Morgunblaðið - 30.04.2013, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2013
BÍLAR 7
Við samanburð á verðþróun viðgerða og
varahluta kemur í ljós, að í nýliðnum mars-
mánuði var verð á bílavarahlutum 5,9%
hærra en í sama mánuði í fyrra. Viðgerð-
arkostnaður hækkaði á sama tímabili um
4,6%.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í
hagtölum bílgreina sem Bílagreina-
sambandið tekur saman. Við samanburð í
þeim á kostnaði við ökutæki og neysluverðs-
vísitölu kemur í ljós að rekstrarkostnaður
ökutækja lækkaði um 0,3% á tímabilinu frá
mars 2012 til febrúar 2013 og kaupverð öku-
tækja hækkaði um 4,9%. Á sama tímabili
hækkaði vísitala neysluverðs um 4,0%.
Sé verðþróunin athuguð á lengra tímabili
er þróunin á einn veg; til hækkunar. Hefur
vísitala varahluta til dæmis hækkað um rúm-
an þriðjung á fjórum árum. Farið úr 141,1 í
marslok 2009 í 191,2 við síðustu mán-
aðamót, eða hækkað um 36%.
Vísitala viðhalds og viðgerða hefur ekki
hækkað eins mikið á sama tíma, eða úr 112,4
í 141,7 stig, sem er 26% hækkun.
Rekstrarkostnaður 57% hærri
Sé svo skoðuð söguleg þróun á kostnaði
við kaup og rekstur ökutækja hefur sá liður
hækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Bílar
hafa að meðaltali hækkað um þriðjung í verði
frá í mars 2009. Á sama tíma hefur rekstr-
arkostnaður þeirra hins vegar stóraukist,
eða um 57%.
agas@mbl.is
Bílar dýrari í verði
Rekstrarkostn-
aður hefur aukist
Morgunblaðið/Rósa Braga
Það kostar sitt að komast leiðar sinnar á bílnum í seinni tíð. Rekstrarkostnaður ökutækja
hér á landi hefur aukist um 57% síðan 2009 um leið og bílar hafa hækkað talsvert í verði.
Peugeot hefur ákveðið að
freista sigurs í fjallakappakstr-
inum fræga, Kappaksturinn til
skýjanna, í Pikes Peak í Colo-
radoríki í Bandaríkjunum. Það
er enginn smábíll sem það tefl-
ir fram og áttfaldur heims-
meistari í ralli, Sebastian Loeb,
hefur verið ráðinn til að keyra
hann.
Ógurlegur dreki
Bíllinn er smíðaður upp úr
Peugeot 208 en vísast mun
mönnum finnast lítið eftir af
honum í drekanum ógurlega,
sem nefndur er Peugeot 208
T16. Og þegar skoðaðar eru
tækniupplýsingar virðist ljóst,
að Peugeot mæti ekki til leiks í
anda ólympíuhugsjóna um að
þátttaka sé aðalatriði, heldur
ætli franski bílsmiðurinn sér
fátt annað en sigur í Pikes
Peak.
Fyrir það fyrsta er vélarafl
bílsins ekkert minna en 875
hestöfl, eða eitt hestafl á hvert
kíló sem bíllinn vegur. Hröð-
unin er að lágmarki á við
keppnisbíl í formúlu-1 eða
meiri. Úr kyrrstöðu í 100 km/
klst ferð tekur aðeins 1,8 sek-
úndur. Og aðeins þrjár sek-
úndur til viðbótar tekur að
koma honum úr 100 í 200 km/
klst. Ætti Peugeotinn því að
fljúga upp fjöllin.
Að baki þessum ógnvekjandi
tölum um afl og snerpu bílsins
liggur V6-vél með tvöfaldri for-
þjöppu og fjórhjóladrifi. Er
henni fyrirkomið í bílnum
miðjum, en vél þessi er mun
öflugri en vélar formúlu-1-bíla.
