Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 BÓK VIKUNNAR Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner er á metsölulista. Einmitt bók sem á að rata til sem flestra barna. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Rúmlega 700 blaðsíðna fræðibók umsögu Jerúsalem er kannski ekkibók sem maður myndi ætla að félli í kramið hjá stórum hópi lesenda. Lýs- ingin hljómar meir eins og um sé að ræða fremur þunglamalega fræðimennsku. Bókin Jerusalem - The Biography eftir Simon Sebag Montefiore kom út í Bret- landi árið 2011, komst á metsölulista og hlaut hreint frábæra dóma. Kiljuútgáf- unni af bókinni fylgja fimm síður ein- göngu helgaðar tilvitnunum í dóma. Auk virtra gagnrýnenda fær bókin hæstu meðmæli frá Henry Kissinger og Bill Clinton. Bókin hefur selst vel hér á landi og bóksalar segja að þeir hafi hvað eftir annað þurft að panta fleiri eintök frá út- löndum, svo góð hafi salan verið. Höfundurinn, sem áður hefur skrifað verðlaunabækur um Stalín, kann sann- arlega að segja sögur. Hann byggir sögu Jerúsalem á sögu einstaklinga. Þarna kemur alls kyns fólk við sögu þar á meðal Davíð kon- ungur, Kristur, Ar- abíu Lárens, Hit- ler og Selma Lagerlöf svo ein- hver nöfn séu nefnd. Ein áhrifa- mesta frásögnin er af prinsi sem varð holdsveikur barn að aldri, varð samt konungur í Jerúsalem og þá afskræmdur en sýndi hugrekki í raunum sínum áður en hann lést 23 ára gamall. Frá upphafi til enda er bókin þrungin spennu og stundum beinlínis reyfara- kennd. Sannast þar að raunveruleikinn er stundum ótrúlegri en skáldskapurinn. Saga Jerúsalem er blóðug og Montefiore segir okkur frá stríðum, launvígum, þrekvirkjum og andlegri leit. Hér eru bæði hetjur og skúrkar. Á 700 síðum er alltaf eitthvað að gerast og lesandanum getur ekki leiðst. Honum líður allan tím- ann eins og hann sé staddur í Jerúsalem. „Hann fær steinana til að lifna og syngja,“ sagði einn gagnrýnandi um hæfileika Montefiore til að skapa lifandi sögusvið. Jerusalem er bók sem virðist falla al- menningi og gagnrýnendum jafn vel í geð. Fjölmargir kjósa að lesa vel sagða sagnfræði og þeir fá hana hér. Þetta er bók sem hrifnustu gagnrýnendur virtra blaða hafa kallað meistaraverk. Orðanna hljóðan STEINAR LIFNA OG SYNGJA Simon Sebag Montefiore Svartþröstur er ný skáldsaga eftir Haf-liða Vilhelmsson. Nokkuð langur tímier liðinn frá því hann sendi síðast frá sér skáldsögu en meðal fyrri verka hans má nefna Leið 12 - Hlemmur - Fell, Beyg og Gleymdu aldrei að ég elska þig. Þegar Hafliði er spurður um efni nýju skáldsögunnar segir hann: „Borges sagði eitt sinn: Ef ég gæti sagt það með nokkrum orð- um þá þyrfti ég ekki að skrifa bókina. Bókin er svarið. Skáldsagan heitir Svartþröstur og það má kannski segja að Bítlarnir hafi í sam- nefndu lagi sagt það sama og ég er að segja: Take your broken wings and learn to fly. Að- alpersónan er Rúnar Rúnarsson sem lendir í miklu ástarævintýri með kærustu besta vinar síns. Þegar hún er farin þá er minn maður lengi að vorkenna sér þar til kona hirðir hann upp úr strætinu og hyggst gera mann úr hon- um.“ Bókin er kynnt sem rómantísk ástarsaga. „Ég hef sagt í gríni, án þess að geta staðið við það: Hvað gerist ef Kristmann Guðmundsson fer í kaffi til Guðrúnar frá Lundi?“ segir Haf- liði. Spurður hvort hann hafi lesið verk þess- ara rithöfunda segir hann: „Ég hef ekki stúd- erað Guðrúnu nógu vel og það tók mig mörg ár að átta mig á því að ég mætti lesa Krist- mann, jafnilla og talað var um hann. Það er margt skemmtilegt hjá Kristmanni, hann er góður stílisti en sögur hans verða oft enda- sleppar. Mín saga fjallar um rómantíska ást og ég nýti mér form gamaldags ástarsagna þar sem var oft að finna dagbókarbrot og bréf. Ég var lengi með þetta efni í huga. Ég hef gert margar atrennur að þessari bók en aldrei lukkast að klára hana fyrr en nú. Ef það er þá hægt er að segja að maður klári bók.“ Af hverju ástarsaga? „Mér finnst allar sögur vera ástarsögur. Ég man ekki eftir sögu sem er ekki að hluta til ástarsaga. Ástin er drifkrafturinn í skáldskap.