í Skot-
landi. Þetta var í söngferð Víði-
staðakirkjukórsins sem söng
auðvitað við athöfnina. Slík gift-
ing átti sér aldagamla sögu því
elskendur, sem voru undir gift-
ingaraldri í Englandi, gátu gift
sig með þessum hætti. Brúð-
kaupsmynd var tekin í smiðj-
unni af þessu tilefni, Sigrún með
brúðarslör og brúðarvönd en
Ármann með pípuhatt. Ármann
alltaf til í sprell og spé til að
létta mönnum lífið.
Ármann og Sigrún höfðu
bæði mikla ástríðu fyrir söng og
sungu árum saman í Fríkirkju-
kórnum í Hafnarfirði. Stundum
þegar við Lóa komum í heim-
sókn þá sungum við saman
nokkur lög og ef ekki var annað
söngkver við höndina en sálma-
skrá, nú þá sungum við bara
upp úr henni, jafnvel raddað.
Ég eignaðist hlut í lífi Ár-
manns og fyrir það er ég þakk-
látur. Litir lífs míns verða fölari
við brotthvarf Ármanns en eftir
standa góðar minningar sem nú
verða ljúfsárar, en ylja.
Við Lóa biðjum Drottin að
gefa ástvinum Ármanns styrk
og stuðning í sorginni og send-
um okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Guðmundur Óskarsson.
Það var ljúfur sunnanblær,
hlýtt í veðri miðan við árstíma.
Landsmenn farnir að kalla eftir
vorinu. Væntingar um meiri hlý-
indi með hækkandi sól. Ferðalög
og samverustundir með góðum
vinum samlöguðust sumarvænt-
ingum.
Í þessum draumórum varð
mér bilt við, þegar fregnin um
andlát fyrrverandi vinnufélaga
og góðs vinar barst.
Skyndilega tók veturinn aftur
völdin, en hlýjar minningar
streyma um hugann. Minningar
um félaga sem ekki aðeins var
vinnufélagi heldur vinur í raun.
Ármanni Eiríkssyni kynntist
ég fyrst þegar hann hóf störf
sem sölumaður í fyrirtæki okk-
ar, Glerborg.
Ég heillaðist af metnaði hans
í starfi og ekki síður þeirri um-
hyggju sem hann bar fyrir JC-
félagsskapnum, sem hann átti
eftir að kynna fyrir mér. Þar
urðum við samherjar utan
vinnutíma og oft í vinnutímanum
líka. JC-fundir, námskeið, þing
og skemmtanir. Þarna var Ár-
mann á heimavelli, góður leið-
beinandi, sögumaður, ræðumað-
ur og skemmtilegur félagi í alla
staði. Kímni og skondin tilsvör í
takt við alvarleg umræðuefni
voru honum eðlileg. Hann var
aldrei hræddur við að prófa nýj-
ar leiðir og gera hluti sem fé-
lagarnir töldu ómögulega. Fyrir
hann var það ögrun og það lík-
aði honum. Hann var fylginn sér
í þeim verkum sem hann tók að
sér og skipulagði framvindu
þeirra til enda.
Ármann missti eiginkonu sína
unga úr veikindum. Hann átti
síðan eftir að berjast við sömu
veikindin síðustu árin. Leiðir
okkar lágu einnig saman í þess-
um veikindum þar sem eigin-
kona mín og Ármann deildu
reynslu sinni í baráttu við veik-
indin. Hún fékk færri ár en Ár-
mann en stuðningur þeirra
hvors við annað var góður á
meðan hann varði.
Sameiginlega getum við Ár-
mann þakkað fyrir að hafa eign-
ast góðar vinkonur eftir kon-
umissi okkar. Sambýliskona mín,
Steinunn Guðnadóttir, var góð
vinkona Ármanns og var hann
kosningastjóri hennar í prófkjör-
um til bæjarmála og dyggur
stuðningsmaður þegar hún bauð
sig fram í prófkjöri til alþingis.
Steinunn og Ármann voru einnig
samstarfsmenn í Glerborg.
Sigrúnu og Ármann var ávallt
ánægjulegt að sækja heim og
ekki síst að fræðast um blómin
og plönturnar. Við Steinunn urð-
um fastaviðskiptamenn hjá þeim
á hverju vori.
