Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 25

Morgunblaðið - 11.03.2013, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 ✝ Ármann Ant-onsson, vél- stjóri og bóndi Sauðárkróki, fædd- ist 23. nóvember 1927. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 2. mars 2013. Foreldrar hans voru Anton Baldvin Björnsson, bóndi á Ytri-Á, f. 17.2. 1893 á Ytri-Á, d. 9.4. 1975, kona hans Guðrún Anna Sigurjónsdóttir, f. 1.4. 1905 á Móafelli í Stíflu, d. 28.3 1988. Ármann var elstur af tíu systkinum. Systkini hans eru: Konráð Gunnar Antonsson, f. 4.7. 1929, kvæntur Brynhildi Einarsdóttur, Kristín Árdal Antonsdóttir, f. 19.10. 1933, d. 29.12. 2001, gift Jóhanni Alex- anderssyni, Sigurjón Árdal Ant- onsson, f. 18.10. 1935, d. 13.11. 1938, Gísli Árdal Antonsson, f. 5.9. 1937, kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur, Sigurjón Árdal Antonsson, f. 23.10. 1939, d. 4.6. Jóna Kristín Vagnsdóttir, f. 21.9. 1995, b) Anna Baldvina Vagnsdóttir, f. 27.1. 1998, c) Stefán Ármann Vagnsson, f. 11.3. 2000, d) Helgi Vagnsson, f. 4.4. 2002. Ármann lauk minna mótorvélstjóraprófi á Akureyri 1952 og lauk 2. stigi vélstjóra í Vélskóla Íslands 1968. Hann fór ungur að stunda sjó með föður sínum, bræðrum og frændum enda barnahópurinn stór á bæn- um. Hann ólst upp við almenn sveitastörf og fóru þau systkinin að aðstoða við þau strax og geta leyfði, s.s. við heyskap, gæta fjár, reka kýrnar, beita línu, róa til fiskjar o.fl. sem til féll á stóru heimili. Hann var vélstjóri á nokkrum bátum fram til ársins 1972, má þar nefna Kristján ÓF 26, Jón Garðar GK 510 og Guðbjörgu GK 20. Frá 1973 var Ármann bóndi á Hóli á Skaga, þar bjuggu þau Anna til ársins 1980 er þau fluttu til Sauðárkróks eftir erfið veikindi Ármanns. Öll sumur til 2008 eyddi hann í sveitinni við ýmis störf sem hann gat unnið og þar undi hann sér best. Útför Ármanns verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag, mánudaginn 11. mars 2013 kl. 14. 2012, kvæntur Sesselju Friðriks- dóttur, Matthildur Árdal Antonsdóttir, f. 17.2. 1941, gift Jóni Sigurðssyni, Ingibjörg Guðrún Árdal Antonsdóttir, f. 19.6. 1942, gift Ingimari Núma- syni, Jakob Hilmar Árdal Antonsson, f. 7.5. 1949, kvæntur Helgu Guðnadóttur. Ármann kvæntist 20. mars 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni, Önnu Jónínu Jónsdóttur, f. 19.3. 1938 á Hóli á Skaga. For- eldrar hennar voru Kristín Baldvinsdóttir, f. 12.12. 1909, d. 15.1. 1979 og Jón Jakobsson, f. 13.9. 1907, d. 9.12. 1994. Börn Ármanns og Önnu eru: 1) Krist- ín Brynja, f. 17.8. 1965, í sambúð með Haraldi Jóhanni Ingólfs- syni, f. 29.7. 1967. 2) Guðrún Elva, f. 18.7. 1968, í sambúð með Vagni Þormari Stefánssyni, f. 31.7. 1965, börn þeirra eru: a) Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Hafðu þökk fyrir samfylgdina, elsku vinur. Þín Anna. Þegar ég sat hjá föður mínum hans síðustu daga runnu myndir og minningar í gegnum hugann. Til dæmis þegar við bjuggum í Keflavík og fara þurfti í slipp með bátinn sem hann var vélstjóri á. Ég hef verið 5 ára eða svo og í svona langa sjóferð þurfti auðvit- að nesti, kók og Prinspóló. Kók ef ég yrði sjóveik og Prinspóló ef hungurs yrði vart. Þegar komið var