Morgunblaðið - 30.04.2013, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013
2 BÍLAR
H
inn fyrsta maí ár hvert
hópast mótorhjól sam-
an í hundraðatali til að
keyra saman stuttan
hring um Reykjavíkurborg. Til-
gangurinn er að minna á vorið og
mótorhjólin á götunum svo að eft-
ir því sé tekið. Það eru Bifhjóla-
samtök lýðveldisins, Sniglarnir,
sem hafa gert þetta að áratuga-
langri hefð en samtökin verða þrí-
tug á næsta ári. Sá sem stýrir
keyrslunni þetta árið er Seyðfirð-
ingurinn Gunnar Gunnarsson sem
einnig er varaformaður Snigla.
Um 900 hjólamenn mæti
„Við áætlum að um 900 bif-
hjólamenn mæti,“ segir Gunnar í
viðtali við Morgunblaðið. „Fjöldinn
hefur verið á því bili undanfarin ár
en hæst hefur það farið í um 1.200
hjól. Hún hefst á Laugaveginum
og safnast hjólin saman við
Bankastrætið frá kl. 11 og munu
eflaust fylla Laugaveginn eins og
áður. Síðan munu hjólin aka af
stað kl. 12:30 og aka framhjá
Tjörninni eftir Suðurgötunni og yf-
ir á Hringbrautina. Frá Ánanaust-
um mun svo hersingin beygja inn
á Geirsgötu og aka framhjá Hörpu
yfir á Sæbraut og endar svo niðri á
Kirkjusandi.“
Gunnar vill einnig koma því á
framfæri að götum kringum
hringkeyrsluna sé lokað meðan á
henni stendur og biður fólk að
virða lokanir sem munu standa
stutt yfir.
Margt í deiglunni
Að sögn Gunnars er keyrslan
farin til að minna á mótorhjólin á
götunum og það forvarnarstarf
sem Bifhjólasamtökin standa fyr-
ir. „Við erum til dæmis núna að
vinna í bifhjólastæðum, núllsýn
bifhjólafólks og svo heldur áfram
áherslan sem hefur verið á vespu-
krökkunum, í forvarnarátakinu Kúl
eða kjáni. Í lok maí verður gefinn
út umferðarsáttmáli en Sniglar
koma að vinnu hans. Svo má
nefna tvo viðburði sem Sniglar
standa ekki að en eru ekki síður
skemmtilegir en það er konu-
hjóladagurinn 3. maí og alþjóðlegi
hjólað-í-vinnuna-dagurinn, sem er
17. júní, en þar sem það er frídag-
ur hér á landi mælum við með því
að fólk hjóli í vinnuna dagana þar
á eftir,“ sagði Gunnar.
Eins og áður sagði verða Snigl-
arnir 30 ára hinn 1. apríl á næsta
ári og verður haldið upp á afmælið
á veglegan hátt á afmælisdaginn.
„1. maí-keyrslan mun bera þess
merki að um afmælisár er að
ræða. Vorfundur Evrópusamtaka
mótorhjólafólks, FEMA, verður
haldinn hér á landi og svo verður
gefið út flott afmælisdagatal,“
sagði Gunnar einnig sem vonast
til að sjá sem flesta taka þátt í
keyrslunni.
Spáð er þokkalegu veðri 1. maí
þótt ekki verði hlýtt, en spáin sýnir
þurrt veður og sól.
njall@mbl.is
Ökuþórinn | Gunnar Gunnarsson
Stýrir hóp-
keyrslu um
900 hjóla
Ljósm/Njáll Gunnlaugsson
Ljósm/Neddi
Eftir keyrsluna má sjá mótorhjólin fylla Kirkjusand, sem er nú æfingasvæði í ökukennslu og akstursíþróttum.
Ljósm/Neddi
Hópkeyrslan hefst neðst á Laugavegi, og hjólamenn byrja að safnast
saman þar um ellefuleytið að morgni 1. maí, frídags verkalýðsins.
Gunnar Gunnarsson
verður að sjálfsögðu
framarlega í keyrslunni
á nýja hjólinu sínu sem
er af gerðinni Triumph
Tiger 800.
Mesta úrval landsins af rafgeymum
fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi