Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.2013, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2013 9Afþreyingarbransinn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E flaust eru margir sem öfunda Sigmar Gunn- arsson af starfinu. Sigmar á og rekur Go Kart Höllina í Súð- arvogi og getur því fengið að spana um kappakstursbrautina eins og hjartað lystir. „Það er óneitanlega gaman að vinna hérna en skemmti- legast af öllu er hvað viðskiptavin- irnir njóta sín í kappakstursbraut- inni og enginn fer héðan án þess að vera með bros á vör,“ segir hann. Go Kart Höllin verður þriggja ára á þessu ári. Starfsemin hóf göngu sína í Turninum í Smáralind en flutti fljótlega í núverandi hús- næði þar sem áður var timb- urafgreiðsla Húsasmiðjunnar. Sig- mar segir aðsóknina góða en það þrengi m.a. að rekstrinum að leiga á atvinnuhúsnæði er með hæsta móti og leigusalar harðir í horn að taka. „Það virðist gilda út um allan bæ og sama hvernig húsnæði er um að ræða að verðið er í hæstu hæð- um. Eigendur virðast upp til hópa mjög ósveigjanlegir í samningum og láta húsnæði frekar standa autt en að veita einhverja tilslökun hvað snýr að verðinu.“ Í gegnum tíðina hafa margir spreytt sig á að reka Go Kart fyr- irtæki en fáir orðið langlífir í þess- um bransa. Sigmar segir fjöl- breyttar ástæður fyrir því hvers vegna önnur fyriræki á þessu sviði hafi ekki enst lengi en í dag eru tvö Go Kart fyrirtæki starfandi á höf- uðborgarsvæðinu og virðist mark- aðurinn bera þann fjölda ágætlega. „Og ef eitthvað er þá eru enn ýmis tækifæri sem hægt er að nýta til að gera enn betur. Til dæmis væri gaman að bæta við kappakst- ursbrautina eins konar sport-bar þar sem gestir gætu gert sér glað- an dag eftir aksturinn. Mætti þann- ig halda fólkinu lengur hér hjá okk- ur og selja hverjum og einum meira af vöru og þjónustu.“ Gaman saman Sigmar segir reksturinn að stórum hluta drifinn áfram af vinnustaða- hópum og vinahópum. Fyrirtæki sendi starfsmenn oft í Go Kart til að gera sér dagamun og hrista saman hópinn en eins sé vinsælt t.d. á afmælisdögum eða í steggja- veislum að líta inn í Go Kart. Sig- mar segir Go Kart falla í flokk með nokkrum öðrum afþreyingarmögu- leikum sem í boði eru þar sem hver valkosturinn hafi sína kosti og galla. Setja má í einn hóp Go Kart, litbolta, ferð í tívolí og svo keilu. „Go Kart tvinnar það saman að vera spennandi afþreying sem um leið er aðgengileg fyrir fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Ef t.d. starfsmanna- eða vinahópurinn er mjög fjölbreyttur er hætta á að ekki séu allir jafnhrifnir af að fara í litbolta, eða geti fundið eitthvað við sitt hæfi með heimsókn í leik- tækjagarð. Keila er sennilega hag- kvæmasti kosturinn enda hægt að vera lengi í brautinni ef margir eru að spila saman, en þá kemur á móti að leikmenn þurfa að skiptast á að kasta kúlunni og þátttakan og virknin ekki sú sama og í hinum af- þreyingarmöguleikunum.“ Sumarið er sterkasti sölutím- inn en það hægir m.a. á vetr- araðsókninni að þó Go Kart höllin sé undir þaki þá er húsið ekki upp- hitað og því sami hiti utandyra og innandyra. Á sumrin gefast líka tækifæri til að fá góðar aukatekjur með því að koma upp ökubraut á vinsælum bæjarhátíðum. „En þá er samt verið að veðja á veðrið. Ef það tekur að rigna þá er það bara tóm- ur kostnaður að vera með Go Kart á bæjarhátíð en ef veðrið er gott snýst dæmið alveg við og brautin í notkun frá morgni fram á kvöld.“ Dýrt húsnæði er helsti vandinn  Neytendur á höfuðborgarsvæðinu hafa úr ýmsum kostum að velja þegar kemur að afþreyingu  Enn eru ýmis tækifæri ónýtt í geiranum Morgunblaðið/Rósa Braga Hraði Sigmar segir margt í boði og valkostirnir hafi hver sína kosti og sína galla. Go Kart nýtur vinsælda hjá vinahópum og í hópeflisferðum. Þó Go Kart bílarnir hans Sig- mars geri varla annað en aka í hringi eftir sömu brautinni þá fær reksturinn engan afslátt af þeim gjöldum sem ríkið tekur af bifreiðum almennt til að halda úti vegakerfinu. „Go Kart bílarn- ir sjálfir lenda í 30% tollflokki þó þeir muni aldrei aka eftir vegakerfinu og bensínið sem fer á bílana okkar er á alveg sama verði og venjulegir neytendur þurfa að borga við dæluna.“ Sleppa ekki við vega- gjöldin Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Með Borgun tekur þú við öllum kortum – hvar og hvenær sem er J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Loksins virka debetkort á netinu Það eru álíka mörg debet- og kreditkort í umferð á Íslandi. Tekur þín vefverslun við öllum kortum? Fáðu frekari upplýsingar á www.borgun.is eða í síma 560 1600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.