Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 31

Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 31
manna hópur, göngum tvisvar í viku. Á miðvikudögum förum við í stutta göngu í Elliðaárdalnum en á laugar- dögum förum við aðeins út fyrir þéttbýlið og göngum þá gjarnan í Heiðmörkinni eða á Esjuna. Ég gekk t.d. sjö sinnum á Esjuna á stuttum tíma áður en ég fór á Hvannadalshnúk árið 2006. En Skálmararnir fara líka í eina stóra ferð á hverju sumri, svona fjögurra daga til vikuferð. Við fórum í Hólmsárgöngu í fyrra, gengum á Hornströndum 2011, á Síðu 2010, fórum Hellismannaleið 2009 og gengum í Hálöndum Skotlands árið 2008. Í sumar stefna Skálmarar svo á Síðuna, Lómagnúp, Hverfisfljót, Kaldbak og Fjaðrárgljúfur. Síðan geng ég mikið með Ferða- málafélagi Skaftárhrepps. Þau eru með tvær til þrjár ferðir á mánuði yfir sumartímann, með fararstjóra, og ég læt mig ekki vanta í þær ferðir ef ég er fyrir austan á annað borð. Svo má ekki gleyma Lakkstígvél- unum. Það er gönguhópu sem saman stendur af samstarfsfólki en með þeim fer ég árlega í góðar göngur.“ Jóna Lísa er virkur náttúruvernd- arsinni og hefur talað gegn virkj- unum í Skaftárhreppi. Fjölskylda Eiginmaður Jónu Lísu er Páll Gunnarsson, f. 22.7. 1956, vélstjóri hjá Þorbirni. Hann er sonur Gunn- ars Pálssonar, f. 18.9. 1925, fyrrv. verkamanns, og Jóhönnu Margrétar Jóhannsdóttur, f. 20.12. 1916, d. 16.1. 1988, húsfreyju. Börn Jónu Lísu og Páls eru Sævar Örn, f. 30.10. 1982, rafmagnstækni- fræðingur hjá Rafmiðlun, en kona hans er Ína Björg Árnadóttir, f. 18.1. 1984, nemi við HÍ og er dóttir þeirra Freyja Rós, f. 25.4. 2011; Ágústa Sól, f. 30.3. 1990, nemi við HÍ, en unnusti hennar er Þórgrímur Ármannsson, f. 2.6. 1989, nemi í gullsmíði. Systkini Jónu Lísu eru Ásta Sig- rún, f. 17.4. 1955, sjúkraliði, búsett í Reykjavík; Vigfús Gunnar f. 6.6. 1957, framkvæmdastjóri hjá Flug- ger, búsettur í Þorlákshöfn; Sig- urður Ómar, f. 18.7. 1960, bóndi í Hemru; Sigurgeir Bjarni, f. 8.4. 1965, bóndi á Flögu; Sverrir, f. 6.4. 1969, bóndi á Kirkjubæjarklaustri. Foreldrar Jónu Lísu: Gísli Vigfús- son, f. 29.8. 1923, d. 1.3. 2007, bóndi á Flögu, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 18.1. 1934, ferðaþjónustubóndi á Flögu. Úr frændgarði Jónu Lísu Gísladóttur Jóna Lísa Gísladóttir Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Holti I Bárður Pálsson b. í Holti I í Álftaveri Ástríður Bárðardóttir húsfr. í Kerlingardal Sigurður Sverrisson b. í Kerlingardal Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Flögu Oddný Jónsdóttir húsfr. í Hraunbæ og í Jórvík Sverrir Bjarnason b. í Hraunbæ og í Jórvík í Álftaveri Þuríður Ólafsdóttir frá Syðri-Steinsmýri Gunnar Vigfússon óðalsb. á Flögu Vigfús Gunnarsson b. á Flögu Sigríður Sveinsdóttir húsfr. á Flögu Gísli Vigfússon b. og póstur á Flögu Guðríður Pálsdóttir prófasts og alþm á Síðu Pálssonar Sveinn pr. og alþm. í Ásum.Móðir hans var Sigríður