Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Page 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Page 42
Morgunblaðið/Golli M eð hækkandi sól og lóuna mætta til lands- ins eru ungmenni um land allt tekin í full- orðinna manna tölu. Fjölskyldur koma saman í tilefni þeirra tíma- móta og þá er við hæfi að færa fermingarbarninu gjöf. Margir velja peningagjöf enda vandasamt að velja gjöf við hæfi á þessum síðustu og verstu tímum og pen- ingagjafir eru skotheld leið til gagns fyrir fermingarbarnið. Þeir sem á árum áður þustu í bæinn og eyddu fermingarpening- unum á núll-einni í stundar- brjálsemi í Karnabæ eða Evu muna sjálfsagt margir eftir því að hafa dauðöfundað félagana sem voru skynsamir og lögðu afurðir sínar inn á bók. Að vísu tíðkaðist það ekki fyrr en á síðustu árum að bankar byðu framlag inn á reikninga sem þessa en allt um það – þeir skynsömu áttu jafnvel fyrir útborgun í bíl og afgang fyrir bensíni. Nú er það svo að peningar vaxa ekki á trjánum eins og kunnugt er, en skyldu þeir vaxa í bankanum? Vextir almennt 2,1% Sunnudagsblað Morgunblaðsins fór á stúfana og leitaði svara hjá stærstu viðskiptabönkunum um hvaða kjör fermingarbörnum bjóð- ast, kjósi þau að ávaxta peninga sína hjá þeim. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir að fé sé bundið á reikningi til 18 ára aldurs viðkom- andi fermingarbarns. Íslandsbanki býður 5.000 króna framlag ef lagðar eru inn 30.000 krónur eða meira á Framtíðar- reikning. Vextirnir eru 2,1% og reikningurinn er verðtryggður. Sama gildir ef lagðar eru 30.000 krónur eða meira inn á Ríkis- skuldabréfasjóð hjá VÍB, Eigna- stýringaþjónustu Íslandsbanka. MP banki býður upp á MP Framtíð, verðtryggðan sparnaðar- reikning sem bundinn er til 18 ára aldurs, vextir á slíkum reikningi eru 2,10%. Bankinn býður ekki upp á framlag á móti innlögn. Arion banki býður fermingar- börnum mótframlag ef lagt er inn á Framtíðarreikning. Mótframlagið nemur 5 þúsund krónum ef lagðar eru inn 30 þúsund krónur eða meira. Framtíðarreikningurinn er verðtryggður reikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Ársvext- irnir á reikningnum eru í dag 2,1%. Bæði verðtryggðir og óverð- tryggðir reikningar Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarbörn sem leggja lægri fjárhæð inn á Framtíðargrunn velja sér gjöf úr gjafavöru sem tengist Klassa, vild- arkerfi bankans fyrir börn og ung- linga. Lögð er áhersla á verðtryggðan Framtíðargrunn sem ber nú 2,10% vexti og er bundinn til 18 ára ald- urs. Einnig er í boði óverðtryggður Framtíðargrunnur með sömu bind- ingu, vextir á honum eru nú 4,25%. PENINGAGJAFIR Á RÉTTAN STAÐ FERMINGARBÖRN FRÁ GREITT FYRIR AÐ LEGGJA PENINGA INN Á REIKNING HJÁ STÓRU BÖNKUNUM. SÉU LAGÐAR INN 30 ÞÚSUND KRÓNUR FÆST 5 ÞÚSUND KRÓNA MÓTFRAMLAG. Hólmfríður Þórisdóttir holmfridur.thoris@gmail.com Skynsamleg ávöxtun fyrir fermingarbörn Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 4,25% Nafnávöxtun 4,25% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 41.340 kr. Óverðtryggður reikningur: Ávöxtun í 4 ár Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 2,10% Verðbólga 4,00% Nafnávöxtun 6,18% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 44.494 kr. Verðtryggður reikningur: Ef tekið er tillit til staðgreiðslu af vöxtum og verðbótum: Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 4,25% Nafnávöxtun eftir fj.skatt 3,40% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 40.008 kr. Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 2,10% Verðbólga 4,00% Nafnávöxtun eftir fj.skatt 4,95% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 42.457 kr. *Fjármál heimilannaFermingarvertíðin er hafin með pomp og prakt, hvað á að gefa blessuðum börnunum í ár? Sólveig Sigurðardóttir vakti mikla athygli í sjónvarpsviðtali á dög- unum en hún hefur losað sig við 35 kíló á tæpu ári. Hollustumatur er ekki ódýr á Íslandi og forvitnilegt að vita hvernig neytandi Sólveig er og hvernig hún kaupir inn til heim- ilisins. Sólveig er húsmóðir og ör- yrki og býr í Reykjavík. Á heimilinu eru tveir fullorðnir, tvö börn, sí- svangur labradorhundur og snobb- aður eðalköttur. Hvað áttu alltaf til í ísskápn- um? Hér er alltaf nóg til af grænmeti, skyri og ávöxtum. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Úff, yfirlið og svimi! Þetta eru svona 22-27 þús- und á viku. Þá tel ég bara stórmark- aði. Það er lítið um ferðir á veit- ingastaði. Hvar er helst verslað inn? Við verslum aðallega í Bónus, Krónunni og Þinni verslun. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Lax! Ég er fíkill í góðan lax. Og allur rekkinn hjá Sollu er freistandi. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Ég reyni að leita eftir góðu verði. Kaupi fisk í blokk og fæ þá fisk á góðu verði. Kaupi lambaskrokk að hausti. Svo er málið að vera alltaf viss um að maturinn sé notaður og ekkert fari í ruslið. Hvað vantar helst á heim- ilið? Gróðurhús og betri frystikistu. Eyðir þú í sparnað? Ekki lengur. Má þakka fyrir að maður eigi fyrir nauðsynjum út mánuðinn. Skothelt sparnaðarráð: Ganga í búðina! Minni innkaup og hreyfing í leiðinni. Fékk svo fína trillu í London og nota hana til að fara í verslanir sem eru í göngufæri. NEYTANDI VIKUNNAR Mæli með að ganga í búðina Sólveig Sigurðardóttir veit fátt betra en lax og reynir að fá hann á góðu verði. Morgunblaðið/ÞÖK Sólveig Sigurðardóttir Sparnaðarráð í heimilishaldinu * Nóg er að nota hálfa töflu afuppþvottavélarefni. Ef duft er not- að í uppþvottavélina dugar að nota eina teskeið. * Þegar sett er í þvottavélinadugar alveg að nota hálfa matskeið af þvottaefni. * Mýkingarefni má þynna meðvatni – þess vegna um helming. * Notist við margreynd ediks-legin húsráð þegar þrifið er og sparið fé. * Edik og vatnsblanda virkar veltil að hreinsa nánast alla fleti. Setjið blönduna á spreybrúsa og þar með er komið ódýrt hreinsiefni og um- hverfisvænt. Er hægt að biðja um það betra? * Edik og vatn er frábært á flísa-gólf og skilur ekki eftir sig rendur. * Edik er líka afbragðsgott til aðlosna við leiðinlegu hvítu slikjuna sem oft sest inn á glös og annað gler. Látið standa í ílátinu í klukku- tíma og skolið síðan. púkinn Aura-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.