í Slippinn þá var hvort tveggja ósnert því það hafði verið svo mikið að gera og skoða á þessari „löngu“ siglingu, frá bryggju í Keflavík inn í Slippinn í Njarðvík. Þegar við bjuggum í Sandgerði og svo í Keflavík, var pabbi á sjó og bað ég hann oft um að koma með steinbít næst þegar hann kæmi í land og uppfyllti hann þá ósk ef hægt var. Einnig kom hann stundum með humar og þá var sko veisla. Oft skottaðist ég með honum um borð ef hann þurfti að líta eftir einhverju þegar hann var í landi og bar þá fyrir augu ýmsar gersemar sem höfðu kom- ið úr hafinu í síðustu sjóferð, kuð- unga, ígulker, krossfiska o.fl. for- vitnilegt. Eftir að við fluttum norður reyndi ég að vera til gagns í sveit- inni og studdi pabbi mig eins og hans var von og vísa og veitti mér tilsögn við það sem betur mátti fara. Hann var natinn við skepn- urnar og mátti ekkert aumt sjá enda voru dýrin mjög hænd að honum og oft spakari við hann en aðra. Pabbi var hraustur, ósérhlífinn og glaðsinna og hjálpaði það hon- um mikið við að ná sér eftir það erfiða áfall sem orsakaði lömun hans og um leið skerti starfsgetu. Það var líka án efa það sem hjálp- aði honum að ná þeim bata sem hann náði eftir þessi veikindi sín, því í hans orðabók var ekki skil- greint hvað það þýddi að gefast upp og ef hann var inntur eftir líðan sinni þá var ætíð sama svar- ið: „Ég hef það fínt.“ Það var örugglega einhver annar sem átti við meiri erfiðleika að stríða en hann. Hann saknaði þess þó mest að geta ekki hlaupið, dansað eða farið á hestbak meir vegna fötl- unar sinnar. Eftir að við fluttum á Krókinn dvaldi pabbi úti á Hóli frá vori og fram á haust, meðan heilsan leyfði. Þar undi hann sér við eitt og annað. Hugur hans var ætíð í sveitinni, annað hvort á Hóli eða hjá Guðrúnu systur eftir að hún flutti að Minni-Ökrum. Fylgdist hann grannt með hvernig bú- skapurinn þar gekk, sauðburður, heyskapur, smalanir og fjár- heimtur. Barnabörnin áttu stóran sess hjá honum og ræddi hann oft við þau um kindurnar og kisurnar. Hann fylgdist með á vorin þegar ærnar þeirra báru, hvort það var hrútur eða gimbur, hversu mörg og hvernig lömbin voru á litinn, þetta var allt geymt og rætt fram og aftur. Einnig leitaði hugurinn oft til Ólafsfjarðar á æskustöðv- arnar á Kleifunum. Þaðan átti hann margar minningar tengdar sjónum, fjársmölunum m.a. í Héðinsfirði og fjárrekstrum yfir Rauðskörð. Þá var ekki alltaf logn og blíða eða sumarsól, eða sú tækni sem er nú til staðar til að segja til um veður fram í tímann. Nú ertu laus við verki og van- líðan, elsku pabbi minn, og við vonum að þér líði vel og hjá þér sé Maríuveður, hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Kristín. Nú er komið að kveðjustund pabbi minn. Ég mun ætíð minn- ast þín fyrir jákvæðni, umburð- arlyndi og glaðværð. Það var sama hvað á dundi, alltaf brostir þú og ypptir öxl og sagðir „ja“ eins og það væri ekkert tiltöku- mál þótt kannan hefði brotnað eða maður hefði gert eitthvað af sér. Þegar þér var gerður grikk- ur hlóstu svo innilega þótt stund- um hefði maður átt skilið að fá ávítur fyrir. Einu sinni gastu samt ekki orða bundist þegar við systurnar kölluðum á þig í sím- ann sunnan úr fjárhúsum og bið- um