Sveinsdóttir, náttúrufr. í Vík Pálssonar, og Þórunnar Bjarnadóttur, landlæknis Pálssonar, og Rannveigar Skúladóttur, landfógeta Magnússonar Sigríður Bárðardóttir húsfr. á Jarðlangsstöðum í Borgarfirði Sverrir Sigurðarson var b. á Ljótarstöðum Guðríður Vigfúsdóttir húsfr. Ingibjörg Linnet yfirpóstafgreiðsluk., móðir Jóhönnu Linnet söngkonu Sigríður Björnsdóttir myndlistakona,móðir Björns Roth Karlssonar myndlistarmanns Oddur Björnsson leikritaskáld, faðir Hilmars kvikmyndagerðarmanns Sveinn Sveinsson b. á Norður-Fossi í Mýrdal Gísli Sveinsson alþingisforseti Runólfur Sveinsson sandgræðslustj. Róshildur Sveinsdóttir handavinnu- og yogakennari, móðir Brynju Benediktsdóttur leikstjóra, móður Benedikts Erlingssonar, leikara, leikstj. og leikritaskálds Páll Sveinsson sandgræðslustj., faðir Sveins landgræðslustj., Afmælisbarnið Jóna er hér á Kjós- areggjum og Þumall í baksýn. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2013 Gísli Kort Kristófersson hefur varið doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Minnesota-háskóla. Leiðbeinandi var prófessor Mary Jo Kreitzer. Ritgerðin nefnist „The effects of mindfulness ba- sed intervention on impulsivity, symp- toms of depression, anxiety, experien- ces and quality of life of persons suffering from substance use disorder and traumatic brain injury“. Ritgerðin fjallar um áhrif aðlagaðrar árveknimeðferðar (e. mindfulness) á ólíkar félagssálfræðilegar víddir fólks sem þjáist af áfengis- og/eða vímuefna- vanda og heilaskaða. Kvíði, þunglyndi, lífsgæði, hvatvísi og reynsla voru könn- uð til að fá yfirgripsmikla mynd af áhrif- um átta vikna áreknismeðferðar á þátt- takendur. Megindlegur hluti rannsóknarinnar skoðaði áhrif árvekni- byggðrar hugleiðslu á reynslu þátttak- enda með aðlagaðri grundaðri kenningu (e. grounded theory). Almennar og sér- tækar tölfræðiaðferðir voru notaðar til að skoða niðurstöður eigindlegra gagna. Niðurstöður megindlegra gagna sýndu ekki marktækt fram á kosti inngripsins á meðan eigindleg viðtöl sýndu fram á ýmsa kosti meðferðarinnar að sögn þátttakenda. Þar á meðal voru jákvæð áhrif á líðan, hvatvísi, kvíða og sam- bönd við annað fólk. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að þessi aðlagaða árvekni- byggða streitustjórnunarmeðferð er ódýr og örugg aðferð sem virtist henta þátttakendum rannsóknarinnar vel. Skortur á tölfræðilega marktækum nið- urstöðum í megindlegum hluta rann- sóknarinnar gefur þó til kynna að fleiri rannsókna með stærra úrtaki sé þörf á þessu rannsóknarsviði.  Gísli Kort Kristófersson fæddist 6. nóvember 1978, sonur Margrétar Gunn- arsdóttur hjúkrunarfræðings og Kristófer Más Kristinssonar, kennara og leið- sögumanns. