Morgunblaðið - 11.03.2013, Page 40
MÁNUDAGUR 11. MARS 70. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Íslendingur í fangelsi í Tyrklandi
2. Helena er draumakonan mín
3. Bráðkvaddur eftir baráttu ...
4. Umsókn stóðst ekki lagareglur
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í kvöld leiða saman hesta sína á
stuðtónleikum í Kaldalónssal Hörpu,
Lúðrasveit Reykjavíkur og Páll Óskar
Hjálmtýsson. Hljómsveitin mun flytja
popp- og rokktónlist auk þess sem
frumfluttar verða útsetningar á
nokkrum lögum sem þekkt eru í
flutningi Páls Óskars.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páll Óskar kemur
fram með lúðrasveit
Hinn 19. apríl
verður haldin
rappkeppni fyrir
þátttakendur sem
eru 16 ára og
eldri, af öllu land-
inu. Keppnin fer
fram í Molanum,
ungmennahúsi
Kópavogs, í nánu
samstarfi við Sesar A. en hann er
einn helsti frumkvöðull íslensks
rapps. Skráning fer fram á heimasíðu
Molans, www.molinn.is/rappthulan.
16 ára og eldri keppa
á Rappþulunni 2013
Opnunartónleikar vortónleikaraðar
Jazzklúbbsins Múlans verða haldnir
miðvikudag 13. mars. Þeir verða í
Munnhörpunni í Hörpu. Fram kemur
hljómsveitin Jónsson &
Gröndal Quintet. Sér-
stakur gestur verð-
ur trompetleikarinn
Ari Bragi Kárason.
Tónleikarnir
hefjast kl. 21.30,
aðgangur er
ókeypis.
Ókeypis á opnunar-
tónleika Múlans
Á þriðjudag Hæg norðlæg átt og lítilsháttar snjókoma N-til á land-
inu. Hæg vestlæg átt V-lands og dálítil rigning. Hiti 0 til 5 stig.
Á miðvikudag Suðaustan og austan 3-8 m/s. Slydda eða snjó-
koma S- og V-lands, hiti um frostmark, annars úrkomulítið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG NV 3-8 m/s NA-til á landinu og lítilsháttar
snjómugga. Hiti 0 til 5 stig S- og V-lands, annars frost 0 til 7 stig.
VEÐUR
„Það vilja að sjálfsögðu öll
liðin á landinu vinna okkur
en við einblínum á að vinna
alla titla. Þrátt fyrir að
missa marga lykilmenn úr
liðinu í vetur höldum við
áfram klassaspila-
mennsku,“ sagði Dagný
Skúladóttir sem skoraði
sex marka Vals í bikar-
úrslitaleiknum gegn
Fram í gær þar sem Vals-
konur tryggðu sér enn einn
titilinn. »4-5
Einblínum á að
vinna alla titla
Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu, segir að skellurinn gegn
Svíum á föstu-
dagskvöldið
hafi verið mikið
kjaftshögg fyrir
íslenska
landsliðið
og virkilegt
spark í
rassinn.
„Við erum
búin að
ræða þetta
mikið innan
hópsins núna,
hvað við þurf-
um að laga,
og það er
ekkert eitt
heldur
margir
hlutir,“
segir
Katrín. »1
Mikið kjaftshögg og
virkilegt spark í rassinn
Thelma Rut Hermannsdóttir og Ólafur
Garðar Gunnarsson, bæði úr Gerplu, urðu
um helgina Íslandsmeistarar í fjölþraut í
fimleikum. Thelma Rut er alvön því þetta
var fimmti sigur hennar á Íslandsmótinu
á jafnmörgum árum, en Ólafur Garðar
krækti þarna í sinn fyrsta Íslandsmeist-
aratitil í fjölþraut karla. Athyglisverður
árangur hjá honum þar sem rétt ár er síð-
an hann sleit hásin – í fimleikum. »8
Íslandsmeistarinn
sleit hásin í fyrra
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Lói – þú flýgur aldrei einn (e. Ploe –
You Never Fly Alone) er titill tölvu-
gerðrar teiknimyndar sem framleidd
verður hér á landi og í Þýskalandi og
stefnt er að því að frumsýna í árslok
2015. GunHil, fyrirtæki myndlistar-
mannsins Gunnars Karlssonar,
Hauks Sigurjónssonar og Hilmars
Sigurðssonar sem er framkvæmda-
stjóri þess, stendur að baki mynd-
inni. Handritshöfundur er Friðrik
Erlingsson, Gunnar Karlsson hannar
útlit og persónur myndarinnar og
leikstjórn verður í höndum Árna
Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars.
