Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Menning Á dögunum voru opnaðar íListasafninu á Akureyrisýningar á verkum mynd- listarkvennanna Guðrúnar Ein- arsdóttur og Rögnu Róberts- dóttur. Rætt var nýverið við Rögnu hér í blaðinu í tengslum við sýningu á hennar nýju verk- um, sem hún vinnur úr nátt- úrulegum efnum sem hún sækir í hafið og fjöruna, en í verkum Guðrúnar kveður einnig við nýjan tón. Í rúm tuttugu ár hefur Guðrún unnið markvisst með málverk þar sem hún tekst á við eiginleika efnanna sem hún notar í vinnunni, með athyglisverðri og persónulegri tilvísun í náttúru landsins. Í Lista- safninu fyrir norðan sýnir Guðrún nú 17 stór verk auk annarra minni; í fyrsta sinn sýnir hún hluta þeirra lárétt, þannig að gestir geta beygt sig niður og rýnt í margbreytilegar formmynd- anirnar. Önnur eru á veggjum eða hallast að þeim. Í texta Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í sýning- arskránni segir að í verkum Guð- rúnar sameinist tvö meginstef úr sögu málaralistar á 20. öld, sem eru landslagið og málverkið sjálft. „Verkin eru ýmist abstrakt eða hafa sterka skírskotun í nátt- úruleg form og landslagsmyndir. Þannig verður sjálfur efniviðurinn, olíuliturinn, forsenda nýs lands- lagsmálverks, þar sem landslagið mótast af sjálfum litnum, mismun- andi þykkt hans og getu til að blandast.“ Og Guðrún málar ekki á striga með pensli heldur ber hún litinn eða leggur hann á myndflötinn láréttan með ýmsum aðferðum; hún skapar heildstæð og upphleypt form sem „í návígi vekja hugrenningatengsl við kunn- ugleg form úr náttúrunni“. Hvert verk fær sinn tíma Það er ævintýralegt að koma í vinnustofu Guðrúnar úti á Granda, þar sem misstór verk frá ferlinum hanga á veggjum – svört, rauð, hvít, eða græn, með ólgandi yfir- borði sem minnir á glóandi eða storkið hraun hér og mosa þar – og á borðum eru önnur sem eru í sköpunarferlinu miðju. Sterkur og heillandi ilmur olíulitanna fyllir vitin. „Ég byrjaði að vinna þessu verk sem ég sýni fyrir norðan fyrir þremur til fjórum árum. Fókusinn hér er á efnið og hvernig það myndar sitt eigið landslag,“ segir Guðrún þar sem hún leiðir blaða- mann milli verkanna og sýnir. Efnin í verkunum eru þau sömu og áður, olía og íblöndunarefni. En útkoman er persónuleg, enda löng saga að baki þróun verkanna. „Ég bý að reynslu af vinnu með þessi olíuefni. Ég þekki virknina, það er ekki meðvitað en er allt í reynslubankanum. Ég veit ekki nákvæmlega hver útkoman verður þegar ég byrja á verki, enda efnin sífellt á hreyfingu“ segir hún. Hvert málverk er iðulega í mót- un í vel á annað ár. „Hvert verk fær sinn tíma“ segir hún. Margrét Elísabet segir í fyrr- nefndri grein, að á löngum ferli hafi Guðrún lært að þekkja olíuna eins og bóndinn jörðina. Mikil vinna framundan Á eina vinnuborðinu sem málverk liggur ekki á er stór teikning af sýningarsal. Guðrún segir hann vera í Listasafninu í Færeyjum en þar hefur henni verið boðið að sýna eftir rúmt ár. Þar hyggst hún mestmegnis sýna ný verk en nokkur gömul með, til að gefa til- finningu fyrir sögunni og ferlinum. Hún segir ekki nauðsynlegt að hafa ákveðnar sýningar að stefna að, en það sé þó alltaf hvetjandi og gefandi að sýna verkin. „Nú eru nýir blindrammar á leiðinni til mín og mikil vinna framundan við ný verk,“ segir Guðrún. „Mig hefur lengi langað til að sýna verkin svona flöt,“ segir Guðrún. Hún lét verða af því á sýningunni sem nú er í Listasafninu á Akureyri. Þar sýnir hún á móti Rögnu Róbertsdóttur. NÁTTÚRUHEIMAR Í MÁLVERKUM GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR Efnin mynda sitt eigið landslag „ÉG VEIT EKKI NÁKVÆMLEGA HVER ÚTKOMAN VERÐUR ÞEGAR ÉG BYRJA Á VERKI ENDA EFNIN SÍFELLT Á HREYFINGU,“ SEGIR GUÐRÚN EINARSDÓTTIR MYNDLISTARKONA. AFRAKSTUR VINNU HENNAR SÍÐUSTU ÁRIN MÁ NÚ SJÁ Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Guðrún við vinnu. Verkin vinnur hún lárétt og er langt ferli við hvert. Morgunblaðið/Einar Falur Náttúra og landslag; rýnt í myndflöt eins verksins á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.