svo glaðbeittar á tröppunum á Hóli, þegar þú komst hlaupandi og við sögðum „fyrsti apríl“. Ég þakka fyrir allar þær stundir sem við vorum að stússa í búskapnum á Hóli, strax á vorin fórstu út á Skaga til að hugsa um kindurnar og lömbin. Oft varstu mættur í fjárhúsin af því að það var einhver sem vakti þig eins og þú sagðir og undantekningalaust var þá einhver kindin sem þurfti að fá hjálp til að koma afkvæmi sínu í heiminn. Það var þér svo kært að fá að hugsa um kindurn- ar og lömbin. Eftir að ég flutti í Minni-Akra og þú komst fram eftir í vorstúss- ið að sjá um lömbin sem tekin voru inn í þvottahús svo að þau næðu í sig hita þurfti maður ekk- ert að hafa áhyggjur af þeim meira. Þú varst besta fóstra sem völ var á, ekki mátti heyrast í þeim þá var tími til kominn að gefa að drekka. Barnabörnin fóru ekki var- hluta af gæsku þinni heldur, oft þurftir þú að gauka einhverju smáræði að þeim. Ekki veit ég hversu oft þau unnu afa í spilum eins og olsen-olsen og veiðimanni, það var eins og þau vissu alltaf hvaða spil afi dró úr bunkanum. Kannski vegna þess að oft tuldr- aðir þú þegar þú dróst spil „lauf- atía eða -gosi“ og brostir í kamp- inn eftir að hafa misst þetta út úr þér. Svo var nauðsynlegt að kenna barnabörnunum að drekka kaffi, súpa á og dæsa á eftir. Þótt ekki tækist að kenna þeim öllum að meta þennan drykk var þetta eins og viss helgiathöfn. Ég þakka þér fyrir allt pabbi minn, minning þín lifir. Þín dóttir, Guðrún Elva. Kæri vinur. Mér er ljúft og skylt að minn- ast þín með fáeinum orðum. Þú talaðir oft um að nú væri „Mar- íuveður“ og þannig var það dag- inn sem þú kvaddir, sól og blíða. Ég og mín fjölskylda vorum svo lánsöm að fá að kynnast þér og þekkja lengi. Við stöndum ríkari eftir. Minningarnar flæða, þær eru óteljandi, en ein verður að vera hér, hún er ógleymanleg. Það var búið að setja ný ljós í kjallarann á Hóli, þú kveiktir á þeim öllum og tókst svo stóra sveiflu um eldhúsið til að sýna okkur alla dýrðina. Þú varst svo innilega glaður. Þú verður mér ógleymanleg hetja, elsku Ár- mann, kvartaðir aldrei og lagðir alúð þína í allt sem þú gerðir. Dætur mínar sem voru svo heppnar að fá að dvelja tíma og tíma hjá ykkur hjónum á Hóli, búa að því alla ævi. Eins áttu allir mínir aðgang að heimilinu ykkar á Hólavegi jafnt að nóttu sem degi. Það var gott að fá að sitja við rúmið þitt síðustu dagana og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum. En það var sárt að kveðja. Elsku Anna, Stína, Guð- rún, tengdasynir og barnabörn, mínar bestu samúðarkveðjur. Góði vinur, takk og aftur takk fyrir mig og hópinn minn. Sigrún, Litla-Felli. Björn Ármann Antonsson alveg einstaklega ánægjulegt og gott vináttusamband við þig og Ingimar síðastliðin 20 ár. Það hefur ávallt verið yndis- legt að hitta ykkur hjónin, ætíð svo kát og með hlýlegt viðmót. Það var svo gaman að fá ykkur í þær veislur sem fjölskylda mín hélt, hvort sem það var skírn eða afmælisveislur. Við fjölskyldan mín erum mik- ið matfólk og þykir ekkert eins gott og að borða góðan mat með skemmtilegu fólki og þannig vor- uð þið hjónin líka. Alltaf svo gest- risin og myndarleg. Ég er alveg viss um það, Matta mín, að nú þegar ertu komin á fullt í því að opna fallegt gisti- heimili í „Sumarlandinu“ þar sem ilmur af nýbökuðu brauði tekur á móti gestum, ásamt ómi af glað- legri tónlist. Þegar minn tími kemur, mun ég bóka herbergi þar, svo mikið er víst. Elsku Ingimar, við vottum þér og fjölskyldu þinni allri okkar innilegustu samúð og biðjum góð- an Guð um að hughreysta þig, varðveita þig og blessa. Megi minning Möttu lengi lifa. Rúna Gerður Stef- ánsdóttir og fjölskylda. „Ætlarðu ekki að koma og fá þér eina?“ heyrðist oft ofan af þriðju hæð á Bugðulæk 13, þegar ég var á ferð í stigaganginum sem við Matta og Ingimar deild- um um sex ára skeið. Það var þá hún Matta vinkona mín að bjóða í kaffi og með því og auðvitað þáði ég það. Eldhúsið hennar Möttu var nefnilega notalegasta eldhús í Reykjavík og þótt víðar væri leit- að. Þar var alltaf heitt á könn- unni, skonsudeigið tilbúið í skál og egg og skinka kraumandi á pönnunni. Á milli þess sem hún bar veitingar í gesti sat Matta við eldhúsborðið. Opin og umburðar- lynd, alltaf hress og jákvæð og til í spjall um hvað sem dagurinn bauð. Kímnigáfan frábær og brandarar oftar en ekki á hennar eigin kostnað, enda væri hægt að fylla heila bók af skemmtisögum af Möttu úr ferðalagi hennar í gegnum lífið. Hún kunni þá list að búa til veislu úr augnablikinu og njóta hversdagsins í hvívetna og það þrátt fyrir að hafa tekist á við sorgina stærstu, eða kannski líka þess vegna? Enda var oftast þétt- setið í eldhúsinu hjá Möttu. Þar voru allir velkomnir. Gestir sem voru í heimagistingunni hjá henni, ættingjar, vinir, nágrann- ar, gamlar vinkonur frá árunum á Hótel Loftleiðum, vinir barnanna hennar og jafnvel mínir ættingjar og vinir sem hún tók sem sínum eigin. Svo ekki sé talað um syni mína, sem alltaf voru aufúsugest- ir uppi hjá Möttu sinni. Ég mun minnast þessarar ein- stöku konu með þakklæti fyrir vináttu og tryggð sem ekki er að finna á hverju strái og allar ógleymanlegu stundirnar munu verða vel geymdar. Elsku Ingi- mar, Gunna, Jóhanna og fjöl- skyldur. Ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Bjarnheiður Hallsdóttir. Þegar mér verður hugsað til hennar Möttu minnar koma þessi orð upp í hugann; glaðvær, skemmtileg og mikill mannvinur. Hún fékk að lifa hér á jörð í 84 ár, var gift elskulegum móðurbróður mínum, honum Ingimar, og sam- an höfðu þau fetað lífsveginn í svo ótal mörg ár. Afkomendur þeirra syrgja nú þessa sérstæðu konu og þótt hún hafi átt bæði góða og langa ævi snertir andlát ástvinar ætíð sálartetrið og hugurinn leit- ar aftur í tímann í bjartan minn- ingasjóð. Matta og Ingimar voru yfir- leitt nefnd í einni hendingu, svo nátengd voru þau hvort öðru sem og foreldrum mínum heitnum og stórfjölskyldunni allri. Matta mín hafði yndi af því að rifja upp gamla tíma. Hún var mikil vinkona mömmu heitinnar og varð henni tíðrætt um hana eftir að mamma lést. Þær voru ólíkar mágkonurnar, það var svona viss stríðnispúki í þeim báðum, þær létu hvor aðra heyra það, en strengurinn var ætíð sterkur á milli þeirra og báðar höfðu þær gaman af því að gleðj- ast saman á góðri stund. Enda sagði Matta oft við mig er ég leit til hennar: „Marsí mín, ég sakna hennar mömmu þinnar svo mikið því hún var svo skemmtileg.