Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 ✝ AðalsteinaHelga Magn- úsdóttir fæddist á Grund í Eyjafirði 20. febrúar 1925. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Lögmannshlíð 7. maí 2013. Foreldrar henn- ar voru Magnús Sigurðsson bóndi og kaupmaður á Grund, fæddur í Torfufelli 3. júlí 1847, d. á Grund 18. júní 1925, og s.k.h. Margrét Sigurð- ardóttir, f. í Fjósatungu 16. ágúst 1889, d. á Akureyri 16. okt 1982. Seinni maður Mar- grétar var Ragnar Davíðsson, f. á Kroppi 26. mars 1899, d. 10. desember 1992. Hálfsystkini Aðalsteinu af fyrra hjónabandi Magnúsar voru: Jónína Ragn- heiður, f. 1877, Aðalsteinn Júl- íus, f. 1879, Sigurlína Ragn- heiður, f. 1882, Guðrún Hólmfríður, f. 1884, Sigurlína og Aðalsteinn Júlíus yngri, f. 1889, Valgerður, f. 1891 og Margrét, f. 1893. Aðeins þrjú af systkinunum náðu fullorðins- aldri en hin dóu í frumbernsku eða æsku. Aðalsteina giftist 5. ágúst 1945 Gísla Björnssyni, f. 18. júlí Davíðssyni frá Kroppi. Að- alsteina ólst upp við mikið ást- ríki og minntist stjúpa síns ávallt með virðingu og hlýju. Aðalsteina stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri og síðan í Húsmæðra- skólanum á Laugalandi en að því loknu langaði hana að sjá meira af veröldinni og fór til Reykjavíkur. Þar vann hún um skeið í Laugavegs apóteki. Í Reykjavík kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum. Að- alsteina og Gísli giftu sig 5. ágúst 1945 og þá héldu Mar- grét og Ragnar þeim mynd- arlega veislu. Fyrstu búskapar- árin áttu ungu hjónin heima fyrir sunnan en árið 1950 fluttu þau heim að Grund og bjuggu félagsbúi með Margréti og Ragnari til ársins 1959 að þau tóku alveg við búskapnum á Grund. Árið 1981 kom Bjarni stjúpsonur þeirra inn í búið og bjó með þeim félagsbúi til árs- ins 2002 að þau brugðu búi og fluttu til Akureyrar. Þar bjuggu þau á Holtateigi 34 meðan kraftar leyfðu en 2012 flutti Aðalsteina á hið nýja dvalarheimili Lögmannshlíð á Akureyri. Grundarkirkja sem Magnús faðir Aðalsteinu lét byggja 1904-05, var í eigu Að- alsteinu og Gísla allt til ársins 2012 að þau færðu Sóknarnefnd Grundarkirkju hana að gjöf. Útför Aðalsteinu fer fram frá Grundarkirkju í dag, 21. maí 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. 1923. Fóstursonur þeirra er Bjarni Aðalsteinsson, f. 9. nóv. 1952. Fyrri kona hans er Hild- ur Arna Grét- arsdóttir, f. 15. des. 1959. Börn þeirra: 1) Margrét Ragna, f. 29. mars 1979. Maki Simon Koch Lauritzen, f. 6. apríl 1977. Þeirra synir: a) Magni, f. 17. ágúst 2006, b) Björn, f. 6. apríl 2008 og c) Thor, f. 17. júlí 2010. 2) Sigríður Birna, f. 18. júlí 1983, barnsfaðir hennar er Viktor Geir Valmundsson, f. 25. febr- úar 1985, börn þeirra, a) Elsa Bjarney, f. 7. febrúar 2007 og b) Sigurgeir Bessi, f. 30. mars 2010. 3) Helga Aðalbjörg, f. 9. mars 1986. Sambýlismaður hennar er Eysteinn Pálmason, f. 18. apríl 1985. 4) Magnús Ingvar, f. 20. maí 1988. Núver- andi sambýliskona Bjarna er Yan Khabklai, f. 15. apríl 1965. Eftir lát Magnúsar föður Að- alsteinu bjó ekkjan ein áfram með litlu dóttur sína á hálfri Grund sem var eignarhlutur þeirra mæðgna allt til ársins 1937 að Margrét giftist aftur hinum ágætasta manni Ragnari Við kveðjum nú ástkæra ömmu okkar, sem gegndi stóru hlutverki í lífi okkar systkin- anna. Hennar viljum við minnast með þessum fáu orðum. Amma okkar var kona með mikinn persónuleika og stórt hjarta. Hún var engum lík. Það var aldrei hljótt í kringum ömmu, hún sagði alltaf skoðun sína, var áræðin og lét fátt koma í veg fyrir