Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 Lífeyr iss jóður starfsmanna rík is ins Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 lsr@lsr . iswww.lsr.is Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 23. maí nk. í húsnæði LSR við Engjateig 11, kl. 15:00. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. Dagskrá • Skýrslur stjórna • Tryggingafræðilegar úttektir • Fjárfestingarstefna • Ársreikningar 2012 • Skuldbindingar launagreiðenda • Önnur mál Ársfundur LSR og LH Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Elsti systkinahópur landsins náði samanlagt 1.000 ára aldri 17. maí síðastliðinn þegar ein systirin varð 70 ára. Systkinin voru upphaflega 16 að tölu en tvö þeirra eru fallin frá. Eftirlifandi eru sex bræður og átta systur. Systkinin eru börn hjónanna Gíslnýjar Jóhannsdóttur og Þor- steins Ólafssonar sem hófu búskap sem bændur í Landeyjum en bjuggu svo í Eystri-Vesturhúsum í Vestmannaeyjum þar sem systk- inin ólust öll saman upp. Þorsteinn lést 1967 og Gíslný 1993. Systkinin eru fædd á árunum 1930 til 1953 og eru í dag á aldrinum 60 til 82 ára. Meðalaldur þeirra er 71 ár. Þau eiga nú Íslandsmet í hæst- um heildaraldri systkina en næst koma fimmtán systkini frá Hall- geirsstöðum í Jökulsárhlíð sem eru 986 ára samanlagt. Svanur Þorsteinsson, einn systkinanna frá Eyjum, segir að um 150 manns hafi komið saman á föstudaginn í Rafveituheimilinu í Reykjavík til að fagna áfanganum en þó hafi vantað eina systur sem er erlendis. Þau hafi ekki auglýst viðburðinn sérstaklega enda hægt að halda stórar veislur innan fjöl- skyldunnar án þess þar sem af- komendur foreldra þeirra eru í dag 135 á lífi. Systkinabörnin eru alls 38, en ein systirin á samtals níu börn. Svanur segir mjög gott sam- komulag innan hópsins. Þau fari einu sinni á sumri í útilegu. Í eina tíð hafi verið haldin þorrablót. Nú sé starfandi saumaklúbbur hjá systrunum og öðrum kvenafkom- endum. Þá hafi bræðurnir einnig starfrækt kjaftaklúbb og spila- kvöld hafi verið regluleg áður. Ljósmynd/Magnús Stefán Sigurðsson 1.000 ára Systkinin saman á 70 ára afmæli einnar systurinnar og samtals 1.000 ára afmæli hópsins 17. maí sl. Fögnuðu þúsund árum  Systkinahópur úr Eyjum náði 1.000 ára aldri 17. maí  Elsti systkinahópur landsins en 14 þeirra eru á lífi Ljósmynd/Jóhannes Jónsson Ár í tölum Systkinin létu úbúa boli með aldri hvers og eins á bakinu. hagvöxtur er enn undir væntingum. Útreikningar Hagstofunnar byggjast á stöðluðum skattframtöl- um rekstraraðila, þ.e. bæði lögaðila og einstaklinga, og nær einungis til skattskyldra aðila. Hagnaður fyrir- tækja af reglulegri starfsemi, þ.e. fyrir fjármagnsliði, var 133.700 milljónir árið 2010 en 118.603 millj- ónir 2011. Jafngildir það samdrætti um 11% og er þá horft fram hjá verðbólgu. Meðaltal vísitölu neysluverðs var 363,2 stig 2010 en 377,7 stig 2011 og hækkaði því um 4% milli ára. Bætist það við 11% samdrátt í krónutölu. Mismunandi eftir greinum Misjafnt var eftir greinum hvern- ig hagnaður af reglulegri starfsemi þróaðist milli ára 2010 og 2011. Hann jókst í veiðum og vinnslu sjávarafurða, fór úr 38.904 milljón- um í 39.582 millj. Hann minnkaði hins vegar í iðnaði, fór úr 9.017 milljónum í 8.398 millj. Þá minnkaði hagnaður í rekstri gististaða og veit- ingarekstri, fór úr 1.698 millj. í 601 millj. Hann snarjókst hins vegar í liðnum heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækj- um, fór úr 4.791 millj. í 16.088 millj. og kunna afskriftir að eiga hlut að máli. