Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 6 VIÐSKIPTI VIÐTAL Pétur Blöndal pebl@mbl.is V iðskiptaáætlun á striga. Það var leiðin sem varð fyrir valinu þeg- ar kom að því að skapa stjórn- tæki eða verkfæri til að marka stefnu fyrirtækja. „Business Model Canvas“. Ef til vill lætur það und- arlega í eyrum sumra að notast við orðið „strigi“. En hugsunin er sú að teikningar séu notaðar til að einfalda og skerpa á myndum í huga fólks. „Business Model Canvas“ eða BMC er notað til að skilgreina viðskiptaáætlanir eða þróa nýjar og kemur það úr smiðju Alex- anders Osterwalders, en hann kom til lands- ins nýverið og flutti erindi fyrir fullum Eld- borgarsal í Hörpu og síðan í höfuðstöðvum Arion-banka, sem stóð fyrir komu hans til landsins. Osterwalder er höfundur metsölu- bókarinnar „Business Model Generation“ og hefur haldið fyrirlestra víða um heim, þar á meðal við Stanford og Berkeley. Nýtist á mánudagsmorgni í vinnunni Upphaflega leitaði Osterwalder að betri leið til að lýsa, sannreyna og móta viðskiptaáætl- un. Og niðurstaðan varð sú að skilgreina helstu þætti í starfsemi og umhverfi fyr- irtækja á sjónrænu korti og þvinga þannig frumkvöðla eða stjórnendur til að leiða hug- ann að ólíkum þáttum rekstrarins. Sýn- ishorn af slíku korti má finna hér á opnunni og eru „post it“-miðar notaðir til að skil- greina atriðin sem þarf að hafa í huga í hverju þrepi stefnumörkunarinnar. „Við einbeitum okkur að upplifun not- enda og skilgreinum kortið sem verkfæri, ekkert síður en hamar sem notaður er til að negla nagla í vegg,“ segir Osterwalder í samtali yfir kaffibolla eftir að hafa flutt fyr- irlestur um morguninn fyrir þúsund manns í Hörpu. Hann segir að verkfærið hjálpi stjórn- endum að marka brautina og átta sig á hvernig breyta megi hugmynd í veruleika. „BMC er hagnýtari en aðrar aðferðir við slíka stefnumótun,“ segir hann. „Það er eng- inn skortur á góðum stefnumótunar- aðferðum og þær vinna vel saman, en oft og einatt eru þær bundnar fræðunum og það ferst fyrir að stíga lokaskrefið úr bókaform- inu yfir í verkfærið – að hugsa út í hvernig það nýtist á mánudagsmorgni í vinnunni.“ En að sama skapi þarf að gæta þess að tólið sé ekki of einfeldningslegt, að sögn Os- terwalders. „Það áhugaverða er að stjórn- endur í nýsköpunarfyrirtækjum nota strig- ann ekkert síður en stjórnendur í stórfyrirtækjum. Maður gæti freistast til að ætla að starfsemi nýsköpunarfyrirtækja væri allt annars eðlis, en í grundvöllurinn er sá sami, að öðlast skilning á verkefninu og sýn á það hvernig megi þoka því áfram.“ Öll púslin raðist saman BMC felst í níu þrepum eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd. „Á vissan hátt er þetta hefðbundin nálgun sem felst í að fá fólk til að setjast yfir framleiðsluna, tæknina og virðisaukann fyrir viðskiptavinina,“ segir Osterwalder. „En með kortinu gefst tækifæri til að öðlast yfirsýn og skoða samverkandi áhrif ólíkra þátta í rekstrinum, hvernig þeir verka hver á annan og átta sig á í hverju sam- keppnisforskotið felst. Það er alltaf saga á bakvið velgengnina. Ef við tökum iPhone sem dæmi, þá er það ekki bara síminn og tæknin sem skapar árangurinn, heldur að hundruð þúsunda hugvitsmanna leggjast á sveif með fyrirtækinu og búa til „öpp“ eða forrit sem auðga líf notenda á einn eða ann- an hátt. Æ fleiri eru að hverfa frá stefnu- mótun sem miðast einungis við vöruna sjálfa og eru farnir að skoða starfsemina í heild, hvernig öll púslin raðast saman.“ En er þetta ekki bara enn ein töfra- lausnin? Sú spurning vaknar eflaust hjá mörgum, enda spámennirnir orðnir margir á sviði viðskiptalífsins. „Ég er ekki trúaður á töfralausnir,“ segir Osterwalder. „Við erum enn að stíga fyrstu skrefin á þessari braut og þurfum fleiri verkfæri. Við horfum fyrst Íbygginn Alexander Osterwalder ræddi hugmyndir sínar um BMC eða „Business Model Canvas“ fyrir fullum sal í Hörpu. og fremst á það hvort verkefnið er arðbært, en það þarf til dæmis aðrar aðferðir til að skoða menninguna innan fyrirtækisins. Stjórnendur þurfa mörg verkfæri í kistuna sem vinna saman. Fyrir fáeinum vikum stóð- um við fyrir ráðstefnu, þar sem viðskipta- hugsuðir komu saman, hver með sitt verk- færi, og þar kom skýrt fram þörfin fyrir að þau ynnu saman. Það er nærtækt að taka dæmi af skurðlækni, sem þarf að hafa mörg ólík tól og hvert þeirra hefur skilgreint hlut- verk. En það er deginum ljósara að honum yrði ekki mikið ágengt ef hann hefði ekkert í höndunum til að vinna sitt verk. Þörfin er til staðar fyrir betri verkfæri og skilning á því hvernig eigi að nota þau til að ná sem bestum árangri.“ Viðskiptalíkönin gölluð Útgangspunkturinn í aðferðafræði Oster- walders er sá að viðskiptalíkön fyrirtækja hafi verið gölluð. „Við mótuðum okkar hug- myndir út frá nýsköpunarfyrirtækjum, þar sem aðgreiningin er ekki orðin mikil milli ein- stakra sviða og allar einingar vinna saman,“ segir Osterwalder. „Og þá varð okkur ljóst að innan stórfyrirtækja var víða pottur brotinn. Þar er aðgreiningin milli ólíkra sviða iðulega of mikil. Það getur lýst sér í því að markaðs- deildin komi ekkert að vöruþróun eða annarri starfsemi, fjármáladeildinni sé haldið utan við allt og svo framvegis. Þetta eru kannski fyr- irtæki sem velta hundrað milljörðum og það er alltof mikið af veggjum innan þeirra. Það þarf að stíga til baka og fara aftur á byrj- unarreit.“ Liður í sambandsleysinu eru ómarkviss- ir fundir, þar sem vantar akkeri í umræð- urnar og menn ná því ekki utan um viðfangs- efnið. „Eins og allir vita eru ótal mörg dæmi um fundi, þar sem stjórnendur setjast niður og ræða hvernig best sé að hrinda hug- myndum í framkvæmd, en það vantar ramm- ann til að vinna eftir. Það getur orðið til þess að menn týna sér í smáatriðum, sjá ekki heildarmyndina og þetta verður marklaust blaður, bla bla bla bla,“ segir Osterwalder. „Það festir ekki hönd á neinu. Ef ætl- unin er að vinna með flókin og óáþreifanleg viðfangsefni eins og viðskiptalíkön og áætl- anir, þá þarf að koma þeim í fastmótaðan Verkfæri til stefnu  Alexander Osterwalder hefur þróað einfalda og skýra leið til að útfæra viðskiptahugmyndir Verkfærið nýtist í fyrirtækjum af öllum toga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.