Er þetta öflugasti bíll sem Loeb
hefur nokkru sinni ekið.
Kappakstur og
krefjandi beygjur
Kappaksturinn í Pikes Peak
fer fram 30. júní næstkomandi.
Vegalengdin er 19,99 kílómetr-
ar og beygjurnar á leiðinni, all-
ar mjög krefjandi, 156 talsins.
Ráslínan er í 2.865 metra hæð
yfir sjó og endamarkið í 4.301
metra hæð. Það reynir því
mjög á verk- og tæknifræðinga
að hanna bíl og stilla vél og alla
þætti hans til keppni við slíkar
aðstæður. Til samanburðar má
nefna, að sé farið á venjulegum
einkabíl í þessa hæð er áætlað
að vélin tapi 1% aflsins við
hverja 100 metra hækkun
vegna hins þunna lofts. Það
jafngildir um 30% missi mót-
orafls í keppnisbrautinni allri.
agas@mbl.is
Pakka 875 hestöflum í Peugeot 208
Á að fljúga upp fjöllin
Vinnuaðstaða bílstjórans er ekki til að hrópa húrra fyrir.
875 hestöflum skal pakkað í Peugeot 208 T16 og snerpan bílsins er meira en í Formúlu 1 bíl.
Orðrómur hefur verið á kreiki í lengri tíma
þess efnis að bandaríski bílarisinn GM
myndi losa sig við þýska bílaframleiðand-
ann Opel, en GM hefur átt Opel að fullu síð-
an árið 1931. Það hefur hins vegar aldrei
staðið til af hálfu GM. Ástæðan fyrir því að
þessi orðrómur hefur komist á kreik er lík-
lega sá að GM hefur lagt niður nokkur bíla-
merki sem voru í þess eigu síðan efnahags-
hrunið varð. Má þar nefna Hummer,
Pontiac og Saab.
Gríðarlegt tap
Opel hefur verið rekið með gríðarlegu
tapi síðustu ár sem eykur enn frekar á
dómsdagsspárnar.
Fyrirtækið hefur tapað sem nemur rúm-
lega 2.100 milljörðum króna frá árinu
1999, þar af 210 milljörðum á síðasta ári.
GM hyggst þó standa við bakið á Opel og
hyggst nú fjárfesta fyrir sem nemur 600
milljörðum króna í fyrirtækinu.
Þessi fjárfesting er nauðsynleg fyrir
Opel til að geta staðið við nýlega tíu ára
áætlun. Hún er á þann veg að Opel hyggst
á þessum tíu árum kynna 23 alveg nýja eða
endurnýjaða bíla og 13 nýjar vélar og skipt-
ingar. Gangi áætlunin eftir mun Opel fara
að skila hagnaði um miðjan þennan áratug.
Opel gengur vel sem Buick
Ekki er hægt að skrifa tap Opel á það að
Opel-bílar séu slæmir, ef marka má það að
á síðustu fimm árum hefur bíll frá Opel
tvisvar verið valinn bíll ársins í Evrópu og
tvisvar lent í þriðja sæti á sama tímabili.
Tapið verður frekar rakið til þess að sala á
bílum í Evrópu hefur hrunið vegna efna-
hagsörðugleika í álfunni.
Á síðasta ári hófst sala á Opel-bílum í
Ástralíu og virðist Opel ætla að vegna vel
þar. En það sem oft gleymist að taka inn í
myndina þegar talað er um tap Opel er það
að Opel-bílar af stærri gerðinni eru seldir
lítið breyttir sem Buick í Norður-Ameríku
og Kína, sem eru tveir stærstu bílamark-
aðirnir í heiminum. Það er því að hluta til
Opel að þakka hversu vel Buick hefur
gengið síðustu ár.
jonas@giraffi.net
Opel hyggst snúa vörn í sókn
AFP
Talmaður Opel í Þýskalandi, Karl-Thomas
Neumann á bílasýningunni í Genf á dögunum.
GM selur ekki