Í lokin verður að minnast á
kvöldstund í byrjun árs, þegar
við Steinunn buðum til okkar
Ármanni og Sigrúnu ásamt fyrr-
verandi vinnufélaga okkar Helgu
og Halldóri eiginmanni hennar.
Þarna voru gamlar stundir rifj-
aðar upp og minnst samstarfs í
Glerborg, JC og sumarhúsanna
við Meðalfellsvatn. Á þessari
kvöldstund tjáði Ármann okkur
hver sín staða væri og eftir á
getum við verið þakklát fyrir að
hafa átt þessa ánægjulegu stund
saman.
Við Steinunn vottum Sigrúnu,
börnum hennar og börnum Ár-
manns, þeim Steinunni, Jóni
Gesti og Hermanni, fjölskyldum
þeirra og vinum samúð.
Við kveðjum góðan dreng með
söknuði.
Hafsteinn Þórðarson.
Í dag, þegar kveðjum við Ár-
mann Eiríksson, hrannast upp
minningar um þennan glettna og
góða félaga. Hann fluttist 22 ára
gamall í Hafnarfjörð og tók þátt
í að byggja upp hið nýstofnaða
félag JC Hafnarfjörð á sjöunda
áratugnum. Hann var ætíð boð-
inn og búinn að sinna þeim verk-
efnum sem upp komu, hvort sem
voru leiðbeiningastörf, vinna við
fjáröflun eða að standsetja fé-
lagsheimilið. Öllum verkefnum
var sinnt með bros á vör og allt-
af stutt í grínið. Það var unun að
fá að starfa með honum. Erla
heitin, fyrri eiginkona hans, var
sömuleiðis boðin og búin þegar á
þurfti að halda, en á þessum
tíma þurftum við í karlafélaginu,
sem þá var, iðulega á aðstoð lag-
hentra eiginkvenna að halda.
Ármann varð fljótt forseti fé-
lagsins og er það til marks um
hve menn kunnu að meta mann-
kosti hans og stjórnunarhæfi-
leika, að hann var síðar kjörinn
svæðisstjóri Reykjaness og
landsforseti JC Íslands. Hann
var útnefndur heiðursfélagi JC
Íslands og ennfremur senator
númer 32536 af JC International
og þar með ævifélagi samtak-
anna, en slíkt er æðsta viður-
kenning hreyfingarinnar. Fer-
tugir hverfa menn úr JC, en við
sem gegndum forsetaembættinu
í JC Hafnarfirði á fyrstu tveim-
ur áratugunum höfðum tengst
slíkum vinaböndum, að annað
var ekki hægt en að stofna Öld-
ungaráð sem síðan hefur hist
með mislöngu millibili. Á öldung-
aráðsfundunum mætti Ármann
ætíð með gott grín í farteskinu
og var ein helsta tryggingin fyr-
ir því að glensið yrði allsráðandi
og dægurþras látið lönd og leið.
Í veikindum Ármanns var
hugur okkar hjá honum og nú
þegar hann kveður okkur að
sinni viljum við þakka honum
samfylgdina og þá hlýju nær-
veru sem við fengum notið á
meðan hann var meðal okkar.
Góða ferð, senator Ármann. Við
og fjölskyldur okkar vottum að-
standendum hans okkar dýpstu
samúð.
Öldungarnir,
Þórarinn Jón Magnússon og
Albert Már Steingrímsson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013
✝ Gísli Hafliða-son fæddist á
Bragagötu 27 í
Reykjavík 17.
ágúst 1925. Hann
lést á Dvalarheim-
ili aldraðra sjó-
manna, Hrafnistu,
í Reykjavík 26.
febrúar 2013.
Foreldrar: Hall-
dóra Kristín
Helgadóttir, f. 27.
júní 1890 á Öskubrekku í Fífu-
staðardal í Ketildalahreppi,
Arnarfirði, d. 24. desember
1977 í Reykjavík, og Hafliði
Jónsson vélstjóri, f. 4. nóv-
ember 1884 á Skógum í
Þorskafirði, fórst með es.
Goðafossi 10. nóvember 1944.