sínar áætlanir. Við krakkarnir lærðum fljótt að best var að halda sér í náðinni hjá ömmu og að sumu var best að halda leyndu. Við vissum líka að amma var alltaf til staðar, ef eitthvað amaði að og við þurftum á meðaumkun að halda. Hún gat verið hörð hún amma, en gæsk- an í augum hennar leyndi sér ekki og hjá henni áttum við allt- af griðastað. Seint munum við gleyma um- ganginum í eldhúsinu á Grund. Við barnabörnin sem bjuggum á neðri hæðinni, vöknuðum oft á morgnana við fótatakið hennar ömmu, sem gekk fram og til baka í eldhúsinu og sýslaði. Margar voru stundirnar, þar sem við fengum að hjálpa til við bakstur og annað. Alltaf fengum við að smakka afurðirnar og það þótti okkur ekki sem verst. Sam- veran með ömmu var þó ekki alltaf dans á rósum. Hún setti okkur fyrir, húsleg verkefni og við sluppum ekki fyrr en verkið var unnið með sóma. Sjálf lagði hún hart að sér við vinnu sína og til þess ætlaðist hún líka af öðr- um. Sem betur fer var það þess virði að hjálpa ömmu, því ef við stóðum okkur vel, laumaði hún til okkar súkkulaði eða öðru góð- gæti. Amma elskaði okkur krakk- ana meira en lífið sjálft og hún sparaði ekki kærleiksorðin. „Guð veri ævinlega með þér, elsku barnið mitt.“ Svona var hún allt- af vön að kveðja okkur barna- börnin, eins og við værum að kveðjast í síðasta skipti. Hún knúsaði okkur og kreisti og kyssti okkur á kinnina. Þess hugsum við til með söknuði, því nú er komið að allra síðustu kveðjustund. Megi Guð vera með þér, alla tíð, elsku amma okkar. Við mun- um ávallt minnast þín. Nú kemstu aftur heim á Grundina þína. Barnabörnin, Margrét Ragna, Sigríður Birna, Helga Aðalbjörg og Magnús Ingvar. Ég kynntist Aðalsteinu fyrst þegar ég kom sem kaupakona að Grund, 15 ára gömul. Það var mikill skóli fyrir unga stúlku frá venjulegu kaupstaðarheimili að kynnast heimilisbragnum á Grund. Þar var margt í heimili á sumrin og mikill gestagangur. Aðalsteina var símstöðvarstjóri Landssímans á Grund og Gísli bóndi hreppstjóri. Þar að auki var svo kirkjan með öllum þeim störfum sem henni fylgdu. Að- alsteina var ákveðin kona í fram- göngu og hafði sterkar skoðanir á öllum hlutum, það gustaði af henni. Hún var skipulögð og stundvís, íhalds- og aðhaldssöm og skyldurækin. Hún átti vand- aða hluti og fór vel með þá. Hún stjórnaði öllu með miklum myndarbrag og dugnaði. Hjá henni lærði ég að elda og baka, pússa silfur og fínar mublur, dekka borð og brjóta dúka. Hún kenndi mér að svara almenni- lega í síma, heilsa og kveðja með handabandi, bera mig vel og horfast í augu við fólk. Ekkert hæ eða bæ, hangs eða flangs. Hún lét mig prjóna peysur og stoppa í sokka þegar stund gafst. Það kunni ég að heiman og hældi hún mér fyrir það. Henni þótti ég af ágætu fólki komin þótt mínir nánustu væru nú ekki réttum megin í pólitík- inni. Hún fann þó reyndar nokkra öndvegis sjálfstæðispilta í frændgarði mínum og var hún ánægð með það. Seinna urðum við svo tengdamæðgur. Aðal- steina hélt okkur Bjarna og litlu dóttur okkar veglega brúð- kaups- og skírnarveislu á Grund. Þar var hún í essinu sínu, að halda veislur hún Aðalsteina. Bjuggum við svo undir sama þaki í rúm 20 ár. Sambúðin var vandasöm í upphafi, við vorum ólíkar að eðlisfari og skoðanir okkar fóru ekki alltaf saman. Okkur lærðist þó fljótt að um- gangast af gagnkvæmri virð- ingu. Saman héldum við svo margar skírnar- og fermingar- veislur barnanna okkar sem hún elskaði af öllu hjarta. Ég fann svo sterkt sársauka hennar og söknuð að hafa ekki sjálf getað fætt börn. Við fundum því sam- hljóm í gegnum börnin. Ég hafði líka mikla ánægju af frásögnum hennar af fólki og atburðum langt aftur í ættir. Hún hélt allt- af sambandi við mig eftir skilnað okkar Bjarna. Þegar þau Gísli fluttu til Akureyrar, tók ég að mér ásamt krökkunum og Bjarna að aðstoða þau og ann- ast. Samband okkar var því nær óslitið frá fyrstu kynnum. Ég er þakklát fyrir að geta verið hjá henni við andlátið. Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Hildur Arna. Mér er í barnsminni þegar nefndur var Magnús á Grund. Hann hafði byggt kirkju á ætt- aróðali Briem-ættarinnar á Grund í Eyjafirði. Í því tali ömmu minnar og afasystra var nefnd dóttir hans Aðalsteina sem hélt uppi virðingu staðarins. Enn og aftur kom nafn þess- arar konu upp í hugann þegar faðir minn skipulagði heimsóknir konunga og drottninga um land- ið. Þar var hún gestgjafinn. Ég hafði aldrei hitt þessa merku konu þegar ég flutti norð- ur yfir fjöll haustið 2000. En af því varð fljótlega og hún tók mér eins og barni sem hún hefði alltaf þekkt. Hún hafði líka þekkt fjölskyldu mannsins míns frá örófi alda og hún lá ekki á því að segja sögur. Kirkjubóndinn Aðalsteina á Grund var engum lík. Að koma að Grund sem prestur og æfa brúðhjón var eins og að koma að óðalssetri. Hún vissi svo vel hvernig allt átti að vera og það var svo dásamlegt. Í hennar kirkju átti allt að fara fram eins og það hafði farið fram áður. Á þessum 13 árum sem við þekkt- umst áttum við dásamlegar stundir saman í Oddfellowhúsinu á Akureyri, en efst í huga mér er þó orlofsferð sem við fórum saman til Krítar. Þar sat ég við sagnabrunn Aðalsteinu og naut hverrar mínútu. Hún var lista- kona í því að segja sögur. Að lokinni ævi þessarar merku konu vil ég flytja kveðjur og þakkir, kveðjur og þakkir frá kirkju Ís- lands, sem naut gestrisni hennar og velvilja um áratuga skeið. Fyrir nokkrum misserum af- henti Aðalsteina söfnuðinum kirkjuna á Grund. Það var rausnarlegt af henni og fjöl- skyldu hennar. Þar sem við hjónin erum stödd erlendis get- um við ekki fylgt Aðalsteinu, en biðjum fjölskyldu hennar allrar Guðs blessunar. Guð blessi minningu Aðal- steinu á Grund. Solveig Lára Guðmunds- dóttir, vígslubiskup á Hólum. Aðalsteina á Grund er látin og með henni er genginn einn öfl- ugasti merkisberi þess tíma þeg- ar bændakonur urðu að kunna „að breyta mjólk í mat og ull í fat“. Góð húsmóðir varð að kunna skil á nýtingu allra bús- afurða, alveg frá upphafi og þar til framleiðslan var komin til fullra nota. Húsmóðirin bar ábyrgð á að heimilisfólkið fengi góða næringu, hún þurfti að fylgjast með því hvernig öllum leið og oftast var það húsmóðirin sem gekk um með hitamæli og sáraumbúðir þegar þess þurfti. Inni á heimilunum fæddust börnin, sjúkir og aldraðir fengu þar sína umönnun þar til úr rættist eða yfir lauk. Aðalsteina fæddist inn í þess- ar aðstæður. Hún kynntist því ung, hvernig þurfti að vaka yfir öllu smáu og stóru, jafnt úti sem inni, svo allt gengi, bæði með rekstur búsins sem var efna- hagslegi grunnur fjölskyldunnar og heimilisins sem var oftast tíu til tólf manna samfélag fólks á öllum aldri, auk þvílíks fjölda gesta að meðal sveitahótel hefði oft talist fullbókað. Aðalsteina var orkumikil kona og talin líkj- ast mjög hinum ævintýralega duglega og hagsýna föður sín- um. Mörgum þótti hún stjórn- söm og það var hún, en óvíst er hvort ferill Grundar hefði áfram verið jafn glæstur ef ósérhlífni hennar og fórnfýsi hefði ekki notið við. Saga föður hennar, fyrri konu hans og hálfsystkina var henni vel kunn. Það var ekki einvörðungu saga mikilla sigra og afreka, heldur einnig saga harðrar baráttu, missis og sorga. Margrét, móðir Aðalsteinu, var vitur og góðgjörn sómakona sem aldrei talaði illa um nokkurn mann og kom fram við fólk af sanngirni og réttsýni. Þá eigin- leika erfði dóttirin ríkulega. Hún var stundvís og vildi að aðrir væru það einnig. Hún var vand- virk og hreinskilin og sagði stundum við ungu stúlkurnar sem hún kenndi heimilisfræðin: „Ef þið nennið ekki að hlusta á mig þá nenni ég ekki að kenna ykkur.