Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.05.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 2013 Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Kennsla á þri. og fim. kl. 16:30 Þjálfari: Hjördís - 4 vikur• Hefst 6. júní. Verð kr. 12.900• Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur. Fjölbreyttar styrktaræfingar. Kennsla á mán., mið. og fös. kl. 16:30 (3x í viku) Þjálfari: Inga María Baldursdóttir, íþróttafræðingur.• Hefst 5. júní. Verð kr. 14.900.• Kennsla á þri. og fim. kl. 10:00 (2x í viku) Þjálfari: Árndís Hulda Óskarsdóttir, íþróttafræðingur.• Hefst 6. júní. Verð kr. 12.900.• KVENNALEIKFIMI Inga MaríaÁrndís ZUMBA FITNESS OG TONING Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Græðandi og slakandi Ég var með slæmt sár í fimm mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkbletti. Slakandi olían er góð fyrir húðina og himnesk í baðið! – Lena Lenharðsdóttir www.annarosa.is Sáramyrslið græðir sár og sprungur og hefur líka gefist afar vel við kláða, frunsum, sveppasýkingum og bleiuútbrotum. Slakandi olían hefur róandi áhrif og er frábær nudd- Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Niðurstaða rannsóknar sem ísr- aelsk stjórnvöld hafa látið gera er að engar sannanir séu fyrir því að byssukúlur ísraelskra hermanna hafi orðið hinum tólf ára gamla Mo- hammed al-Dura að bana árið 2000. Myndskeið frönsku sjónvarps- stöðvarinnar France 2 sýndi Jamal al-Dura reyna að skýla syni sínum fyrir skothríð á milli ísraelskra her- manna og palestínskra byssumanna í september 2000. Jamal lifði af en myndskeiðið virtist sýna líflausan líkama drengsins. Það var sýnt um allan heim og vakti mikla hneyksl- an og reiði í garð Ísraelsmanna. Fagnar niðurstöðunni Ísraelski herinn baðst upphaf- lega afsökunar en skömmu síðar lýstu þarlend stjórnvöld efasemd- um um að frásögn France 2 af at- burðunum ætti við rök að styðjast. Benjamí Netanyahu forsætisráð- herra fyrirskipaði rannsókn á mál- inu í september sl. Niðurstaða þeirra rannsóknar er sú að það ekki satt að ísraelskir hermenn hafi skotið drenginn og að engar sann- anir séu fyrir því að hvorki hann né faðir hans hafi skaðast í átökunum. Skýrsluhöfundar vísa meðal ann- ars til myndbrots sem France 2 hafi ekki sýnt en þar sjáist dreng- urinn á lífi. Netanyahu hefur fagn- að niðurstöðunni „Þetta er birtingarmynd af áframhaldandi upploginni herferð til að véfengja lögmæti Ísraelsríkis. Það er aðeins ein leið til að sporna gegn lygum og það er með sann- leikanum.“ Jamal al-Dura segir niðurstöðu ísraelsku rannsóknar- innar hins vegar algeran tilbúning og lýsir sig tilbúinn að láta grafa upp lík sonar síns til að sýna fram á það. „Ísraelsmennirnir ljúga og reyna að hylma yfir sannleikann,“ segir al-Dura við AFP-fréttaveituna. Ísraelsk rannsókn segir ósannað að hermenn hafi skotið drenginn AFP Feðgar Myndskeið France 2 virtist sýna að drengurinn hefði verið skotinn til bana. Faðirinn varð einnig fyrir skoti.  Faðir 12 ára palestínsks drengs sem var skotinn tilbúinn að grafa upp líkið Tæplega sextíu manns fórust í hrinu ofbeldisverka á svæðum sjía og súnníta í Írak í gær. Alls hafa fleiri en tvö hundruð manns fallið í árásum sem beinst hafa að trúarhópunum undanfarna viku og er óttast að þetta verði upphafið að átökum á milli fylkinga svipuðum þeim og risu hvað hæst á árunum 2006 til 2007. Að minnsta kosti 57 létust í sprengju- og skotárásum sem beind- ust meðal annars að mörkuðum og fjölmennum strætóstoppistöðvum á háannatíma. Verst var ástandið í höfuðborginni Bagdad í gær þar sem níu bíl- sprengjur sprungu í hverfum sjía með þeim afleiðingum að 33 féllu og um 130 særðust að sögn lögreglu. Þá varð borgin Basra í suðurhluta landsins, þar sem meirihluti íbúa er einnig sjíar, illa úti. Þar sprungu tvær bílsprengjur sem grönduðu að minnsta kosti þrettán manns og særðu fjörutíu aðra. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðunum en Al-Qaeda í Írak hefur áður staðið fyrir sprengjuárásum af svipaðri stærðargráðu. Spenna á milli trúar- hópa hefur farið vaxandi í kjölfar þess að minnihluti súnníta í landinu hóf mótmæli gegn því sem hann sér sem illa meðferð af hálfu stjórnvalda undir forystu sjía. kjartan@mbl.is AFP Árásir Hermaður virðir fyrir sér bíl sem var sprengdur í loft upp í Basra. Tugir féllu í árásum  Óttast að skærur blossi upp á nýjan leik á milli sjía og súnníta í Írak Hin tuttugu og tveggja ára gamla Tintswalo Ngobeni frá Sva- sílandi hefur leit- að hælis í Bret- landi eftir að hún hafnaði ástar- umleitunum Mswati þriðja, konungs Afríku- landsins. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar kóngurinn hóf að ganga á eftir henni með grasið í skónum. Henni leist ekkert á til- hugsunina um að verða eiginkona konungs og flúði því til Bretlands. „Ég hafði ekkert val. Það hefur enginn hafnað konunginum eða dirfst að óhlýðnast honum, þannig að ég lét mig hverfa,“ segir Ngo- beni sem hefur gerst harður gagn- rýnandi stjórnvalda í heimalandi sínu frá því hún flutti til Bretlands. Kóngurinn ástleitni á fyrir þrett- án eiginkonur í kvennabúri sínu en samkvæmt hefðum í Svasílandi má hann velja sér nýja brúði á hverju ári. kjartan@mbl.is Vildi ekki verða drottning og leitar hælis í Bretlandi SVASÍLAND Mswati III., kon- ungur Svasílands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.