Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 51
Morgunblaðið/Ómar en aðrir en ég held að fólk hafi svolítið ranga mynd af mér sem gribbu, ég er misskilin, alls ekki eins slæm og einhverjir halda kannski,“ segir Linda og hlær. „Ég er ekki ósanngjörn og þegar krakkarnir hafa kynnst mér er enginn hræddur við mig lengur. En það tekur tíma að venjast gagnrýnni kennslu og ég gef ekki geðþóttasvör, ég get rökstutt og það er það sem skiptir máli.“ Til marks um þær breytingar sem eru að verða á viðhorfi til fagurfræði nefnir Linda styrkjakerfið. „Lengi vel var það þannig að ef þú vildir hanna hjólastól þá fékkstu frekar styrk ef hjólastóllinn gat keyrt upp veggi og var þá ný tækni heldur en ef hjólastóllinn átti einfaldlega að vera fallegur í útliti. Af því að fagurfræðin hefur ekki verið álitin eiginlegt hugverk á Íslandi og ekki þörf.“ Linda er hrifin af klæðaburði Íslendinga. Hún segir skort á langri sögu borgaralegra hefða gera það að verkum að við erum afskaplega nýjungagjörn. Annars staðar á Norðurlöndum passi íbúar sig að vera ekki flottari í tauinu en náunginn því annars skyggirðu á hina. „Yngra fólk sérstaklega er óhrætt við að klæða sig eins og það lystir en það vantar ákveðinn skilning á gæðum. Við erum voða fljót að hlaupa til og kaupa nýjasta draslið. En við leyfum okkur upp að vissu marki að vera karakt- erar í útliti þótt við séum það kannski ekki alltaf í tali. Ég kynntist karakterdýrkun í Frakklandi, ekki síst á eldra fólki. En eldra fólk er því miður hrætt við að stinga í stúf hérlendis. Ís- lenskar eldri konur missa svolítið sjálfstraustið með aldrinum, auðvitað með undantekningum, en eldri konur bera sig vel í Frakklandi og eru sjálfsöruggar. Fólk þar er ekki jafnmikið að horfa á sig utan frá og hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst, er ekki eins meðvirkt. Kannski er þetta líka að á Íslandi stendur eldri kona ekki fyrir nein sérstök völd, það er enginn æðislega mikið að hlusta á eldri konur og það er ekki gott. Ég held að það sé leiðinlegt að verða gamall á Íslandi.“ Kynþokkinn er valdatæki En tíska er þó ekki á móti konum. Hún vinnur með þeim og konur á öllum aldri ættu að nýta sér það. Þetta er blákalt mat Lindu og á öndverðum meiði við það sem oft heyrist. „Tísku- umfjöllun er oft afgreidd sem óæðra efni. Það er alger mis- skilningur að tíska vinni gegn konum. Tíska getur í raun og veru hjálpað jafnréttisbaráttunni. Fyrirbæri eins og UNICEF er fundið upp af tískuhönnuðum. Það var alveg stórkostlega mikilvæg hugmynd að bæði kyn gætu gengið í sömu fötum og notað sama ilmvatn. Tíska hefur verið tæki sem hefur hjálpað okkur að breytast og þróast.“ Linda bætir við að með klæðn- aði sé hægt að falsa ýmislegt – jafnvel kyn. Þetta sé mjög at- hyglisvert hjálpartæki. „Ég er femínisti dauðans. Og ég hlakka til þegar konur geta látið kynþokkann leka af sér án þess að allt verði vitlaust. Það fer svolítið fyrir brjóstið á mér þegar fólk talar um kynþokka sem klám. Það að kona skuli líta út fyrir að vera að tæla mann eða konu til einhvers líkamlegs er stimplað sem klám. Þetta er orðið svo óendanlega leiðinleg umræða. Hefurðu farið á herra- fatakvöld Kormáks og Skjaldar? Þar er karlmennskulegur kynþokki slíkur að það yrði allt vitlaust ef þessu yrði snúið við og sams konar kvennakvöld búið til. Það er búið að gera svo lítið úr þessum kvenlegu gildum og því sem konur standa fyr- ir. Í nafni jafnréttis þurfum við að eyða kyninu. Slíkt jafnrétti hlýtur að vera gervijafnrétti.