Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Senn er mán-uður liðinnfrá síðustu kosningum. Úrslit þeirra voru svo af- gerandi að sjaldan hafa skila- boð kjósendanna komið skýrari upp úr kjörkössunum. Vinstristjórnin, hin eina hreina, eins og það var stund- um orðað, talaði löngum þannig að hún hefði verið sett á til að breyta Íslandi. Nú hefði and- stæðum öflum verið bolað það- an með offorsi og kosninga- úrslitum og aðdragandinn væri þannig að ekkert tillit þyrfti að taka til þeirra um mjög langa hríð. Ekki fór á milli mála að ríkis- stjórnin hafði sannfærst um að með komu hennar í ráðherra- stólanna tæki við langt valda- skeið á borð við það sem þekkt var frá sjöunda áratugnum og þeim tíunda, þegar kjósendur veittu Sjálfstæðisflokknum í samstarfi við Alþýðuflokkinn annars vegar og Alþýðuflokk og svo Framsóknarflokk hins vegar, umboð til stjórnar- myndunar og forystuhlutverk í ríkisstjórn. Ýmsir þeir sem láta stjórnmálablindu trufla sig skrifa stundum um þessi tvö skeið næstum eins og valda- ránsskeið, þar sem einhverjir vondir flokkar hafi haft völd alltof lengi án umboðs! En það er galdurinn við góða stjórnarhætti og leiðsögn að þurfa ekki að óttast aðkomu kjósenda sem geta a.m.k. á fjögurra ára fresti endurmetið sinn hug. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn hafði farið með stjórnar- forystu ásamt tveimur ólíkum flokkum í eitt kjör- tímabil hvorum, í átta ár sam- fellt, jók hann fylgi sitt í kosn- ingum og fékk yfir 40 prósent. Það voru þriðju kosningarnar í röð sem flokkurinn fékk svo góðar kosningar. Í hinum fyrstu eftir stjórnarandstöðu og hinar tvær síðari eftir stjórnarforystu í 8 ár og voru úrslitin í hinum síðari flokkn- um hagfelldust. En vinstri- stjórnin, hin hreina, var sam- kvæmt mælingum búin að missa verulega hluta fylgis síns eftir aðeins tvö ár og í raun hafði hún ekki eiginlegan stjórnarmeirihluta í þinginu lengur, en sat áfram kjör- tímabilið á enda. Til eru sérvitringar sem reynt hafa að túlka þá and- lýðræðislegu hegðun sem sér- stakt afrek! Kjósendur höfðu aðra skoðun á því. Þess vegna m.a. urðu úrslitin jafn afdrátt- arlaus og sýndi sig 27. apríl. Fræðimaður sem var Ríkis- útvarpinu til aðstoðar á kosn- inganótt gat ekki fundið í minni sínu annað eins afhroð stjórn- arflokka í kosningum í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Ekki er ósennilegt að það evrópumet flokkanna, sem ætluðu að ganga í Evrópu- sambandið, verði það eftir- minnanlegasta sem út úr ferli þeirra kom. Er þó úr mörgu ömurlegu að velja. Vonandi eru að verða vatnaskil}Hangandi hetjudáð Stjórnarmynd-unarviðræðum er að ljúka og stjórnarskipti væntanleg í vik- unni. Ríkisstjórnin sem er að kveðja fer frá með þeirri skömm sem fylgir sögulegu tapi og fleiri mistökum og af- glöpum en ástæða er að sinni til að rifja upp. Að sama skapi fylgir nýrri ríkisstjórn mikil eftirvænting um breytingar svo að segja á öllum sviðum. Fjöldi brýnna verkefna bíð- ur nýrrar ríkisstjórnar og fáar ríkisstjórnir hafa þurft að vinda ofan af jafn miklum óþurftarverkum eftir jafn skamma stjórnartíð. Ótrúlega mikil skemmdarverk hafa ver- ið unnin á því eina kjörtímabili sem vinstriflokkunum gafst til að hrinda draumum sínum í framkvæmd, sem er enn merkilegra þegar horft er til þess að mörg önnur skemmd- arverk tókst að koma í veg fyrir. Eitt af því sem mest liggur á að lagfæra eru skemmdirnar á fiskveiðistjórnar- kerfinu, en ríkis- stjórnin sem enn situr hefur haft það að sérstöku markmiði að rífa niður undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar, koma henni á kné og undir ríkisforsjá. Afleiðingarnar hafa meðal annars sést í minni fjárfest- ingu og þeirri staðreynd að rekstur mikils hluta fyrir- tækja í greininni hefur verið settur í uppnám. Væntingar um nýja