Morgunblaðið - 30.04.2013, Qupperneq 5
Mælaborðið er hefðbundið eins og sjá má - en um leið þægilegt í notkun fyrir ökumenn.
finning fyrir stýri er ekki mikil
og þegar á hann reynir und-
irstýrir hann eins og búast mátti
við. Skrikvörn er þó fljót að
grípa inn í án þess að rykkja
óþægilega mikið í bílinn og þess
vegna virkar hann öruggur í
akstri. Fjöðrunin er mátulega
mjúk fyrir þennan annars stóra
bíl og henn leggst lítið niður í
beygjum.
Við prófuðum bílinn með sex
gíra beinskiptingu en sjálfskipt-
ing er væntanleg eftir nokkrar
vikur. Skipting milli gíra er
hnökralaus en takki fyrir bakkgír
framan á handfanginu virkaði
nokkuð sérviskulegur.
Í miðjum flokknum í verði
Nýr Carens er vel búinn bíll
hvar sem á hann er litið. Nægir
að nefna hluti eins og brekku-
viðnám, hita í stýri, aðfellanlega
útispegla, bakkmyndavél og
beygjuljós til að sjá að um vel
búinn bíl er að ræða í grunn-
útgáfu. Verðið er heldur ekki til
að skemma fyrir þegar sam-
bærileg
Toyota Verso kostar hálfri
milljón meira, en Peugeot 3008
er á pari við Kia Carens í verði.
Tæpar fimm milljónir er þó það
sama og Ford C-Max kostar
sjálfskiptur með svipaðri dísilvél
svo að C-Max heldur áfram að
vera viðmiðið í þessum flokki
hvað verðið áhrærir.
njall@mbl.is
Miðjusæti eru á sleða svo að ekki þarf að hafa mikið fyrir því að komast í
öftustu sætin og ekki skemmir heldur fyrir hversu vel afturhurðin nær.
Kia Carens Árgerð 2013
• 1,7 lítra dísilvél
• 134 hestöfl/330Nm
•6gíra beinskipting
• 16 tommuálfelgur
• Eigin þyngd kg
: 1591 bsk
• Farangursrými: 492 l.
• 0-100 km/sek
: 10 bsk
•Hámark: 191 km/klst
• Framdrif
•Verð frá: 4.990.777 kr
• 5 L/100 km í bl akstri
• Umboð:Askja
•Mengunargildi:
132 g/km
Eins og sjá má er óvenjubreiður A-bitinn þess valdandi að blindhornið
gæti falið stóran bíl, og slíku fylgir auðvitað talsverð slysahætta.
Dísilvélin er 1,7 lítra en skilar samt sama afli og togi og flestar tveggja
lítra vélar bíla í sama flokki - og því er hér aldeilis kraftur í kögglum.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013
BÍLAR 5
Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com
VARAHLUTAVERSLUN
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Fullkomin tímasetning
Tímakeðjusett
Nýja vörulínan okkar telur yfir hundruð tímakeðju-
setta, með þúsundum íhluta og stækkar sífellt.
Bílaframleiðendur eru í auknum mæli að notast við
tímakeðjur í stað tímareima, að skipta um þær er
mun tímafrekara og dýrara. Þess vegna inniheldur
hver tímakeðjupakki frá FAI alla þá varahluti sem
þú þarft að nota og eru þeir framleiddir
í samsvarandi gæðum og OE í
evrópska, japanska og kór-
eska bíla. Heildstæð
lausn í hverjum
kassa.
Verðdæmi:
MMC Pajero 2,8 TD
28.511 kr.