Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 4 VIÐSKIPTI BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Skattsvik voru efst á baugi á leið- togafundi Evrópusambandsins í Brussel í gær. Því er haldið fram að skattsvik kosti ríkissjóði sambands- ins milljón milljónir evra á ári. Vilji er til þess að leita leiða til að auka skatttekjur, en Austurríki og Lúx- emborg eru treg til að fallast á að deila upplýsingum um bankareikn- inga sjálfkrafa vegna ótta um að það myndi grafa undan fjár- málageiranum, sem er mikilvægur þáttur í hagkerfum landanna. Leið- togarnir settu sér frest til áramóta til að gera bankaleynd útlæga. Forsenda sáttar um aðgerðir Í bréfi Hermans Van Rompuys, for- seta leiðtogaráðs Evrópusambands- ins, til leiðtoga aðildarríkja ESB fyrir fundinn sagði að „baráttan gegn skattsvikum og undanskotum snerist á tímum aðhalds á fjár- lögum og niðurskurðar um meira en sanngirni í skattamálum“, hún væri orðin „forsendan fyrir póli- tískri og félagslegri sátt um að ná fjárhagslegum stöðugleika“. Austurríki og Lúxemborg neit- uðu á fundi fjármálaráðherra ESB í liðinni viku að fallast á áætlun um að deila upplýsingum um banka- reikninga sjálfkrafa. Austurríkismenn og Lúx- emborgarar vilja að fram- kvæmdastjórn ESB geri sam- komulag um gagnsæi við Sviss, Andorra, Mónakó, San Marínó og Liechtenstein, sem standa utan ESB, að for- gangsmáli. „Við ætlum að segja skilið við bankaleynd og færa okkur í átt að sjálfkrafa skiptum á upplýsingum, sem við viljum innleiða 1. janúar 2015,“ sagði Jean Claude-Juncker, forsætisráð- herra Lúxemborgar, eftir fundinn í gær. Til þess að það mætti verða yrði að „semja við þriðju lönd, sér- staklega Sviss, þannig að við skekkjum ekki samkeppni,“ sagði Juncker. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, mælti fyrir því að átakið næði til fjölþjóðafyrirtækja og naut þar stuðnings Francois Hollande, forseta Frakklands, en átti þó á brattann að sækja. Stórfyrirtækin Google og Apple hafa sætt ámæli upp á síð- kastið fyrir að borga lága skatta, sérstaklega í Írlandi. Fyrirtækja- skattur á Írlandi er 12,5%, en Apple hefur í einhverjum tilvikum greitt 2%. „Ég er fylgjandi lágum skatti á fyrirtæki,“ sagði Cameron, en bætti við að „þegar við leggjum á skatta verðum við að vera viss um að fyr- irtækin borgi þá“. Billjónir evra í skattaskjólum Samtökin Oxfam telja að 9,5 billj- ónir evra séu í skattaskjólum tengdum ESB. Þar af sé um helm- ingurinn í skattaskjólum, sem með einhverjum hætti tengjast Bret- landi, frá Guernsey til Cayman- eyja. „Undanskot undan skatti eru alvarlegur glæpur, sem þökk sé endalausum lagaflækjum og lág- markssektum er hægt að fremja nánast án refsingar,“ sagði Martin Schlutz, leiðtogi Evrópuþingsins, á fundinum í Brussel í gær. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að skattsvikum og undanskotum yrði „einfaldlega að linna“. Billjón evrum skotið undan skatti árlega í ríkjum Evrópusambandsins AFP Skattyrðast um skattamál Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á leiðtogafundi ESB í Brussel í gær að undanskotum undan skatti yrði að linna.  Þrýst á að bundinn verði endi á bankaleynd á leiðtogafundi ESB  Lúxemborg og Austurríki óttast að skattaskjól utan ESB fái forskot Einnig var á dagskrá leiðtoganna að ræða orkumál. Vinnsla olíu og gass úr leirsteini hefur valdið byltingu í Bandaríkjunum og leitt til þess að orkuverð hefur snarlækkað þar í landi. Sumir segja að þetta gefi Bandaríkjamönnum forskot, sem gæti lagt grunninn að „nýrri iðn- byltingu“. Þetta er þróun, sem þykir ógna samkeppnisstöðu ríkja ESB, sem árið 2012 borguðu milljarð evra á dag fyrir innflutta orkugjafa. „Evr- ópa á á hættu að verða eina álfan sem er háð innfluttri orku,“ sagði Herman Von Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB. „Árið 2035 munum við enn verða að flytja inn meira en 80% af orkunni sem við þurfum og það mun hafa afleiðingar fyrir samkeppnishæfni fyrirtækjanna okkar.“ „Loksins höfum við í Evrópu gert okkur grein fyrir því að við þurfum að tala einni röddu,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens, um orkumálin á fundinum í Brussel í gær. Eina álfan háð innfluttri orku? RÍKI ESB ÞYKJA STANDA HÖLLUM FÆTI Í ORKUMÁLUM Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Skipholt 17 - 105 Reykjavík Sími 588 4699 Fax 588 4696 www.oba.is oba@oba.is olivetti Olivetti D-Copia 1800MF Kr. 254.775 Með Olivetti d-Copia 1800MF fjölnotatækinu má prenta og ljósrita í A4 og A3. Sérlega hentugt fyrir deild innan fyrirtækis. Hagkvæmt í rekstri. Viðbótarbúnaður fáanlegur fyrir tvíhliða prentun, fax- sendingu, skönnun, sjálvirkan tvíhliða frumritamatara, viðbótar- pappírsbakka, heftara og harðan disk MAÍ TILBOÐ kr. 203.82 0 Rekstrarkostnaður dufthylkis pr. A4 blað með 5% dekkingu er um kr. 1,15 m/vsk. Þjónusta til frambúðar..... Er of heitt? Gríptu til aðgerða fyrir sumarið Skrifstofur | Tölvurými íshúsið Loftkæling í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.