Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 12
Réttarríkið Þóroddur Bjarnason Á umliðnum mánuðum hafa grein- endur – og helstu stefnusmiðir Evrópska seðlabankans – reynt að vekja athygli á þeirri var- hugaverðu þróun að algjört rof virðist hafa myndast milli fjár- málamarkaða og raunhagkerfisins. Fáir virðast hafa veitt þessu sér- staka eftirtekt. Verðhækkanir á hlutabréfamörkuðum hafa haldist í hendur við væntingar fjárfesta um áframhaldandi aðgerðir seðla- bankayfirvalda til að tryggja nægt lánsfé á lágum vöxtum. Á sama tíma er hins vegar ekkert lát á hagtíðindum sem endurspegla hið skelfilega efnahagsástand sem rík- ir á evrópska myntsvæðinu. Sumir bjartsýnismenn álíta að sá lúðrablástur sem hefur verið á hlutabréfamörkuðum muni, sam- tímis minkandi verðbólgu á evru- svæðinu, ýta undir vaxandi eft- irspurn sökum aukinna ráðstöfunartekna heimilanna. Þá skoðun má draga mjög svo í efa. Þvert á móti má leiða að því líkur að einkaneysla – ekki síst í jaðar- ríkjunum – muni óhjákvæmilega dragast enn frekar saman á næstu misserum þrátt fyrir verðhækk- anir á hlutabréfamörkuðum. Á aðeins einum mánuði hefur gengi evrópskra hlutabréfa- vísitalna hækkað um 10%. Það er nokkuð meiri verðhækkun en hef- ur orðið á breskum og bandarísk- um mörkuðum yfir sama tímabil. Sé litið lengra aftur í tímann – allt aftur til maímánaðar 2012 – þá nemur gengishækkunin meira en 30%. Hvað þýðir þessi verðhækk- un fyrir heimilin? Í nýrri grein- ingu breska ráðgjafafyrirtækisins Capital Economics er bent á að í sumum evruríkjum nemi eign heimila í skráðum hlutabréfum um 25% af ráðstöfunartekjum þeirra. Við slíkar aðstæður er ljóst að miklar hækkanir á gengi hluta- bréfa síðustu mánuði ættu að óbreyttu að hafa jákvæð áhrif á efnahagsreikning sumra heimila. Ekki upphafið að viðspyrnu Staðreyndin er hins vegar sú að auðsáhrifin af verðhækkunum á hlutabréfamörkuðum munu hafa lítil sem engin áhrif þau heimili sem mest þurfa á þeim að halda – einmitt í verst stöddu evruríkj- unum. Einkaneysla dróst mest saman á liðnu ári í Grikklandi, Portúgal og Ítalíu en hlutabréfa- eign heimila í þeim ríkjum er að sama skapi minnst á evrusvæðinu. Annað er uppi á teningnum í mörgum kjarnaríkjunum þar sem meiri líkur eru á því – vegna tals- verðrar hlutabréfaeignar heimila – að gengishækkanir á verð- bréfamörkuðum eigi eftir að auka innlenda eftirspurn. Ekki er þó sjálfgefið að svo verði þegar litið er til þess að hækkun á væntingavísitölu þýskra neytenda helst ekki lengur í hend- ur við verðhækkanir á hlutabréfa- vísitölum. Það er í fyrsta skipti sem slíkt rof hefur orðið í langan tíma. Sumir greinendur hafa væntingar um að til viðbótar við hlutabréfaverðhækkanir muni hratt lækkandi verðbólga á evru- svæðinu – hún hefur lækkað úr 2,6% í september 2012 í 1,2% í apríl á þessu ári – styðja við aukna neyslu heimilanna. Það er hins vegar hætt við því að mikið atvinnuleysi og fasteignaverðs- lækkanir muni vega þyngra og aftra því að slíkar spár verði að veruleika. Sögulega séð hefur verið sterk fylgni milli þróunar á verð- bréfamörkuðum og innlendrar eft- irspurnar. Að einhverju marki er ljóst að miklar hækkanir á gengi hlutabréfavísitalna muni skila sér í vaxandi einkaneyslu heimilanna – og slíkt gæti þá orðið drifkraftur aukins hagvaxtar í kjarnaríkjum á borð við Þýskaland þar sem at- vinnuleysi mælist lítið og heimilin glíma við lítinn skuldavanda. Það væri þó mikil skammsýni að draga þá ályktun að þessi þróun á mörkuðum marki upphafið að öfl- ugri viðspyrnu í aukinni einka- neyslu fyrir evrusvæðið í heild. Svo er ekki. Miklu meira þarf að koma til áður en útlitið mun fær- ast til betri vegar. Takmörkuð auðsáhrif Sokkinn kostnaður Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hækkanir á markaði gagnast skuldsettum heimilum lítið Eign heimila í skráðum hlutabréfum (árið 2011 sem prósentuhlutfall af ráðstöfunartekjum) Heimild: Capital Economics og Thomson Datastream. Port. Grikkl. Ítalía Frakkl. Aust. Írland Þýsk. Spánn Belg. Finnl. Holl. 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Það verður að segjast alveg eins og er að Útherji hefur fullan skilning á því að eigendur og stjórnendur Act- avis skuli hafa ákveðið að flytja höf- uðstöðvar sínar frá Bandaríkjunum til Írlands, eins og greint er frá í frétt hér í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag, á bls. 2. Fréttin birtist upp- haflega í gærmorgun í CNN Money. Vitanlega er Actavis að flýja háan tekjuskatt á hagnað fyrirtækja í Bandaríkjunum, en þar er hann 28%. Á Írlandi er tekjuskattsprósentan á hagnað fyrirtækja hins vegar 12,5% og munar nú um minna en 15,5 pró- sentustig í skattlagningu, þegar um arðbært stórfyrirtæki er að ræða – vitanlega munar um minna hjá hvaða skattgreiðanda sem er. Tekjuskattur, sem lagður er á hagnað fyrirtækja á Íslandi, var 18% frá árinu 2002 en var lækkaður í 15% árið 2008. Sú lækkun stóð aðeins í eitt ár. Hlutfallið var hækkað aftur í 18% árið 2009 og í 20% ári síðar, af fráfarandi „Norrænu velferðarstjórn- inni“. Í riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?“, frá því í nóvember í fyrra, eru stjórnvöld hvött til þess að lækka tekjuskattshlutfall fyrirtækja í 15% á komandi árum og það telur Útherji að sé afar skyn- samleg tillaga, enda augljóst mál að með slíkri skattheimtu yrði Ísland miklu fýsilegri kostur fyrir höf- uðstöðvar stórfyrirtækja. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skattmann Steingrímur J. Sigfússon hafði ekki vermt stól fjármálaráðherra lengi, þegar hann fékk nafnbótina Skattmann  Útherji Skiljanlegir flutningar á höfuðstöðvum Actavis Á Krúsku færðu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, súkkulaðiköku, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 SENDUM Í FYRIRTÆKI Næring fyrir líkama og sál Fjölstillanlegir gæðastólar X E IN N IX 13 05 003 Ný sending komin af þessum vinsælu skrifstofustólum! Einnig mikið og gott úrval skrifstofuhúsgagna, eins og hæðastiillanleg skrifborð, muna- og skjalaskápar, borð og stólar í fundarherbergið og margt fleira. Veldu það besta fyrir þig Það kostar minna en þú heldur Goal 322G&152G

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.