Bræður Gísla: 1) Kristinn Daní-
el, f. 4. maí 1922. Börn hans
eru Halldóra Kristín, f. 7. sept-
ember 1954, og Hafliði Brands,
f. 11. júlí 1962. 2) Pétur, f. 10.
ágúst 1927, fórst með föður
Hann var undirvélstjóri á
mörgum skipum Eimskipa-
félags Íslands til ársins 1965 og
yfirvélstjóri til starfsloka.
Hann var meðal annars samtals
tíu ár á Gullfossi og var þar
vélstjóri á öllum stigum. Gísli
var umsjónarmaður nýsmíðar
vélarrúms Dettifoss í Kaup-
mannahöfn og Álaborg árið
1970. Hann var yfirvélstjóri á
Dettifossi í 15 ár og kunni
ávallt vel við skipið. Hann tók
einnig þátt í viðgerð gámaskips
sem fékk nafnið Brúarfoss
haustið 1988. Gísli var yfirvél-
stjóri á Brúarfossi til ársloka
1992 þegar hann fór á eft-
irlaun. Á sjómannadaginn árið
1993 hlaut Gísli viðurkenningu
fyrir störf sín. Þau Þórunn
hófu búskap á Hringbraut 48 í
húsi fjölskyldunnar en Hall-
dóra móðir hans bjó þar fyrir.
Árið 1972 fluttu þau í Grænu-
hlíð 6 og loks árið 1996 í Sóltún
28. Gísli dvaldi rúm tvö síðustu
ár ævinnar á Hrafnistu.
Gísli Hafliðason verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 11. mars 2013, kl. 15.
sínum með es.
Goðafossi 10. nóv-
ember 1944.
Hinn 7. júní
1951 kvæntist Gísli
Þórunni Sigríði
Guðmundsdóttur
frá Sjávargötu,
Garði, f. 13. janúar
1927. Bjuggu þau
allan búskap sinn í
Reykjavík. Synir
þeirra eru: 1) Haf-
liði Pétur, prófessor í eðlis-
fræði, f. 1952. 2) Guðmundur,
forstöðumaður fangelsa á höf-
uðborgarsvæðinu, f. 1954,
kvæntur Hafdísi Guðmunds-
dóttur, sonur þeirra Gísli Þór,
kvæntur Þorbjörgu Þórhalls-
dóttur. 3) Ingólfur, rafeinda-
virki, f. 1958.
Gísli lauk prófi frá Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga árið
1942, sveinsprófi í vélvirkjun
frá vélsmiðjunni Keili árið 1946
og vélstjóraprófi árið 1949.
Faðir okkar ætlaði alltaf að
verða vélstjóri. Hafliði afi var í
hópi fyrstu íslenskra vélstjóra,
ættaður úr Breiðafirðinum þar
sem margir vélstjórar fyrstu kyn-
slóðar áttu uppruna sinn. Pabbi
sagði okkur nýlega að hann hefði
ekki verið nema 11 ára þegar hann
heyrði vélstjórana og skólabræð-
urna afa og Markús Ívarsson í
Héðni ræða saman um mögulegar
sjávarfallavirkjanir í Breiðafirðin-
um um borð í Goðafossi þar sem
hann lá við bryggju í Reykjavík.
Hann var alla tíð ótrúlega minn-
ugur á löngu liðna atburði. Pabbi
var kolamokari í fyrstu sjóferð
sinni, hún var til New York, tutt-
ugu daga sigling hvora leið. Þá var
hann sautján ára og fimmtíu árum
síðar fór hann á eftirlaun frá Eim-
skip. Hafði þá séð byltingu í vöru-
flutningum, frá trossum og viku-
dvöl í hverri höfn til nútíma
gámaflutninga, þar sem er varla
farið í land. Þótt faðir okkar væri
ekki raupsamur rifjaði hann stöku
sinnum upp atvik af sjónum. Eitt
var að öxulrafall í Brúarfossi gaf
sig í Norðursjónum, skipið hlaðið
tómum frystigámum á heimleið
frá Hamborg. Með því að sam-
tengja dísilvélar gámanna og
ljósavél skipsins komst það heilu
og höldnu til hafnar á Englandi í
viðgerð. Eftir svipað atvik undan
Stafnesi vildi vélstjórinn ávallt
hafa næga varahluti um borð.
Í landi hefur móðir okkar stýrt
heimilinu í sextíu ár og einu betur.
