Morgunblaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2013, Blaðsíða 4
um, sérstaklega þegar krakk- arnir ætla sér að eiga við þær. Isofix-festingar eru á báðum endasætunum í miðjuröð og eru festingarnar mjög aðgengilegar. Innréttingin er tiltölulega ein- föld að allri gerð en um leið er efnisvalið gott og gert ráð fyrir að allir smáhlutir komist fyrir. Mælaborðið er hefðbundið og það tekur enga stund að átta sig á hvar allt er en tveir ný- tískuskjáir setja nýmóðins brag á það og bjóða meira að segja góðan daginn. Það er mikill kostur að sjá á mælaborðinu hvort allir farþegar eru komnir í beltin og ætti slíkur búnaður að vera staðalbúnaður í öllum bíl- um. Sætin eru nógu djúp og há til að það fari vel um þá sem sitja í fremri sætaröðunum. Aukasætin tvö í farangursrým- inu má fella ofan í gólfið en þrátt fyrir þau er plássið frekar gott eða tæpir fimm hundruð lítrar. Þau sæti eru þó aðeins fyrir yngri meðlimi fjölskyld- unnar. Útsýni úr bílnum er nokk- uð gott ef undanskilið er óvenju- stórt blindhorn við A-bitann sem er í sjónlínu bílstjórans. Hefðbundinn í akstri Í akstri er ekkert sem kemur á óvart í Carens, hvorki gott né slæmt. Vélin er dugleg án þess að vera einhver sleggja og eyðslan að jafnaði um sjö lítrar í reynsluakstrinum. Vélin er þýð- geng og hljóðlát en á móti kem- ur að veghljóð er nokkuð. Til- K ia Carens er nýkominn á markað og er síðasti bíllinn í framleiðslulínu Kia til að fá nýtískulegt útlitið frá hönnuði Kia, Peter Schreyer. Um leið fær Carens nýjar vélar og undirvagn svo að bíllinn er nýr á alla kanta. Askja frumsýnir bílinn um næstu helgi á bílasýningunni í Fífunni en Morgunblaðið fékk einn til reynsluaksturs nokkru áður. Þegar sjö manna fjölskyldubíll er prófaður er réttast að nota hann sem fjölskyldubíl og þess vegna var farið í langan fjöl- skyldubíltúr með alla fimm manna fjölkylduna, smá far- angur og hundabúr til að toppa allt saman. Einnig var skroppið í innkaupaferð í lok ferðarinnar til að fullkomna prófunina. Rúmgóður og aðgengilegur Þó að nýr Carens sé aðeins minni bíll en sá gamli er hann með lengra hjólhaf eða 2.750 mm og keppir hann því við bíla eins og Ford C-Max, Toyota Verso og Peugeot 3008. Það þýðir líka að hann er einnig fá- anlegur sem sjö manna bíll eins og við reyndum hann. Hurðirnar eru stórar og þá sérstaklega aft- urhurðin sem gerir það auðvelt að komast í öftustu sætaröðina. Fjölstillanleg miðjusætin eru öll færanleg fram og aftur sem hjálpar einnig til. Aftur á móti gera stórar og þungar hurðir erfitt fyrir í þröngum bílastæð- Njáll Gunnlaugsson reynsluekur Kia Carens Ljósm/Kristrún Tryggva Nýtískulegur og notadrjúgur Kia Carens er síðasti bíllinn í Kia- fjölskyldunni til að fá nýtískulegt lúkkið frá Peter Schreyer. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013 4 BÍLAR Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.