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Almennt er ekki hægt að segja að rekstrarskilyrði fyrirtækja hafi batnað á milli ára 2010 og 2011. Þvert á móti má segja að þetta hafi verið tímabil lítilla umskipta. Rekstrarhagnað- ur að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar dregst sam- an um 11%,“ segir Halldór Árnason, hagfræðingur hjá Samtökum at- vinnulífsins. Tilefnið er nýjar tölur Hagstofu Íslands um hagnað fyrirtækja út frá ársreikningum 2010 og 2011. „Fyrirtækin eru í erfiðri stöðu. Af- koman árið 2011 staðfestir að rekst- urinn hefur verið erfiður það ár, og ekki betri en árið 2010,“ segir hann. Var botninum náð 2010? Fráfarandi ríkisstjórn hefur hald- ið því fram að botninum í efnahags- lægðinni hafi verið náð 2010. Þessar tölur undirstrika hins vegar að árið 2011 var erfitt fyrir mörg fyrirtæki sem aftur kann að eiga þátt í að Hagnaður minnkaði milli 2010 og 2011  Hagstofan tekur saman ársreikninga Halldór Árnason nokkuð annað,“ sagði Bjarni Boga- son, rannsóknarlögreglumaður og formaður kennslanefndar í gær- kvöldi. Bjarni sagði að rannsóknum yrði haldið áfram í dag og sagðist telja að nefndin færi langt með verk- efnið í dag. gunnardofri@mbl.is Ferðamenn í Kaldbaksvík á Ströndum gengu fram á lík að morgni síðastliðins laugardags. Kennslanefnd kom saman í gær. „Nefndin er búin að koma saman og skoða líkið. Við erum ekki til- búnir að gefa neitt út á þessu stigi málsins, hvorki um kyn, aldur né Kennslanefnd mögulega með niðurstöður í dag Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við erum að vinna með kítósan sem er fjölsykra sem unnin er úr rækjuskel og erum við að skoða efnið út frá mörgum mismunandi vinklum. En eitt af því sem við er- um að skoða er að taka kítósanið, breyta því efnafræði- lega og auka sýkladrepandi virkni þess,“ segir Már Más- son, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, en greint er frá vinnu hans í Tímariti Háskóla Íslands. Að rannsókninni vinnur einnig Priyanka Sahariah, doktors- nemi frá Indlandi. Már segir kítósan vera þekkt sem sýkladrepandi efni og hefur m.a. verið kannað hvort það henti við matvæla- framleiðslu svo hægt verði að auka geymsluþol matvæla. Rannsókn Más og Priyönku snýr hins vegar að því hvernig hægt er að breyta efnabyggingu kítósanfjöl- liðunnar, auka virkni hennar og nota hana til þess að drepa bakteríur. Hagkvæm framleiðsla „Kítósan virkar vel við ákveðnar aðstæður en síður við aðrar. Við erum að skoða hvaða efnafræðilegar breyt- ingar við getum gert til þess að fá það sem breiðvirkast,“ segir Már og bendir á að með ákveðnum efnafræðilegum breytingum verður hægt að auka virkni kítósans gegn mörgum bakteríustofnum þannig að virkninni svipi til virkni margra þekktra sýklalyfja. Þá segir hann einnig vera horft til þess að verkunarmátinn geti verið svipaður verkunarmáta bakteríudrepandi peptíða en bakteríu- drepandi peptíð eru efni sem líkaminn framleiðir til þess að verja sig gegn sýkingum. „Í raun ætlum við að skoða betur að hve miklu leyti verkun þessara efna svipar til þeirra efna sem koma úr líkamanum,“ segir Már en framleiðsla á kítósanafleiðum er hagkvæm að hans mati og eru afleiðurnar t.a.m. mun stöðugri en peptíðin sem skortir geymsluþol. Spurður hvernig hann sjái fyrir sér helstu notkunar- möguleika kítósanafleiðunnar segir Már: „Viljum við beita þessum efnum á líkamann er líklegra að þau henti betur til útvortis notkunar. En svo er líka hugsanlegt að þau verði nýtileg til sótthreinsunar á einhverjum tækjum sem notuð eru á sjúkrahúsum.“ Rækjuskel beitt í barátt- unni gegn bakteríum  Unnið að rannsókn á kítósan úr rækjuskel innan HÍ Ljósmynd/Gunnar Sverrisson Vísindi Már Másson, prófessor við lyfjafræðideild HÍ, og Priyanka Sahariah, doktorsnemi frá Indlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.