Þau eru ólík að skapferli, faðir
okkar var hæglátur, en ekki skap-
laus, þótt hann skipti sjaldan
skapi, fámáll. Við vinnu var til
þess tekið hversu fumlaust hann
gekk til allra verka. Mamma er
hins vegar léttari í lund. Samrýnd
voru þau alla tíð, samhent um að
ferðast um landið í sumarfríum
með synina unga og ömmu aftur í,
samhent um að koma sonum sín-
um til mennta og flest annað. Við
áttum gott og hlýlegt heimili alla
tíð og ekki spillti fyrir að hátíð var
í bæ þegar pabbi var heima, þótt
hans væri saknað þess á milli.
Sá atburður sem sennilega
mótaði föður okkar öðru fremur
ungan að aldri var árásin á Goða-
foss 1944. Það kvisaðist um bæinn,
þrátt fyrir fréttabann stríðsins, að
Goðafoss hefði verið skotinn niður
undan Garðskaga. Bræður um tví-
tugt fara niður á bryggju til að
reyna að fregna meira, fara út á
Seltjarnarnes til að skima eftir
skipinu en sjá ekkert. Um borð
voru Pétur, sautján ára bróðir
þeirra í fyrstu siglingu sinni, og
faðir þeirra, sextugur nokkrum
dögum áður, í sinni síðustu.
Klukkutíma sigling eftir af
tveggja mánaða hættuferð í miðju
stríði. Þetta mátti aldrei nefna í
návist Halldóru ömmu okkar svo
lengi sem hún lifði. Pabbi ræddi
þetta ekki heldur oft en lýsti því
þó í einstaka viðtali. Hann hafði
eðlilega brennandi áhuga á öllu
sem viðkom seinni heimsstyrjöld-
inni og minnisstætt var að ferðast
með honum um átakastaði og
fangabúðir í Evrópu. Hann féllst
nokkuð óvænt á að halda upp á
áttræðisafmæli sitt í Berlín, þar
sem sagan er á hverju götuhorni.
Að ferðalokum kemur margt
upp í hugann, en einkum þakklæti
og stolt yfir því að vita og geta
sagt að þar fór góður og heiðarleg-
ur maður. Blessuð sé minning föð-
ur okkar.
Hafliði Pétur og Ingólfur.
Mig langar með nokkrum orð-
um að kveðja föður minn, Gísla
Hafliðason. Pabbi var sjómaður
alla sína starfsævi, í hartnær 50
ár. Hann sigldi á skipum Eim-
skipafélagsins eins og faðir hans
hafði gert. Hugur hans og bróður
hans, Kristins, stóð til far-
mennsku. En hafið gaf og hafið
tók. Pétur, yngsti bróðirinn sem
hugðist ganga í menntaskólann,
fórst með föður sínum þegar
Goðafoss var skotinn niður við
Garðskaga 1944. Það er engan
veginn hægt að setja sig í spor
fjölskyldunnar í landi þennan
hörmungardag þegar slík ógnar-
tíðindi bárust. En það aftraði ekki
Gísla og Kristni frá því að gera
sjómennsku að ævistarfi.
Fyrstu minningar um pabba
tengjast heimkomum úr sigling-
um, því að hlusta á skipafréttir og
fara með mömmu og Hafliða bróð-
ur og síðar Ingólfi niður á höfn,
bíða í bílnum og hlakka til. Svo
kom vindlalykt í íbúðina á Hring-
braut 48, ánægja í hverju andliti,
lakkrískonfekt og nýtt dót til að
leika sér með. Síðan tók næsti túr
við, kannski á Ameríku, Norður-
lönd eða jafnvel suður í Miðjarð-
arhaf. Það er hlutskipti sjómanns-
ins að vera fjarri fjölskyldunni
þannig að uppeldið lenti að mestu
á mömmu, sem stóð sig vel. Það
var ótrúlega gaman þegar skipin
komu á ytri höfnina og sigldu síð-
an rólega inn, lögðust að kajanum
og karlarnir bundu landfestar.
