Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 53
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Píanóleikarinn Peter Máté lýkur tónleikaröðinni Klassík í Bergi, menningarhúsinu á Dalvík, með einleikstónleik- um á laugardag klukkan 16. Leikur hann meðal annars verk eftir höfuð- snillingana Beethoven, Chopin og Bach. 2 Málþing um höfundarrétt- armál myndlistarmanna, takmörkun og möguleika, verður haldið í Listasafni Ís- lands á laugardag kl. 11 til 13. Frum- mælendur eru Harpa Fönn Sigurjóns- dóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Halldór B. Runólfsson. Dagný Heiðdal stýrir umræðum. 4 Áhugamenn um kvikmynda- gerð og sögu ættu að flykkj- ast í Kvikmyndasafn Íslands á laugardag kl. 16, þegar sýnd verður syrpa kvikmynda úr þjóðlífinu frá árunum 1939-1968. Myndirnar eru eftir frumherja á borð við Ósk- ar Gíslason, Vigfús Sigurgeirsson og Loft Guðmundsson. 5 Forvitnileg erindi verða flutt á málþinginu „Hér er gert við prímusa“ í Reykjavíkur- akademíunni á laugardag kl. 11-15, í sal akademíunnar í JL-húsinu. Hversdagsiðjan er til umræðu og meðal fyrirlesara eru Tinna Grétars- dóttir, Gauti Sigþórsson og Stein- unn Kristjánsdóttir sem skoðar brot „af útsýni hversdagsins“. 3 Hið árlega Hugvísindaþing Háskóla Íslands hófst á föstudag og verður seinni hluti þess á laugardag, milli kl. 10 og 16.30, í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Boðið er upp á forvitnilega fyrirlestra og málstofur þar sem það helsta í fræðunum er kynnt. MÆLT MEÐ 1 Fimmtu og síðustu tónleikar starfsársKammermúsíkklúbbsins verða í Norð-urljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið og hefjast klukkan 16.30. Kvintettinn sem leikur á tónleikunum skipa fiðluleikararnir Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari. Þau fimm leika í tveimur verkum, frumflutningi á nýj- um Klarinettukvintett Mistar Þorkelsdóttur og Klarinettukvintett í B-dúr eftir von We- ber. Í millitíðinni leika strengjaleikararnir hinn kunna Strengjakvartett í F-dúr opus 59 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven. Í hugleiðingum Mistar um nýja verkið, gefur hún því yfirskriftina „Si vis pacem - ef þið óskið eftir friði“. Hún bætir síðan við: „Hin fræga setning, „si vis pacem para bellum“, vísar í þá hugsun að til að öðlast frið þarf maður styrk. Þessi hugsun hefur verið mjög áleitin sl. ár, þar sem ég fylgdist með stríði föður míns við illvígan sjúkdóm og upplifði eigin van- mátt í því sambandi. Hann hefur nú öðlast frið. Verkið sjálft er engan veginn tilvísun í þetta stríð, heldur einhvers konar tilraun mín til að skrifa mig út úr sorginni, tómleik- anum og jafnvel reiðinni, inn í vorið, inn í birtuna …“ „Mist lauk nú við verkið af ótrúlegri hetju- lund, ég dáist að henni,“ segir Einar Jóhann- esson en Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, faðir Mistar, lést 30. janúar síðastliðinn. „Það var dásamlegt að fá þetta verk frá henni, en það er mjög persónulegt og við flytjendurnir höfum tekið það að hjarta okk- ar. Þetta er afar falleg músík og mér finnst einhver dulin nærvera Þorkels vera í þessu verki,“ segir hann. „Ég fór til hennar fyrir um ári og falaðist eftir verki þegar ég vissi að mér stæði til boða að spila með Kammermúsíkklúbbnum og var búinn að fá strengjakvartettinn í lið með mér. Fyrst ákváðum við að leika kvin- tettinn eftir Weber, sem er orðið langt síðan ég spilaði, og sáum þá að það væri gaman að leika annan kvintett með.“ Hann segir verk Mistar vera í einum þætti, hefjast á íhugandi klarinettusóló, þá myndi strengirnir jarðveg fyrir frekari vöxt á mjög hugmyndaríkan hátt, og verkið endar á einmana tónum klarinettsins. Varðandi hinn kvintettinn segir hann að allir klarinettuleikarar „þekki sinn Weber“, rétt eins og þeir þekki sinn Mozart. „Þetta eru aðalkarlarnir hjá okkur. Það er gaman að fá að leika þetta verk aftur, eftir langt hlé,“ segir Einar. efi@mbl.is KLARINETTUKVINTETT MISTAR ÞORKELSDÓTTUR FRUMFLUTTUR Þetta er afar falleg músík VERK EFTIR VON WEBER, BEETHO- VEN OG MIST ÞORKELSDÓTTUR LEIKIN HJÁ KAMMERMÚSÍKKLÚBBN- UM Á SUNNUDAGSKVÖLD. Einar Jóhannesson segir að allir klarinettuleik- arar þekki sinn Weber. Sá kunni kvintett verður meðal annars leikinn í Norðurljósasalnum. Morgunblaðið/Valdís Thor Sendiráð Íslands í Svíþjóð staðfesti við framkvæmdaaðila að Brynhildur væri sá slyngi og virti listamaður sem hún er, annað þurfti ekki til að hún fengi verkið. „Hér myndum við aldrei velja sænskan listamann til að takast á við svona verkefni án samkeppni. Allir yrðu vitlausir yfir því – ég þar á meðal,“ segir Brynhildur glottandi. En tillögur hennar voru samþykktar, hún fór út í maí í fyrra og skoðaði aðstæður. Vann síðan módel og að öðrum undirbúningi og fór aftur út í fyrrahaust og kynnti þær með góðum árangri. Þá tók við vinna við frumgerðir skúlptúranna, sem hún mun steypa hér heima og koma fyrir úti nú í vor. En hvað ætlar hún að gera á þessu torgi og nálægum svæðum? „Á torginu sem er þarna við skólana set ég þrjá tengda skúlptúra sem eru um og yf- ir metri á hæð hver. Af einum fellur foss, lækur af öðrum og loks er tjörn á þeim þriðja. Ég vísa þarna í japanskar kenningar um garðinn, þar sem verkin mynda þríhyrn- ing og standa fyrir grunnþættina manninn, himininn og jörðina. Svo er ég með fjall þar skammt frá, sem er tveir og hálfur metri á hæð. Það var á sýningunni minni í Hafnarhúsinu 2005 með viðbættum glertoppum. Loks verð ég með námskeið fyrir átta ára börn í vor og þau gera 22 verk sem ég kalla krakkasteina og þeir verða steyptir niður á svæðinu og mun ég gera svokallaðan móðurstein sem verður þarna með þeim.“ „Ég hafði kynnst list Brynhildar, vissi hvað hún er frjór og þroskaður listamaður; ég efaðist því aldrei um að hún myndi leysa þetta verkefni með miklum sóma. Þessi glæsilegu verk verða vígð í lok ágúst, um leið og allt hverfið, og það verður mikil há- tíð. Konungshjónin koma og fjöldi annarra fyrirmanna,“ segir Christina. Brynhildur í aðstöðu sem hún hefur í Einingaverksmiðjunni, að undirbúa lögun glertindanna á fjall- inu háa sem verður sett upp í Svíþjóð í vor. Verkin verða sett niður á þremur stöðum á svæðinu. Morgunblaðið/Einar Falur Frumgerðir þriggja skúlptúra Brynhildar sem verða á aðaltorginu og rennur vatn úr öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.