“ Starfsdagar Aðalsteinu voru langir og strangir og fór hún oftast til vinnu um kl. 5.30 og bakaði þá brauð því risna var mikil. Morgunmatur stóð á borð- um um kl. 8 og svo þurfti að setja eitthvað á terturnar og ganga frá bakstrinum. Þá kallaði símstöðin sem hún sinnti í ára- tugi. Þannig gekk dagurinn fram á kvöld í önn og félagsmálum flesta tíma ársins. Aðalsteina, sem var hjartahlý og gjöful, vildi hafa allt vandað og fallegt í kringum sig. Kirkja föður henn- ar, eitt fegursta Guðshús í dreif- býli á Íslandi, sem þau hjónin og Bjarni fóstursonur þeirra af- hentu söfnuðinum fyrir skömmu, var hennar hjartfólgnasta ver- aldareign, en um þá gjöf munu væntanlega aðrir fjalla. Blessuð sé minning Aðalsteinu Magnús- dóttur og þökk fyrir áratuga samfylgd. Ég sendi Gísla, Bjarna og Yan, Hildi og börn- unum og fjölskyldum þeirra kærleikskveðjur. Ingibjörg Bjarnadóttir. Sumir segja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í mínu tilviki var ekkert þorp en fullt af góðum nágrönnum, sem mynd- uðu traustan ramma utan um hugarheim sveitabarnsins. Þar átti heimilið á Grund sinn fasta sess. Aðalsteina Magnúsdóttir var ein þessara kvenna, sem voru í senn litríkar og dugmiklar per- sónur. Heimili hennar og Gísla Björnssonar var rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Ekki varð þeim hjónum barna auðið en tóku fósturson, Bjarna Að- alsteinsson. Tvö sumur var ég vinnukona hjá Aðalsteinu, fyrst þegar ég var á þrettánda ári og aftur fjór- um árum síðar. Þá lærði ég eitt og annað sem hefur nýst síðar á lífsleiðinni. Það að vinna heim- ilisstörf á Grund var á við góðan húsmæðraskóla, allt í röð og reglu og snyrtimennska í fyr- irrúmi. Næg verkefni voru á stóru heimili þar sem gestrisni þeirra hjóna Aðalsteinu og Gísla var við brugðið. Ættingjar og vinir voru alltaf velkomnir og yf- ir sumarið var oft mannmargt og mikið uppvask. Símstöð var á heimilinu, staðsett við eldhús- borðið og man ég vel húsfreyju á þönum milli símans og bakara- ofns eða eldavélar til að sinna sem flestu í einu. Ég man Aðalsteinu vel þar sem hún útbjó veislur og mat- arboð af snilld – ég man hana akandi heyhlössum á gamla vörubílnum – einnig samkvæmisklædda með loðskinn um axlir – ég man hana í rök- ræðum um landsins gagn og nauðsynjar og þótti ekki verra ef viðmælandinn var á öndverðum meiði, þá rökstuddi hún sína skoðun af festu. Ég man einnig þegar vinnukonan mölvaði for- láta blómavasa sem var brúð- argjöf þeirra hjóna. Engar skammir fékk ég, heldur smá áminningu um að reyna að vera svolítið „pen“ í umgengni. Messuferðir enduðu gjarnan í veislukaffi sem hún bauð af rausn. Þau eru mörg handtökin sem hún vann við að hirða og hlú að hinni einstöku Grundarkirkju, allt fram á níræðisaldur. Síðari árin þegar fjölskyldan var flutt frá Grund fór hún æði margar ferðir frameftir til að annast kirkjuna, en Hildur Grét- arsdóttir, fyrrverandi tengda- dóttir hennar var alla tíð hjálp- arhellan við þau störf og mörg fleiri og var hún henni afar