“ Er þessi bók öðruvísi en fyrri skáldsögur þínar? „Nei, ég held að ég sé alltaf að skrifa sömu bókina. Það eina sem breytist er ég sjálfur. Ég er yfirleitt að skrifa um menn á mínum aldri. Mér finnst ágætt að fylgja sjálfum mér, þá þarf ég ekki að þykjast þekkja hugarheim þrítugra kvenna.“ Hafliði sendi frá sér nokkrar skáldsögur, seinast kom Blóðið rennur til skyldunnar. Síðan eru liðin ansi mörg ár og nú kemur loks ný skáldsaga. Spurður um þetta langa hlé segir hann: „Ég var að ala upp börn og var í kennaranámi og eftir að ég útskrifaðist árið 2005 hef ég verið að kenna. Kennslan tekur megnið af orkunni. Í skrifunum hef ég reynt að gera atlögur á sumrin sem enda alltaf með því mig þrýtur örendið í ágúst. Ef maður ætl- ar að skrifa skáldsögu verður maður að fá að lifa í henni sjálfur, um leið og manni er kippt út úr henni tekur langan tíma að komast inn í hana aftur.“ Fannstu fyrir tómarúmi þau ár sem þú varst ekki að skrifa? „Nei, ég var feginn að vera laus við þessa áráttu. Það sem mér finnst verst við að vera rithöfundur er að þurfa að vera opinber per- sóna. Ég kæri mig ekki um slíkt. Það að koma fram í sjónvarpi finnst mér til dæmis eins og að sitja á sýningu hjá töframanni sem leitar að sjálfboðaliða. Þá vil ég bara fara.“ Eru fleiri skáldverk á leiðinni? „Ekki á næstunni. Ég starfa sem ensku- kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og býst við að vera í því starfi í einhver ár í við- bót. Ég á eftir að skrifa þrjár sögur sem hafa leitað á mig lengi. Þetta eru stuttar sögur, nó- vellur, og ein þeirra er draugasaga. En maður má víst ekki kjafta frá því sem maður ætlar að gera, þannig að ég segi ekki meira.“ HAFLIÐI VILHELMSSON KÆRIR SIG EKKI UM AÐ VERA OPINBER PERSÓNA Ástin er drifkrafturinn Hafliði Vilhelmsson. „Það að koma fram í sjónvarpi finnst mér til dæmis eins og að sitja á sýn- ingu hjá töframanni sem leitar að sjálfboðaliða. Þá vil ég bara fara.“ Morgunblaðið/Kristinn HAFLIÐI VILHELMSSON HEFUR SENT FRÁ SÉR SKÁLDSÖGUNA SVARTÞRÖST SEM FJALLAR UM RÓMANTÍSKA ÁST. Tveir höfundar eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Jón Kalman Stefánsson er annar þeirra og það stafar ekki síst af því að hann skrifar um gamla alþýðu- menningu. Ég er nefnilega sérstök áhugamanneskja um hagi fólks fyrr á tímum. Hinn rithöfundurinn er Gyrðir Elíasson. Ég hef smám sam- an verið að uppgötva hann og finnst einfaldlega allt sem hann sendir frá sér vera frá- bært. Síðasta bók hans Suðurglugginn var algjört konfekt. Ein skáldsaga fannst mér bera af í jóla- bókaflóðinu og það er bók Auðar Jóns- dóttur, Ósjálfrátt. Þvílíkur snilldarpenni sem þessi stelpa er. Hún náði einhverjum tóni í þessari bók sem hitti algjörlega í mark hjá mér. Hún hefur ákaflega húmoríska sýn á ann- ars ömurlegt hversdagslífið. Auður nær að lýsa sjálfri sér og sínum nánustu án þess að draga upp ritskoðaða útgáfu. Ég les gömul ljóð. Hannes Hafstein var langafi minn og ég get endalaust lesið ljóðin hans og sömuleiðis ljóð Jónasar Hallgríms- sonar og Einars Benediktssonar. Uppá- haldsljóð mitt eftir langafa er Er sólin hníg- ur, sem er einstaklega fallegt og oft sungið í jarðarförum. En einnig finnst mér ástarljóðin hans til Ragnheiðar konu sinnar falleg, en eitt byrjar svona: Nei, smáfríð er hún ekki og engin skýjadís, en enga eg samt þekki, sem ég mér heldur kýs. Á náttborðinu mínu eru veiðibækur. Ég er áhugamanneskja um veiði og gamlar veiðibæk- ur eftir Björn Blöndal og Kristján Gísla- son eru í sérstöku uppáhaldi og reyndar allar veiðisögur sem ég kemst í og fjalla um veiði. Ég er líka mikill aðdáandi Jo Nesbø og glæpasagna hans um Harry Hole. Harry er magnaður karakter og bækurnar um hann ríg- halda. Ég hef lesið þær allar og bíð alltaf spennt eftir næstu bók. Í UPPÁHALDI RAGNHEIÐUR THORSTEINSSON FRAMLEIÐANDI Jón Kalman og Gyrðir Elíasson eru eftirlæt- ishöfundar Ragnheiðar. Morgunblaðið/Golli Hannes Hafstein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.