“ Þegar við leiðum hugann að orð- inu skemmtileg eða skemmtun þá var það aðalgamanið hjá Möttu okkar að taka á móti gestum, enda gerðu fáir það betur en þau Ingimar. Allir voru svo velkomn- ir til þeirra og ótrúlegasta fólk hélt tryggð við þau um árabil. Þegar Matta var hætt að vinna úti ráku þau gistiheimili á Bugð- ulæk 13 en það var einnig heimili þeirra til margra ára. Þar var stundum afar líflegt og frekar virkjaði Matta hálfa götuna með sér í þessum bissness en að út- hýsa einhverjum. Ingimar henn- ar keyrði leigubíl og sameinuðu þau lipurlega þessa iðju öllum til gleði og hagsbóta. Dóttir þeirra, Guðrún Katrín, fluttist til Ástralíu og það voru ófáar ferðirnar sem þau fóru gamla settið til að vera í námunda við hana, eiginmann hennar Geira, elskuleg börn þeirra og allra síðast kær barnabarnabörn. Það var viss tregi og þá sérstak- lega í Ingimar, föður Gunnu, að þau skyldu flytjast búferlum og vera svona langt í burtu en þess- ar ferðir til þeirra gáfu þeim mik- ið og einnig var gott að finna til- hlökkunina því að dagarnir voru svo sannarlega taldir þegar von var á Gunnu þeirra og Geira til Ísalandsins góða. Jóhanna dóttir þeirra hefur staðið vaktina með þeim hér með miklum sóma, en mikill harmur var að þeim kveðinn er Palli son- ur þeirra lést á besta aldri. Þau eru af þeirri kynslóð sem var kennt að réttast væri að bera harm sinn í hljóði en upp á síð- kastið kom Palli, þessi elska, meira fram í samtölum við þau. Það var sérstakt þegar við Stef- án, eiginmaður minn, ræddum við þau að þau leyfðu hvort öðru að segja sína sögu og þegar Matta var að segja frá leit Ingi- mar hana ástaraugum þótt hann hefði eflaust heyrt það sama hundrað sinnum. Bætti hann síð- an glettinn einhverju við í lokin. Hver vill ekki koma til hjóna þar sem samstaðan er í fyrirrúmi, hagur hins hafður að leiðarljósi bæði í lífsins þrautum og á gleði- stundum? Marsibil Ólafsdóttir. Matta, þessi yndislega glað- væra kona, kvaddi lífið snögglega laugardaginn 2. mars. Já, snögg- lega þótt hún væri á 85. aldursári, hún lagði sig eftir matinn og sofn- aði svefninum langa. Hún talaði oft um hvað þau hjónin væru heppin, fyndu hvergi til, liði bara vel og væru hraust. Aðeins sjónin hennar væri komin langleiðina að hverfa, svo að Ingimar las fyrir hana úr blöðunum, en það aftraði henni þó ekki í að hrósa fólki fyrir hvað það liti vel út og væri fallegt þegar það kom í heimsókn. Já, Matta þekkti sko ekkert nema fallegt og gott fólk. Möttu fannst mikilvægt að vera vel greidd og vel til fara, hún fór meira að segja í hárgreiðslu daginn fyrir andlátið og hefur því verið fín og falleg þegar hún hitti systkini sín og soninn sem hún elskaði svo mikið en féll frá svo alltof fljótt, rétt rúmlega fertug- ur. Já, þann dag sem Matta mætti hefur orðið fjör í himna- ríki, það sagði Ingimar hennar heittelskaði og við hin tókum undir, það er engin lognmolla þar sem Matta er, núna eru engir sjúkdómar, engin hjálpartæki og engin ellikerling að þvælast fyrir þeim og nú sér hún fegurðina með eigin augum. Hún sagði ósjaldan að hún ætti svo ástríkan mann, Ingimar væri svo duglegur og hugulsamur og hann stjanaði við hana alla