“ Hönnuðurinn telur að konur muni ekki fá að vera konur óá- reittar fyrr en þær öðlist völd. Það er að segja stjórnmála- og peningavöld. „Völdin sem við höfum felast aðallega í útlitinu og barneignum enn sem komið er. Við eigum ekki að láta það tromp af hendi með því að gefa það frá okkur – það er ástæða fyrir því að við erum að því að setja eitthvað framan í okkur. Þar til við eignumst peningana verðum við að líta svo á að enn sem komið er séu öll völd góð. Við eigum ekki nema örfá pró- sent af peningum heimsins. Við erum nú þegar búnar að gefa frá okkur barnauppeldið og ég veit ekki hvort við höfum feng- ið nokkur völd að viti í staðinn. Í kynþokkanum felast völd.“ En er það ofskynjun að karlmannstíska breytist lítið? „Nei, það er þannig. Karlmenn þurfa að líta út fyrir að vera íhalds- samir og staðfastir til að sýna að peningarnir séu í réttum höndum. Við getum ekki verið með valdhafa sem eru alltaf að breyta öllu. Karlmannstískan mun lítið breytast meðan þeir hafa völdin. En það er gaman að sjá að kvenmannstíska verð- ur karlmannleg þegar konur taka stór skref inn í heim karla. Það má sjá skýrt. Á stríðstímum til dæmis var tískan okkar herðabreið og brjóst og mjaðmir voru alveg úti.“ Franska byltingin er Lindu hugleikin en um tíðarandann í kringum hana hefur hún þó nokkuð skrifað, sérstaklega út frá karlmannstískunni. „Fyrir byltinguna klæddust karlmenn blúndufatnaði, gengu í háhæluðum skóm og voru í gullfatnaði. Þá var hugmyndin sú að valdið kæmi frá guði og allir vildu líta út fyrir að vera nýkomnir úr anddyri himnaríkis. Eftir bylt- ingu snérist valdahugmyndin um að valdið kæmi frá mönn- unum. Þá vildi enginn klæða á sig vald og peninga og til varð einkennisbúningur karlmanna sem tákna átti jafnrétti sem svo þróast í jakkaföt sem eru í raun dulbúningur valdsins. Eftir þetta urðu blúndur og prjál eign kvennanna en þær voru ekki með í þessari hugmynd Frakka um jafnrétti, frelsi og bræðra- lag og þurftu ekki að klæða af sér neitt vald, þær höfðu aldrei átt neitt.“ Á sama hátt segir Linda að í samfélagi dagsins í dag sé kerfi þar sem fólk þarf að klæða sig á ákveðinn hátt til að vera gjaldgengt. Sá sem vilji slá lán þurfi að vera traustvekjandi, líta út fyrir að hann taki ekki slæmar skyndiákvarðanir. Mað- urinn í bankanum megi svo ekki líta út fyrir að hafa persónu- legar skoðanir um hvernig á að fara með peningana þar. „Á spítalanum viljum við þá að maðurinn sem kemur og ætlar að skera okkur upp sé ekki í rósóttum buxum með hanakamb. Við viljum að fólkið sem tilheyrir þessum tilteknu kerfum líti almennt ekki út fyrir að hafa persónulegar hugmyndir um hlutina. Kerfið á að sjá um okkur. Þetta er auðvitað blekking. Það eru einstaklingar sem taka allar ákvarðanir að lokum. Fólk er alltaf með útliti sínu að taka þátt í samfélagi mann- anna. Það er ekki nema maður hafi svo mikil völd að þú þurfir ekki á neinum að halda. Ef fólk segir sig einfaldlega úr samfélagi mannanna getur það klætt sig hvernig sem því sýnist.