Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 49
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 • Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. • Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. • Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. • Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. • Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. • Skilar sama afli og venjuleg díselolía og 5% meira afli en hefðbundin lífdíselolía. • Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. Nánari upplýsingar á olis.is út í andrúmsloftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% minnkun útblásturs svæði Reykjavíkur. Lög Ásgeirs Trausta Einarssonar heilluðu Frónbúaupp úr skónum á síðasta ári og nú er landnámhins unga Húnvetnings hafið vestan Atlantsála. Þessi snjalli og nýverðlaunaði tónlistarmaður hér heima lék í byrjun vikunnar í New York, hann verður í Kali- forníu eftir helgi og fer síðan til Kanada. Slipper Room klúbburinn er á Orchard Street, í hverf- inu Lower East Side á Manhattan. Um 120 manns voru í salnum þegar tónleikarnir hófust nákvæmlega stund- arfjórðungi yfir klukkan átta og ekki var pláss fyrir mikið fleiri á þessum litla en skemmtilega stað. Margir Íslendingar voru á svæðinu, enda hefur fjöldi þeirra sem búa í borginni ekki séð hann áður á sviði. Auk Íslendinga og annars „venjulegs“ fólks var nokkuð um fólk úr tónlistarbransanum sem hafði verið boðið. Ásgeir spilaði alla plötuna sína, Dýrð í dauðaþögn, á tónleikunum og tvö ný lög að auki. Var hann tæpa klukkustund á sviðinu. Hann flutti lögin á ensku og komu þýðingar Johns Grants á textunum mjög vel út að sögn viðstaddra. Þó verður að geta þess að Ásgeir Trausti „stalst“ til að syngja fáein lög á íslensku líka! Undirtektir voru mjög góðar og var Ásgeir klappaður upp þó svo hann hafi sagt í byrjun að hann væri ekki með fleiri lög til að spila. Hann tók því aftur lagið Hærra og söng það á íslensku í síðara skiptið. Með Ásgeiri í för eru í ferðinni Þorsteinn Einarsson, bróðir söngvarans, sem leikur á bassa og hljómborð, Guðmundur Kristinn Jónsson, sem leikur á hljómborð og er auk þess fararstjóri og annar tveggja umboðs- manna, Júlíus Róbertsson gítarleikari og bakradda- söngvari, Jón Valur Guðmundsson trommari og Friðjón Jónsson hljóðmaður. Júlíus og Ásgeir deildu herbergi í New York og slaka hér á eftir tónleikana. Ás- geir strax farinn að fá tilkynningar á Facebook frá fólki sem var í skýjunum. Ásgeir Trausti á þaki Slipper Room, með Manhattan í baksýn. Nýfallið íslenskt regn í Vesturheimi ÁSGEIR TRAUSTI ER Á TÓNLEIKAFERÐALAGI UM BANDARÍKIN ÁSAMT MEÐREIÐARSVEINUM. HANN LÉK Á SLIPPER ROOM Á MANHATTAN Á DÖGUNUM VIÐ MJÖG GÓÐAR UNDIRTEKTIR. Ljósmyndir: Sigurjón Guðjónsson * Undirtektir voru mjög góðar ogvar Ásgeir klappaður upp þó svohann hafi sagt í byrjun að hann væri ekki með fleiri lög til að spila... Haldið aftur á hótelið eftir vel heppnaða tónleika. Stutt var að fara svo lítið mál var að halda á öllum græjunum. Ljósmyndarinn fékk að bera gítar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.