þakklát. Fyrir ári ákváðu Að- alsteina og Gísli að gefa söfn- uðinum Grundarkirkju – gjafir gerast ekki öllu stærri. Barna- börnin áttu hug hennar allan, og er ég heimsótti hana í síðasta sinn í Lögmannshlíð fyrir þrem- ur mánuðum sýndi hún mér myndir af gullmolunum sínum. Þessi sómakona verður okkur öllum eftirminnileg, röggsöm og glaðlynd, stundum stjórnsöm en oftast var hún fljótari en aðrir að koma auga á bestu lausnina, ætíð hreinskilin og höfðingi heim að sækja. Hún var einn stóri hlekkurinn í keðju þess góða fólks í Grundarplássi sem ég minnist úr æsku, með virðingu og þökk. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Gísla, sem nýtur umönnunar góðs fólks á Grenil- undi, og til Bjarna og fjölskyldu hans. Blessuð sé minning Aðal- steinu á Grund. Valgerður G. Schiöth. Sterk og merk kona, Aðal- steina Magnúsdóttir frá Grund, er fallin frá. Ég á eftir að sakna hennar, en hana hef ég þekkt frá 10 ára aldri þegar ég var það sumar sendur í sveit til Aðal- steinu og Gísla á Grund í Eyja- firði. Það var kunningsskapur milli foreldra minna og þeirra Aðalsteinu og Gísla og fannst foreldrum mínum fyrirtak að senda mig í sveit til að læra að vinna hjá þessum heiðurshjónum og til að fá útrás fyrir orkuna. Aðalsteina og Gísli reyndust mér afar vel og urðu sumrin á Grund mörg, og í minningunni ein samfelld sveitasæla. Mér leið afar vel á Grund og vildi helst ekki heim á haustin. Í fóstri hjá þeim hjónum lærði ég margt og ekki síst að vinna og skila því af mér sem til var ætlast. Þeim báðum var umhugað um að kenna mér öll sveitastörfin sem ég þurfti að kunna til að geta verið til gagns og að auki þurfti ég að vera með alla borðsiði og umgengi á hreinu því afar gest- kvæmt var á Grund og oft marg- ir í mat. Frú Aðalsteina vildi að við heimafólk værum ávallt til fyrirmyndar í þeim efnum sem öðrum. Það var nú stundum mis- brestur á að allt væri slétt og fellt hjá okkur krökkunum og ræddi Aðalsteina þá málið á sinn hátt við viðkomandi og vildi hún að allir lærðu af mistökunum. Okkur sem varð á í messunni þótti hún þó ekki ósanngjörn, þó að oft væri hún ströng, því hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín í þessum efnum og var að öllu leyti til fyrirmyndar. Aðalsteina var mikil persóna og fór aldrei á milli mála ef hún var á staðnum. Hún hafði alltaf mikið til málanna að leggja, var vel lesin, þekkti marga, vildi allt um alla og öll ættartengsl vita, hafði skoðanir á öllu og lá ekki á þeim. Aðalsteina var aðsópsmikil kona og stjórnsöm og vildi ávallt að tekið væri tillit til hennar sjónarmiða. Hún var sannkall- aður kvenskörungur. Það eru ákveðin forréttindi að hafa kynnst henni og verið „alinn upp“ á heimili þeirra Gísla. Ég, Anna Lilja og Stefán Ein- ar sendum eftirlifandi eigin- manni Aðalsteinu, Gísla, Bjarna og fjölskyldum innilegar samúð- arkveðjur. Sigmundur Einar Ófeigsson. Aðalsteina Helga Magnúsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, ANNA STEFANÍA SIGFÚSDÓTTIR, Litlahvammi 6, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 14. maí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 24. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Hálfdánarson og Hjalti Hálfdánarson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 12. maí. Útför hennar fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 22. maí kl. 11.00. Ólafur Örn Klemenzson, Inga Valdimarsdóttir, Sæunn Klemenzdóttir, Hallur Helgason, Guðmundur Kristinn Klemenzson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.