Morgunblaðið - 30.04.2013, Side 8

Morgunblaðið - 30.04.2013, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013 8 BÍLAR S tarfsfólk Bílarbúðar Benna kynnti Porsche Cayman S fyrir gestum og gangandi um sl. helgi. Hann var valinn sportbíll heimsins á bílasýningunni í New York nýlega. Til verð- launa þar eru valdir bílar í fjórum flokkum, það er bílar sem þykja um margt stefnu- markandi í bílaiðnaði og -menningu. Flokk- arnir fjórir eru hönnun, umhverfisbíll heimsins, sportbíll heimsins og bíll heims- ins. Hreif dómnefnd Porsche hefur tvisvar áður borið þennan titil. Árið 2006 varð fyrsta kynslóð Caym- an fyrir valinu og árið 2012 hlaut Porsche 911 hnossið. Að valinu á Cayman nú stóð dómnefnd skipuð 66 bílablaðamönnum frá 23 löndum. Cayman hreif dómnefndina fyrir veggrip og góða aksturseiginleika í þröngum beygjum. Cayman S er með miðjusetta vél einsog Porsche Boxter. Hann skilar 325 hestöflum og er 4,9 sekúndur í 100 km hraða. Út- blástur er 188 g/km CO2 og eyðslan í blönduðum akstri er ekki nema 8 lítrar á hundraðið. Verðið kemur á óvart Porsche Cayman S er kominn á markað á landi. „Það eru margir að skoða bílinn og velta kaupum fyrir sér. Raunar eru margir hissa á því hve bíllinn er ódýr, grunnverðið er ekki nema um ellefu milljónir króna,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bíla- búðar Benna. sbs@mbl.is Bílabúð Benna kynnti Porsche Cayman S Sportbíll heimsins er spennandi Morgunblaðið/Rósa Braga Nýr Porsche Cayman er gullmoli og gæðingur sem grípur auga allra, svo sem gerðist meðal bestu bílablaðamanna heimsins. Farangursrými bílsins er venju samkvæmt undir húddinu. Plássið kemur á óvart. Ætla má að straumur fari um þá sem eru þeir lukkunnar pamfílar að sitja hér undir stýri. Nýr Porsche Cayman S sómdi sér vel í glæsilegum sýningarsal Bílabúðar Benna, á Vagnhöfða í Reykjavík. Stjórntækjum bílsins, svo sem sjálfskiptingarstöng, ef vel fyrir komið í miðjustokk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.