Svo var hlaupið upp landganginn
og inn í káetu til pabba sem tók
fagnandi á móti okkur, rólegur og
yfirvegaður. Aldrei neitt vesen,
hann stóð alltaf sína plikt og gott
betur. Hann var farsæll vélstjóri
og síðan yfirvélstjóri á skipum
Eimskips og skipsfélagar og
stjórnendur í landi litu upp til
hans vegna mannkosta. Allt lék í
höndum hans, hvort sem það var
viðgerð skipsvéla, bíla, húsavið-
gerðir eða annað.
Toppurinn var þegar pabbi tók
okkur með í túra til útlanda. Við
Hafliði fórum ungir með Gullfossi
til Skotlands og Danmerkur. Við
fórum líka með Bakkafossi á
ströndina, síðan til Englands og
Norðurlanda. Ingólfur bróðir fór
síðar með pabba og mömmu enda
nokkuð yngri. Þetta voru mikil
ævintýri. Ég og seinna Ingólfur
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að
vera munstraðir sem dagmenn í
vél á Dettifossi þegar pabbi var yf-
irvélstjóri. Því gleymi ég aldrei.
Að finna þungan sláttinn í skips-
vélinni, smurolíulyktina og titring-
inn þegar skipið stakkst í ölduna.
Þarna var vélstjórinn í essinu
sínu. Virðing fyrir starfi og um-
hverfi, snyrtimennskan niðri í vél
þar sem hver hlutur var á sínum
stað og allt glansandi pússað. Öll
hans verk voru unnin af alúð og
fagmennsku.
Síðustu árin, eftir að parkin-
sonsveikin lagðist á hann og sjónin
hvarf voru honum erfið af því
hann gat ekkert gert, hugurinn
ennþá skýr en líkaminn lasburða.
En hann hafði mikla ánægju af að
hlusta á hljóðbækur. Hafi
Blindrafélagið þökk fyrir. Eins
þökkum við starfsfólki á DAS fyr-
ir góða umönnun. En nú er komið
að kveðjustund, enda gamli mað-
urinn búinn að ýta úr vör og farinn
að huga að vélum eilífðarinnar.
Blessuð sé minning Gísla Haf-
liðasonar.
Guðmundur Gíslason.
Gísli, tengdafaðir minn, var ein-
stakur maður, rólegur, ljúfur,
skapgóður og skarpgreindur.
Þegar sonur hans, Guðmundur,
fór að venja komur sínar á heimili
mitt hafði móðir mín á orði að
henni litist vel á piltinn og hún
hefði líka heyrt að faðir hans væri
mikill öðlingur og það reyndust
orð að sönnu. Gísli var vélstjóri
hjá Eimskip, naut velgengni í
starfi og var vel liðinn. Hann þótti
snjall í sínu fagi og laghentur var
hann við allt sem hann kom nærri.
Mér eru minnisstæðar margar
góðar stundir sem við fjölskyldan
áttum með þeim Gísla og Þórunni
í Grænuhlíðinni en þangað fluttu
þau 1971 eftir að hafa búið á
Hringbraut 48. Þegar Gísli var í
landi var hátíðarblær yfir öllu,
boðið var í mat og Þórunn galdraði
fram framandi rétti enda einstak-
ur meistarakokkur þar á ferð. Þá
eru jólaboðin í Grænuhlíðinni
ógleymanleg þar sem stórfjöl-
skyldan kom saman og naut þess
að hittast og gæða sér á krásunum
hennar Tótu.
Tengdapabbi naut þess að
ferðast innanlands með fjölskyldu
sinni. Mér er sérstaklega minnis-
stæð vikudvöl í stjórnarráðsbú-
staðnum í Flatey þegar sonur
okkar, Gísli Þór, var 9 mánaða.
Gísli eldri hafði einstaklega gam-
an af þeirri dvöl enda hafði hann,
sem strákur, verið mörg sumur í
sveit hjá frændfólki sínu í Skál-
eyjum. Hann var ættaður úr
Breiðafirðinum, en faðir hans ólst
upp í Hvallátrum og átti margt
frændfólk í eyjunum. Í þessari
ferð sigldi frændi hans Jón Daní-
elsson í Látrum einmitt með Gísla
og fjölskyldu um Vestureyjarnar.