“ Linda leiðir talið að því að tísku sé ekki þröngvað upp á okkur, hún lúti ákveðnum lög- málum. Í kreppu verði hún íhaldssöm og öfugt. Í þenslu komi fram skrýtin form og fólk geri tilraunir. „Það er alltaf hægt að sjá efnahagsástandið út frá tískunni og nota hana til að skoða þróun tíðarandans. Það er enginn fatahönnuður sem hannar föt sem eru gersamlega úr takti við tíðarandann. Tök- um matarmenningu sem dæmi sem er stórkostlegt fyrirbæri. Við getum auðvitað borðað bara soðinn fisk og kartöflum en viljum við gera það? Það sama á við um tísku, útlit og listir. Gera hlutina skemmtilegri og fallegri. Þetta er tungumál, við tölum saman með þessum hætti.“ Persónulega segist Linda vera mjög hrifin af þenslu- tímabilum í hagkerfinu hvað hönnun varðar. Þá verði til pláss fyrir nýjar hugmyndir og hugrekki skapist til að taka áhættu. Þetta séu tímabilin þar sem raunverulegar breytingar verði í samfélaginu. Annar og verri flötur sé hins vegar á þenslunni sem hún sá birtast hér á Íslandi í því að nemendur sóttu sér síður framhaldsmenntun erlendis. „Vandamálið fyrir hrun var að enginn hafði áhuga á reynslu og virðingu fyrir henni vant- aði. Það var mest töff að hanga heima og ekkert sérstaklega töff að vera í útlöndum. Það er í raun ótrúlegt hvað margt breyttist. Áður hafði enginn áhuga á að reyna að búa til við- skiptamódel úr hönnun þegar það var hægt að græða milljarð á tveimur dögum í bankanum. Ég sjálf er mjög fegin að hafa ekki farið í gang með fyrirtæki mitt Scintillu fyrr en eftir hrun. Í dag nennir fólk að bíða eftir að hlutirnir geri sig.“ Eurovision batnar ekki Við vindum okkur aftur að meðvirkni því Linda staðhæfði í byrjun viðtals að Íslendingar væru meðvirk þjóð. Þegar fata- hönnuðurinn fór til Frakklands í nám uppgötvaði hún að Frakkar væru algerlega í hina áttina. Ómeðvirkir með ein- dæmum. „Mér finnst meðvirkt fólk ofboðslega leiðinlegt. Ef fólk þarf endilega alltaf að segja nákvæmlega það sem ég held að það ætli að segja þá þarf það ekki einu sinni að segja það. Ef hlutir koma ekki á óvart þá eru þeir vitsmunalega ekki skemmtilegir og fagurfræðilega ekki fallegir. Maður þarf að geta upplifað eitthvað sem manni hefði sjálfum ekki dottið í hug. En auðvitað er sumt klassískt, eins og sólarupprásin. Fyrirbæri sem er svo fallegt að það kemur fólki á óvart í hvert einasta skipti sem það upplifir það.“ Með Lindu fyrir framan sig langar mann að fara skipulega í gegnum ýmis mál. Það er ekki hægt að hemja spurningar á borð við þá hvað Lindu fannst um Eurovision í ár. Linda tjáir sig um keppnina út frá öðru en klæðaburði. „Þú segir nokkuð. Samstarfsfélagar mínir úti, þegar allt keyrði um koll þegar ég tjáði um kjólana hér um árið, dóu úr hlátri þegar ég sagði þeim frá viðbrögðunum við því að mér hefðu fundist einhverjir kjólar ljótir. En í ár. Sko. Snúum þessu við. Eurovision hefur snarversnað eftir að almenningur fór að velja með símakosn- ingu en ekki fagaðilar. Hvað ef við færum að velja í landsliðið í handbolta með símakosningu? Fagfólkið tekur ekki lengur þátt í Eurovision og það er sorgleg þróun. Það var metnaður fyrir Söngvakeppninni fyrir 25 árum. Mér fannst keppnin, sér- staklega hallærislegt upphafsatriðið með söngkonuna í smá- stelpukjól og berfætta, og lögin með allra versta móti í ár.