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1998, BS-prófi í hjúkrunarfræði 2004 frá Háskóla Íslands og meistaraprófi í geðhjúkrunarfræði 2008 frá Minnesota-háskóla. Hann hefur starfað sem klínískur sérfræðingur í geð- hjúkrun síðan 2008 og starfar nú sem aðstoðarprófessor í hjúkrunarfræði við Minnesota-háskóla ásamt störfum á einkastofu. Gísli Kort er giftur Auðbjörgu Björnsdóttur, fyrirlesara við tölfræðideild Minnesota-háskóla. Börn Auðbjargar og Gísla eru Björn Kort, Ágústa Kort og Helgi Kort. Doktor Doktor í hjúkrunarfræði 100 ára Sigrún Snorradóttir 90 ára Aðalheiður Geirsdóttir Emma Kolbeinsdóttir Gunnlaugur Árnason Halldór G. Stefánsson 75 ára Barbara Thinat Daníel Axelsson Helga Björg Sigurðardóttir Kristján Albertsson Kristján R. Kristjánsson Magnea Ólöf Oddsdóttir Margrét Gunnlaugsdóttir Stefán Björgvinsson 70 ára Davíð Guðmundsson Guðrún Vigdís Sverrisdóttir Gunnar Kárason Hansína Sesselja Gísladóttir Hjörtur Grímsson Jón Þorvaldsson Sigurbjörg Jóhannesdóttir 60 ára Benedikta S. Steingrímsdóttir Birgir F. Strandberg Bryndís Valgeirsdóttir Dögg Theódórsdóttir Hólmfríður G. Þorleifsdóttir Páll Arnór Sigurðsson Ragnheiður K. Lárusdóttir Sigurður Már Sigurðsson Svanur Jóhannsson 50 ára Björn Jóhannesson Eiríkur Þórkelsson Jóhanna Sigurðardóttir Liudmyla Tyshko 40 ára Birgir Örn Arnarson Elísabet Böðvarsdóttir Ernir Freyr Sigurðsson Eva Margrét Ævarsdóttir Guðlaug María Leifsdóttir Hildur Sigurjónsdóttir Jón Andri Finnsson Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir Natasa Desnica Tomasz Wojciech Krawczuk Þórður Bjarnason 30 ára Alisha Dawn Þorsteinsdóttir Andrés Arnar Hlynsson Arnar Guðnason Arnheiður Rán Almarsdóttir Björn Eyjólfsson Friðrik Bjarnason Guðmundur Björnsson Hugrún Harpa Reynisdóttir Ívar Hauksson Katarzyna Hanna Wasyl Kári Sigurjónsson Monika Pinkovská Sigurbjörg Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Maja ólst upp í Bolungarvík, vann við frystihús í Bolungarvík á unglingsárunum og hefur séð um börn og bú. Maki: Stefán Ólafur Stef- ánsson, f. 1989, verktaki og þúsundþjalasmiður. Synir: Ísak Ingi, f. 2001 Baldur Þór, f. 2004 og Mikael Meyvant, f. 2010. Foreldrar: Sólveig B. Skúladóttir, f. 1958, og Jón Ísak Harðarson, f. 1958. Ólöf María Jónsdóttir 30 ára Telma ólst upp í Steinnesi í Húnavatns- sýslu, lauk BS-prófi í ferðamálafræði frá HÍ, vinnur við Landsbankann og hannar skartgripi. Maki: Trausti Ágúst Her- mannsson, f. 1983, lög- maður. Sonur: Magnús Trausta- son, f. 2011. Foreldrar: Magnús Jós- efsson, f. 1953, bóndi í Steinnesi, og Líney Árna- dóttir, f. 1957, forstöðum. Telma Magnúsdóttir 30 ára Auðunn lauk stúd- entsprófi frá MA, prófi í ljósmyndun í Ástralíu 2008, stundar nú nám í stjórnun og markaðsfræði við HA og vinnur sjálf- stætt sem ljósmyndari. Maki: Aðalheiður Alfreðs- dóttir, f. 1990, nemi í sjáv- arútvegsfræði við HA. Foreldrar: Níels Karlsson, f. 1952, mennta- skólakennari, og Jóhanna S.H. Pétursdóttir, f. 1948, starfsmaður hjá Brimi. Auðunn Níelsson Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Gleymdu gamla símkerfinu, hér kemur Swyx

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.