Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 49
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 • Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. • Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. • Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. • Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. • Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. • Skilar sama afli og venjuleg díselolía og 5% meira afli en hefðbundin lífdíselolía. • Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. Nánari upplýsingar á olis.is út í andrúmsloftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% minnkun útblásturs svæði Reykjavíkur. Lög Ásgeirs Trausta Einarssonar heilluðu Frónbúaupp úr skónum á síðasta ári og nú er landnámhins unga Húnvetnings hafið vestan Atlantsála. Þessi snjalli og nýverðlaunaði tónlistarmaður hér heima lék í byrjun vikunnar í New York, hann verður í Kali- forníu eftir helgi og fer síðan til Kanada. Slipper Room klúbburinn er á Orchard Street, í hverf- inu Lower East Side á Manhattan. Um 120 manns voru í salnum þegar tónleikarnir hófust nákvæmlega stund- arfjórðungi yfir klukkan átta og ekki var pláss fyrir mikið fleiri á þessum litla en skemmtilega stað. Margir Íslendingar voru á svæðinu, enda hefur fjöldi þeirra sem búa í borginni ekki séð hann áður á sviði. Auk Íslendinga og annars „venjulegs“ fólks var nokkuð um fólk úr tónlistarbransanum sem hafði verið boðið. Ásgeir spilaði alla plötuna sína, Dýrð í dauðaþögn, á tónleikunum og tvö ný lög að auki. Var hann tæpa klukkustund á sviðinu. Hann flutti lögin á ensku og komu þýðingar Johns Grants á textunum mjög vel út að sögn viðstaddra. Þó verður að geta þess að Ásgeir Trausti „stalst“ til að syngja fáein lög á íslensku líka! Undirtektir voru mjög góðar og var Ásgeir klappaður upp þó svo hann hafi sagt í byrjun að hann væri ekki með fleiri lög til að spila. Hann tók því aftur lagið Hærra og söng það á íslensku í síðara skiptið. Með Ásgeiri í för eru í ferðinni Þorsteinn Einarsson, bróðir söngvarans, sem leikur á bassa og hljómborð, Guðmundur Kristinn Jónsson, sem leikur á hljómborð og er auk þess fararstjóri og annar tveggja umboðs- manna, Júlíus Róbertsson gítarleikari og bakradda- söngvari, Jón Valur Guðmundsson trommari og Friðjón Jónsson hljóðmaður. Júlíus og Ásgeir deildu herbergi í New York og slaka hér á eftir tónleikana. Ás- geir strax farinn að fá tilkynningar á Facebook frá fólki sem var í skýjunum. Ásgeir Trausti á þaki Slipper Room, með Manhattan í baksýn. Nýfallið íslenskt regn í Vesturheimi ÁSGEIR TRAUSTI ER Á TÓNLEIKAFERÐALAGI UM BANDARÍKIN ÁSAMT MEÐREIÐARSVEINUM. HANN LÉK Á SLIPPER ROOM Á MANHATTAN Á DÖGUNUM VIÐ MJÖG GÓÐAR UNDIRTEKTIR. Ljósmyndir: Sigurjón Guðjónsson * Undirtektir voru mjög góðar ogvar Ásgeir klappaður upp þó svohann hafi sagt í byrjun að hann væri ekki með fleiri lög til að spila... Haldið aftur á hótelið eftir vel heppnaða tónleika. Stutt var að fara svo lítið mál var að halda á öllum græjunum. Ljósmyndarinn fékk að bera gítar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.