Þá minnist ég líka ánægjulegr-
ar fjölskylduferðar til Mallorca og
sumarbústaðaferða í Borgarfjörð-
inn þar sem Gísli eldri þreyttist
ekki á að byggja og bardúsa með
sonarsyni sínum allan liðlangan
daginn. Enn fremur var afmælis-
ferðin sem fjölskyldan fór til Berl-
ínar, í tilefni af áttræðisafmæli
Gísla, alveg einstaklega skemmti-
leg ferð. Þar naut Gísli sín enda
margar sögulegar minjar að skoða
og ánægjulegar kvöldstundir.
Gísli var hraustur þar til fyrir
nokkrum árum en þá veiktist
hann af Parkinson-sjúkdómnum
sem lagðist þungt á hann og dvaldi
hann á Hrafnistu síðustu tvö árin.
Hann var búinn að missa sjónina
en minnið brást honum ekki. Eig-
inkona hans, Þórunn, annaðist
hann lengi heima í Sóltúni, en hún
hafði einnig annast móður hans,
Halldóru, heima í Grænuhlíðinni
rúmum 30 árum áður. Eftir að
hann fór á Hrafnistu heimsótti
hún hann á hverjum einasta degi
og stytti honum stundir. Hún tók
hann heim í Sóltúnið á hverjum
sunnudegi til að hitta fjölskyldu
og vini. Þau hlustuðu m.a. saman á
sögur af hljómdiskum frá Blindra-
félaginu sem hann hafði mikla
ánægju af. Þórunni eru færðar al-
úðarþakkir sem og starfsfólki
Hrafnistu.
Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast manni eins og
Gísla Hafliðasyni. Blessuð sé
minning hans.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Hafdís Guðmundsdóttir.
Elsku afi.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa kynnst þér. Betri og heil-
steyptari maður var vandfundinn.
Mikið var sárt að heyra að þú vær-
ir fallinn frá en ég veit að þér líður
vel núna. Þú áttir fallega loka-
stund, umvafinn fjölskyldunni.
Ég á margar góðar minningar
um þig. Þú sigldir um höfin og
sagðir mér sögur af framandi slóð-
um. Hvergi var betra að vera í
pössun en hjá þér og ömmu í
Grænuhlíð 6. Ég man þegar þú
kenndir mér mannganginn af mik-
illi þolinmæði og við tefldum og
spiluðum á spil löngum stundum.
Þið áttuð líka fullt af dönskum
Andrésblöðum uppi á háalofti sem
ég las spjaldanna á milli. Mér leið
vel hjá ykkur og þú varst alltaf
með bros á vör, hlýr og góður.
Ég minnist þess líka þegar ég
fór í siglingu með þér og ömmu í
tæpan mánuð sumarið 1989. Ég
hugsa oft um þá ferð. Ég man eftir
dýragarðinum í Antwerpen,
matnum um borð í Brúarfossi og
samverunni. Það var yndislegur
tími. Þú varst eins og kóngur í ríki
þínu um borð í skipinu. Ég veit að
þú varst stórkostlegur vélstjóri.
Það leið öllum vel í návist þinni og
hundurinn sem ég átti, hún Nína,
dýrkaði þig. Þú varst líka flinkur í
höndunum, ég man þegar þú
smíðaðir með mér kofa í heilan
dag í sumarbústaðaferð með fjöl-
skyldunni á Grímsstöðum.
Eftir því sem aldurinn færðist
yfir og veikindin létu á sér kræla
áttir þú stundum erfitt með tal en
samt stóð aldrei á svari hjá þér
þegar til þín var leitað. Minnið þitt
brást aldrei og tilsvörin oft á tíð-
um fyndin og skemmtileg. Þú
varst svo vitur og veraldarvanur
eftir ferðalög um allan heiminn,
allt frá Kúbu til Angóla. „Ég hef
verið þar“ var setning sem heyrð-
ist oft þegar við töluðum um fjar-
læg lönd. Þér lá ekki hátt rómur,
en þegar þú talaðir lögðu allir við
hlustir.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt að sjá þig í kirkjunni þegar
ég gifti mig í apríl 2008. Það var
svo gott að hafa þig með okkur
þennan fallega dag.
Ég sakna þín, kæri afi minn, og
hugsa um þig með hlýju í hjarta.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman. Þú munt lifa í
huga mínum alla tíð.
Gísli Þór Guðmundsson.
Gísli Hafliðason