“ Annað mál sem tengist klæðaburði hefur verið í umræðunni en það er Alþingi og lopapeysa menningar- og mennta- málaráðherra. Hefði Katrín Jakobsdóttir til dæmis ekki átt að vera í peysunni í pontu? „Það mál var mjög áhugavert. Oftast nær liggja einhverjar skynsamlegar ástæður að baki því að hlutirnir eru upphaflega einhvern veginn. Aðstæður geta svo breyst en skipulagið er áfram við það sama. Þannig verða úr- eltar hefðir til. Einhvern tímann var það þannig að fjölskylda nokkur skar hangikjötslærið alltaf í tvennt á jólunum og setti í tvo potta. Fjórum ættliðum síðar fór einhver að spá af hverju þetta væri gert svona. Þá kom í ljós að langamma hafði aldrei átt einn stóran pott heldur aðeins tvo litla potta. Og þá var þetta auðvitað gersamlega úr samhengi. Ég held að það sama eigi við um þessa hefð á þingi. Það var örugglega fullt af fólki í salnum sem var í fatnaði framleiddum í Kambódíu þar sem fólk vinnur nær ókeypis. Lopapeysan fór ekki fyrir brjóstið á mér enda eru hefðirnar þarna úreltar. Fólk heldur áfram að hafa hlutina einhvern veginn bara af því að þeir hafa „alltaf“ verið þannig.“ Er einhver gagnrýni á tískuheiminn sem Lindu finnst út í hött og hún vill taka hanskann upp fyrir? „Mér finnst að fólk verði að átta sig á því að tíska er fantasía og að þar er ým- islegt gert sem ekki er gert ráð fyrir að fólk reyni að apa eftir. Nú og gagnrýnin á „fótósjoppaðar“ myndir. Það er í góðu lagi að gera það. Einfaldlega teikniaðferð. Hver er annars mun- urinn á förðun og myndvinnslu? Og það hafa allir verið fegr- aðir í gegnum tíðina, bæði menn og mannkynssagan. Til dæm- is myndin sem við þekkjum af Jesú á málverkum og höggmyndum í gegnum aldirnar, hún er stórkostlega fótó- sjoppuð. Ég leyfi mér að fullyrða hér með að hann var ekki svona sætur.“ Að lokum. Hver er rjóminn af því sem er að gerast í dag? „Mörg áhugaverð fyrirtæki eru að skjóta upp kollinum sem bjóða upp á gæði, þá á ég við góð efni og gæðahönnun. Ég get nefnt Andreu Maack, Tulipop, JÖR og Kronk- ron, þó ég taki fram að þar er Hugrún systir mín í fararbroddi. Þá er ELLA með áhugaverða fag- urfræði. Og það er bara svo mikill uppgangur. Á útskriftarsýn- ingar okkar í LHÍ mæta um 600-800 manns. Fyrir nokkrum árum vissi enginn hvað tískubloggari né tískuljósmyndari var. Það eru að verða til verðmæti úr þessu og kreðsa. Nemendur okkar eru að fá tækifæri erlendis og fatarisinn H&M er búinn að ráða nemendur frá okkur tvö ár í röð. Fólk er að fara út í nám og það er frábært og mun skila sér. Ég sjálf? Það eru mjög fjölbreytt verkefni sem detta alltaf inn á borðið og ein- hvern veginn tekst mér að finna tíma til að sinna flestu, bæði Scintillu, starfinu í skólanum og svo alls kyns öðru. Þetta er bara svo gaman.“ * „Það var örugglega fulltaf fólki í salnum sem varí fatnaði framleiddum í Kambódíu þar sem fólk vinnur nær ókeypis. Lopapeysan fór ekki fyrir brjóstið á mér enda eru hefðirnar þarna úreltar“ 17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.