Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 2 VIÐSKIPTI Hörður Ægisson hordur@mbl.is Fá fyrirtæki hafa verið í þeirri fjárhagsstöðu eftir að hafa gengið í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu að geta greitt upp biðlán – sem eru til þriggja ára og jafnan innan við 30% af heild- arskuldum – og þá nýtt sér um leið þann afslátt sem fjármálafyr- irtækin bjóða á lánunum. Afslátt- urinn af því að greiða upp lánin er mestur fyrstu 6-12 mánuði eftir að gengið er frá samningi um fjár- hagslega endurskipulagningu. Þetta kemur fram í loka- skýrslu eftirlitsnefndar um sér- tæka skuldaaðlögun sem var skilað til atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra í gær. Er það mat nefndarinnar að þetta sé vísbend- ing um að eigendur endur- skipulagðra fyrirtækja eigi hvorki fé né hafi aðgang að lánsfjármagni og að erfitt sé að fá nýtt fjármagn í rekstur slíkra fyrirtækja. Sökum þess að stór hluti fyrirtækja er með biðlán hjá fjár- málastofnunum – og að fá þeirra hafa greitt þau upp meðan afslátt- arkjörin hafa staðið til boða – þá segir nefndin að það stefni í að meirihluti biðlána þurfi að koma til greiðslu í lok samningstímans. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málafyrirtækjunum voru gjald- dagar fyrstu biðlána í byrjun mars 2013. Í skýrslu nefndarinnar er bent á að biðlánin beri lága vexti og því hafi fyrirtækjum verið gefið svig- rúm til þriggja ára til að nýta þessa ódýru fjármögnun til að hag- ræða í rekstri og styrkja eiginfjár- stöðuna. Engu að síður sé stað- reyndin sú að stór hluti fyrirtækja þurfi að endurgreiða biðlánin á gjalddaga eða semja um nið- urgreiðsluferli þeirra – án af- sláttar. Ekki eru uppi áform hjá fjár- málafyrirtækjum um að afskrifa slík lán þegar að gjalddaga kemur. Gengið hefur verið út frá því að lánin verði endurfjármögnuð sem hefðbundin rekstrarlán á markaðs- vöxtum. Af þessu má ráða að í til- felli margra fyrirtækja gæti fjár- magnskostnaður hækkað talsvert á næstu mánuðum og misserum. Á það er bent í skýrslu nefndarinnar að ef sú staða kemur upp að fjár- hagsstaða fyrirtækja verði með þeim hætti að ekki séu forsendur fyrir endurfjármögnun biðlána á markaðskjörum þá blasi við gjald- þrot og/eða yfirtaka eigna af hálfu fjármálafyrirtækja. Enn eftir að fá úrlausn mála Þrátt fyrir að meira en fjögur ár séu liðin frá hruni bankakerfisins þá segir í skýrslunni að end- urskipulagningarvinnu fyrir mörg starfandi fyrirtæki sem eiga í greiðslu- og skuldavanda sé enn ekki lokið – og jafnvel dæmi þess að fyrirtæki hafi ekki enn fengið tilboð um fjárhagslega end- urskipulagningu frá sínum við- skiptabanka. „Mikil réttaróvissa, fyrst um lögmæti gengistryggðra lána og síðan um endurútreikning, hefur hins vegar tafið mjög fyrir því að hægt hafi verið að ljúka öll- um málum,“ segir í skýrslunni. Það er aftur á móti mat nefndarinnar að endurútreikningar eigi sem slíkir ekki endilega að koma í veg fyrir að fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækis eigi sér stað. „Skuldir væru þá aðlag- aðar og eignavirði og það sem út af stæði afskrifað. Þegar síðar kemur niðurstaða í lögmæti geng- islána þá yrði tekið tillit til þess,“ segja skýrsluhöfundar. Reynist lán lögmæt þá standi einfaldlega end- urskipulagningin en ef ekki þá komi til skoðunar frekari skulda- niðurfelling. Meginreglan sé sú, samkvæmt lögum um fjárhagslega endurskipulagningu frá árinu 2009, að fyrirtæki sé ekki að afsala sér betri rétti sem kemur til síðar. Fá endurskipulögð fyrir- tæki hafa greitt upp biðlán Morgunblaðið/Golli Önnur hrina endurskipulagningar? Stærstur hluti fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu er með biðlán sem eru til þriggja ára. Fæst þeirra hafa greitt þau upp þrátt fyrir afsláttarkjör.  Lokaskýrsla eftirlitsnefndar um sértaka skuldaaðlögun  Aukinn fjármagnskostnaður fyrirtækja að óbreyttu Sértæk skuldaaðlögun »Við fjárhagslega end- urskipulagningu fengu flest fyrirtæki biðlán - jafnan fyrir 30% af heildarskuldum - til þriggja ára á hagstæðum vaxtakjörum. »Nú þegar styttist í gjald- daga biðlána er ljóst að fæst fyrirtæki hafa getað greitt þau upp. Þurfa að endurfjármagna þau á hærri vaxtakjörum. Forsvarsmenn lífeyrissjóða hér- lendis telja rétt rúmlega 10% líkur á því að fjármagnshöftin verði af- numin á næstu 5 árum samkvæmt könnun sem var framkvæmd meðal stærstu lífeyrissjóða landsins. Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka. Undir 5% telja líklegt að höftin verði afnumin á næstu 3 árum, en rúmlega 40% á næstu 10 árum. Í könnuninni, sem framkvæmd var í nóvember fyrir meistaraverk- efni úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, voru forsvarsmenn lífeyr- issjóða, sem hafa samtals yfir að ráða um 85% af hreinni eign sjóð- anna, spurðir út í vilja og vænt- ingar til erlendra fjárfestinga á komandi árum. Kom fram í niðurstöðunum að æskilegt væri að um þriðjungur eigna sjóðanna væri í formi er- lendra eigna, en að það hlutfall myndi fara upp í 40% á næsta ára- tug. Árleg fjárfestingaþörf lífeyr- issjóðanna er á bilinu 150-200 millj- arðar til næstu tíu ára. Nánar á mbl.is. AFP Höft Forsvarmenn lífeyrissjóða telja 10% líkur á að höftin verði afnumin innan fimm ára. Hafa takmark- aða trú á afnámi hafta Sveinn Sölvason, fjármálastjóri stoðtækjafyr- irtækisins Öss- urar, fékk í gær kauprétt að hálfri milljón hluta í félaginu á genginu 7,82 danskar krónur á hlut, sam- kvæmt tilkynn- ingu á vef Kauphallarinnar. Miðað við það nemur verðmæti kauprétt- arins 83 milljónum íslenskra króna, samkvæmt umreikningi og miðast gengi bréfanna þannig við166,18 ís- lenskar krónur á hlut. Fékk kauprétt á 500.000 hlutum Sveinn Sölvason „Það er óhætt að segja að vörur ORF Líftækni hafi komið, séð og sigrað á nýafstaðinni ráðstefnu Evrópsku líftæknisamtakanna (European Biotechnology Con- gress) sem haldin var í Bratislava í Slóvakíu í síðustu viku. Á ráðstefn- unni voru veitt tvenn verðlaun fyrir líftæknivörur ársins í Evrópu og hlutu vörur frá ORF Líftækni hvor tveggja,“ segir í fréttatilkynningu frá ORF Líftækni. Þar kemur jafnframt fram að Evrópsku líftæknisamtökin (Euro- pean Biotechnology Thematic Net- work Association, EBTNA) séu stærstu samtök sérfræðinga í líf- tæknigeiranum í Evrópu. Þau hafi verið starfrækt í sextán ár með það að markmiði að stuðla að fram- gangi líftækni í Evrópu með skipu- lagningu rannsóknaverkefna, miðl- un þekkingar og ráðgjöf. Verðlaunuð fyrir einstakt framlag „Verðlaunin voru veitt til að vekja athygli á athyglisverðum vörum frá litlum eða meðalstórum evrópskum líftæknifyrirtækjum. Bæði ISOkine vaxtarþættir sem ORF Líftækni framleiðir fyrir læknisfræðilegar rannsóknir og EGF Húðvörur dótt- urfyrirtækisins Sif Cosmetics voru verðlaunuð fyrir einstakt framlag til til evrópsks líftækniiðnaðar. ORF Líftækni er vaxandi fyrir- tæki á sviði líftækni sem er leiðandi í framleiðslu hágæða sérvirkra pró- teina fyrir læknisrannsóknir, húð- vörur og líftækniiðnað. Með þróun og nýtingu á einstakri fram- leiðsluaðferð sinni, sameindarækt- un í byggi, stefnir ORF Líftækni að enn frekari uppbyggingu sem hátæknifyrirtæki í fremstu röð á alþjóðlegum markaði. Hjá ORF Líftækni starfa um 40 manns,“ seg- ir ennfremur í fréttatilkynning- unni. ORF hlaut tvenn líftækniverðlaun  Verðlaunað fyrir líftæknivörur ársins í Evrópu Morgunblaðið/Jakob Fannar Glaður Björn Örvar, fram- kvæmdastjóri ORF Líftækni. Lyfjaframleiðandinn Actavis, sem varð til með sameiningu Watson Pharmaceuticals og Actavis seint á síðasta ári, hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá New Jersey í Bandaríkjunum yfir til Írlands til að komast hjá háum fyrirtækjasköttum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt CNN Money, en yfirstjórn fyrirtækisins verður áfram staðsett í New Jersey. Actavis tók yfir írska lyfjaframleiðandann Warner Chil- cott í þessari viku og hefur greini- lega séð fram á önnur hagkvæm skref við þá yfirtöku en bara að eign- ast fyrirtækið. Actavis er í dag með um 17 þús- und starfsmenn, þar af 5400 í Bandaríkjunum. Stærstur hluti af sölu fyrirtækisins á sér stað þar- lendis. Paul Bisaro, forstjóri Actavis hef- ur lengi talað gegn háum fyrir- tækjasköttum í Bandaríkjunum og sagt að vinna þurfi gegn þeim til að koma í veg fyrir að fyrirtæki flytji frá Bandaríkjunum. Það er því ljóst að með þessum kaupum hefur hann séð tækifæri til að flytja stóran hluta af skattlagningu fyrirtækisins til Ír- lands þar sem skattarnir eru mun lægri. Á Írlandi eru fyrirtækja- skattar 12,5% en í Bandaríkjunum eru þeir 28%. Nánar á mbl.is Actavis flýr skattheimtu og flytur til Írlands Ljósmynd/Ben Hider Actavis Paul Bisaro, forstjóri, er andvígur háum fyrirtækjasköttum  Mun aðeins greiða 12,5% fyrirtækjaskatt á Írlandi  Hefur greitt 28% fyrirtækjaskatt í Bandaríkjunum Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +0.-1. ++0-02 ,+-,.2 ,+-+32 +0-.+4 +,.-/0 +-+41+ +0,-30 +.0-25 +,,-0. +0.-. ++4-+4 ,+-5+/ ,+-,5/ +0-.35 +,/-15 +-+45/ +05-5, +.0-03 ,+/-5.0+ +,5-+2 +0.-4. ++4-.2 ,+-530 ,+-,40 +0-/,3 +,/-50 +-+43+ +05-0/ +.4-5+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.