Morgunblaðið - 30.04.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.04.2013, Qupperneq 6
Í sumum tilvikum er Harley Davidson 883 skráð minna en 47 hestöfl en samkvæmt hest- aflabekksmælingu er það 46,6 hestöfl. Taka skal fram að viss- ara er að skoða skráning- arskírteini í vafatilfellum. Breytingar á mótorhjólaprófum skv. ESB Minnaprófið stækkar BMW G650 GS er skráð 48 hestöfl en er einnig hægt að fá í minna- prófsútgáfu með smábreytingum á kveikjukerfi. Yamaha XVS 650 V-Star er einnig vinsælt byrj- endahjól og aðeins 40 hestöfl. H inn 19. janúar síðastlið- inn tók gildi ný reglu- gerð sem byggist á þriðju ökurétt- indalöggjöf Evrópusambandsins. Breytingar þessar eru gerðar til að samræma ökupróf í allri Evr- ópu til að tryggja frjálsan flutning og akstur milli landa og gerir öku- skírteini úr einu landi ESB eða EES gild í öllum öðrum löndum þess. Breytingarnar eru mestar í flokki mótorhjóla en þar er kom- inn nýr flokkur sem kallast A2 og tekur hann við af flokki sem hét lítið mótorhjól áður og miðaðist við 34 hestöfl (25 kW). Hámarksaflið 47 hestöfl Hér er rétt að útskýra þennan flokk aðeins betur því að hann veldur talsverðum ruglingi og skoða hvaða hjól falla í þennan nýja flokk, en hann er nú miðaður við 47 hestöfl (35 kW) sem er töluverð breyting. Eins og sjá má af töflunni er há- marksafl mótorhjóla í A2-flokki nú komið í 47 hestöfl en sum mót- orhjól má fá með svokölluðu inn- sigli til að ná niður afli í þetta til- tekna hámark. Þó má ekki samkvæmt löggjöfinni minnka afl hjóls í þessum flokki um meira en helming, þannig að 100 hestafla hjól getur ekki fengið innsigli og farið í 47 hestöfl sem dæmi. Til að átta sig betur á þessu hefur bíla- blaðið sett saman stuttan lista með hjólum sem falla undir þenn- an flokk og inniheldur hann einnig hjól sem eru með löglegu innsigli samkvæmt þessum A2-flokki. Að- eins er minnst á þau hjól sem eru annaðhvort seld á Íslandi eða hafa komið hingað á undanförnum ár- um. Falla í A2-flokkinn Þegar þessar tölur eru skoð- aðar er auðvelt að sjá að nokkuð mörg mótorhjól sem áður voru flokkuð sem stór mótorhjól falla í A2-flokkinn. Önnur breyting á réttindaflokkunum er sú að núna má taka réttindi í A2-flokk á hvaða aldri sem er svo lengi sem við- komandi hefur náð 19 ára aldri. Þetta þýðir að einhver sem telur að hjól eins og ofangreind dugi sér þarf þá ekki að taka full réttindi strax og getur einfaldlega valið að taka þennan flokk fyrst. Mun það eflaust henta mörgum að taka próf í þessum flokki þar sem kennsluhjól í honum geta verið talsvert minni en fyrir full réttindi. njall@mbl.is Flokkur og aldur Heiti flokks: Lágmarksaldur: Lýsing á flokk: AM 15 Skellinöðrur og þríhjóla ökutæki meðhá markshraða meiri en 25 km/klst en ekki meiri en 45 km/klst. A1 17 Mótorhjól með vél ekki stærri en 125 rsm með vélarafl ekki meira en 15 hestöfl (11 kW) og aflhlutfall ekki meira en 0,1 kW/kg. Einnig þríhjól sem fara ekki yfir 15 kW. A2 19 Mótorhjól með vélarafl ekki meira en 47 hestöfl (35 kW) og aflhlutfall ekki meira en 0,2 kW/kg og er ekki fengið upphaflega frá ökutæki með tvöfalt afl þess. A 21 Mótorhjól og mótorþríhjól. Gerðir og afl Framleiðandi: Gerð: Hestöfl: BMW G650GS 48 hö Honda VT 750 Shadow 45,6 hö Kawasaki KLR 650 42 hö Yamaha XVS 650 V-Star 40 hö Harley Davidson Sportster 883 46,6 hö MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013 6 BÍLAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.