daga. Hún hefði séð hvern mann hann hafði að geyma þegar hún fyrst sá hann í kringum sjöunda árið og fjölskylda hennar flutti í Hrútafjörðinn. Strax á þeim ár- um, aðeins barn að aldri, ákvað hún að þessum dreng ætlaði hún að giftast. Hjónabandið varaði í nær 65 ár. Er þetta ekki ást við fyrstu sýn? Matta mín var ekki síðri en Ingimar þegar ástríki og góð- mennska var annars vegar. Það er mannbætandi að þekkja þau og alltaf fer ég með hjartað fullt af brosi og gleði eftir spjall við eldhúsborðið eða á svölunum. Takk fyrir alveg einstakar móttökur og yndisleg viðkynni elsku hjartans Matta mín, ég kveð þig með sorg og gleði í hjarta. Elsku Ingimar, Gunna og fjöl- skylda, Jóhanna og fjölskylda, Erlingur og fjölskylda og Villi og fjölskylda, megi Guð og aðrar góðar vættir styrkja ykkur í sorginni. Þó allir hljóti að fara þessa ferð að finna andans björtu heimakynni, þá streymir um hugann minninganna mergð er mætur vinur hverfur hinsta sinni. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Sigrún Guðgeirsdóttir og fjölskylda. Ég stóð á tröppum Bugð- ulækjar 13 og vellti því fyrir mér hvort Gistiheimili tæki á móti nokkrum skítugum járniðnaðar- mönnum og leigði þeim herbergi, jafnvel í nokkrar vikur. Ég hringdi og hvell rödd kom í dyra- símann, komdu upp. Ég skokkaði af stað upp stigann. Og þarna hitti eg Möttu, eins og hún var alltaf kölluð, í fyrsta sinn. Það var hinsvegar eins og hún hefði alltaf þekkt mig. Og fyrr en varði var ég kominn með hóp manna inná gafl í orðsins fyllstu merkingu. Þarna vorum við komnir inn í íbúð hjá bláókunnugum hjónum. En það átti eftir að breytast fljótt, því eftir nokkra daga vor- um við orðnir eins og börnin þeirra. Þarna vorum við staddir á Gistiheimili Mattheu K. Guð- mundsdóttur. Síðan eru liðin mörg ár. Margt væri hægt að skrifa um veru okkar hjá Möttu því hún varð mun lengri en í fyrstu var áætlað. Og allan tím- ann vorum við umvafin kærleika og hlýju. Það var oft kátt á hjalla við kvöldverðarborðið þegar við komum frá vinnu við skolpdælu- stöðna í Laugarnesi, þá var Matta hrókur alls fagnaðar og margt spaugilegt fjasað um mat- inn sem alltaf var nóg af, og alltaf góður. Og þá var eiginmaðurinn hann Ingimar Einarsson ekki eft- irbátur hennar með grínið og skemmtilegheitin, þau voru reyndar eins og einn maður í öllu sem þau gerðu. Seinna þegar ég var orðinn einn í gistingu hjá Möttu þá kom konan mín Sigrún öðru hverju í heimsókn, stundum gisti hún, og þá var engu tauti við þau komið, við urðum að sofa í svefnherberginu þeirra, þau mundu sofa í stofunni. Þetta var nefnilega Gistiheimili Mattheu. Við Sigrún höfum notið frábærr- ar vináttu þeirra æ síðan. Laug- ardaginn 2. mars dró hinsvegar ský fyrir sólu hjá okkur Sigrúnu, því þá lést hún vinkona okkar í svefni á áttugasta og fimmta ald- ursári. Maður kynnist ekki oft á lífs- leiðini slíku gulli sem Matta var. En minningin mun lifa. Um leið og við Sigrún vottum fjölskyld- unni samúð biðjum við góðan Guð að blessa minningu Mattheu K. Guðmundsdóttur. Einar Jóhann Guðleifsson og Sigrún Rafnsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Mattheu K. Guðmunds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.