GunHil kynnti myndina föstudag-
inn sl. á Cartoon Movies, stærstu
teiknimyndaráðstefnu Evrópu og
landaði þar tveimur staðfestingar-
samningum um framleiðslu hennar,
annars vegar samningi við eitt
stærsta teiknimynda- og tölvubrellu-
fyrirtæki Þýskalands, Trixter, sem
sjá mun um fjármögnun upp á 670
milljónir króna og hins vegar heims-
dreifingarsamningi við fyrirtækið
ARRI Worldsales. Heildarfram-
leiðslukostnaður verður um 1,2 millj-
arðar króna og er gert ráð fyrir því
að hér á landi verði unnin um 80 árs-
verk í tengslum við myndina. Þeir
Hilmar, Gunnar og Friðrik unnu
saman að gerð fyrstu teiknimyndar
Íslandssögunnar í fullri lengd,
Hetjur Valhallar – Þór sem sýnd hef-
ur verið víða um heim og er enn að
nema lönd.
Örlítið ódýrari en Þór
Hilmar segist vonast til þess að
framleiðsla á myndinni hefjist seint í
haust. Spurður að því hver fram-
leiðslukostnaður þessarar teikni-
myndar sé samanborinn við fram-
leiðslukostnað teiknimyndarinnar
um þrumuguðinn Þór, segir Hilmar
að hann sé ögn minni, það muni ekki
miklu. Teiknimyndin um Lóa verði
unnin í þrívídd, líkt og myndin um
Þór, og unnin fyrir alþjóðlega dreif-
ingu í kvikmyndahúsum.
– Þetta hefur verið mikill happa-
fengur, þessir tveir samningar?
„Heldur betur. Trixter er annað af
tveimur stærstu teiknimynda- og
tölvubrellufyrirtækjum Þýskalands.
Við erum að fá bæði mjög góð fyrir-
tæki og stóran fjármögnunarhluta
með þeim. Það annars vegar kvittar
upp á að verkefnið er gott og hins
vegar að það sem vantar upp á í fjár-
mögnun er tiltölulega einfalt að
klára,“ svarar Hilmar.
Framköllun í Þýskalandi
– Hvaða hluti framleiðslunnar fer
fram hér á landi?
„Við skiptum þessu nokkuð bróð-
urlega með okkur fram að tækni-
þyngsta hlutanum, hann verður
gerður í Þýskalandi. Við köllum
þetta framköllun á íslensku (e. ren-
dering) sem er þá útreikningur á
öllum tölvuhreyfingum og lýsingu,“
segir Hilmar. Kvikunin muni fara
fram á Íslandi, það sem á ensku er
kallað „animation“.
– Þetta eru 80 ársverk hér heima.
Það er ekkert smáræði og þá unnin
á tveimur árum eða svo?
„Já, það er slatti, á tveimur og
hálfu ári í það heila, fram að frum-
sýningu,“ segir Hilmar. Um 30
starfsmenn verði að vinna við
myndina á Íslandi þegar mest verð-
ur en að meðaltali 20 yfir fram-
leiðslutímann. „Við byrjum náttúr-
lega á því að bjóða Íslendingum
vinnuna. Við gerðum það líka í Þór
og svo verðum við að sjá hvað það
tekur okkur langt. Við verðum
væntanlega að sækja vinnuafl til út-
landa ef það dugar ekki. Það er alltaf
að fjölga í þessari grein,“ svarar
Hilmar, spurður að því hvort margir
Íslendingar verði meðal starfs-
manna.
Lói – þú flýgur aldrei einn segir af
litlum lóuunga, Lóa, sem kemur síð-
astur úr eggi og á erfitt uppdráttar.
Þegar haustar er hann ekki orðinn
fleygur og fjölskylda hans flýgur til
heitari landa. Lói verður því einn
eftir og þarf að takast á við veturinn
og aðrar hættur sem að honum
steðja, m.a. skæða óvini. Myndin
verður áreiðanlega ágætis land-
kynning þar sem söguhetjan er ís-
lenskur farfugl og sögusviðið íslensk
náttúra. Frekari fróðleik má finna
vefsíðu GunHil, www.gunhil.com.
80 ársverk við ófleygan Lóa
Teiknimynd um lóuunga framleidd á Íslandi og í Þýskalandi Áætlað að hún
kosti 1,2 milljarða Gunnar Karlsson hannar útlit og persónur myndarinnar
Ljósmynd/GunHil
Unginn Aðalpersóna teiknimyndarinnar, lóuunginn Lói, lítur svona út. Hann er sköpunarverk myndlistarmannsins
Gunnars Karlssonar sem á m.a. heiðurinn af útlitshönnun og persónum teiknimyndarinnar Hetjur Valhallar – Þór.