Morgunblaðið - 30.04.2013, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013
BÍLAR
Reynsluakstur Carens er nútíma-
legur fjölskyldubíll. Vel fer um
farþega og vélin er dugleg 4-5
F
ramleiðendur stórra flutn-
ingabíla eru teknir til við
að hanna og þróa flutn-
ingabíla framtíðarinnar.
Frumkvæðið er eiginlega frá Evr-
ópusambandinu (ESB) komið, en
það hefur eigi verið alls kostar
sátt við mengun frá flutn-
ingabílum og vill að framleið-
endur geri þar bragarbót á. Í
fyrsta skrefi hefur þess verið
krafist af þeim að bílarnir verði
„rúnnaðri“ en nú er til að draga
úr loftmótstöðu þeirra.
Öruggari á vegunum
Með því að flutningabílarnir
verði straumlínulagaðri segir
sambandið að þeir muni menga
minna og verða öruggari á veg-
unum. „Múrsteinslagið er
straumfræðilega það óhagkvæm-
asta sem hægt er að hugsa sér.
Það er gríðarlega mikilvægt að
bæta lögun flutningabílanna,“
segir Siim Kallas, sem fer með
samgöngumál í framkvæmda-
stjórn ESB.
Af þessum sökum vill fram-
kvæmdastjórnin að dráttarbíll
flutningabílanna verði öllu ávalari
og með vængjum og vind-
skeiðum hér og þar til að loft
streymi sem skilvirkast um far-
kostinn. Kallas segir áætlað að
með því mætti spara sem svarar
5.000 evrum, rúmlega 750.000
krónur, í eldsneytiskostnað bíls
sem ekið væri 100 þúsund kíló-
metra á ári.
Margvíslegur ávinningur
Breytingar á bílunum sem
þessar yrðu ekki bara rekstr-
araðilum þeirra til góðs, heldur
einnig vistkerfinu. Kallas segir að
losun gróðurhúsalofts frá
straumlínulaga flutningabíl yrði á
bilinu 7 til 10% minni. Það sam-
svarar 7,8 tonnum af koltvíildi frá
bíl eins og þeim sem áður er
nefndur og æki 100.000 km á
ári.
Ávinningurinn er meiri en sá
sem hér hefur verið nefndur.
Rúnnaðra lag stjórnklefans mun
einnig auka sjónsvið bílstjórans.
Áætlar ESB að það eitt og sér
muni spara árlega milli 300 og
500 mannslíf; líf gangandi veg-
farenda og hjólreiðamanna.
Loks segir framkvæmdastjórn
ESB, að nýjar reglur um hönnun
flutningabíla muni leiða af sér
aukna atvinnu og aukinn hag-
vöxt; ný módel kalli meðal annars
á aukna hönnunar- og þróun-
arstarfsemi. Tillögur ESB eru nú
til meðferðar hjá Evrópuþinginu
og verði þær samþykktar á
næstunni ættu bílar sem uppfylla
þær kröfur að birtast á vegunum
á tímabilinu 2014 til 2018. Fram-
leiðendur flutningabíla bíða ekki
eftir afgreiðslu þingsins, þeir
hafa þegar hafist handa um ný-
hönnun bílanna.
agas@mbl.is
ESB vill straumlínulagaðri flutningabíla
Ávalari með vængjum
Eftir nokkur ár verða flutningabílar mun straumlínulagaðri en nú til dags, eins og þessi tölvumynd sýnir.
Stjórnendur Dráttarbíla ehf.
fengu á dögunum afhenta nýja 57
sæta Volvo 9500 4x2 rútu. Brim-
borg seldi Dráttarvélum bílinn,
sem með þessu róa á ný mið
samhliða verktakastarfsemi. Í
fyrra fengu Dráttarvélar sam-
bærilega Volvo rútu. Báðar eru
rúturnar með undirvagn og yf-
irbyggingu er smíðuð af Volvo
sem einfaldar þjónustu og gerir
hana skilvirkari.
Vélarnar í Volvo 9500 eru 9
lítra 380 hestafla með 1.740 Nm
togi og uppfylla Euro 5 mengunn-
arstaðal. Gírkassar eru sjálf-
skiptir tölvustýrðir 12 gíra I-Shift
sem ávallt velja hagstæðasta gír-
inn hverju sinni til að halda
eyðslu í lágmarki en nýta aflið þó
vel.
Rúturnar eru með ESP-
stöðugleikastýringu og spólvörn.
Bremsuhæfni er mikill með ABS
og EBS rafstýrðum diskabrems-
um og fleiru. Þá eru aðstæður í
bílnum fyrir ökumann og farþega
framúrskarandi, m.a. smekkleg
innrétting og vönduð sæti, sjón-
varp, ísskápur og fleira.
sbs@mbl.is
Verktakar í fólksflutninga
Stjórnendur Dráttarvéla við rút-
una sem þeir fengu nýverið.
Dráttarvélar
kaupa rútu
Þróunin er öll í þá átt að bílar séu eyðslugrennri og mengi
minna,“ segir Guðmundur Nikulásson, framkvæmdastjóri inn-
anlandssviðs Eimskips. Undir þá deild heyrir meðal annars
flutningaþjónusta Flytjanda. „Við erum með tugi
bíla í útgerð sem t.d. eru með vindskeiðar á
þaki, hliðum og húsi og þær eiga að draga úr
loftmótstöðu. Einnig er undirvagn bíla hann-
aður með þetta í huga. Þú þarft ekki annað
en horfa kannski 20 til 30 ár til baka og
sérð þannig hvað bílar á þeim tíma eru gjör-
ólíkir því sem nú er raunin. Þá eru vélar bíla
æ sparneytnari og notkun nýrra orkugjafa er
jafnan í umræðunni. Þetta gerist hægt en
breytingarnar eru miklar þegar horft er
til baka,“ segir Guðmundur Nikulás-
son.
sbs@mbl.is
Eimskip gerir út tugi flutningabíla
Þróunin öll í þessa átt
Guðmundur
Nikulásson
Tryllitæki
Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is
NÝ
TT