ríkis- stjórn og þar með að látið verði af fjandskapnum við at- vinnulífið eru þegar farnar að skila sér í aukinni bjartsýni innan sjávarútvegsins. Von- andi verður fljótt gripið til áþreifanlegra aðgerða til að styrkja stoðir greinarinnar á nýjan leik, eyða óvissunni og skapa grundvöll fyrir fjárfest- ingu og vöxt. Væntingar um breytta stjórnar- stefnu eru þegar farnar að skila sér í aukinni bjartsýni} Skömmin og eftirvæntingin F yrir aldarfjórðungi eða svo sagði Jón Baldvin Hannibalsson, sem þá lifði sína pólitísku velmektar- daga, að um góðar ríkisstjórnir gilti að þær væru lítið í fréttum. Meiningin sem þarna lá að baki var sú að væru stjórnmálin og áherslur þeirra í einhverju samræmi við vilja og viðhorf almennings – og trúnaður ríkti meðal manna – yrði fátt um fréttir. Líklega fólst sannleikskorn í þessum orðum þáverandi leiðtoga jafnaðarmanna sem var þó æði oft í fjölmiðlum sakir frísklegar framgöngu sinnar í málum, sem mörg hver mörkuðu skil í sögu lands og þjóðar. Síðustu daga hefur þjóðin fylgst með stór- skemmtilegum feluleik sem borist hefur vítt um sveitir. Leiðtogar Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokks, þeir Sigmundur Davíð Gunn- laugssonar og Bjarni Benediktsson, hafa flakkað milli sumarhúsa austur í sveitum, gætt sér á pönnukökum og vöfflum og skemmt sér við að mynda ríkisstjórn. Þegar þetta er skrifað undir kvöld á öðrum degi hvítasunnu er lítið vitað um skipan stjórnar og hvaða málefni eru á odd- inum. Farið er að djarfa fyrir einhverri óljósri mynd – en hvað tveir fyrrnefndir stafnbúar stjórnmálanna eru ann- ars að bauka og brasa er satt að segja í miklum vé- fréttastíl. Við einfaldlega bíðum frétta, með sama hætti og gerist í Vatíkani Rómarborgar – þar sem mannfjöldinn hefur svo oft mænt á Sixtusarkapelluna og skorstein hennar þar sem hvítur reykur táknar að nýr páfi hafi ver- ið valinn. Reyndar hefur annað komið upp í hugann í þessu sambandi: biðin eftir sögum úr sumarhúsinu hefur stundum minnt á leiðtoga- fundinn haustið 1986, þegar hurðarhúnninn í Höfða var heila helgi í beinni sjónvarps- útsendingu. Einhvern tíma meðan á því stóð fengum við raunar að sjá mynd af regnboga yfir húsinu þar sem valdamestu menn heims- ins voru að skrafi. Var regnboginn fjórliti sett- ur í beint samhengi við sögu Gamla testa- mentisins en eftir syndaflóðið kvaðst drottinn ætla að vera framvegis til friðs – svo mann- kyninu skolaði ekki aftur út. Með þeirri til- vísun getum við þá vænst að íslensku þjóðina taki ekki aftur út, eins og gerðist haustið 2008. „Aldrei framar mun flóð koma og eyða jörð- ina,“ segir í Biblíunni. En aftur komum við að stjórnarmyndun. Í öllu samstarfi skiptir trúnaður milli manna miklu. Þá er gott ef vinátta er líka til staðar. Mögnuð fréttamynd sem Morgunblaðsmaðurinn Kristinn Ingvarsson tók á kosn- inganótt og sýndi þá Sigmund og Bjarna horfa brosandi í augu hvor annars, sýndi að milli þeirra er strengur vin- áttu og trausts. Í viðræðum síðustu daga hafa þeir haldið spilunum þétt að sér og væntanleg ríkisstjórn er lítið í fréttum. Og með vísan til fyrrnefndrar yfirlýsingar Jóns Baldvins endur fyrir löngu er ástæða til bjartsýni; stjórn- in nýja sem tekur við síðar í vikunni verður eftir öllum sól- armerkjum að dæma líklega farsæl, lítið í fréttum en kemur góðu til leiðar. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Horft á hurðarhúninn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Staða greina innan Félagsvélstjóra og málmtækni-manna, VM, er ærið mis-jöfn. Síðustu ár hefur fjölg- un orðið á nemum í vélstjóranámi og undanþágum hefur snarfækkað á fiskiskipaflotanum. Á sama tíma hef- ur hins vegar fækkað í mörgum hóp- um málmtæknimanna, meðalaldur- inn hefur hækkað og átaks er þörf til að efla þessar greinar að nýju. Í byrjun þessa árs voru 860 manns í vélstjórnar- og málmiðnaðarnámi, en tólf skólar á landinu bjóða nám í þessum greinum. Guðmundur segir að góð aðsókn hafi verið í Vélskóla Ís- lands, sem er ein deild Tækniskól- ans, skóla atvinnu- lífsins, þar hafi jafnvel orðið að hafna umsóknum. Sömu sögu sé ekki að segja um málmtækni og því miður segi fjöldinn þar ekki alla söguna, því of margir ljúki ekki sveinsprófi. Kalla á aukinn mannafla „Það er þekkt vandamál og virðist orðið viðvarandi að atvinnulífið vant- ar fólk, sem er menntað í vélvirkjun, stálsmíði og öðrum greinum í málm- tækni,“ segir Guðmundur. „Við höf- um reynt að kynna þessa menntun í grunn- og framhaldsskólum, en það hefur litlu skilað. Mín skoðun er sú að þegar upp er staðið sé þetta spurning um fleiri krónur og örugg- ari vinnutíma. Til þess að ræða þessi mál áttum við í síðustu viku fund með fulltrúum sex stærstu fyrir- tækjanna í þessum greinum því það er sameiginlegt verkefni okkar að laða fólk að þessum greinum. Mín skoðun er sú að þessi sam- ræmda launastefna dugi ekki lengur. Fyrirtækin í greininni þurfa að fá svigrúm frá Samtökum atvinnulífs- ins til þess að hækka launagólfið, óháð því hvað meðaltöl segja. Menn þurfa að geta framfleytt sér og sín- um af dagvinnunni og unga fólkið er síður tilbúið í mikla skorpuvinnu, sem tíðkaðist í þessum greinum.“ Guðmundur hefur bent á að þegar horft sé til áætlana um fram- kvæmdir og aukin umsvif í stóriðju og orkuframleiðslu verði skortur á nýliðun í greinunum enn meira áber- andi heldur en nú er. Verkefnin hér á landi kalli á aukinn mannafla en auk þeirra séu stór verkefni í bígerð á svæðum hér í kringum okkur og vísar þar til verkefna tengd olíuleit og hugsanlega vinnslu við Jan Ma- yen og einnig á Grænlandi. Vélstjórar starfa jafnt á sjó og í landi, en margir vélstjórar starfa t.d. í orkugeiranum. Guðmundur Ragn- arsson, formaður VM, segir að á síð- ustu árum hafi störfum til sjós fækk- að og sérstaklega hafi störf tapast í minnkandi bátaflota. Algengt var að menn ynnu sem vélstjórar án þess að hafa til þess réttindi og fengu þá undanþágu til starfans. Ekki eru mörg ár síðan þessar undanþágur skiptu hundruðum á hverju ári. Skerpt á reglum „Upp úr hruni varð mikil breyting á, störf til sjós urðu eftirsóknarverð á ný og réttindamenn sneru aftur á sjóinn,“ segir Guðmundur. „Fyrir rúmum þremur árum var reglugerð breytt og skerpt á reglum um und- anþágur. Skilyrði þess að menn gætu fengið undanþágur var að þeir gerðu grein fyrir hvenær þeir ætl- uðu að ljúka námi og fylgst var með framvindu námsins. Menn tóku sig verulega á og árin 2010-12 áætla ég að hátt í 60 vélstjórar hafi lokið sveinsprófi, sem þeir höfðu trassað. Núna fá nánast engir undanþágur án þess að skrá sig í nám og megnið af undanþágum sem þó eru í gangi núna er til skamms tíma.“ Næg verkefni en fólk vantar í málmtækni Málmtækni Nauðsynlegt er að laða fleira fólk til starfa í þessum greinum og telur formaður VM það best gert með hærri launum og öruggari vinnutíma. Guðmundur Ragnarsson Innan VM voru á síðasta ári tæplega 3.100 félagsmenn og athygli vekur að karlar í félag- inu voru 3.055 og konur aðeins 28. Við störf í landi voru 2.366 og á sjó 717, þar sem um 85% voru á fiskiskipum. Meðalaldur félagsmanna í VM er áhyggjuefni forystumanna félagsins og segir Guðmundur Ragnarsson að í sumar greinar vanti heilu árgangana og nýlið- un sé alls ekki næg. Yfir 65% félaga í VM eru 40 ára og eldri og aðeins um þriðjungur innan við fertugt. Stór hópur málm- tæknimanna muni láta af störf- um á næsta áratug. Hár aldur áhyggjuefni FÁAR KONUR INNAN VM Aldur félagsmanna í VM 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% <2 0 20 -3031- 40 41- 50 51- 60 61- 70 70 <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.